Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 23
Róbotar og salamöndrur kom galdramaðurinn sjálfur á síðustu stundu? Ég man það ekki). Uppreisn gervimanna Þetta þema er sterkt í verkum Capeks. Árið 1921 var frumflutt leikrit eftir þá bræður báða sem hét RUR (Rossum‘s Universal Robots - héðan er reyndar komið alþjóðlega orðið yfir vélmenni, robot, en orðið er dregið af slavneskri sögn: að vinna). RUR segir frá hópi vísindamanna sem framleiða vélmenni eftir formúlu sem sérvitur vísindamaður fann upp í hrokafullri viðleitni sinni við að leika guð. Vélmennin eru alveg eins og fólk í útliti, nema sálarlaus og kosta sama og ekkert í rekstri (þurftu ekki einu sinni að éta). Um leið og þau yfirtóku smám saman erfið störf manna og sköpuðu mikinn auð og velsæld, urðu þau líkari mönnum, gerðu að lokum uppreisn gegn þeim og útrýmdu þeim sem eftir voru Einnig ótti við uppreisn ör- eiganna: uppreisn róbotanna undir lokin ber reyndar ávæning af byltingu bolsevíka í Rússlandi, sem þá var nýlega af staðin. Og sama margræðni er reyndar á ferð í því verki Capeks sem ís- lendingar þekkja best, en það er skáldsagan Salamöndrustríðið, sem birtist árið 1936. Sagan kom út tíu árum síðar hjá Máli og menningu í íslenskri þýðingu Jó- hannesar úr Kötlum. Skepnan vinnur á skapara sínum Salamöndrustríðið er giska skemmtileg bók: þar er beitt í senn brögðum reyfarans, blaða- mennskunnar, skýrslunnar, rit- gerðarinnar - um leið og allt þetta er skopfært á hugvitssam- legan hátt. Skipstjóri á hollen- skum dalli, van Toch (sem reyndar er Tékki og heitir Van- toch), finnur í Suðurhöfum sal- amöndrutegund, sem hægt er að kenna að veiða pelur og nota ver- I tilefni aldarafmælis Karels Capeks (mannkynið var reyndar orðið ó- frjótt af iðjuleysi hvort eð var). Og það sem verra var: töfraform- úlan fyrir framleiðslu róbota var líka týnd, vísindamennirnir gátu ekki einu sinni keypt sér líf með því að afhenda hana. Allt væri nú dauðadæmt, menn og vélmenni - ef ekki yrði þess vart að tvö vél- menni, Helena og Primus, eru farin að finna til „mennskrar“ ástar: Adam og Eva eru fædd á ný, sagan getur byrjað á nýjan leik.... Hér er Capek í félagsskap þeirra ágætu höfunda sem sáu í samtímaþróun fyrst og fremst hrollvekju. Og fór þá saman margt: ótti við tækni sem fer úr böndum, ótti við ábyrgðarleysi vísindamanna (þeir „barasta“ framleiða róbota en hugsa aldrei um það til hvers er hægt að nota þá), ótti við þægindagræðgina (menn héldu áfram að fjölga vél- mennum hvað sem á gekk, vegna þess að það var svo miklu þægi- legra að láta þá vinna verkin). kfæri. Seinna meir er hægt að kenna þessum gáfuðu litlu sæs- krýmslum að tala og hugsa (ein af mörgum hliðstæðum við leikritið um vélmennin: hvorttveggja líkj- ast mönnum æ meir eftir því sem á líður). Blöð og kvikmynda- menn hella sér yfir þessi undur eins og vænta mátti (Capek fær m.a. gott tækifæri til að skjóta á starfsbræður sína í blaða- mennsku). Vísindamenn krukka í salamöndrur og gefa lærðar skýrslur. En það sem mestu skiptir er það, að bisnessmenn renna á peningalyktina og stofna salamöndruhringa til að ala upp og höndla með það ódýra vinnu- afl sem salamöndrurnar eru - ekki aðeins við hafnagerð og stíf- lugerð, heldur og við hverskyns framkvæmdir og framleiðslu aðra. Ríkisstjórnir taka salam- öndrur í þjónustu herja sinna og flota. Upp hefst mikil gullöld, salamöndrutíð velgengni og framfara og auðsældar. Allt þar til salamöndrurnar, sem fyrir tils- Hús Capekbræðra I Prag. Föstudagur 24. