Þjóðviljinn - 20.07.1990, Síða 5

Þjóðviljinn - 20.07.1990, Síða 5
Aflakaupabankinn Fimmtíu tonna innistæða Hefur starfað ífimm mánuði. Mest hefur safn- ast aftindabikkju eða tuttugu og fimm tonn Aflakupabankinn hefur starf- að í urri fímm mánuði og á þeim tíma hafa ellefu skip lagt inn um það bil flmmtíu tonn af heilfryst- um, óaðgerðum físki. Af þessum flmmtíu tonnum eru tuttugu og fimm tonn af tindabikkju, tíu tonn af gulllaxi, tíu tonn af skráp- flúru og öðrum flatfísktegundum og fímm tonn af öðrum fískteg- undum. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Tíðinda sem Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins gefur út. Þar kemur fram að við- brögð sjómanna hafa verið mis- jöfn við þeirri hugmynd að halda til haga þeim fisktegundum sem þeir áður hentu, en hjá flestum hefur það ekki þótt neitt tiltöku- mál. Af hálfu bankans er allt útlit fyrir að það takist að skapa mark- að fyrir lausfryst bikkjubörð í Frakklandi og að skilaverð geti orðið 110-120 krónur fyrir kflóið. Þá standa athuganir yfir á því hvort Frakkar kunni að meta uppþídda tindabikkju og enn- fremur er verið að athuga með Japansmarkað. Þá lofa góðu til- raunir með vinnslu á gulllax og verið að leita að kaupendum að gulllaxaflökum og marningi á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Mikill áhugi virðist vera á alls konar flatfiski s.s. á skrápflúru og öfugkjöftu og af þeim sökum treystir bankinn sér til að kaupa flatfisk á hærra verði en aðrar tegundir. Þá hafa fiskar eins og langhali, háfur og lýsa borist bankanum og verið að undirbúa sendingu sýnishorna af langhala til Japans sem hafa sýnt honum áhuga. -grh Fornleifauppgröftur Ráðherra veitir uppgraftarleyfi Svavar Gestsson: Einungis verið að endurnýja leyfi. Þór Magnússon: Fagnaþessari ákvörðun. Gunnlaugur Haraldsson: Hefekki ennþá séð röksem réttlœta þessa leyfisveitingu Við hér í ráðuney tinu leggjum á það áherslu að í raun er verið að endurnýja leyfi til McGoverns til þess að hann geti lokið við rannsóknir sínar hér á landi. Við teljum að þó við höfum staðfest samþykkt fornleifanefndar, þýði það ekki að sú ákvörðun hafí eitthvert fordæmisgildi, sagði Svavar Gestsson menntamála- ráðherra á blaðamannafundi í gær, þar sem hann kynnti þá ákvörðun sína að McGovern fornleifafræðingi verði heimilað að hefja uppgröft fornleifa í Arn- eshreppi. Svavar sagði að þó hann hefði ákveðið að veita leyfið tæki hann undir þau sjónarmið sem kæmu fram hjá Þjóðminjaráði um mikilvægi þess að fornleifarann- sóknir hér á landi séu undir ís- lenskri forsjá. - Ég fagna þessari ákvörðun ráðherrans. Hann hefur með henni leyst hnútinn sem þetta mál var komið í. Ég hef verið þeirrar skoðunar að þessar rannsóknir eigi rétt á sér, sagði Þór Magnús- son þjóðminjavörður um ákvörð- un ráðherra. Hann sagði jafn- framt að rannsóknir McGoverns væru mikill fengur fyrir okkur ís- lendinga. -Það þýðir ekkert að deila við dómarann. Ég fagna því hins veg- ar að ráðherra hefur sett þessu leyfi þröngar skorður, sagði Gunnlaugur Haraldsson formað- ur Þjóðminjaráðs þegar hann var spurður um úrskurð mennta- málaráðherra. Gunnlaugur sagð- ist þó vera þeirrar skoðunar að ekki hefði átt að veita leyfið. -Ég hef ekki ennþá séð nein rök fyrir því að leyfa skuli þennan uppgröft. Mér finnst þessi rann- sókn vera þess eðlis að hún eigi ekki rétt á sér, ég tel að hún hafi ekkert gildi fyrir okkur, sagði Gunnlaugur. í gær gaf menntamálaráðu- neytið út reglugerð um þjóð- minjavörslu. Samkvæmt þeirri reglugerð hefur ráðuneytið einn- ig gefið út reglur um veitingu leyfa til fomleifarannsókna hér á landi. -sg Borgarráð Reglur um auglýsingaskilti Stjórn höfð á stœrð og staðsetningu skilta með tilliti til umferðaröryggis Veltiskiltin birta nýjar auglýsingar á 5-10 sekúndna fresti. Samkvæmt nýju reglunum verða skilti sem talin eru brjóta í bága við þær tekin niður án fyrirvara. Mynd: Jim Smart. Borgarráð hefur samþykkt reglugerð um auglýsingaskilti sem nú sjást víða í borginni, mörg við fjölförnustu götur og gatna- mót og eru sum talin ógna um- ferðaröryggi. Með reglunum er ætlunin að hafa stjóm á stærð, uppsetningu og staðsetningu skilta. Sækja þarf um leyfi til byggingarfulltrúa fyrir uppsetningu á skiltum og mega skilti opinberra stofnana og verslunar-og þjónustufyrirtækja ekki vera stærri en 2-2,5 fm. í miðborg, miðhverfi og verslun og þjónustu mega skiltin ekki vera stærri en 8 fm miðað við eitt skilti fyrir hverja 1000 fm lóð. Þá em sérstök