Þjóðviljinn - 20.07.1990, Qupperneq 25

Þjóðviljinn - 20.07.1990, Qupperneq 25
Öðruvísi unglingamynd Laugarásbíó Unlgingagengin (Cry-Baby) Leikstjóri: John Waters Handrit: John Waters Aðalleikarar: Johnny Depp, Amy Locane, Ricky Lake o.fl. Johnny Waters er vafalaust einn umdeildasti ameríski leik- stjóri síðustu ára. Myndir eins og Pink Flamingoes, Polyester og Female Trouble hafa valdið miklu fjaðrafoki hvar sem þær hafa verið sýndar, og gefið Wat- ers nafngiftina „Konungur sorps- ins“. Árið 1988 kom hann síðan öllum á óvart með myndinni Hairspray sem varð geysivinsæl. Hún var á léttari nótum en fyrri myndir Waters, t.d. át enginn hundaskít o.s.frv. Nýjasta afrek Waters, Unglingagengin, gerist eins og Hairspray, í Baltimore, fæðing- arbæ Waters. Og eins og Hair- spray er hún nokkurs konar skop- stæling á unglingamyndum 6. áratugarins, nema að þeir sem vanalega eru vondu gæjarnir (leðurklæddir á mótorhjólum) eru góðu gæjarnir hér. Unglinga- gengin er söngvamynd um árekstra milli tveggja unglinga- hópa, Squares, þessa íhalds- sömu, og Drapes, vandræða- unglinganna. Waters lýsti því ein- hvern tíma yfir að hann hefði alltaf dreymt um að vera vand- ræðaunglingur 1956, en þá var hann bara átta ára og átti því erf- itt með það. Unglingagengin er fyrsta Watersmyndin sem skartar virki- lega myndarlegum aðalleikara. Það er ameríska sjónvarps- stjarnan Johnny Depp sem leikur Fiðlskvldumál Stjörnubíó Fjölskyldumál (Immediate family) Leikstjóri: Jonathan Kaplan Framleiðandi: Lawrence Kasdan Aðalleikarar: Glenn Close, James Woods, Mary Stewart Masterson í stuttu máli er þetta mynd um Lindu og Michael sem vildu eignast barn en gátu það ekki og Lucy og Sam sem áttu von á barni en kærðu sig ekki um það. Þetta stendur orðrétt inn í pró- gramminu sem Stjörnubíó semur um myndina og kemst einstak- lega vel að orði, en hvers vegna þeir halda áfram og kalla hana „bráðskemmtilega gamanmynd sem alvarlegu ívafi“ skil ég ekki alveg. Kannski halda þeir að eng- inn vilji fara á mynd sem er fyrst og fremst alvarleg með skemmti- legum atriðum inn á milli. Þeir auglýstu líka Stálblóm sem skemmtilegustu gamanmynd allra tíma þó að ein söguhetjan deyi og hinar þersónurnar skæli marga potta! Kannski finnst eigendum Stjörnubíós að aðrir hlutir fyndnir en mér. Eiginlega sé ég fátt „bráð- skemmtilegt“ við fólk sem getur ekki eignast barn og ungar mæð- ur sem verða að gefa börnin sín af því þær eiga ekki kost á að ala þau sómasamlega upp. Pað er kann- ski rétt að minnast á það hér að ég er ekki alveg fordómalaus í þess- um efnum af því að ég er nýbúin að eignast barn og tek þetta lík- lega allt saman alltof nærri mér. En að öllu nöldri slepptu er Fjöl- skyldumál afskaplega indæl mynd. Söguþráðurinn er einfald- ur en helst til fyrirsjáanlegur. Góður leikur kemur að mörgu leyti í staðinn fyrir flókinn sögu- þráð eða hnyttin tilsvör. Það er gaman að sjá Glenn Close leika „venjulega“ konu, þ.e. ekki brjálaða eins og í Fatal Attraction eða valdasjúka eins og í Dangerous Liasions. Hér leikur hún ósköp indælan fasteignasala sem á þá ósk heitasta að eignast barn. James Woods leikur mann- inn hennar og gerir það vel. Það er samt Mary Stuart Masterson sem stelur myndinni í hlutverki ungu móðurinnar (þetta finnst fleirum en mér). Hún leikur það af svo mikilli innlifun að hún á alla samúð manns. Þetta er raunsæ og einlæg mynd um hluti sem eru alltaf að gerast alls staðar í kringum okkur og ástæðulaust að reyna að selja hana sem gamanmynd. Hún stendur fyllilega fyrir sínu sem það sem hún er. Sif TJALDIÐ Háskólabíó Leitin að Rauða október (The hunt for Red Oktober)** John McTiernan, sá sem gerði Die Hard, er nú kominn af fimmtugustu hæð og niður á fimmhundruð metra dýpi. Sean Connery f hlutverki rússnesks kafbátsforingja ákveður að flýja til