Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 19
Fæðingarhríðir nýrrar
vinstrihreyfingar á Ítalíu
„Við lifum á tímum hraðra
breytinga. Ósigur skrifræðissósí-
alismans hefur opnað nýjar and-
stæður í austri og vestri og hin
sósíalíska hreyfing getur nú á ný
orðið það alþjóðlega afl sem yfir-
stígur landamæri gömlu blokk-
anna...“
Þannig komst Achille Occ-
hetto, formaður ítalska komm-
únistaflokksins (PCI) m.a. að
orði í langri ræðu sem hann flutti
á miðnefndarfundi flokksins
þann 23. júlí síðastliðinn. Þessi
ræða formannsins markaði vissan
áfanga í því dauðastríði og þeim
fæðingarhríðum sem ítalskir
kommúnistar ganga í gegnum
þessa mánuðina, þar sem fram-
kvæma á þau markmið 19.
flokksþingsins frá síðasta ári að
leggja flokkinn niður og stofna
nýjan flokk á rústum hins gamla í
samræmi við nýjan veruleika og
kröfur nýrra tíma. Er stefnt að
því að hinn nýi flokkur, sem í
daglegu tali gengur nú undir
nafninu „La Cosa“ - eða „það“ -
verði stofnaður á 20. og síðasta
flokksþinginu, sem halda á í jan-
úar næstkomandi.
Söguleg
breyting
Undirbúningur þessa afdrifa-
ríka atburðar í sögu ítalskrar og
evrópskrar verkalýðshreyfingar
hefur staðið yfir undanfama
mánuði með linnulausum um-
ræðum, fundum og greinaskrif-
um í flokksmálgagninu L'Unitá,
og taka yfir 600 undirbúnings-
nefndir og 110 klúbbar óflokks-
bundinna vinstrimanna þátt í
þessu starfi. Ágreiningsefnin eru
mörg og oft sársaukafull, þannig
að oft hefur legið við klofningi á
milli já-manna og nei-manna - en
já-menn era þau 65% flokksfé-
laga sem samþykktu á síðasta
flokksþingi að stíga þetta skref.
Nei-menn vildu hins vegar tak-
marka sig við það að gefa gamla
flokknum nokkra andlitslyftingu
án þess að gera róttækari upp-
skurð á stefnu og starfsháttum
flokksins. Rétt er að hafa í huga
að þessi ákvörðun var tekin áður
en Berlínarmúrinn féll, og því er
ekki nema óbeint samband þar á
milli. Þær aðstæður sem skapast
höfðu á Ítalíu og í heiminum köll-
uðu á þessa breytingu þegar í
upphafi ársins 1989 og átti sér
lengri aðdraganda.
Hvaö er
sósíalismi?
En um hvað deila ítalskir
vinstrimenn, og hvaða hlutverk
ætla þeir hinum nýja flokki?
Deilumar snúast í stuttu máli
um inntak og eðli sósíalismans og
lýðræðisins, tengsl lýðræðis og
markaðshyggju, markaðshyggju
og ríkisvalds og tengsl ríkisvalds
og samfélagsins í heild. Síðast en
ekki síst fjalla þessar deilur um
þróun alþjóðamála í ljósi þeirra
öru breytinga sem átt hafa sér
stað á síðustu misserum og árum.
í ræðu formannsins á mið-
stjórnarfundinum er víða komið
við, en áberandi er þó sú áhersla
sem hann leggur á nýja alþjóða-
hyggju í ljósi breyttra aðstæðna.
Þannig telur hann að hernaðar-
bandalög eftirstríðsáranna hafi
nú runnið sitt skeið, en gera eigi
Helsinki-ráðstefnuna um öryggi
og samvinnu Evrópuþjóða að
virkri stofnun er tryggt geti ör-
yggi í álfunni með árangursríkari
hætti á grundvelli þeirrar hug-
sunar um sameiginlegt hús allra
Evrópubúa frá Atlantshafi til Úr-
alfjalla, sem Gorbatsjov Sovétl-
eiðtogi mun fyrstur manna hafa
sett fram.
Nýjar
andstæður
Occhetto bendir jafnframt á að
reynslan frá A-Evrópu sýni, að
ekki sé hægt að horfa framhjá
efnahagslegum lögmálum og
hagkvæmniforsendum í nafni
yfirlýstra félagslegra markmiða.
