Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 24
Aldar- afmæli Þórðar Einmitt það, já. En hver var þessi Þórður? Þeim fækkar nú óðum sem muna eftir honum, hvaðþá þekktu hann vel. Ýmsir sem minnast þess að hafa séð hann kynntust honum aldrei svo heitið gæti og eru varla viðræðuhæfir um hann. Þannig er miskunnar- leysi tímans, enda er aldarfjórð- ungur liðinn síðan maðurinn lézt. I ritinu Bókagerðarmenn, bls. 135, má hinsvegar lesa eftirfar- andi: „Þórður Sigtryggsson f. 25. ág- úst 1890 í Reykjavík, d. 30. júní 1965. Foreldrar: Sigtryggur, f. 23. september 1849, d. 15. júlí 1903, lyfjafræðingur í Reykjavík Sigurðsson og kona hans Hug- borg, f. 6. ágúst 1856, d. 28. janú- ar 1929, Bjamadóttir. - Lærði bókband hjá Arinbirni Sveinbjamarsyni 1904-1908. Stundaði framhaldsnám í Kaup- mannahöfn, en veiktist af berkl- um og gat um árabil ekki stundað vinnu. Vann við og við hjá Guðmundi Gamalíelssyni á ámn- um 1912-1915. Lærði á orgel hjá Jónasi Helgasyni tónskáldi og stundaði orgelkennslu ásamt annarri kennslu. Varð mjög sjálf- menntaður maður, las þýzku, frönsku og latínu, auk Norður- landamálanna. Vel að sér í mús- fksögu og evrópskri menningu yf- irleitt. Rit: Engar prentaðar rit- smíðar, en eftir hann liggja auk fjölda sendibréfa, endurminning- ar í handriti, þættir um ýmisleg hugstæð efni, listir o.fl. Sá um raddsetningu og útgáfu- undirbúning lítils sönglagasafns, sem prentað mun hafa verið í Kaupmannahöfn laust fyrir síðari heimsstyrjöld; nafns hans látið ógetið á titiisíöu. “ Svo mörg eru þau orð, og varla verður fyllri greinargerðar krafizt af uppflettiriti. En svo var maðurinn að sjálf- sögðu annað og meira en réttur og sléttur bókbindari. Satt að segja varð hann ekki innlyksa í þeirri göfugu grein nema mjög stutt, sbr. ofanritað, en lagði um áratugi fyrir sig tímakennslu f heimahúsum, einkum í orgel- spili, á meðan sumt fólk hafði enn ánægju af slíku. Hann ýmist gekk í hús og kenndi, eða lét nemend- urna koma heim til sfn og veitti þeim þar tilsögn á fjögurra átt- unda ferðaharmoníum sem ekki var rúmfrekara en lítil ferðataska og hefði átt að fara á músíksögu- safnið, en er nú víst týnt og tröllum gefið fyrir löngu. Hann var nefnilega Organistinn - sá eini sem ber það heiti með greini og stórum staf. Á bernskuheimili mínu var, og er reyndar enn, lítið stofuorgel upp á fjórar og hálfa áttund, og á þetta byrjaði Þórður að kenna mér sumarið ‘32. Ég var þá átta ára. Mér gekk ekki vel í fyrstu, man ég; mér ieiddist skalinn og fannst hann ekkert lag. En eftir nokkra mánuði gerðust þau ósköp að mér fór snögglega fram, og var víst nokkuð góður nem- andi þau tvö ár sem ég var í læri hjá honum. Það var þó ekki fyrr en áratugum síðar að ég gaf Þórði skýringu á þeim snöggu framför- um: Ég beitti nefnilega smávegis svindli. Ég tók mig til einn daginn og fór að reyna við æfingar sem voru miklu aftar í orgelskólan- um, „Theoretisch-praktische Harmoniumschule... von Hein- rich Bungart" eins og bókin hét svo virðulegu nafni. Og það var eins og við manninn mælt, ég varð að læra nógu mikið til að geta spilað þessi lög. Þau voru sum eftir Beethoven og J. S. Bach! En máski var ég þó ekki að svindla eins mikið og ég hélt. Það stendur nefnilega á titilblaðinu: „auch zum Selbstunterricht", en það skildi ég auðvitað ekki þá... Af Þórði er það hinsvegar að segja í sem stytztu máli, að hann fór ekki framhjá neinum sem á annað borð kynntust honum, því