Þjóðviljinn - 20.07.1990, Síða 21

Þjóðviljinn - 20.07.1990, Síða 21
Húbert Nói og Þorvaldur Þorsteinsson listamenn í menntamálaráðuneytinu, þar sem nokkur verk þeirra félaga hanga uppi tii ágústloka. Mynd: Jim Smart. HN: Já, þetta eru alrangar hug- myndir og einlitar. ÞÞ: Þegar þú tekur viðtal við Hú- bert Nóa þá breytist hann í örfáar setningar. í hugum lesenda Þjóð- viljans er hann nokkrar setning- ar, og þeir geta farið í gegnum allt lífið, og vitað allt og ekkert um hann. Þetta er það sem menn eru alltaf að glíma við, það er stór- varasamt en mér finnst það einn- ig oft gullfallegt. Þetta er stað- reynd sem við getum ekki breytt, við getum ekki farið og tékkað á Húbert, það geta ekki allir kynnst honum því að hann þekkir sig ekki einu sinni sjálfur. Þar sem hann situr núna þá er hann sjálfur að upplifa einfalda mynd af sjálfum sér. Það er ekki hægt að vera allt í einu, hann verður að velja úr, nú er hann einungis brot af sjálfum sér og þannig er maður á hverju einasta augnabliki. Maður er alltaf stytt útgáfa af sjálfum sér fyrir sjálfum sér, hvað þá fyrir öðrum. HN: Þetta gerir fólk svo þreytt þegar til lengri tíma er litið, það er alltaf að fá eitthvert smotterí upp í hendurnar, og nær aldrei neinni dýpt. í mínum verkum er ég einmitt að búa til fyrir mig ein- hverja dýpt til að fólk komist inn í sig þar sem ævintýrin eru að ger- ast, upplifi hlutina sjálft, og það séu ekki þessar samanteknu upp- lifanir sem gera fólk bara að kján- um. Hluti af þessu, a.m.k. hérna á ísiandi, er vinnuþrælkunin. Fólk hefur einfaldlega ekki tíma til að skoða hlutina af einhverri gaumgæfni. Það er langauðveld- ast að koma heim og setja mynd- band í tækið. Þá fær fólk smáæv- intýri, og fer síðan að sofa. Það hefur engan tíma til að sinna börnum sínum, og það hefur heldur engan tima til að fara á myndlistarsýningar. Það er ekki hægt að fárast yfir því. Þjóðfé- lagið er þannig uppbyggt að fólk hefur ekki tíma. Þetta er hættu- legt því að allt verður svo yfir- borðskennt, fólk losar aldrei um orkuna sem er inni í því, sem get- ur haft mjög varasamar afleiðing- ar. Stækkun mannsins Lislamenn virðast mjög ein- angraðir; leikhúsfólk fer í leikhús, myndlistarmenn á mynd- listarsýningar o.s.frv. hvernig er hœgt að rjúfa þessa einangrun? ÞÞ: Það er einmitt svo gaman í dag, því að myndlistarmenn eru að reyna, og það gerist bara, þeim er það ekki sjálfrátt, að rjúfa einangrun þessa gáfulega og þægilega hrings, og komast aftur í samband við samtíðina og það fólk sem þeir eru að vinna með, og þann samtíma sem það lifir í. Ég er mjög bjartsýnn á að þetta eigi eftir að breytast mjög mikið. Hægt er að ímynda sér að menn fái meira að upplifa ævintýrin hans Húberts í daglega lífinu. Að við fáum fleiri tækifæri í hvers- dagsleikanum til að njóta hans, en bíða ekki eftir því að hann sé búinn til að geta farið að njóta lista. Þetta er samt allt tvíeggjað. HN: Það sem um er að ræða er að listin stækkar manninn, það kem- ur til ný upplifun. Áður þekkti enginn þetta fyrirbæri Þorvald, ef fólk kynnist Þorvaldi þá hefur það stækkað um einn Þorvald. Það er, plús sá Þorvaldur sem það kynnist í gegnum verk hans, kynnin opna þeim nýja sýn. ÞÞ: Já, einmitt. Við vonum það t.d. að einhver verk sem ég geri, t.d. skúlptúr, geti hjálpað skúr- ingarkonu til þess að uppgötva allt í einu klukkan þrjú á þriðju- degi að það sé heilmikið ævintýri í salnum sem hún er að skúra. Þá er mikið fengið, þótt það dugi ekki nema í tvo tíma. Það er ein- hver von um að mönnum finnist þeir hafa tilgang, vera á lífi og fái að vera skapandi einstaklingar, þótt þeir heiti ekki listamenn. Þannig geta þeir sem neytendur og vinnuþrælar bætt einhverju við eigin reynslu, og eins og Hú- bert kallar það, stækkað sjálfa sig. Nái listamaður að kveikja í fólki, þá er tilgangnum náð. HN: Tilgangur minn er ekki að koma fólki í tengsl við mig í gegn- um verk mín, heldur fyrst °g fremst að koma fólki í tengsl við sjálft sig í gegnum verkin. ÞÞ: Ég er sammála því. Óseljanlegur veruleiki Við getum verið sammála um það, en er það ekki hrokafullt af ykkur að telja að annað fólk stækki við kynni af verkum ykk- ar? ÞÞ: Við verðum að vona, annars værum við ekki að þessu. Maður verður að hafa það á hreinu að tilgangurinn sé einhver. HN: A sama hátt stækkum við við kynni af öðru fólki. Tilgangurinn er sem sagt að stœkka, og upplifa œvintýri? HN: