Þjóðviljinn - 20.07.1990, Síða 9

Þjóðviljinn - 20.07.1990, Síða 9
Ofbeldi birtist í mörgum myndum. Það getur verið andlegt og það getur verið líkamlegt en allir eru sammála um að hvort heldur sem er sé ofbeldi dekksta hlið mannlegrar tilveru. Þrátt fyrir þetta bregðast þeir sem ekki eiga hlut að máli mismunandi við ofbeldi. Sjálfsagt ræður margt viðbrögðum fólks, til dæmis ná- lægð þess við ofbeldið og hversu hrottalegt það er. Það myndi . fáum bregða við þá frétt að mað- ur hefði verið löðrungaður, en þegar fréttir berast af hrotta- legum morðum, hér eða erlendis, verður flestum brugðið. Eitt al- varlegasta ofbeldið sem þrífst í hverju samfélagi eru nauðganir. Þótt kastljósi fólks og fjölmiðla hafi verið beint að nauðgunum í ríkum mæli, eru þær enn þögull glæpur. Málið er fórnarlambinu viðkvæmt á margan hátt og það vill ekki að það sé á allra vitorði að brotist hafi verið inn í helgasta vígi þess, líkamann. Alþýðublaðið greindi frá því í vikunni að ungri stúlku hafi verið nauðgað af þremur mönnum í Þórsmörk um síðustu helgi. Sam- kvæmt heimildum blaðsins var stúlkan illa útleikin, með áverka á andliti og skallabletti í höfði eftir að hafa verið háreitt. Þá segir í greininni að stúlkan hafi ekki kært glæpinn. Erfitt um vik ef ekki er kært Það hlýtur að fá á alla sem heyra af slíku ofbeldi og að stúlk- an skuli ekki treysta sér til að kæra þá sem réðust á hana. En eins og segir hér að ofan, fyrir því geta verið margar ástæður. Ein ástæðan gæti verið sú að einn of- beldismannanna vinnur á sama vinnustað og stúlkan. En hvað gerir rannsóknarlögreglan þegar hún heyrir af glæp sem þessum og enginn kærir hann? Gísli Pálsson lögreglufulltrúi hjá rannsóknarlögreglunni sagð- ist ekki þekkja þetta einstaka mál í Þórsmörk. Ef konur gæfu sig hins vegar ekki fram og óskuðu aðstoðar lögreglunnar væri stundum svo erfitt um vik, að ekkert væri hægt að aðhafast. Ástæða þess að konur kærðu ekki gæti verið margslungin. Samband hennar við gerandann gæti til dæmis ráðið einhverju. Engu að síður leita margar konur aðstoðar lögreglunnar. Gísli sagði konur eiga í ágæt hús að venda í þessum málum. Konur ættu einnig greiðan aðgang að áhugahópum sem hefðu staðið myndarlega að aðstoð við konur sem hafa orðið fyrir því að vera nauðgað. Þessir hópar veittu ágæta ráðgjöf og stuðning. Því hefur verið haldið fram að alvarlegum nauðgunarbrotum hafi fjölgað. Gísli sagðist ekki hafa óyggjandi tölur um þetta en það virkaði ekki þannig á hann að þessum ofbeldisverkum hefði fjölgað. Þetta væri svipaður fjöldi frá ári til árs, einhvers staðar í kringum tuttugu á ári. Þessi tala segði hins vegar ekki alla söguna um fjölda kynferðisafbrota. Mest nauðgað í heimahúsum Það er mat þeirra sem koma nálægt nauðgunarmálum, að nauðganir eigi sér flestar stað í heimahúsum. Gísli tekur undir þetta. Oftast hafi einhvers konar samband komist á á milli aðila, þannig að í flestum tilvikum viti konan einhver deili á brotamann- inum. Oftast gerðust nauðganir eftir dansleiki eða annan gleð- skap. Gísli sagðist þó ekki halda að hægt væri að slá því föstu að nauðganir væru algengari á úti- hátíðum en annars staðar. Umræða um nauðganir hefur aukist og þakkar Gísli það Mikill fjöldi naudgana framinn á Islandi á ári hverju. Stór hluti kvenna kærirekki nauðganir. Aðstæður fórnarlamba nauðgana hafa batnað mikið eftirað Kvennaathvarfog fleirisamtökkomu til Margar konur leita sér ekki aðstoðar eftir nauðgun fyrr en mörgum árum seinna og atburðurinn verður þá eins og vofa í lífi þeirra. Kvennaathvarfinu og öðrum samtökum sem hafa látið sig mál- in varða. Nú væri auðveldara fyrir konur að gefa sig fram þegar þær geta fengið stuðning þessara aðila. Þá væru tvær konur við al- menn rannsóknarstörf hjá rannsóknarlögreglunni og ef fómarlömb nauðgana óskuðu eftir því að kona taki af þeim skýrslu, væri reynt að verða við þeirri ósk. Lögreglan hefur verið gagn- rýnd fyrir að taka á nauðgunarm- álum af karlrembu, eins og Gísli orðaði það. Hann sagðist þó alltaf hafa haldið því fram að lög- reglan væri vel í stakk búin til að taka á þessum málum. Samskipti lögreglunnar og þolenda hefðu yfirleitt tekist vel. Hins vegar væri fólk misjafnlega fært um að segja frá því sem gerst hefði en við rannsókn mála þyrftu ákveðnar grunnupplýsingar að liggja fyrir þannig að hægt sé að hefja rannsókn. „Skýrslutakan af konunni er rétt upphafið én fram- haldið eru síðan aðgerðir okkar hér