Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 3
Þyngdargreining texta Blaðamenn verða að vanda sig Mynd: Jim Smart. morgun og eru því kannski ekki eins meðvitaðir. Ég held að þetta sé ástæðan. - Pú sýnirfram á að dagblaða- texti sé einna þyngstur texta, og það hefur komið fram í fleiri rannsóknum. Hvað er til ráða fyrir blaðamenn? - Ég held að þessar löngu setn- ingar sem blaðamenn nota, valdi því að fólk sem les blöðin skilji þau ekki nægilega vel. Blaða- menn þurfa því að vera meðvit- aðri um að þeir eru að skrifa texta og reyna að vanda sig betur. Þeir þurfa að reyna að skrifa styttri setningar og forðast að fara út í þetta aukasetningaflóð sem ein- kennir stíl margra blaðamanna. Mig langar mjög mikið til að rannsaka dagblöð sem komu út fyrir kannski fjörutíu árum og sjá hvemig málið var þá. Blaða- mannastéttin núna er orðin svo stór, en fyrir fjömtíu ámm voru engir menn blaðamenn nema þeir hefðu sérstakan áhuga á ís- lensku máli. Það vom menn sem höfðu áhuga á að skrifa. En í dag er það ekki endilega áhugi á ís- lenskunni sem hvetur fólk til að fara í blaðamennsku. Blaðamenn em þess vegna ekki nógu meðvit- aðir um að þeir em að með - höndla þetta tungumál. - Hvert er framhaldið hjá þér? - Við, þessar fjórar sem unn- um saman að þessum námsefnis- drögum sem ég minntist á áðan, ættum að reyna halda áfram með rannsóknir á lix-formúlunni. Við ætlum að beita henni á fleiri tex- ta, því það þarf náttúrlega að hafa miklu fleiri texta en ég rannsakaði til að fá marktæka niðurstöðu. Sjálf ætla ég í kenns- luréttindanám næsta vetur og síð- an í framhaldsnám í íslensku seinna, þegar bömin mín verða stærri. ns. Á ári læsis beinast augu manna að þeim atriðum sem geta orðið til þess að auka lest- raráhuga fólks. Svo og því hvað veldur því að fólk les lítið og jafnvel forðast lestur. Margvísleg verkefni eru í gangi á vegum menntamálaráðuneytisins og UNESCO á íslandi, og m.a. hafa augu manna beinst að þyngdar- greiningu á texta. Steinunn Stef- ánsdóttir lauk nú í vor B.A. ritgerð sinni í Háskóla íslands og fjallaði hún um þyngdargreiningu texta. Nýtt Helgarblað hitti Steinunni að máli og spurði hana hvað þyng- dargreining texta væri. - Það sem er kallað þyngdar- greining er þegar þyngd texta er metin út frá mállegum atriðum eingöngu. í þeirri formúlu sem ég notaði, lix-formúlunni, er miðað við meðalorðafjölda í málsgrein annars vegar og hlutfall langra orða hins vegar. Löng orð teljast þau sem eru 7 stafir eða meira. Það eru til margar þyngdar- greiningarformúlur, en sú sem er langmest notuð á Norðurlöndun- um er lix-formúlan. Það var sem sagt sú formúla sem ég beitti á íslenska texta til að reyna að komast að því hvort hún segði eitthvað um þyngd þeirra. - Hvað var það sem vakti áhuga þinn á þessu viðfangsefni? - Það var þannig að í námskeiði um móðurmálskennslu í fram- haldsskólum sem ég tók við HÍ, vorum við fjórar saman sem gerðum lokaverkefni. Verkefnið okkar var að gera drög að náms- efni eftir bandarískri fyrirmynd. í því námsefni eru ekki allir að vinna að því sama, heldur eru. krakkarnir prófaðir inn í þyngd- arflokk sem hæfir hverjum og einum. Síðan vinna þau sig áfram og námsefnið byggist á því að þyngdargreining sé notuð. Text- inn sem unnið er með á að lengj- ast eftir því sem ofar dregur í þyngdarflokkum, en hann á líka að þyngjast. Við hins vegar vor- um í erfiðleikum með að láta hann þyngjast, því við höfðum enga mælieiningu nema huglægt mat. Ég var sú eina af okkur fjórum sem var ekki byrjuð að skrifa B.A.-ritgerðina, og ég ákvað að nota þetta efni. Ég tók lix- formúluna sem er sænsk að upp- runa og kom fyrst fram á sjöunda áratugnum. Niðurstöður mínar benda til þess að það virðist vera hægt að nota formúluna, en auðvitað er ein lítil B.A.