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23 tilli manna og þess hlutverks sem þær hafa fengið í heiminum, eru orðnar margfróðar og vel tækni- væddar, gera uppreisn gagn mannkyninu. Þær sprengja strendur meginlanda í sundur til að mynda grunna flóa þar sem „lífsrými" er fyrir sívaxandi fjölda salamandra. Mannkynið er í hættu og virðist dæmt til að bíða ósigur. Ekki síst vegna þess að ríkin geta ekki stillt saman krafta sína og alltaf eru það ein- hverjir sem ætla sér að græða á því að láta salamöndrurnar fá ýmsar þær mannlegar afurðir sem þær geta ekki verið án. Fimmti hluti Evrópu er kominn í kaf. Og þótt Tékkar hafi alltaf haldið að „þær komast aldrei hingað yfir fjöllin" þá lýkur sögunni á að gamall Tékki sér salamöndru stinga upp sínum ljóta haus upp úr Moldá í miðri Prag: og boðar það ekkert gott fyrir þá gullnu borg. Nasisminn og margræðnin Eins og fyrr var getið er Salam- öndrustríðið skrifað 1936, nas- isminn þýski er í mesta uppgangi og komst yfir fjöllin og til Prag árið sem Capek dó - þá var í Munchen búið að svíkja Tékkó- slóvakíu, sem var svo endanlega hemumin í ársbyrjun 1939. Vita- skuld hafa menn vegna þessa til- hneigingu til að líta svo á að sal- amöndrurnar eigi fyrst og fremst að tákna nasismann: það er ekki síst viðbrögð manna við salam- öndruháskanum í skáldsögunni og fasismahættunni í veruleikan- um sem eru mjög svipuð. En nú kemur að því sem einna drýgst verður til að halda lífi í bókum; en það er margræðnin. Salam- öndrustríðið mundi varla vekja forvitni nú um stundir ef það mætti einungis tengja við nasism- ann þýska. Salamöndrurnar eru hinsvegar miklu fleira. Allar mennskar dellur Salamöndrurnar eru tækifæri sem Capek nýtist prýðilega til að fara með háð um allt mögulegt: um tékkneska smáþjóðaránægju, um kjaftháttinn í vinsælum dag- blöðum, um góðgerðarstarfsemi (kvenfélög til eflingar siðgæðis meðal salamandra). Um tískuæs- ingar í listum (um tíma er öll mús- ík salamöndrumúsík) og um trú- ardellur: fundin er upp trú á Stór- salamöndruna sem fylgt er eftir með miklum seremóníum - en trúarbrögð þessi breiðast miklu heldur út meðal manna en salam- andra. Afskipti manna af salam- öndrum eru og ádrepa á t.d. grimmd vísindamannanna sem hakka þessi greindu kvikindi í spað og láta þau liggja í allskonar eitri og ólyfjan til að kanna við- brögð þeirra: eiginlega gerist Capek sjaldan spámannlegri en í vísindaskýrslunum í sögunni sem eins og segja fyrir um tilraunir þýskra nasista á lifandi gyðingum í fangabúðum sínum. Margar syndir mannkyns Meiru varðar þó af hve mikilli lævísi Capek lætur salamöndr- umar sjálfar breyta um táknræna stöðu í sögunni. Framan af em þær eins og arðrændur nýlendul- ýður, þrælar sem menn fara með eins og þeim sýnist. Síðan eru þeir iðnverkalýður í þróuðum kapítalisma. Þessu næst verða þeir Pjóðverjar sem hafa tekið fagnaðarerindi nasismans og ætla í stríð við mannkynið, svo sem fyrr segir. En framar öllu era þeir það sem gerist þegar mannfólkið fer að leika guð - eða þá lærisvein galdramannsins. Þær era við- vöran um það hvað það kostar að rjúfa