Þjóðviljinn - 20.07.1990, Síða 20

Þjóðviljinn - 20.07.1990, Síða 20
Einar Már Guðmundsson Ringo Starr og félagar Halastjömur með stutta viðkomu Blaðamaður Nýs helgarblaðs sá þá Borg. Þeir panta súpu með brauði, Hú- félaga Húbert Nóa og Þorvald Þor- bertfær sér einnBjarnafrá Vogiogvið steinsson hangandi í menntamálaráðu- hefjum spjallið. neytinu, og hitti þá sitjandi á Hótel Þegar Ringo Starr kom til ís- Iands var hann ekkert að æsa sig yfir því þó unglingarnir í Atlavík héldu að hann væri smíðakennar- inn á Neskaupstað. A sínum tíma, um það leyti sem Bítlarnir voru að hefja göngu sína, dreymdi Ringo um að hætta eftir einsog tvö ár og vonaðist þá til að geta opnað rakarastofu. Hann gerði ekki ráð fyrir að ævintýrið næði út fyrir borgarveggi hafnar- borgarinnar Liverpool. Hógvær maður Ringo og Bítl- unum jafn nauðsynlegur og aðrir meðlimir þeirra, þó ekki semdi hann lögin. Frá hafnarborginni Liverpool til hafnarborgarinnar Hamborg en Jorge Luis Borges hefur sagt að fyrir Englendinga hafi hafið alltaf táknað frelsið, uppgjör við foreldrana og Ieiðina til ævintýranna, enda ekki gott að segja hvað mamma Ringos hefði sagt hefði hún séð hann þar sem hann sat bak við trommusettið á næturklúbbnum í Hamborg með klósettsetu um hálsinn. En vel á minnst, hafið; það voru einmitt sjómenn, er sigldu um höfin, sem fluttu með sér tónlistaráhrif til hinnar söng- glöðu hafnarborgar Liverpool og segja fróðir menn að sú staðr- eynd að Liverpool sé hafnarborg skýri jafnframt hvers vegna hún sé fæðingarborg Bítlanna; á með- an Lundúnabúar sátu dáleiddir yfir vatnsgreiddum hvítasunnu- piltum bárust aðrir tónar um haf- ið til Liverpool. En það merkilega við Bítlana er ekki aðeins uppruni þeirra heldur einnig endalok. Þeir hættu jafn snöggt og þeir byrjuðu og voru enn með öll tromp á hendi þegar yfir lauk. Nú er öllum ljóst, þegar fjölskrúðug saga dægur- lagatónlistar er skoðuð, að Bítl- arnir tóka hárréttan pól í hæðina. Draumnum var lokið, einsog þeir sjálfir sögðu. „Það var gott hjá þér að fara, Arthur Rimbaud," hefur Sigfús Daðason eftir franska skáldinu Réne Char í upphafi ljóðs. Hinn stutti ferill Arthurs Rimbaud er einstakur í ljóðlistinni og svo er einnig um tónlistarferil Bítlanna. Hann stendur eftir hreinn og tær. langur en hlykkjóttur vegur, og festir sig æ betur í sessi því lengri tími sem líður. Á meðan halda ýmsir samtímamenn þeirra enn í gömlu haldreipin, ná sér á strik á fimm ára fresti en þynnast annars út. Eftir að Bítlarnir leystu sjálfa sig upp sem hljómsveit og hóhi að starfa hver í sínu lagi, komst eng- inn þeirra með tærnar þar sem þeir í sameiningu höfðu haft hæl- ana; ekki einu sinni John Lennon og það þó hann stigi skrefið til fulls sem mannkynsfrelsari með rétt viðhorf til málanna. Þó pólit- ískar tónsmíðar hans séu margar hverjar mjög góðar gapa þær af tómleika við hliðina á „orðunum sem flæddu einsog endalaust regn.