-ritgerð bara byrj unin. Ég sting upp á því í ritgerðinni að rannsóknum á gildi hennar við þyngdargreiningu ís- lensks texta verði haldið áfram. - Á hverju byggir LIX- formúlan? - Hún er í rauninni mjög ein- föld. Ef stuttur texti er notaður, er heildarorðafjöldinn fyrst tal- inn og svo er talið hvað setning- arnar eru margar og fundinn meðalorðafjöldi ísetningu. Síðan eru talin öll orð sem eru 7 stafir eða lengri og reiknað hlutfall þeirra af heildarorðafjölda. Þess- ar tölur eru einfaldlega lagðar saman og útkoman er lix textans. Hún á að vera því hærri sem tex- tinn er þyngri. Þegar lix lengri texta er fundið er notast við stikkprufur úr þeim. Það er auðvitað margt sem ber að varast þegar formúlu sem þessari er beitt. Það er aldrei hægt að beita einhverri formúlu á samskipti lesanda og texta. Þyngd texta hlýtur að einhverju leyti að fara eftir því hversu kunnugt innihald hans er lesand- anum. Til dæmis ef nemandi í ís- lensku les námsefni fyrir raf- magnsverkfræðinema á fyrsta ári er sá texti náttúrlega mjög þung- ur fyrir hann. En rafmagnsverk- fræðinema á fjórða ári þykir hann auðvitað laufléttur. Það verður því að gæta þess þegar notaðar eru svona formúlur, að beita þeim ekki í blindni. Annað sem þarf að gæta að, er að skrifa ekki inn í formúlur. Það hefur verið gert á Norðurlöndum og höfund- ar kvartað mikið undan því. Mín skoðun er sú að það sé ekki rétt að beita svona formúlum fyrr en Steinunn Stefánsdóttir. í rannsóknum á Norðurlönd- unum hefur röðin verið sú að barnabækur eru lægstar, þá skáldsögur, síðan blaða- og tíma- ritsgreinar og efst fræðilegur tex- ti. En hjá mér var þetta öðruvísi að því leyti að fræðilegir textar og blaða- og tímaritsgreinar voru að meðaltali með mjög áþekkt „lix“, en þegar ég skildi í sundur dag- eftir að texti hefur verið skrifað- ur. - Hvaða texta rannsakaðir þú? - Ég „lixaði", eins og það er kallað, 5-10 texta í fjórum efnis- flokkum. Það voru barnabækur, skáldsögur, blaða- og tímarits- greinar og svo fræðilegir textar. Útkoman var þannig að bama- bækurnar voru með lægsta „lix- ið“ og síðan komu skáldsögurn- ar, þar næst blaða- og tímarits- greinar og þyngstar voru fræði- legu bækumar. Blaða- og tíma- ritsgreinar komu út með mjög hátt „lix“, og sérstaklega blaða- greinar, miðað við sama efnis- flokk í sænskri rannsókn. Dag- blaðagreinar vom fyrir ofan allt ef setningalengdin er skoðuð sér- staklega. blaðagreinar annars vegar og tímaritsgreinar hins vegar komu þær sitt hvom megin við træði- lega texta. Dagblaðagreinar vora langhæstar og það liggur aðailega í þeim löngu setningum sem blaðamenn nota. Ég held að ástæðan fyrir þessu sé sú, að okkur er kennt í skólum að nota stuttar setningai, og það hafa rithöfundar og höfundar fræðilegs texta gert. Allir þeir sem skrifa texta sem er varan- legur í bókum sem era bundnar inn í fínt band og koma til með að verða skoðaðar í marga áratugi eða aldir, era meðvitaðir um að skrifa stuttar setningar. Það era allir að reyna að skrifa gullald- arstílinn. Én blaðamenn eru að skrifa texta sem verður fleygt á Föstudagur 20. júlí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3 CST tölvur Afmælistilboð CST XT, 10 MHz, 640 K, innra minni, 30 Mb harður diskur, tvö samhliða tengi, eitt raðtengi, 14 tommu skjár, MS-DOS 4.01. Afmælistilboð kr. 98.500,- CST AT 286, 12 MHz, 1 Mb innra minni (stækkanlegt í 8 Mb), 40 Mb harður diskur, tvö samhliða tengi, eitt raðtengi, eitt „game" tengi, 14 tommu skjár, MS-DOS 4.01, GW-BASIC o.fl. Afmælistilboð kr. 159.000,- 1 . CST AT 286N, 16 MHz, 1 Mb innra minni (stækkanlegt i 8 Mb), 40 Mb harður diskur, tvö samhliða tengi, eitt raðtengi, eitt „game" tengi, 14 tommu skjár, MS-DOS4.01, GW-BASIC o.fl. Afmælistilboð kr. 169.000,- -------------------'..j CST 386, 20 MHz, 1 Mb innra minni (stækkanlegt í 8 Mb), 40 Mb harður diskur, tvö disklinga- drif, tvö samhliða tengi, eitt rað- tengi, eitt „game" tengi, 14 tommu skjár, MS-DOS 4.01, GW-BASIC. Afmælistilboð kr. 249.000,- CST 386, 25 MHz, 1 Mb innra minni (stækkanlegt í 8 Mb), 40 Mb harður diskur, tvö disklinga- drif, tvö samhliða tengi, eitt rað- tengi, eitt „game" tengi, 14" skjár, MS-DOS, GW-BASIC. Afmælistilboð kr. 269.500,- CST 386C, 25 MHz, 4 Mb innra minni (stækkanlegt í 16 Mb), 40 Mb harður diskur, tvö disklinga- drif, tvö samhliða tengi, eitt rað- tengi, eitt „game" tengi, 14" skjár, MS-DOS 4.0, GW-BASIC. Afmælistilboð kr. 299.000,- CST LP 286, 12 MHz. Fartölva. 1 Mb innra minni, 40 Mb harður diskur, 640x480 skjár, tvö sam- hliða tengi, eitt raðtengi, tengi fyrir VGA skjá, tengi fyrir auka- drif, MS-DOS 4.01, GW-BASIC. Afmælistilboð kr. 285.000,- CST Betri tölvur, á betra verði PEGASUS HF. Ármúla 38 sími 91-688277

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.