Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 16
Knattspyrnuskóli Fram Hönd Guðs mörgurn Magnús segir að fyrr í sumar hafi allt að 80 krakicar verið á hverju námskeiði hjá Fram sem þykir allgott. Magnús segir það hafi ekki farið á milli mála að heimsmeistarakeppnin í fótbolta á Ítalíu í sumar hafi kveikt áhuga hjá mörgum sem sýnir sig best í þessari miklu aðsókn í knatt- spyrnuskólann. Þá sé það einnig áberandi hvað krakkarnnir nota mikið „hönd Guðs“ í leikjunum og gætir þar áhrifa frá Maradona. „Þetta finnst okkur nú ekki sér- lega skemmtilegt, enda ekki leyfilegt að nota hendurnar í fót- boltanum. En krakkarnir sáu að Maradona komst upp með það að nota hendumar á HM og því finnst þeim í fyrstu það kannski Á öllum nám- skeiðunum „Ég er búinn að vera á öllum fótboltanámskeiðunum hjá Fram í sumar vegna þess að ég vil ekki vera varamaður, heldur spila meö liðinu," segir Tryggvi Jóst- einsson sem er níu ára gamall og eldheitur Framari. Tryggvi segir að Pétur Ormslev fyrirliði Fram sé sá besti í fótbolt- anum hér heima en Ruud Gullit fyrirliði Hollendinga og leikmað- ur AC Milan sá besti af þeim er- lendu. Tryggvi sagðist hafa séð marga leiki á heimsmeistaramót- inu og neitar því ekki að hafa ver- ið dálítið svekktur þegar Hol- lendingar voru slegnir út úr keppninni af Þjóðverjum. Þá segist Tryggvi reyna að fara á völlinn eins oft og hann getur til að sjá og hvetja sína menn til sig- urs. Hann segir að Framliðið hafi oft spilað betur en þeir hafa gert í sumar en þó sé ekki öll nótt úti enn hjá þeim. -grh Siglingar virðast njóta æ meiri vinsælda hjá unga fólkinu. Enda ber ekki á öðru en að ungu mennirnir á myndinni taki hlutverk sitt alvarlega og stjórni skútu sinni af röggsemi. Nauthólsvík Mikil gróska í siglingum Það var líf og fjör í Nauthólsvík- inni í gær hjá siglingaklúbbnum Siglunesi þar sem verið var að kenna krökkum frá átta til tólf ára aldurs undirstöðuatriðin í sigling- um. Litlar skútur sigldu þar með seglin þanin út um alla víkina enda er hún kjörinn staður fyrir þessa íþrótt, sem virðist njóta sí- vaxandi vinsælda hjá ungum sem öldnum. Páll Kolbeinsson, sem er betur þekktur sem leikmaður KR og landsliðsins í körfubolta, notar sumarið til að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriðin í siglingaíþróttinni. Páll segir að starfsemin byrji hjá klúbbnum á morgnana með því að taka á móti krökkum frá félagsmiðstöðvum borgarinnar og þeim sem eru á leikjanámskeiðum íþróttafélag- anna. En strax eftir hádegi koma yngstu krakkarnir, sem eru á aldrinum frá átta til tólf ára. Seinnipart dagsins koma síðan þau sem eru í framhaldsnámi í siglingum. Á siglinganámskeiðunum læra krakkamir að róa, að taka segl- bátana út úr skýlinu, sjósetja þá, setja upp segl og notkun þeirra en síðast en ekki síst hvernig á að beita þeim upp í vindinn. Auk þessa er þeim kennt allt sem við kemur öryggi á sjónum og þeim hættum sem eru því samfara að vera á sjó. Páll sagði að það þýddi lítið að skipuleggja daginn með því einu að hafa hlustað á veðurfregnir. Hann segir að það þurfi að meta aðstæður á hverjum degi því oft sé meiri vindur í víkinni en heppi- legt sé fyrir þá sem em að byrja að sigla. Þá þýðir ekkert annað en að bíða eftir að hann lygni og við slíkar aðstæður reynir oft ansi mikið á þolinmæði krakkanna. Okkur finnst áhuginn fyrir sigl- ingum fara vaxandi með ári hverju og þeir sem á annað borð fá delluha halda áfram eins lengi og þeir geta og jafnvel lengur,“ sagði Páll Kolbeinsson. -grh É Karen Guðlaugsdóttir Aftur næsta sumar „Ég var hér í fyrra og ætla mér að koma hingað aftur næsta sumar því mér finnst alveg ofs- lega gaman að vera héma. Best þykir mér að vera úti á bát og sigla,“ segir Karen Guðl- augsdóttir