Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 13
Alltaf í uppf inningaveseni Axel Eiríkson er fæddur í Vorsabæ á Skeiðum árið 1923 og hefur alla tíð fengist við „upp- finningavesen" eins og hann orð- ar það sjálfur. Hann hefur fundið upp fjölda hluta í gegnum tíðina en ekki alltaf sótt um einkaleyfi. Og það hefur komið fyrir, þegar hann hefur sýnt mönnum hug- myndir sínar til að reyna að koma þeim á framfæri, að þeir hafa sjálfir farið að vinna úr þeim. Það er stundum sagt um hug- vitsmenn að þeir séu latir að eðl- isfari og því finni þeir upp leiðir til að auðvelda sér lífið. Axel hlær að þessu en segir að þetta geti vel átt við um sig, að minnsta kosti þótti honum mun þægilegra að sitja og horfa á vindmylluna sína en dæla upp vatninu með hönd- unum. „Ég bjó líka til stóra ýtu til að nota við heyskapinn. Henni var ég gangbrautarskilti sem voru sett upp á nokkrum stöðum um borgina og þóttu mjög góð áður en gangbrautarljósin komu. Myndin hreyfðist í skiltinu vegna þess að ljós blikkuðu inni í því og það gerðu þau enn meira áber- andi.“ Axel hefur átt við veikindi í fæti að stríða síðari ár en það hef- ur ekki aftrað honum frá því að halda áfram uppfinningunum og Axel Éiríksson hefur fundið upp ijölda gagnlegra hluta, með- al annars þrífót á hækjur og bretti til að losa bíla úr snjó „Það hafa fleiri í félaginu sömu sögu að segja,“ segir hann. Vildi finna auðveldari leið „Ég er alinn upp í sveit og þar var ég alltaf að reyna að finna eitthvað upp sem gæti komið að gagni.“ segir Axel. „Ég fann sennilega upp fyrstu berjatínuna þá. Síðan smíðaði ég vindmyllu til að dæla vatni og hún gekk í nokkuð mörg ár þar til rafmagnið kom. Áðurþurfti að dælavatninu með handafli og mér þótti það pirrandi og leiðinlegt." ýtt áfram með höndum en var mun stórvirkari en venjulegar hrífur. Svo fór ég af stað með svo- litla framleiðslu heima í kjallara. Ég bjó til mót og steypti blóm- sturpotta sem ég seldi í sveitinni. Þetta var nú byrjunin á þessu uppfinningaveseni á mér,“ segir hann. Bjó til gang- brautarskilti Axel flutti síðan úr sveitinni til Reykjavíkur og fór að læra raf- vélavirkjun. „Þar datt mér ýmis- legt í hug og meðal annars útbjó agvitsmenn laöfá einkaleyfi fmningamaðunnn sitji eftir með sárt ennið ið einkaleyfi síðasta áratuginn. Síðan árið 1984 hafa verið veitt fjögur leyfi, þar af tvö árið 1984 og tvö 1987. Frá því 1926 hafa alls 1437 einkaleyfi verið gefin út á íslandi, þar af mikill meirihluti til erlendra hugvitsmanna sem áður hafa fengið einkaleyfi í öðrum löndum. Með umsóknum sínum senda þeir staðfestingar erlendis frá um rannsóknir og ráðuneytið athugar þá aðeins það sem til er á sama sviði á íslandi áður en það setur sinn stimpil á leyfin. Fyrir næsta þing verður lagt nýtt frumvarp að einkaleyfa- lögum og segir í athugasemdum með því að það sé eftir því sem aðstæður frekast leyfa samhljóða einkaleyfalöggjöf á öðrum Norð- urlöndum. Helstu nýmæli þar fel- ast meðal annars í eftirfarandi: Skýrar er kveðið á um umfang og takmörkun einkaleyfisverndar, ekki verður bannað að veita einkaleyfi fyrir lyfjum og næring- arefnum og tekið er skýrt fram að heimilt sé að veita leyfi fyrir efn- um, efnablöndum og uppfinning- um á sviði líftækni. Einnig er betur skilgreint hvað telst einkaleyfishæf uppfinning, skýrari ákvæði eru um frágang umsókna og meðferð þeirra, einkaleyfi verður hægt að halda í gildi í 20 ár í stað 15, skýrari ákvæði eru um refsi- og bóta- ábyrgð og síðast en ekki síst, gert er ráð fyrir aðild íslands að al- þjóðasamningi um einka- leyfisumsóknir en í honum felst m.a. að sama umsókn getur tekið gildi í mörgum löndum samtímis. Lítil fyrirgreiðsla En björninn er ekki unninn þó einkaleyfi fáist ári eftir að um- sókn er lögð inn. Það þarf að sanna notagildið og koma upp- finningunni á framfæri. Hið opin- bera leggur hugvitsmönnum ekki til neina ákveðna aðstoð að þessu leyti en þeir geta þó leitað til Iðn- tæknistofnunar og fengið þar að- stoð við prófun og vinnu. Lítist mönnum þar vel á fer hugmyndin fyrir sérfræðiráð sem fjallar um málið. Ráðið bendir síðan mönnum á hvar þeir geta fengið peningafyrirgreiðslu, t.d. í Iðn- lánasjóði, sé hugmyndin mark- aðshæf. Ekki tókst að fá upplýs- ingar um hve oft né hve háar upp- hæðir hafa verið veittar til hug- vitsmanna í gegnum árin, þar eð flestir starfsmenn fyrrnefndra stofnana eru komnir í sumarfrí. Eitthvað mun þó vera um að lán séu veitt til verkefna sem talin eru geta orðið til nýsköpunar í at- vinnumálum. Brosa í gegnum tárin Félag íslenskra hugvitsmanna var stofnað snemma árs 1987 og voru