að maðurinn var í einu orði sagt: ógleymanlegur, jafnt fyrir galla sína sem kosti, og áratugum síðar getur maður verið að spyrja sjálf- an sig: hvað voru kostir og hvað gallar? Án þess að fá viðhlítandi svar. Það fór ekki hjá því, að hann yrði umfjöllunarefni sumra þeirra rithöfunda sem honum kynntust, og hann var eiginlega orðinn þjóðsagnapersóna þegar í lifanda lífi, auk þess sem bæði Halldór Laxness og undirritaður höfðu tekið hann sem fyrirmynd í sögur. Af öðrum rithöfundum sem um hann hafa fjallað meira eða minna í bókum sínum man ég í svipinn eftir þrem: Birni Bjarm- an (í heiðinni), Málfríði Einars- dóttur og Árna Bergmann (Blátt og rautt); auk þess mun Þórberg- ur geta hans oftlega í óprentuð- um dagbókum, einkum frá fyrri- hluta Unuhússtímabilsins. Þórð- ur var nefnilega oft gestur í Unu- húsi hjá sínum gamla æskuvini og leikfélaga, Erlendi, en feður beggja störfuðu saman í Apótek- inu. Drengirnir léku sér í kyrrð- inni við Tjörnina. Elías Mar skrifar Síðustu æviár sín setti Þórður saman langa ritsmíð, sem ég vél- ritaði fyrir hann jöfnum höndum; það er það sem kallað er „endur- minningar“ í bókagerðarmann- talinu. Um þá samantekt er það að segja, að hún rýfur öll lögmál venjulegrar flokkunar eftir inni- haldi. Óneitanlega er hún „endurminningar“ öðrum þræði. Én hún er líka samsafn hugleið- inga, síendurtekinnar og beinskeyttrar menningarádeilu, tilraun til hneykslunar; þar eru innfelld sendibréf til nafnkunnra manna, að ógleymdum fantasí- um, t.d. um daglegt líf í Himna- ríki (án þess að þar sé stuðst við Biblíuna). Þessi ritsmíð þætti lík- lega seint prenthæf, þó ekki væri nema vegna hvatvísra ummæla um lífs og liðið fólk, hreins upp- spuna og óbilgjarnra sleggju- dóma, sem ekki er víst að allir gætu hlegið að. Maður þurfti stundum á að halda sterkum skráp til að geta umborið Þórð. En enginn gat heldur verið skemmtilegri en hann, nei, eng- inn, - þegar maður var sjálfur andlega reiðubúinn til að taka honum eins og hann var - stund- um. Ekki alltaf. Hann var yfir- leitt allra manna kurteisastur. Og snyrtilegur svo að af bar. Hann var hvarvetna aufúsugestur fyrir elskulega framkomu. Fáir kunnu betur en hann að taka ofan, þegar hann heilsaði fólki á götu... Lík- lega hef ég aldrei kynnzt jafn sið- fáguðum manni. Halldór Laxness hefur hann öðrum þræði sem fyrirmynd að Organistanum í Atómstöðinni, en hann getur hans einnig í endurminningabókum sínum, einkum í „Grikklandsárinu“ (bls. 123 o.áfr.), þar sem hann kemst m.a. svo að orði: „Um Þórð er þar skemst frá að segja að ég hef ekki náð að safna hugrekki sem til þarf að semja bók í minníngu hans...“ Athyglisvert orðalag hjá Halldóri, og verður ekki alveg ráðið í það i fljótheitum. Sannleikurinn er þó sá, að Hall- dór hefur gert Þórði ágæt skil, m.a. í nefndri bók. Þar birtir hann eitt af þeim sendibréfum sem Þórður skrifaði honum. Að vísu fer hann sér til skemmtunar dálítið á skjön við tímatalið, því að tilvitnað bréf sem Halldór segir hann hafa skrifað sér í tilefni af tvítugsafmælinu, það skrifaði Þórður raunar ekki fyrr en ára- tugum síðar, þegar Halldór varð sextugur; þetta veit ég manna bezt, því ég vélritaði það á sinni tíð. Reyndar ber bréfið það með sér að einu leyti ef grannt er lesið: Það hefði aldrei getað komið fyrir jafn dannaðan mann og Þórð Sigtryggsson að þúa Hall- dór Laxness á því herrans ári 1922. Það vill svo til að ég veit upp á dag hvenær þessir tveir menn