lífkeðjuna í ábataskyni. Þær eru viðvörun um tækni og fram- farir sem snúast gegn tilgangi sín- um: á okkar dögum gætum við líkt bílamergðinni sem allt ætlar að drepa við salamöndrar Cap- eks, eða þá að þær era efnaiðnað- urinn og mengun hans, eða at- ómbomban ef vill. Þær eru hrollvekja um hugsunarhátt, sem lætur fyrri verðmæti lönd og leið og trúir á magnið eitt saman. Eða eins og í sögunni segir: „Hinir sjálfsvissu menn salam- öndratímabilsins munu ekki eyða tímanum í bollaleggingar um eðli hlutanna, þeir munu einungis fást við tölur og múgframleiðslu. Öll framtíð heimsins er undir því komin að framleiðslan og neyslan aukist í sífellu, þess vegna þarf líka fleiri salamöndrur til þess að þær geti framleitt meira og étið meira...Nú fyrst getur mannleg skarpskyggni notið sín til fulls, því nú starfar hún í heildsölu með þrautnýttum framleiðsluhæfi- leikum og eftir mettæku hagfræð- ikerfi...“ Merkilegt að hugsa til þess að þessi orð era skrifuð fyrir um það bil fimmtíu og fimm áram.... Capek um blaðamennsku Ég lít svo á, að starf mitt við blaðamennsku hati marga kosti: það neyðir mig til að sýna áhuga öllum sköpuðum hlutum, stjórnmálum, atvinnulífi, (þrótt- um, uppákomum dagsins osfrv. f þessu starfi er víðtækt samband við mannlífið sem lætur þeim líða vel sem situr við skrifboð sex-átta stundir á dag. Ég kann vel að meta það, að blaðamennskan hlýtur að krefjast þess að menn séu alltaf viðbúnir. Maður getur ekki beðið eftir innblæstri eða þv( að komast ( hentugt skap til að skrifa: maður verður að skrifa og gera sitt besta, eins þótt hugurinn standi til annars þá stundina. Ég hefi alltaf tekið blaðamennsku m(na jafn alvarlega og bókmenntaskrifin... Ég óska öllum rithöfundum þess að þeir gangi í gegnum skóla blaðamennskunnar til þess að læra að hafa áhuga á öllu. Að því er bókmenntir varðar, þá tek ég það nærri mér að rithöfundurinn er venju- lega lokaður inni í sínum eigin afmarkaða heimi. Maður verður að skima í allar áttir og sýna öllum heimi áhuga, ekki aðeins tiltekinni sneið af honum. Capek um bókmenntir Það er alltaf verið að búa til forskrift fyrir bók- menntirnar. Þær eiga að vera byltingarsinnaðar. Eða standa vörð um þjóðleg verðmæti. Eða taka innblástur sinn frá veruleikanum. Eða ná út fyrir veruleikann. En enginn ber fram þá kröfu, að bók- menntirnar eigi, þegar á heildina er litið, að vera jaf n margbreytilegar og flóknar og veruleikinn, eins og Manneskjan, eins og samtíminn, eins og heimurinn. Og í þessum raunverulega heimi er einnig rúm fyrir drauma og hugarflug, jafnvel flóttaleiðir; hvaða iög- regla er það sem hafi rétt til að koma í veg fyrir það að mennsk sál flýi inn í sjálfa sig, inn í bernsku sína, inn ( víddir geimsins eða til Guðs? Við skulum af- henda bókmenntunum ekki rétt heldur skyldu til að halda augum opnum fyrir hvaða veruleika sem er, einnig hinum persónulegasta innra heimi. Hlutverk bókmenntanna er að vera sífellt að uppgötva Mann- inn, dæma hann, verja hann og hylla hann; það eina sem bókmenntir eiga að gera er að kynnast Mann- inum á þúsund vegu. Ekkert má banna sem leiðir til Mannsins. Og enga forskrift má gefa, ef menn vilja komast hjá því að gera bókmenntirnar barasta að farartæki til að renna á eftir troðnum slóðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.