sem beinast gegn brotamann- inum“, sagði Gísli. Það hefur verið gagnrýnt að brotamaður í nauðgunarmáli fær réttargæslumann frá dómsvald- inu en fórnarlambið þurfi síðan að kaupa sér lögfræðiaðstoð. Gísli sagði þetta í samræmi við almennar réttarvenjur. Þegar maður væri handtekinn, ætti hann rétt á réttargæslumanni, al- veg óháð því fyrir hvað hann er grunaður. Gísli benti hins vegar á að ákærandinn gæti gert það að sinni kröfu að hinn ákærði greiddi þann kostnað sem ákær- andinn bæri af málarekstrinum. Almenna reglan í réttarkerfinu er sú að sá sem ákærir ber sönn- unarskylduna en ekki sá sem er ákærður. Þetta er einn af horn- steinum vestræns réttarkerfis og hefur ekki alltaf verið við lýði. Það er hins vegar skiljanlegt að í viðkvæmum málum eins og nauðgunum, fínnist mörgum þetta öfugsnúin regla. Kvennaathvarfi kunnugt um 80 nauðganir í ár Hjá Kvennaathvarfinu varð Hólmfríður Jónsdóttir fyrir svörum. Hún sagði mikinn fjölda kvenna leita til athvarfsins eftir nauðganir og margar þeirra kærðu aldrei glæpinn. Ef kærur eru um það bil tuttugu á ári þá er sláandi mikill fjöldi kvenna sem aldrei kærir. Það sem af er þessu ári sagði Hólmfríður fjörtíu kon- ur sem hefur verið nauðgað hafa sett sig í samband við Kvennaat- hvarfið og fjörtíu og ein hefur orðið fyrir sifjaspellum. Sifja- spell er auðvitað ekkert annað en nauðgun og þá er fjöldi tilvika orðinn áttatíu og eitt. Síðan verð- ur að hafa í huga að Kvennaat- hvarfinu berast ekki spurnir af öllum nauðgunum þannig að þessi tala gæti verið miklu hærri. Það verður þó að varast allar alhæfíngar um fjölda nauðgana á hverju ári, því eins og Hólmfríð- ur benti á koma sumar konur til athvarfsins löngu eftir að nauðgunin átti sér stað, jafnvel mörgum árum seinna. „En nauðgunin er vofa í reynsluheimi þeirra sem alltaf skýtur upp koll- inum annað slagið", sagði Hólm- fríður. Hún sagði viðhorfin sem kona, sem hefur verið nauðgað, mætir heldur ekki alltaf vera já- kvæð. Hún væri oft sett í stöðu glæpamannsins. Nauðgun er alltaf jafn hrotta- leg hvemig sem hún fer fram, sagði Hólmfríður þegar hún var spurð hvort starfskonur Kvenna- athvarfsins hefðu orðið þess var- ar að hrottalegum nauðgunum hefði fjölgað. Stígamót eru nýleg samtök sem veita konum og börnum sem orð- ið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi stuðning. Ingibjörg Guðmunds- dóttir sagði margar konur sem lent hefðu í hræðilegri lífsreynslu leita til Stígamóta. I lögum væri nauðgun einnig skilgreind sem glæpur sem komi næst manns- morði. Það gæfí því augaleið að það þyrfti að veita þessum kon- um mikla aðstoð. Beðið eftir neyðarmóttöku „Það sem við gerum á Stíga- mótum er bara einn hluti af því sem þarf að gera“, sagði Ingi- björg. Það þyrfti að koma af stað frekari fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðum eins og Stígamót stæði fyrir. Nauðgunarmálanefnd hefði til dæmis nýlega skilað skýrslu þar sem lagt hefði verið til að koma á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana. Hjá Stíga- mótum væri beðið eftir þessari þjónustu. Neyðarmóttökunni er ætlað að vera opin allan sólarhringinn á einhverju sjúkrahúsanna, að sögn Ingibjargar. Þar ætti að vera til staðar sérþjálfað fólk í nauðgunarmálum. Eins og ást- andið væri núna þyrfti stundum að leita að lækni og stundum hefði þurft að fara með konuna á tvo eða fleiri staði til að finna lækni. Þá þarf að fara með kon- una í yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni, þannig að þessu fylgdi mikill og óæski- legur þeytingur. „Konan á kröfu á því að geta farið á einn stað og fengið þar þá þjónustu sem hún þarf“, sagði Ingibjörg. Oft fengju konur ekki þá umhyggju sem þær þurfa eftir nauðgun. Það þyrfti að veita þeim stuðning og blíðu og segja þeim að þær séu jafn góðar manneskjur eftir sem áður, því konur legðust oft í þunglyndi eftir nauðgun og þessu gætu fylgt miklir sálrænir erfiðleikar. „Nauðgun er aldrei sök þeirra sem fyrir henni verða, hverjar sem aðstæðurnar eru“, sagði Ing- ibjörg. Hjá Stígamótum er kona á vakt allan sólarhringinn sem er reiðubúin til að styðja þolendur þegar leitað er læknis, þegar kært er og í gegnum öli réttarhöld. Þo- lendur geta nálgast þessar konur með því að hringja í síma Kvenn- aathvarfsins, 21205. -hmp Heimir Már Pétursson Föstudagur 20. júlí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9 Mynd: Jim Smart.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.