urðu dús. - Það gerðist ekki fyrr en 25. ágúst 1950. Þórð- ur átti þá sjálfur sextugsafmæli, og Halldór Laxness og fleiri stóðu fyrir smá veizlu heimahjá Kristínu Guðmundsdóttur og Hallbirni Halldórssyni, og af- hentu honum að gjöf vel þegna kuldaúlpu (en Þ.S. kvaðst oft vera „kulvísasti maður í heimi“). Þórður sagði mér eftir þessa veizlu, að hann hefði „ekki getað verið þekktur fyrir annað en bjóða Halldóri Laxness dús“, en þá höfðu þeir umgengizt í Unu- húsi áratugum saman, reyndar oft með löngum hléum vegna fjarveru Halldórs í öðrum löndum. („Afskaplega var mað- urinn elskulegur að gefa mér kuldaúlpu... ohoho, jájá... Af- skaplega elskulegt af honum... Ég gat auðvitað ekki verið þekkt- ur fyrir annað en bjóða honum dús... neineinei!... ekki þekktur fyrir annað!“) Svo liðu tímar, og Þórður varð sjötugur. Ekki hvarflaði að mér að fara að skrifa um hann grein í dagblað, því það hefði hann sízt af öllu kært sig um. Ég hafði sett klausu í dagbók Moggans þegar hann varð fimmtugur, og hann kunni mér litlar þakkir fyrir. En nú fékk ég aðra hugmynd. Hún var sú að semja um hann smá- sögu, þar sem ég kæmi að ýmsum skemmtilegum og skringilegum frásögum hans og viðhorfum, sumum alvarlega meintum, öðr- um slegið fram af stráksskap. (Ég hafði að vísu haft hann að sögu- persónu áður, í skáldsögunni „Man eg þig löngum", þar sem ég gerði hann að trúboða! Mikið að hann skyldi nokkru sinni fyrir- gefa mér það, en líklega hefur hann aldrei lesið hana.) Ég skrif- aði semsagt nokkuð langa smá- sögu, sem er í rauninni ekki skáldskapur,miklufremur blaða- mennska með söguform að yfir- varpi. Því fór auðvitað fjarri, að þama væri ég að koma mínum eigin skoðunum á framfæri; það var nú eitthvað annað. Ætlun mín var aldrei að birta þessa sögu á prenti, eða a.m.k. fannst mér ekkert liggja á því; heldur ætlaði ég að gefa hana Þórði, honum til skemmtunar. En vegir guðs em órannsakanlegir, og fyrir næsta einskæra tilviljun hitti ég frænda Þórðar, Ragnar í Smára, þegar ég var rétt nýbúinn með sögukom- ið, sagði honum frá henni og lét til leiðast að sýna honum. Hann skemmti sér svo konunglega við lesturinn, að hann hrópaði upp: „Þetta látum við sérprenta og dreifum þessu til kunningja Þórð- ar!“ Ég lét það gott heita. Sagan var prentuð sem handrit í 150 ein- tökum, myndskreytt af Alfreð Flóka og kom út á afmælisdegi Þórðar25. ágúst 1960. Upplaginu var skipt jafnt milli höfundarins, útgefandans og afmælisbamsins í veizlu sem haldin var á heimili Harðar Bergmann kennara; þar var margt um manninn og Þórður í essinu sínu eins og bezt mátti verða; allt í miklu hófi, og ljúf stund í minningunni. En brátt kom í ljós, að ekki vom allir ósnortnir af þessari sögu. Hún fór meira en lítið fyrir brjóstið á sumum, og mátti sos- um við því búast á Islandi fyrir þrjátíu ámm. Þannig lét mætur kollegi minn, prófessor að nafn- bót, svo ummælt í vinahópi, að réttast væri að hálshöggva bæði höfund og útgefanda slíks óhroða. Við þá fregn rak Ragnar í Smára upp einn af sínum hjart- anlegu hlátmm. En þar er í lokin skemmst frá að segja, að sögukom þetta átti eftir að verða mér nokkuð dýrt. Listamannalaun, sem ég hafði þá fengið að staðaldri í meira en ára- tug, þau vom nú af mér tekin. Og ég hef ekki fengið þau síðan. Elías Mar 24 SfÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. ágúst 1990 Þórður Sigtryggsson. Ljósm.: Kaldal.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.