Reynslan frá Vesturlöndum sé
reyndar að leiða hið sama í ljós:
það efnahagskerfi sem horfir
framhjá umhverfisforsendum og
félagslegum markmiðum muni á
endanum eyðileggja þær efnis-
legu, vitsmunalegu og siðferði-
legu auðlindir sem séu upp-
spretta allrar siðmenningar. Því
takmarkast alþjóðahyggjan ekki
við það að skapa Evrópubúum
nýtt sameiginiegt hús er byggi á
lýðræðislegum grunni, heldur
þurfi að innleiða lýðræðislega
starfshætti í öll alþjóðasamskipti
út frá þeirri hugsun að
mannkynið sé eitt og eigi sér eitt
sameiginlegt hús, þar sem hver
íbúi sé jafn ómissandi og allir eigi
að búa við sem jafnastan rétt.
Þessi hugsun kalli svo aftur á al-
heimsstjórn er tryggi lýðræðis-
legar samskiptareglur þjóðanna.
Verðugt verkefni slíkrar stjórnar
væri, segir Occhetto, að sameina
þjóðir heims í því verkefni að
græða upp Sahara-eyðimörkina
og aflétta þar með þeirri smán
hungurs og umhverfiseyðingar
sem þessi heimsálfa býr við.
Occhetto gengur síðan enn
lengra og segir ríku iðnaðarþjóð-
irnar þurfa að endurskoða
neyslumynstur sitt og markaðs-
hagkerfi með tilliti til umhverfis-
áhrifa og misskiptingar lífsgæða á
milli norðurs og suðurs.
Ný alþjóöa-
hyggja
Occhetto segir í ræðu sinni að á
meðan verkalýðshreyfingin hafi
um síðustu aldamót borið fram
almennar kröfur um kosningarétt
og lýðræði innan ramma hins
frjálsa þjóðríkis, þá verði krafan
um alþjóðlegan borgararétt bor-
in fram um aldamótin 2000. Þjóð-
legu böndin dugi ekki lengur og
barátta verkalýðshreyfingarinnar
geti ekki lengur takmarkast við
landamæri. Occhetto leggur'
þunga áherslu á að flokkurinn
þurfi að leggja megináherslu á
hina nýju alþjóðahyggju og vinna
henni fylgi innan ítalskrar og evr-
ópskrar vinstrihreyfingar, þannig
að hinn nýi flokkur verði ekki
bara gagnrýninn áhorfandi held-
ur virkur þátttakandi í mótun ný-
rrar Evrópu innan vettvangs Al-
þjóðasambands sósíalista. í því
sambandi bendir Occhetto á að
þær sögulegu andstæður sem ríkt
hafi á milli sósíalista og kommún-
ista séu nú yfirstignar á grundvelli
sameiginlegs skilnings beggja að-
ila á lýðræði sem forsendu sósíal-
ismans. Þessi sameiginlegi skiln-
ingur á sósíalisma í anda lýðræðis
standi jafnframt handan þess
hefðbundna skilnings að sósíal-
ismi og kapítalismi séu ósættan-
legar andstæður.
Andhverf ur um-
bótaflokkur
Þessi síðasta fullyrðing for-
mannsins er trúlega sú sem hvað
mest hefur farið fyrir brjóstið á
gagnrýnendum hans úr nei-
arminum, þeim armi sem við get-
um kennt við hefðbundinn
„marxisma“ innan flokksins. En í
þeirri deilu hefur Occhetto mátt
beita mikilli diplómatískri kurt-
eisi, sem stundum verður á kostn-
að skírleika í málflutningi.
Þannig segir Occhetto um hinn
nýja flokk að hann eigi í senn að
vera umbótasinnaður og „and-
hverfur" (antagónískur), að hann
eigi að sameina umbótasinna og
andstæðinga ríkjandi kerfis.
Þessi jafnvægisdans í orðavali
endurómaði síðan í uppkasti að
stefnuskrá hins nýja flokks, sem
birt var í L‘Unitá sunnudaginn 5.
ágúst s.l. Þar segir berum orðum
um hinn nýja flokk að hann eigi
að vera „antagonista e riformat-
ore“ - eða andhverfur kerfinu og
umbótasinnaður. Hinn hefð-
bundni skilningur á þessum orð-
um er sá, að sá sem er „antagon-
isti“ sé andvígur kerfinu í grund-
vallaratriðum og trúi í raun ekki á
árangur umbóta.
Er kapítalismi
forsenda lýö-
ræöis?
Gagnrýnendur til „hægri“ hafa
ekki setið á sér að afhjúpa þetta
tvíræða orðalag. Sá sem lengst
hefur gengið í þessari gagnrýni er
heimspekingurinn Biagio De Gi-
ovanni, sem í nokkrum greinum í
L'Unitá hefur gert í því að ganga
fram af hinum hefðbundna marx-
íska armi flokksins. Þannig skrif-
aði hann nýlega grein í flokks-
málgagnið L'Unitá, sem bar
heitið „Kapítalisminn er for-
senda lýðræðisins". Þar bendir
hann m.a. á að sagan geti ekki
bent á neitt dæmi um lýðræðis-
lega stjómarhætti án kapítalísks
markaðshagkerfis.