sem er 11 ára gömul. Karen segist ekki vera hrædd úti á sjó og því síður hafi hún nokkum tíma fundið fyrir sjó- veiki. -grh HM kveikti Flest íþróttafélög á höfuðborg- arsvæðinu og víðar um land allt halda úti knattspyrnuskólum fyrir yngstu krakkana á sumrin. Þar eru þeim kennd undirstöðuatriðin í íþróttinni auk þess sem farið er með þau í margs konar leiki. Svo virðist sem heimsmeistara- keppnin í fótbolta sem fram fór á Ítalíu fyrr í sumar, hafi kveikt í mörgum og hefur aðsóknin í skólana verið mun meiri en oft áður. Á athafnasvæði knattspymufé- lagsins Fram í Safamýrinni var mikið um að vera í gær þegar Þjóðviljinn leit þar við. Þar stendur yfir þriðja og síðasta námskeiðið í fótbolta sem félagið stendur fyrir í sumar. Yngstu krakkamir eru um 7 ára gamlir en í eldri hópnum em þau allt upp í 11 ára. Forstöðumaður knatt- spyrnuskóla Fram er Magnús Einarsson og er þetta þriðja sumarið sem hann veitir honum forstöðu en hann hefur starfað við skólann í mörg undanfarin ár. Kristinn Vilhjálmsson Skemmtilegast aö spila Davíð Karlsson Ofsalega gaman „Mér finnst alveg ofsalega gaman að sigla og svo er fél- agsskapurinn hérna mjög góður. En hvort ég verð sjómaður þegar ég verð stór, veit ég ekki. Ég var hérna í hitteðfyrra og svo kom ég hingað stundum þegar ég var á ieikjanámskeiði," sagði Davíð Karlsson 10 ára. Davíð segir að það sé nú allt í lagi að blotna dálítið einstaka sinnum enda sé hann vel búinn og með björgunarvesti. Hann segist einu sinni hafa komist í hann krappan þegar hann var að ýta bát. Þá hafi hann steypst á hau- sinn í sjóinn vegna þess að hann gleymdi að sleppa þegar báturinn flaut. -grh „Mér finnst skemmtilegast að spila fótbolta. Ég verð líka alltaf betri og betri eftir því sem ég æfi mig meir,“ segir Kristinn Vil- hjálmsson sem er að verða níu ára gamall. Þetta er annað sumarið sem Kristinn tekur þátt í Knatt- spyrnuskóla Fram, enda mikill stuðningsmaður þeirra blá- klæddu. Uppáhaldsleikmaður Kristins er Birkir Kristinsson markvörður, en af erlendum leik- mönnum heldur hann mest upp á Júrgen Klinsmann miðherja heimsmeistara Þýskalands og Inter Milan á Ítalíu. Kristinn segist fara á völlinn nokkuð oft til að sjá sitt lið spila en segir að því hafi oft gengið betur en í sumar. „Ég er vara- maður eins og er, en ég stefni að því að komast í liðið eins fljótt og ég get,“ sagði Kristinn Vilhjálms- son. -grh Tryggvi Jósteinsson Magnús Einarsson forstöðumaður Knattspyrnuskóla Fram með sýnikennslu fyrir einn áhugasaman nem- anda sem horfir á með mikilli athygli. Myndir: Jim Smart. eðlilegt að gera það líka,“ segir Magnús. f knattspyrnuskólanum eru krökkunum kennd undirstöðuat- riðin í fótboltanum, svo sem að nota innanfótarskot, skjóta með ristinni, skjóta á mark, fram- kvæma ýmsar þrautir með bolt- anum og senda boltann í gegnum ákveðna hluti. Tilgangurinn með þessu er að krakkarnir fái tilfinn- ingu fyrir boltanum og þeirri nauðsynlegu tækni sem til þarf. Magnús segir að á hverju sumri komi fram efnilegir knattspyrnu- menn sem hafa alla burði til að ná langt í íþróttinni. Hvort þeir ná síðan alla leið upp í meistaraflokk fer mikið eftir því hvemig þeim reiðir af á því umbrotaskeiði sem unglingsárin einatt eru í lífi þeirra margra. „Mér finnst boltinn alltaf verða betri og betri með hverju árinu sem líður og kennslan einn- ig. Nú orðið halda þjálfarar skýrslu um hvern einstakan leik- mann sem er undir þeirra stjórn þar sem hægt er að sjá kosti hans og galla. Þannig verður öll þjálf- un mun markvissari en hún var hér á árum áður og árangurinn er í samræmi við það,“ sagði Magn- ús Einarsson. _or», I 16 StÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 20. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.