Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 22
T z 3 íT l ? 2 s? 9 w 3 rv-ji V )Z y i 13 n /íT R? lb s n- )* T J? 3 JO V Z'2 J0 V 22 ? 32 23 22 * ( 2 j? 3 z s? ) )S~ 10 j ? 2 2? J ¥ líT Z ? 10 s? )s~ n y- 3 22 ? £ 2T~ l 2 9 ¥ V j? ib <r vf~ s? 18 ¥ ¥ 8 8 $2: 0 n- y 2s~ s~ V £ 21 ¥ n A. 3 ~)23 F Zr 3 > ie£ s? ) 12 z ? 2J2 U líT 2Ý * ( 2 s? f>~ 2? 13 s? ¥ S? 28 18 W~ /s~ ; l 13 é>~ V 3 2 )S~ z S? 30 y s? 3 10 1 z 3? 3 JT~ S? 2& 2v V > 2 10 / S % 31 22 ? S? 2 3 ¥ S? 18 ;? S? ? a 2 3 2 3 s? 3 Jf e s? 22 2 3 f>~ U ' AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTU ÚVXYÝÞÆÖ K 3etj 3en 37, 7er( h rossgáta nr. 105 ð rótta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá bæjarnafn. dið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla Reykjavík, merkt; „Krossgáta nr. 105“. Skilafrestur er þrjár vikur. ilaun verða send til vinningshafa. \lÆi M( 2? 3 £ 1 lt> 22 7 2 Lausnarorð á krossgátu nr. 101 var Breiðamörk. Dregið var úr réttum lausnum og upp kom nafn Kristínar Evu Sigurðardóttur, 5, Rte du la Ver Versoix, 1299 Crans, Sviss. Hún fær senda bókina „Snorri skáld í eru Reykholti" eftir Gunnar Benediktsson. Nár ðlaun fyrir krossgátu nr. ‘ „Ævintýri og verulei nsgagnastofnun gaf út 19£ 05 ki“. 59. EBsabetBerta Þórdís Bachmann Neytendur og tískan Svefn er líffræðileg nauðsyn þótt svefnþörf einstaklinga sé mjög misjöfn, frá þremur og upp í tíu tíma á nóttu. Augnkyrrðar- svefn er í fjórum misdjúpum stig- um. Rafstarfsemi heilans heldur áfram en hann sýnir minni við- brögð við umhverfisörvun. í blik- svefni hreyfast augun hratt og heilinn er virkari en vöðvar eru sérlega slakir og það er í blik- svefni sem okkur dreymir. Ýmislegt getur valdið svefn- leysi, svo sem kvíði, þunglyndi og ýmis lyf. Svo kemur fyrir fólk að það fær fullan svefn en vaknar jafnþreytt og þegar það gekk til hvflu. Það á til dæmis við þegar legið er á dýnu sem einhverra hluta vegna hentar manni ekki. Hún er of hörð; of mjúk eða það er eitthvað enn annað að henni sem erfitt er að henda reiður á. Vatnsrúm komu fyrst á mark- aðinn fyrir rúmri hálfri öld og hafa verið í stöðugri þróun síðan. Fyrirtækið Land and Sky hefur verið stefnumótandi í vatnsrúma- iðnaði í tæp 20 ár og framleiðir í dag vatnsdýnur fyrir hvaða hæð og þyngd sem er. Pað er vísindalega sannað að á venjulegum dýnum byltir maður sér allt frá 80 til 120 sinnum yfir nóttina en á vatnsdýnu ekki nema 6 til 10 sinnum. Á venjulegum dýnum deilist þunginn á höfuð, axlir, rass og kálfa svo blóðið rennur ekki eðlilega þar og hryggsúlan er alltaf stíf. Líkam- inn leitar sér að þægilegri stell- ingu því heilinn heldur áfram að starfa þótt fólk sé þarna komið í tímabundið meðvitundarleysis- ástand. Áður en hinn sofandi lík- ami dofnar nær heilinn því að fá hann til að snúa sér. Allir hafa upplifað að vakna dofnir að nóttu til sem er vegna þess að heilinn er kominn í djúpa svefninn og skynjar því ekki blóðrennslis- þrengslin sem eiga sér stað. í vatnsrúmi deilist líkams- þyngdin á allan líkamann svo blóðrennslið er alveg eðlilegt, hryggsúlan bein og það slakast á öllum vöðvum. Vegna stuðnings við mjóhrygginn verður minni hætta á samgróningum milli neðstu hryggjarliða. Konum er miklu hættara við hryggskekkju vegna þess að á eðlilegri konu sem liggur á hlið- inni á stífri dýnu sígur hryggurinn niður að dýnunni. í vatnsrúmi kemur vatnið upp á móti líkam- anum, styður við á réttum stöð- um og þetta tonn af vatni sem í dýnunni er heldur nánast á manni! „Ég þurfti að hætta á sjónum, því ég var orðinn svo slæmur í bakinu,“ segir maður á sextugs- aldri. „Fyrir tveimur árum fékk ég mér svo vatnsrúm og eftir fjóra mánuði í því hætti mig að verkja í bakið. Ég hef ekkert fundið til í bakinu síðan.