“ Á svipaðan hátt er gamla deilan um hvorir væru betri Rol- ling Stones eða Bítlarnir hafin yfir allan vafa nú þegar sagan hef- ur snúið sjónaukanum við og tím- inn á meðan báðar þessar hljóm- sveitir voru báðar við lýði er nokkuð klár og kvittur. Oft var sagt, að Bítlarnir væru aðeins saklausir fermingardreng- ir við hlið hinna bálreiðu, subbu- lega róttæku og uppreisnar- gjörnu Rolling Stones. En þetta var bara umboðsmannaheim- speki sem snerti listrænt framlag þessara aðila ekki neitt. Rolling Stones hafa þvert á móti mátt þola það, einsog Bob Dylan sem heimsótti okkur hér um daginn, að sjá höfundurverk sitt safna skallablettum, verða köflótt og upplitað. Það breytir ekki því að þeir eru besta rokkhljómsveit í heimi og heldur ekki hinu að enginn þess- ara aðila hefur ort jafn góð ljóð og Bob Dylan. En Bítlarnir eru miklu meira en bara rokk og ljóð eða tónar úr gíturum; þeir eru andi, andi sæfaranna sem líða á milli borgarveggjanna og hafa verið til frá upphafi vega, voru sagnamenn í gamla Grikklandi og spaugarar á miðöldum, enda álíta tónlistarsérfræðingar að þeir hafi fundið glataða tóna sem mið- aldakirkjan hafði bannfært og af- máð úr nótnabókum. Hvað er að gerast i myndlist núna? Þorvaldur Þ: Því skal ég svara í einni setningu, mér finnst mynd- listarmenn í meiri tengslum við samtímann en á undanförnum ár- um, og af því að samtíminn er svo margbreytilegur er margt að ger- ast í einu, og engin ein stefna eða aðferð ríkjandi. Húbert Nói: Allt er opið í mynd- listinni, maður gengur ekki inn í einhverja ákveðna stefnu, og hef- ur því meira svigrúm til að finna sjálfan sig en áður. Það var mun erfiðara fyrir ungan myndlistar- mann sem var að mála fyrir tíu árum þegar ríkjandi stefnur voru í gangi eins og nýja málverkið. Nú hefur listin skarast svo mikið að maður getur fundið sér leiðir inn á milli, maður getur áttað sig á sjálfum sér, og þannig náð þroska fyrr. ÞÞ: Maður heyrir oft að gallería- eigendur og listapáfar stjórni því hvað efst er á baugi, það hefur aldrei verið meiri vitleysa en nú, því að þeir eru alveg búnir að missa tökin á þessu. Þeir geta stjórnað því hvað er efst á baugi nálægt þeim, en svo er bara ein- hver allt annar heimur handan götunnar og annað efst á baugi, þannig að það er pláss núna fyrir menn sem eru að gera hluti sem vinna algerlega hvor gegn öðrum eða ekki. Listamenn geta fengið sömu athygli, og sömu meðferð þótt þeir séu að gera algjörlega ólíka hluti, það er pláss fyrir allt. HN: Galleríaeigendur hafa fleiri möguleika nú til að búa til eitthvað, því að þeir þurfa ekki að gera það innan ákveðins ramma lengur. ÞÞ: Þeir geta það ekki nema að ákveðnu marki. Þeir geta ekki búið til stjörnu sem að nær að fara um allan heiminn og verða heimsstjarna, tímar stórstjarn- anna eru liðnir. Nú lifir enginn Picasso, enginn Matisse. Stórstjörnur og litlar stjörnur En á tímum nýja málverksins voru vissulega skapaðar stór- stjörnur, New York töffarar sem urðu frægir á einni nóttu. ÞÞ: Menn misstu tökin, þetta gekk ekki upp. Bæði vegna þess að nýja málverkið var ofmetið sem fulltrúi alls heimsins; sem heimslist. Og var í rauninni túlk- andi ákveðinna hópa og ákveð- inna samfélaga og hentaði ekki fyrir aðra. Það hafði ekkert að segja fyrir suma nema sem á- kveðin fjárfesting. Auk þess var ekki nógu mikið af góðum verk- um og listamönnum þannig að það féll um sjálft sig. Mér finnst þetta eðlilegasta ástand í heimi núna, það eru til hundrað stór- stjörnur, ekki mikið fleiri, allt í lagi með það. Svo eru til tvær miljónir smástjarna sem fá að gera allt sem þær vilja. HN: Sumar eru á braut umhverfis stjórstjörnurnar, en aðrar eru sjálfsvífandi. Eru þið þá