Mér finnst full þörf á því í dag að tengja fólk því sjálfu, þessi yfirborðsmennska sem er í gangi á öllum sviðum, og þessi aíþrey- ing sem er út um allt. Við erum ekki afþreying, nóg er af henni. Það slokknar á fólki, það nær aldrei tenglsum við sinn innri mann. Heldur segir: ég var að horfa á þetta í gær, fannst þér þetta ekki skemmtilegt? Það að komast í í samband við hver við erum gerir okkur að mönnum. ÞÞ: Listamenn, heimspekingar og nokkrir vísindamenn eru að verða forréttindastétt í heimin- um, eða ættu að vera það. Þeir eru að reyna að skapa veruleika með sínum verkum sem þarf ekki að lúta lögmálum markaðarins. Veruleika sem þarf ekki að selj- ast, eða selja auglýsingatíma. Þess vegna hafa þeir möguleika á að búa til hluti sem hafa meira vægi en augnabliksfullnægja. Þess vegna kúgast maður þegar maður heyrir klisjuna að lista- menn séu réttlætanlegir þegar þeir seljast. HN: Einnig þegar myndlistar- menn eru að réttlæta tilveru sína með því að segja að þeir vinni eins og annað fólk frá 9-5. ÞÞ: Þetta er engin venjuleg vinna, listamenn eru allan sólar- hringinn að vinna eitthvað sem er óarðbært. Ég heyrði fallegt dæmi um þetta hjá Einari Kárasyni um það að hefðu markaðssjónarmið- in fengið að ráða er hæpið að Njála hefði verið skrifuð. Var hún metsölubók á sínum tíma er spumingin. Auðvitað er punktur í þessari krítik manna, stundum eru „listræn vinnubrögð“ notuð sem réttlæting á aumingjaskap og leti, og ég skil vel að menn rugli þessu dálítið saman. Það em á- kveðnir menn sem flýja í þetta, en það gerist í öllum starfsstétt- um. Með því að vinna mikið er hægt að losna við þennan mis- skilning, en það segir lítið um raunvemlegan árangur. HN: Það er eðlilegt að mönnum finnist þeir þurfa að réttlæta sig í því efnishyggjusamfélagi sem við lifum í. Ef verk er dýrt, þá er það gott. ÞÞ: Mönnum er aldrei gefíð færi á að hugsa öðruvísi. Ég er viss um að þegar fram í sækir breytist þetta og verk eigi eftir að eiga rétt á sér þó þau séu ekki til sölu, frekar en falleg setning eða heimspekikenning, hvernig er hægt að verðleggja hana? HN: Mestu skiptir að menn skilji að list er nauðsynleg. Ég væri lítið án tónlistar til dæmis. Þverskurður geggjunar Menn standa oft ráðþrota gagnvart listaverkum, og vita ekki hvað þeir eiga að hugsa, hvað er til ráða? HN: Það á að kenna listir í skólum, í sögutímum á að sýna verk frá þeim tíma sem verið er að fjalla um, og spila tónlist frá því tímabili. Við læmm bók- menntir í íslensku, og íslendingar þekkja bókmenntir, eins og á dögunum þegar Tékkinn kom frá Þýskalandi og sagði enga listmálara á íslandi vera alvöru- málara, þetta vakti mikinn úlfa- þyt. íslendingar hefðu aldrei látið einhvern Tékka segir sér hvað væru alvörabókmenntir á ís- landi. Væri myndlist og tónlist kennd í sögutímum yrði hún hluti af manni sjálfum, og menn yrðu jafn ömggir gagnvart henni og bókmenntum. ÞÞ: Með meiri fræðslu gæti myndlist orðið eðlilegur hluti af lífinu. Þá væri von til að menn gætu slakað á kröfum til sjálfra sín um að skilja og geta túlkað og orðað það fallega hvað þetta nú er, og treysti um leið listamannin- um. Það er svo skrítið að það er alltaf stutt í vantraustið ef lista- verk em einkennileg. Nú er verið að gera grín að mér, em dæmi- gerð viðbrögð, ég læt nú ekki plata mig, segja menn og fara svo heim til sín og kaupa upp úr ein- hverjum pöntunarlista eftir auglýsingu sem er tóm þvæla og lygi. Þá er ekkert verið að plata. Éf íslenskir myndlistarmenn hefðu brot af því trausti sem al- menningur sýnir auglýsingastof- um og innflutningsfyrirtækjum þá væru þeir í góðum málum og kæmust nær fólki. En þetta er auðvitað allt saman fyndið líka, hér er þverskurður geggjunar í heiminum, á íslandi er allt til, og því er það góssenland lista- manna. Margt er óprentað enn af visku þeirra félaga Þorvalds og Hú- berts. Þar til að framhaldinu kemur, vilja þeir kappar koma því á framfæri að þeir era mjög ánægðir með framtak menntamálaráðherra, og þykir gott að fá daggjöld fyrir það að prýða ganga ráðuneytisins næstu vikurnar. Og þeir vilja beina þeim tilmælum til tíu næstu menntamálaráðherra að halda þessum upphengingum áfram listinni í landinu til framdráttar. BE ListamennirnirHúbertNói og Þorvaldur Þorsteinsson ræða um heima oggeima, enþómestum verksinog tilgang listarinnar Föstudagur 20. júlí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.