“ Tískan í dag er um flest mun heilbrigðari en hún hefur nokk- urn tíma verið. Það er í tísku að vera umhverfisverndarsinnaður, í tísku að reykja ekki og drekka í hófi og föt eiga fyrst og fremst að vera þægileg. Mun ástin mín vara? Gefið hvort öðru Þegar brúðkaupsnóttin er búin, byrjar hversdagsleikinn, segja sumir. Sé það svo, sem ég held að sé oft alls ekki, hvernig er þá hægt að passa uppá ástina sína, mundi Þórbergur skáld ef til vill hafa spurt. Og norska Dagblaðið frá Jónsmessunni, teygði sig nú svo langt að reyna að svara þessu. í upphafi skal endirinn skoða, segirm.a. íaidsmálinu,svoégtek það fram strax í byrjun að ég veit ekki hver hefur útbúið könnun þá sem ég ætla að kynna ykkur í dag, en einhverjir læra örugglega af henni. Faglega séð finnst mér sem fjölskylduráðgjafa ekki að- almál að elskendur séu svo 100% í samvinnu og verkaskiptingu en að mestu máli skipti að við séum sátt við framlag okkar í samband- inu og umfram allt sátt við fram- lag elskunnar okkar. „Gefið hvort öðru“ kallar Svava Jakobs- dóttir eina bók sína. Betra ráð er vandfundið. Mánudags- spurningar 1. Hafið þið sömu þörf fyrir að taka til og þvo? 2. Vinnið þið heima á sama tíma en við mis- munandi verkefni? 3. Vinnur annað frekar utanhúss meðan hitt fæst við verkefni innanhúss? 4. Hafa báðir aðilar einhver á- kveðin verkefni sem þeir hafa gaman að innanhúss? 5. Finnst ykkur að þið afkastið svipuðu heima fyrir? 6. Er eitthvert ákveðið verkefni á heimilinu sem þið rífist alltaf um áður en þið leysið það af hendi? 7. Finnst ykkur að bæði hafi jafnmikinn frítíma á kvöldin? 8. Takið þið til og þvoið samtímis? 9. Skiptist þið á um verkefnin innandyra? 10. Skiptist þið á um verkefni utan- húss? 11. Eruð þið sammála um að þið hafíð nokkuð jafna verka- skiptingu? 12. Kaupið þið jafnoft inn? 13. Þvoið þið jafnoft föt? 14. Þvoið þið bæði jafnoft klósettið og baðherbergið? 15. Skiptir þú á rúmfötunum? 16. Gangið þið bæði um og tínið upp dót sem sáir sér um íbúðina? 17. Búið þið bæði til mat og skiptist þið á um það? 18. Vinnið þið jafn oft með skrúfur og nagla í þágu heimilis- ins. 19. Gerið þið bæði við smott- erí á heimilinu? 20. Horfið þið jafnmikið á sjónvarp? 21. Hafið þið sjálfstæð áhugamál, þannig að þið séuð álíka mikið að heiman þess vegna? 22. Ákveðið þið svipað, hvað varðar innkaup til heimililisins? 23. Ráðið þið jafn miklu um fjármál heimilis- ins? 24. Takið þið sameiginlegar ákvarðanir um fjármál og sparn- að? 25. Setjið þið launin í sam- eiginlegan pott sem deilist jafnt á milli ykkar. 26. Eruð þið sam- mála um skiptingu launanna? 27. Skiptið þið á milli ykkar að borga niður námslánin? 28. Skiptið þið á milli ykkar að borga fjárhags- byrðar sem annað ykkar tók á sig áður en samband ykkar hófst? 29. Eigið þið jafnmikið í heimil- inu? 30. Ef annað ykkar fengi fjárhagslegan ávinning í vinn- unni, t.d. vinnuveitandinn byði tryggingu sem gilti bara fyrir þig, mundir þú þá sjá til þess að hinn aðilinn fengi slíkt hið sama, þótt þú þyrftir að borga fyrir það úr eigin vasa? 31. Eruð þið bæði sátt við fjármálin á heimilinu? 32. Rífíst þið um fjármál? 33. Ef ann- að ykkar minnkaði við sig og færi í hálfa vinnu til að hugsa um börnin, mundi þá hann eða hún fá tryggingabætur eins og um heilsdagsstarf væri að ræða? Svo margar voru þessar spurn- ingar. Geymið þennan pistil til næstu helgar. Þá sýni ég hvernig stig og niðurstöður þið getið fengið. Og þá er nú ef til viil ekki alit eins og sýnist í fljótu bragði. Svo ég vil ekkert segja meira um þessa könnun að sinni. Hver svarar fyrir sig. Skrifíð niður hjá ykkur númerið á spurningunum og já eða nei eftir því sem við á. 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. JÚIÍ1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.