Þann 13. ágúst heldur Gio-
vanni síðan áfram þessum hrell-
ingum í garð hefðbundinna marx-
ista með því að styðja fullyrðing-
ar sínar rökum sem hann sækir
beint í Karl Marx, nánar tiltekið
ritgerð hans „um gyðingavanda-
málið,“ þar sem Marx bendir á að
hinn kapítalíski markaður hafi í
fyrsta skipti í sögunni kallað á
nauðsyn jafnræðis meðal manna í
„himnaríki stjórnmálanna" og
því liggi rætur réttarríkisins ein-
mitt í þessu markaðshagkerfi.
Giovanni segir að þessi um-
ræða eigi sér tvær hliðar - eina
pólitíska og eina fræðilega. Póli-
tískt sé umræðan mikilvæg vegna
þess að viðurkenning á þessari
forsendu sé sá eini grundvöllur
sem vinstriöflin geti sameinast
um. Umbótaflokkur sé mark-
leysa ef hann viðurkenni ekki að
það þjóðfélagskerfi sem hann er
ángi af sé bætanlegt.
GuÖ og
djöfull
Og hann bætir um betur: Þeir
sem ekki trúa á umbætur og líta á
hið kapítalíska markaðshagkerfi
sem djöfullegan óvin, þeir þurfa
þá eitthvað annað en umbætur.
Aðeins Guð almáttugur getur
kveðið djöfulinn niður og hvem-
ig eigum við þá að bera okkur að
á þessum guðlausu og spámanns-
lausu tímum?
Og Giovanni vitnar í Gramsci,
guðföður ítalska kommúnistafl-
okksins, og segir hann hafa kennt
flokksmönnum að veruleikinn
væri flóknari en hin svarthvíta
heimsmynd stalínismans hefði
boðað með sínum djöflum og
guðum. Giovanni líkir nei-
mönnunum úr minnihlutaarmi
flokksins við draumóramenn og
dulspekinga sem hugsi sér mann-
legt frelsi í tómarúmi og geti ekki
skilið að lýðræðið er aldrei og
verður aldrei altækt og
fullkomið, heldur ávöxtur sí-
felldrar baráttu, sem háð sé við
ákveðnar sögulegar og hlutlægar
aðstæður. Um leið og umbóta-
hyggjan sé látin víkja fyrir „ant-
agónisma“ dæmi flokkurinn sig
úr leik, ekki bara við þann mögu-
leika að binda enda á 50 ára
valdaeinokun Kristilegra dem-
ókrata á Ítalíu, heldur dæmi hann
sig úr leik við veruleikann sjálf-
an.
Óforbotrovtlogur
verukotki
Þessi gagnrýni heimspekings-
ins, sem hér hefur verið rakin,
gengur trúlega lengra í bersögli
en flokksformaðurinn Occhetto
mundi játast opinberlega. En trú-
lega er hann ánægður með fram-
lagið á bak við tjöldin.
Gagnrýnin hjálpar formanninum
í raun í þeirri viðleitni hans að
draga flokkinn niður á jörðina til
átaka við nýjan veruleika. Því
ábyrgðin á 50 ára stjómareinok-
un Kristilega demókrataflokks-
ins á Ítalíu hvflir kannski ekki
síður á þeirri draumórakenndu
áráttu ítalskrar verkalýðshreyf-
ingar og leiðtoga hennar að líta á
þjóðfélagsveruleikann sem
„óforbetranlegan“, og því þurfi
að skapa manninum frelsi, í því
himnaríki sem kommúnistar
kenndu við bóndann í Kreml, ka-
þólikkar við Jesúm Krist. í
augum gömlu kommúnistanna
var það höfuðsynd ítalskra sósía-
lista að trúa ekki á þetta himnar-
íki frelsisins. Það er ekki síst
verkefni Achille Occhetto að
færa ítalska verkalýðshreyfingu
af hinu himneska sviði trúar-
bragðanna niður í jarðneskt sam-
býli við syndum spillta og guð-
lausa sósíalista. Árangur í því
starfi er trúlega forsenda þess að
ítalskt lýðræði komi úr blindgötu
50 ára valdaeinokunar.
Porto Verde, 14. ágúst
Ólafur Gíslason
Frá Ólafi
Gíslasyni
fréttaritara
Þjóðviljans i
Porto Verde
Föstudagur 24. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19