stofnfélagar um 80 talsins. Félagar koma saman um þrisvar á ári og stjórn fundar hálfsmánað- arlega. Nú er félagatalan 130 manns, þar af sex konur. Gutt- ormur Éinarsson, formaður fé- lagsins, telur að enn séu margir hugvitsmenn utan félagsins, meðal annars vegna þess að sæmdarheitið „hugvitsmaður“ hafi oft á tíðum verið misnotað og jafnvel notað í niðrandi merk- ingu um einstaklinga. „Markmið félagsins er fyrst og fremst að gæta hagsmuna hugvitsmanna og að vera vettvangur fyrir þá svo þeir geti lagt hver öðrum lið án þess að tortryggja hvor annan,“ sagði Guttormur. Hann kvað mikið um að hugmyndum og uppfinningum væri stolið frá höf- undum á einn eða annan hátt og mikið vantaði á að gata íslenskra hugvitsmanna væri greidd við að koma uppgötvunum sínum á framfæri. „Þrátt fyrir þetta ætla félags- menn nú að hætta öllu voli og víli, bíta á jaxlinn og brosa í gegnum tárin. Hugvitsmenn gefast ekki upp þó á móti blási,“ sagði Gutt- ormur. -vd. reyndar á ein af þeim nýrri rætur sínar að rekja beint til veikind- anna: „Ég var slæmur í fætinum, var með vatn í liðnum og það þurfti að skipta um lið. Ég þurfti að sjálfsögðu að nota hækjur og fannst mikill ókostur hvað þær vildu detta oft ef ég lagði þær ein- hvers staðar frá mér. Mér datt því í hug að útbúa einhvers konar lappir á þær og það tókst.“ Hækjan dettur ekki oftar Svona líta bílbrettin út og eins og sjá má eru þau eflaust haldgóð í hálku. Axel hefur útfært hugmyndina nánar og gert mottur með góðu gripi og íslenskt fyrirtæki hefur sýnt áhuga á að framleiða þær. Myndir: Kristinn. Axel sýnir okkur hækju sem á er festur lítill þrífótur sem auðvelt er að smella út ef þörf krefur. Tappar eru á hverjum fæti þannig að hækjan stendur stöðug. Útbúnaðurinn er fyrir- ferðarlítill og léttur. Með því að ýta á lítið handfang ofarlega á hækjunni smellur þrífóturinn inn aftur. »Ég er búinn að sækja um einkaleyfi fyrir þessu og þetta hefur verið rannsakað út í Dan- mörku vegna umsóknarinnar,“ segir hann. „Þar kom að vísu í ljós að til er tvenns konar útbún- aður í Ameríku, ekki ósvipaður og líkist þrífótum sem eru hafðir á myndavélar en með liða- mótum. Minn er hins vegar mun einfaldari og fyrirferðarminni og því ódýrari í framleiðslu.“ Axel selur þennan búnað heima hjá sér en segist ekki vera mikill sölumaður. „Þeir sem ég hef talað við hafa ekki þurft að nota hækjur sjálfir og hafa ekki sýnt mikinn skilning á að þetta sé nauðsynlegt,“ segir hann. Hann hefur þó sýnt forstöðumönnum á Reykjalundi uppfinninguna og þar eru nokkrar hækjur með þrí- fæti í notkun til prófunar. Áhugi á fjölda- framleiðslu Önnur ný uppfinning úr smiðju Axels eru bretti og mottur sem ættu að leysa úr vanda bflstjóra sem festa bfla sína í snjó og hálku. Upphaflega gerðin sést á mynd hér á síðunni. Brettin á að setja framan eða aftan við hjól bfla sem eru fastir í snjó og reipið má festa í stuðarann ef bflinn er t.d fastur í brekku þannig að ekki þarf að stoppa í brekkunni til að ná í brettið aftur heldur draga það upp á brún. Hjólið grípur vel í efnið á plötunni og bfllinn rýkur af stað. Axel hefur útfært þessa uppfinningu nánar og gert mottur í þessum tilgangi en þar sem hann hefur ekki sótt um einkaleyfi fyrir þeim ennþá létum við vera að mynda þær. Ákveðið fyrirtæki á íslandi hefur þegar sýnt áhuga á að framleiða motturnar. „í fyrravetur kom ég eitt sinn að konu sem var búin að festa bflinn í hjólförum og var að reyna að losa hann með því að setja gólfmotturnar úr bílnum undir hjólin en það gekk nú ekki,“ segir hann. „Svo ég kom með þessi bretti mín og þá losnaði bíllinn eins og skot. Ég hélt að málið væri leyst en þá fór hún niður í næsta hjólfar og var föst aftur. Ég kom hlaupandi með brettið á ný og þá spurði hún hvar ég hefði fengið þetta. Ég sagðist búa þetta til og hún keypti það af mér á staðnum. Það hafa fengist mottur til að losa bfla úr snjó á bensínstöðvum en þær eru úr gúmmí og ekki eins efnismiklar eins og þær sem ég er með. Það er alveg nýtt að hafa nagla og vinkiljárn niður úr þessu til að fá gott grip.“ Axel hefur selt nokkuð af þess- um vörum og verðið er ekki hátt, 1500-1800 kr. fyrir motturnar eftir stærð og lítið eitt meira fyrir brettin. „Ég hef leitað til Iðntækni- stofnunar og þeir hafa viljað hjálpa mér þar. Þetta er enginn stórbisness en gæti kannski orðið það ef maður gæti fengið meiri aðstoð.“ -vd. Axel Eiríksson hugvitsmaður með hækju sem búið er að festa þrífót á. Með því að færa til lítið handfang á hækjunni smellur fóturinn inn aftur. Föstudagur 20. júlf 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.