ákvæði um staðsetningar við umferðargötur með tilliti til hámarkshraða. Veltiskilti sem snúa að stofn- eða tengibraut verða bönnuð nema að a.m.k. ein mínúta líði á milli þess sem auglýsingamar birtast en í dag eru skiltin flest þannig útbúin að ný auglýsing birtist á 5-10 sekúndna fresti. Minnihlutinn vildi herða þetta ákvæði og hafa tímann á milli auglýsinga eina klukkustund en tillaga um það var felid. Byggingarfulltrúi getur krafist þess að eldri skilti sem sett hafa verið upp í leyfisleysi verði fjar- lægð án fyrirvara ef þau em talin brjóta í bága við reglurnar og hafa veralega traflandi áhrif á umferð eða að þau valdi um- hverfisspjöllum. Eigendur ann- arrra skilta í borginni hafa allt að því þrjú ár til að sækja um leyfi, ella verða þau tekin niður á þeirra kostnað. -vd. Verkakvenna- Arnarflug Fjáimálaráðheira með valdníðslu Hörður Einarssonfyrrverandi stjórnarformaður Arnarflugs kvartar yfir embœttisfœrslum Ólafs Ragnars Grímssonarfjármálaráðherra, sem hann kallar valdníðslu í málefnum Arnarflugs Hörður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Arnarflugs hefur sent Steingrími Hermanns- syni forsætisráðherra bréf, þar sem hann kvartar ’yfir embættis- færslum Ólafs Ragnars Gríms- sonar fjármálaráðherra f málefn- um Arnarflugs. Hörður kallar þær valdníðslu og kallar Ólaf Ragnar ósannindamann. Krefst Hörður þess að forsætisráðherra lýsi því yfir að hann muni sjálfur sjá til þess að samþykkt ríkis- stjórnarinnar verði hrint í fram- kvæmd, „en láti málið ekki vera áfram í höndum utanþingsráð- herra, sem enginn hefur einu sinni kosið á þing.“ Kvörtun sína sendir Hörður í tilefni blaðamannafundar sem Ólafur Ragnar hélt sl. miðviku- dag, í tilefni ummæla Harðar og Kristins Sigtrygssonar fram- kvæmdastjóra Arnarflugs á aðal- fundi Arnarflugs sl. þriðjudag. Þar sökuðu þeir Hörður og Krist- inn Ólaf Ragnar um að bera mikla ábyrgð á slæmri fjárhagss- töðu Arnarflugs og kom þar fram mjög hörð gagnrýni á störf Ólafs Ragnars. A blaðamannafundi fjármála- ráðherra sagði hann þær ásakanir og gagnrýni sem hann fékk á sig á aðalfundinum, vera falsanir og lagði fram gögn sem áttu að sanna að Arnarflug skuldaði mun meira en áður hafði komið fram. í bréfi sínu til forsætisráðherra segir Hörður að þau gögn sem Ólafur Ragnar kvartar yfir að hafa ekki fengið, hafi öll komið í hendur hans. Hvað varðar þá upphæð sem Ólafur Ragnar nefndi sem skuld Arnarflugs við ríkissjóð, segir Hörður að þar fari hann með ósannindi og noti að- ferðafræði til að geta dregið mál- ið enn á langinn. Ljóst sé að fjár- málaráðherra ætli sér að halda áfram að sitja á málinu og hunsa samþykkt nícisstjórnarinnar. Og þótt ráðherrann lýsi því yfir að hann ætli sér að standa við sam- þykktina, geti ekki nokkur mað- ur tekið hið minnsta mark á því. félögin Á annað hundrað á bótum í sumar hafa á bilinu 130-160 konur verið á atvinnuleysisbótum hjá Verkakvennafélaginu Fram- sókn og 30-40 þjá Starfsmannafé- laginu Sókn. Fyrir einu og hálfu ári var ein kona á atvinnuleysis- bótum hjá Sókn. Ragna Bergmann, formaður Framsóknar, sagði í samtali við blaðið að fjöldi kvenna á bótum hefði farið vaxandi síðustu mán- uði en margar þeirra hefðu verið á atvinnuleysisskrá síðan í vetur og sumar þeirra allt frá því að Grandi sagði upp fólki árið 1988. „Þetta era fullorðnar konur sem fá enga vinnu,“ sagði Ragna. Hluti af skýringunni felst einn- ig í því að margar kvennanna eru skúringakonur í skólum sem verða atvinnulausar á sumrin. Fullar atvinnuleysisbætur eru nú 1941 króna á dag. -vd Ferðamál Steingrímur á loft Steingrímur J. Sigfússon mun takast á loft með loftbelg kl. 11 í fyrramálið frá Laugardalsvelli. Loftbelgurinn kom til landsins með Norrænu í gær í tilefni af Ferðamálaári Evrópu 1990. Tveir loftbelgir ferðast í sumar á milli allra landanna sem taka þátt í Ferðamálaárinu, en það eru EB og EFTA löndin. Ferð loft- belgjanna hófst í Brassel 27. maí og lýkur henni í september. ís- land mun vera nyrsti viðkomu- staðurinn í ferðinni. Veg og vanda af heimsókinni hingað hef- ur landsnefnd íslands vegna Ferðamálaárs 1990. Ef vindur verður of mikill, eða vindátt óhagstæð, verður belgur- inn hafður í taug til jarðar og verður hann þá ekki sendur mjög hátt. Eftir helgi er svo áætlað að fara með loftbelginn út á land og fljúga honum á Akureyri og víðar eftir því sem veður og önnur skil- yrði leyfa. Sáf Föstudagur 20. júlf 1990 NYTT HELGARBLAÐ — SIÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.