Bandaríkjanna með kafbát- inn. Fyrsta nostalgíumyndin um kalda stríðið en alveg örugglega ekki sú síðasta. Vinstri fóturlnn (My left foot)**** Algjörlega yndisleg mynd sem maður getur ekki annað en fallið fyrir, nokk- urskonar óður til líkamshluta. Daniel Day Lewis sýnir í hlutverki Christy Brown að vinstri fótur er allt sem þarf til að vera sjarmerandi og sexý. Shirley Valentine*** Pauline Collins fer á kostum sem Shirley Valentine! (Þetta er klisja en það er alveg satt). Shirley er kona sem talar við eldhúsvegginn sinn, af því allir aðrir í kringum hana eru svo leiðinlegir. Svo talar hún líka við stein en hann skilur hana ekki því hann er grískur. Þetta er skemmtileg mynd um konu sem er dálítið galin og skammast sín ekkert fyrir það. Cinema Paradiso (Paradísarbíóið)**** Það er í rauninni fáránlegt að vera að gefa svona mynd stjörnur, því hún er langt yfir alla stjörnugjöf hafin. Svona mynd er aðeins gerð einu sinni og þess vegna má enginn sem hefur hið minnsta gaman af kvikmyndum missa af henni. Siðanefnd lögreglunnar (Internal affairs)**** Það eru aðalleikararnir Gere og Garcia sem fá þessar stjörnur, þeir eru báðir góðir, allt of góðir fyrir þetta lélega handrit sem er mengað af kvenfyrirlitningu. Horft um öxl (Látum það flakka) 0 Þetta er ein leiðinlegasta mynd sem ég hef séð lengi. Hún er svo fyrir- sjáanleg að maður getur farið heim eftir fimm mínútur og samt vitað endinn. Ég skil bara ekki hvað af- burðaleikarar á borð við Hopper og Sutherland eru að gera þarna. Stjörnubíó Stálblóm (Steel magnollas)*** Þetta er ekki „skemmtilegasta gam- anmynd allra tíma“ eins og stendur í auglýsingunni. Þetta er reglulega skemmtileg mynd um líf sex vin- kvenna í smábæ. En lífið er ekki alltaf tóm skemmtun svo þið skulið taka einn vasaklút með. Laugarásbíó Alltaf (Always)** Spielberg er hér með ansi væmna mynd um flugmann sem deyr en kem- ur aftur til að hjálpa ungum flug- manni að verða góður og reyna við ekkjuna í leiðinni. Dreyfuss er ekki alveg nógu sannfærandi sem ímynd fífldirfskunnar en Hunter og Good- man eru bæði mjög góð. fyrirliða vandræðaunglinganna, Cry-Baby, nokkurs konar blöndu úr James Dean og Elvis Presley. Hann er kallaður Cry-Baby vegna þess að á hverjum degi fell- ir hann tár fyrir pabba sinn sem dö í rafmagnsstólnum. Ricky Lake, aðalleikkonan úr Hair- spray, leikur ólétta systur hans. Ámy Locane leikur prúðu stelp- una úr íhaldsklíkunni sem fellur fyrir Cry-Baby og dreymir um að vera vandræðaunglingur. Kim McGuire leikur Hatchetface, eina af vandræðapíunum. Hún er einstaklega ófríð, enda svaraði hún auglýsingu sem Waters setti í dagblað, þar sem hann auglýsti eftir einhverri sem væri ljót en stolt af því! Tracy Lords leikur hina aðal vandræðapíuna og er einstaklega glæsileg. Lords er ekki alveg ný á hvíta tjaldinu, hún hefur leikið í u.þ.b. 70 klámmyndum síðan hún var 15 ára. Iggy Pop, Patti Hearst, Willem Dafoe og Susan Tyrell skreyta myndina í litríkum aukahlutverkum. Það hefurverið haft eftir Waters að eini maður- inn sem vantar í þetta annars fullkomna Ieikaralið sé Harris Glenn Milstead sem er betur þek- ktur undir nafninu Divine. Hann lést 1988 eftir að hafa verið samstarfsmaður Waters og aðal- leikari hans alveg frá byrjun. Unglingagengin er afskaplega skrautleg mynd, og oft er hún lík- ari teiknimynd en leikinni vegna þess hversu öfgafullar týpurnar eru. Þeir sem halda að Waters sé búinn að selja Hollywood sál sína eftir velgengni Hairspray (fram- leiðendurnir Abrahams og Graz- er stóðu á bak við við myndir eins og Cocoon og Parenthood) ættu að drífa sig á Unglingagengin og sannfærast um að svo er ekki. Unglingagengin er frábær skemmtun, sérstaklega fyrir þá sem hafa gaman af dálítið öðru- vísi húmor. Sif Föstudagur 20. júlí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.