sjálfsvífandi eða á braut umhverfis einhverja aðra? HH: Við erum halastjörnur... ÞÞ: ...og birtumst bara við sér- stök skilyrði, og erum í sífelldri árekstrarhættu. Á silfurfati Hvað bindur ykkur saman? HN: Það er tilviljun ein sem hefur ráðið því að við höfum sýnt tvisv- ar saman, við erum tveir ólíkir pólar sem mynda hring. Er þá ekki hœgt að bera ykkur saman? ÞÞ: Nei, nema að því leyti að við erum að gera sömu hlutina. Hvað þýðir það? ÞÞ: Nú færðu skilgreininguna á okkur, sem þú varst að biðja um áðan, á silfurfati. Þú sagðir þetta svo fallega Húbert, þetta um galdurinn og og dulúðina. Hú- bert gefur okkur færi á að upplifa dulúðina og töfrana í tilverunni. HN: Það sem er að glatast í tilver- unni. Ég mála ekki það sem égsé, heldur það sem ég skynja. Ég reyni að mála fyrir sjálfan mig, og ég er kominn á það stig þar sem að ég lyftist aðeins frá yfirborð- inu, þegar farginu sleppir þá losa ég um heilmikla orku, sem er fal- in í okkur öllum, og hleð mig upp á nýtt til að geta haldið áfram. Þetta er sama orka og losnar úr læðingi þegar ég geri góða mynd, en hún er sambærilegri við það að vera ástfanginn, þá fyllist maður orku og verður dulúðlegri. Til að mála verður maður alltaf að hlaða sig, þetta er eitthvað sem rúllar áfram og breytist alltaf hægt og rólega. Ég held að ferill- inn sé einhverskonar spírall, þetta fer ekki í hring, heldur alltaf aðeins örlítið fram hjá hon- um. Alltaf áfram. ÞÞ: Ég er nákvæmlega eins og hann, bara hinum megin frá. Ég geri allt sem hann er að forðast, og vara við, og geri það út í ystu æsar. Við búum í heimi þar sem t.d. ákveðin einföldun á veruleik- anum er mjög ríkjandi og viður- kennd. í staðinn fyrir að benda á einföldunina og segja þetta er ljótt og þetta má ekki gera því að tilveran er öðruvísi, þá geng ég ennþá lengra í einfölduninni. Tek jafnvel á mig hlutverk fífls sem að skilur ekki neitt, og tekur yfirlýs- ingar eða einfaldar staðreyndir svo bókstaflega að þær afhjúpast. En af því að ég elska friðinn og er svo jákvæður þá geng ég ennþá lengra og bý til lægsta samnefna- rann sem hugsast getur. Þá kem- ur út eitthvað allt annað sem á ekkert skylt við hvorki raunveru- leikann né hinn einfaldaða raun- veruleika. Kominn er þriðji hlut- urinn sem er listaverk, en byggir á ferðalagi inn í barnaskapinn, inn í auglýsingaheiminn, eða þá pólitíkina með augum einhvers sem trúir og hefur enga gagnrýna hugsun í kollinum. Niðurstaðan getur í besta falli orðið sú, að verk mín verða svo einföld að þau eru skrumskæling á veruleikan- um og fá nýtt gildi. Svo er hægt að taka þau aftur seinna og gera ein- faldari útgáfu á þeim. HN: Heimurinn er orðinn svo lít- ill. Ég er aftur á móti að reyna að stækka heiminn, gera hann dular- fullan aftur. Menn eru að rjúka út í geiminn og niður á hafsbotn til að leita að einhverju framandi. Ég vil stækka jörðina, ég vil að Afríka verði jafndularfull og hún var, allt gerist þetta inní höfðum okkar. Styttar útgáfur af fólki Öll þessi smækkun er bara blekking, við þekkjum ekki Afr- íku þótt við höldum að við gerum það, og þrátt fyrir að við sjáum myndir þaðan daglega í fréttum og frœðsluþœtti einu sinni í viku, ekíci satt? 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. júii 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.