Þjóðviljinn - 20.07.1990, Side 11

Þjóðviljinn - 20.07.1990, Side 11
Listasafn Sigurjóns Freyr Sigurjónsson og Margarita Reizbal koma fram á tónleikum í safn- inu næstkomandi þriðjudagskvöld Þriöjudaginn 24. júlí kl. 20.30 anóleikari og Freyr Sigurjónsson halda þau Margarita Reizbal pí- flautuleikarj tónleika í Listasafni Landbúnaðarráðuneytiö Lausar stöður við Garðyrkjuskólann í Hveragerði 1. Staða fagdeildarstjóra á umhverfisbraut Garðyrkjuskóla ríkisins. Um erað ræðatíma- bundið afleysingarstarf, frá 1. september 1990 til 31. maí 1991. Æskileg menntun er líffræði og / eða umhverfisfræði. Laun sam- kvæmt kjarasamningum BHMR og ríkisins. 2. Staða fagdeildarstjóra á skrúðgarðyrkju- braut Garðyrkjuskóla ríkisins, frá 1. septemb- er 1990 (störf hefjist eigi síðar en 1. október 1990). Æskilegt er að umsækjandi sé menntaður landslagsarkitekt, en skrúðgarð- yrkjutæknimenntun kæmi einnig til greina. Laun samkvæmt kjarasamningum BHMR og ríkisins. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Garð- yrkjuskóla ríkisins, sími: 98-34340. Umsóknir sendist landbúnaðarráðuneytinu fyrir 20. ágúst n.k. Landbúnaðarráðuneytið, 19. júlí 1990 Margaríta Reizbal píanóleikari. Siaurjóns Olafssonar. Á efnisskránni veröa verk fyrir flautu og píanó eftir Carl Reinecke, Georges Enescu og Francis Poulenc. Freyr Sigurjónsson hóf nám í flautuleik sjö ára gamall, og voru fyrstu kennarar hans þeir Jósef Magnússon, Jón H. Sigurbjöms- son og Bemharður Wilkingsson. Freyr lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1978, og hélt þá utan til frek- ara náms í Manchester. Aðal- kennari hans þar, við Royal Col- lege of Music, var Trevor Wye. Að loknu diplómprófi 1982 bauðst honum staða flautu- leikara í Sinfóníuhljómsveitinni í Bilbao, þar sem hann hefur starf- að síðan og kennt við Conservat- orio Superior de Musica de Vizc- aya. Margarita Lorenzo de Reizbal er fædd í Bilbao. Hún hóf snemma píanónám, og jafnhliða tónlistarnámi sínu stundaði hún nám í læknisfræði. Síðustu árin hefur hún þó eingöngu sinnt tón- listinni. Frá árinu 1985 hefur hún verið fastráðin við Sinfóníu- hljómsveitina í heimabæ sínum, auk þess kennir hún við tvo virta tónlistarskóla í Baskahéruðun- um. Þau hjónin Freyr og Margarita halda oft tónleika saman, og eins og áður sagði gefst mönnum kost- ur á að hlýða á samleik þeirra á þriðjudagskvöldið kl. 20.30. Freyr Sigurjónsson flautuleikari. Haraldur Hannesson er látinn Haraldur Hannesson formaður Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar og varaformaður Bandalags starfsmanna ríkis og baeja lést í gær. Haraldur fæddist í Norðfirði 13. júlí 1924 og var vélstjóri að mennt. Eftirlifandi kona Haraldar er Sveinbjörg Georgsdóttir og varð þeim fimm bama auðið. i Helgarveðrið Horfur á laugardag og sunnudag. Fremur hæg suðvestanátt um landið allt á laugardag. Smáskúrir á stöku stað vestanlands, en léttskýjað viða um austanvert landið. Á sunnudag er spáð léttskýjuöu norðanlands. Hiti 10-18 stig báða dagana. UTSALA - UTSALA AIHai HAGKAUP /4iit í eíwtcienó-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.