Þjóðviljinn - 24.08.1990, Page 25

Þjóðviljinn - 24.08.1990, Page 25
Veitingastaðurinn 22, Inga Sólveig: Ijósmyndasýningin „Hnignun". Opið virka daga kl. 11:00-01:00 og um helgarkl. 18:00-03:00. Árbæjarsafn, opið alla daga nema má kl. 10-18. Prentminjasýning í Mið- húsi, kaffi í Difenshúsi, Krambúð, og stríðasárasýningin: „Og svo kom blessaðstríðið“. Ferstikluskáli Hvalfirði, RúnaGísla- dóttir sýnir vatnslita-, akryl-, og klippi- myndir. Opið fram til kl. 23 dag hvern. Gallerí 11, Skólavörðustíg 4a, Dani- elle Lescot opnar sýningu á málverk- um og skúlptúrum á lau kl. 15. Opið alladagafrákl. 14-18. Gailerí 8, Austurstræti 8, sýnd og seld verk e/um 60 listamenn, olíu-, vatnslita-, og grafíkmyndir, teikning- ar, keramík, glerverk, vefnaður, silf- urskartgripir og bækur um íslenska myndlist. Opið virka daga og lau kl. 10-18 og su 14-18. Gallerí Borg, Austurstræti 3 og Síðu- múla 32, grafík, vatnslita-, pastel- og olíumyndir, keramikverk og módel- skartgripir, opið lau 10-14. Gallerí Nýhöfn, Eyjólfur Einarsson sýnir málverk í tilefni af 50 ára afmæli sínu. Opin virka daga nema má kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18, til 5.9. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9: Halldóra Emilsdóttir sýnír myndir unnar með gvasslitum á pappír. Sýn- ingin er opin á verslunartíma kl. 9-18 ogstendurtil31.8. Hafnarborg, nýr sýningarsalur; Sverrissalur: sýning á verkum úr list- averkasafni hjónanna Sverris Magnússonarog IngibjargarSigur- jónsdóttur, sem þau gáfu safninu. Opið alla daga nema þri kl. 14-19, til 27.8. Ath. síðasta sýningarhelgi. Kjarvalsstaðlr, September-Septem, opnun yfirlitssýningar á verkum Septem-hópsins á lau kl. 16. Yngri og eldri verk alls 16 myndlistarmanna bæði í austur- og vestursal. Opið daglegafrákl. 11-18. Llstasafn Einars Jónssonaropið alla daga nema má 13.30-16, högg- myndagarðurinn alla daga 11-17. Llstasafn Háskóla íslands, Odda. Sýning á öllum hæðum á verkum í eigu safnsins. Opið daglega kl. 14:00-18:00. Aðgangur ókeypis. Hvað á að gera um helgina? Listasafn íslands, sumarsýning á íslenskum verkum í eigu safnsins. Opið daglega kl. 12-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, sýn. áandlitsmyndum Sigurjóns. Opið lau ogsukl. 14-18, má,þri,mi og fi kl. 20-22. Tónleikar á þriðju- dagskvöldum kl.20:30. Menntamálaráðuneytið, Húbert Nói og Þorvaldur Þorsteinsson. Út þenn- an mánuð. Minjasafn Akureyrar, Landnám í Eyjafirði, heiti sýningar á fornminjum. Opið daglega kl. 13:30-17, til 15.9. í Laxdalshúsi Ijósmyndasýningin Ak- ureyri, opið daglega kl. 15-17. Minjasafn Rafmagnsveitunnar, húsi safnsins v/ Rafstöðvarveg, su 14-16. Norræna húsið, kjallari: Snorri Arin- bjarnar, málverk. Opin 14-19 dag- lega, til 26.8. Ath. síðustu sýningar- dagar. Skálholtsskóli, Gunnar Örn Gunn- arsson, sýningin SumaríSkálholti, opinjúlí-ágústkl. 13-17. Slúnkaríki, ísafirði: Páll Sólnes sýnir ný málverk. Sýningin er opin fi-su kl. 16-18, til 2.9. Smíðagalleríið Mjóstræti 2b og Pizzaofninn Gerðubergi: Þorsteinn Unnsteinsson með sýningu á báðum stöðum. Olíupastel og akrýlmyndir. Smíðagalleríiðopiðmá-fökl. 11-18 oglau kl. 11-15, Pizzaofninn alla dagakl. 11:30-23:30, til 19.9. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74, sumarsýning á olíu- myndum og vatnslitamyndum. Opið alladaganemamákl. 13:30-16. Þrastalundur, Aðalbjörg Jónsdóttir sýnirolíuverk, pastel-og vatnslita- myndir auk handprjónaðra kjóla úr ísl. ull. Opið kl. 9-22.30 alla daga, til 26.8. Eitt verka frönsku listakonunnar Danielle Lescot, sem opnar sýningu á málverkum og skúlptúrum í Gallerí 1 1 við Skólavörðustíg 4a á morgun kl. 15. Tómas R. Einarsson tónlistarmaður Ég ætla að spila í Heita pottinum í Duus-húsi ásamt Frakkanum Olivier Manouery og fleirum á sunnudagskvöldið. Á laugardag og sunnudag verð ég trúlega á kafi í að fara yfir smásögur sem ég var að þýða og ganga frá eftir Isabel Allende. Eva Luna segir frá heitir bókin og er safn 23 smásagna, sem komu út í mars síðastliðnum. Mál og menning gefur bókina út í haust. Þaö er sem sagt kontrabassinn og bókin sem eru á dagskrá helgarinnar hjá mér. TÓNLISTIN Sigurður Halldórsson selló og Dan- íel Þorsteinsson píanó flytja kafla úr verkum e/Beethoven, Brahms, Bocc- herini, Fauré o.fl. í samkomusal barnaskólans á Húsavík á su kl. 17. Helti potturinn, Duus-húsi su kl. 21:30, fjölþjóðlegur kvartett: Olivier Manouraybandoneonleikari.Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Kjartan Valdimarsson á píanó og Marteen van der Volk á trommur. LEIKLISTIN- Ferðaleikhúsið, Tjarnarbíói Tjarn- argötu 10E, Light Nights, í kvöld, lau ogsu kl. 21. HITT OG ÞETTA Hana-nú í Kópavogi, samvera og súrefni ámorgun lau, lagtaf staðfrá Digranesvegi 12 kl.10. Komum sam- an upp úr hálftíu og drekkum mola- kaffi. Púttvöllurinn á Rútstúni öllum opinn. Útivlst, helgarferðir: Farið í Bása á Goðalandi í kvöld kl. 20, brottför frá BSl-bensínsölu. Dagsferð í Bása á su kl. 08. Þórsmerkurgangan 14. áfangi su kl. 08. Fjallahringsgöngur 8. ferðin su kl. 13. Hjólreiðaferð sama dag kl. 13:30 um Elliðavatn. Ferðafélag Islands, helgaferðir 24,- 26.8:1 .Þórsmörk (gist í Skagfjörðs- skála). 2. Landmannalaugar-Kraka- tindsleið-Álftavatn. Dagsferðir su: Þórsmörk kl. 08. Geysir-Hólar-Sandá kl. 09. Hagavatn-Ökuferð kl. 09. Brottferðirfrá BSf-austanmegin. Kvikmy ndaklúbbur fslands, Sýkt blóð e/Leos Carax kornungan fransk- an leikstjóra í Regnboganum á lau kl. 15ogmákl.21. Nessöfnuður, árleg slðsumarsferð lagt af staðfrá kirkju kl. 10álau. Farið í Borgarfjörð og berjaspretta könnuð. Áð að Reykholti. Fararstjóri erséra Guðmundur Óskar Ólafsson. Norræna húsið, fyrirlestrar um mál- efni Finnlandssvía á su kl. 16. Jan Rosqvist talar um störf og verkef ni Landsmálaþings Finnlandssvía, og Chr. Brandt segir frá ýmsu varðandi Finnlandssvía. Auk þess flytur Ralf Nordgren frumsamin Ijóð, og Ijóð eftir aðra höfunda. Tónlist verður flutt af snældum og kvikmynd sýnd af mynd- bandi. Ari Trausti Guðmundsson Nú andar suðrið... Síðastliðið sumar hagaði veðri oft þannig til hér á landi að allstíf suðvestanátt blés utan af hafi á sunnan- og vestanverðu landinu, gjaman með skúrum. Hiti var ekki nógu þægilegur, ein 10 stig eða svo. En samtímis var góðviðri hið mesta t.d. á NA- landi, léttskýjað og 15-20 stiga lofthiti. Aðalorsök þessa er ferli sem fylgir svonefndum hnúkaþey en það er íslenskun orðsins föhn í veðurfræði. Föhn er orð úr þýskumælandi löndum og er langt komið með að verða alþjóðlegt, en í öðrum lönd- um er vindurinn einnig þekktur undir öðrum nöfnum. Hnúkaþeyr og það sem honum fylgir skiptir verulegu máli, einkum í löndum sem eru fremur hálend og þar sem tiltekin vindátt er aðalúrkomuátt- in. Skoðum hvað gerist. Þegar rakt hafloft kemur að suður- ströndinni, leitar það upp vegna hálendisins. Raki þéttist í því og losnar þá vanni. Það er úrkoma á- veðurs á landinu og loftið kólnar aðeins um 0,6 stig fyrir hveija 100 metra sem það lyftist (ætti að kólna hraðar en umræddur varmi sér til að svo fer ekki). Hlémegin sígur loftið af hálendinu til strandar og nú hlýnar það sem þurrt loft og þá um 1 stig fyrir hveija 100 metra. Loftið kemur því hlýrra til Vopnafjarðar eftir salíbunu yfir landið en það kom að Reykjavík. Munurinn getur verið mörg stig. Suðlægar áttir með tiltölulega hlýju og mjög röku lofti skila þess vegna verulegum hlýindum norð- ur. Úrkomuáttin fyrir norðan, þ.e. norðlæg átt, er bæði kaldari og venjulega eitthvað þurrari en hin, og því hefur hnúkaþeyrinn ekki eins mikið gildi fyrir okkur á sunnanverðri eyjunni. Sunnlendingar sem koma sjaldan norður fúrða sig á firemur hvössum og funheitum fjallvindi í norðlenskum fjörðum og dölum - og sólskini með. Á móti geta þeir sjaldfengnu úr norðlenska gesta- hópnum fýrir sunnan lyft brúnum vegna hrollkaldrar norðanáttar í bjartviðrinu í miðbæ Reykja- víkur (hann ligg- ur illa við vind- streng af Esju- slóðum). Víða um land má sjá eitt og annað sem að hluta má þakka ferlum tengdum hnúkaþey. Frem- ur vöxtulegur gróður hátt yfir sjávarmáli norð- austan Vatnajök- uls er eitt dæmi, annað eru ágæt vaxtarskilyrði barrskógar á Hér- aði. Það þriðja gæti verið munur á úrkomu og líklega fjölda sólar- stunda í Skaftafelli annars vegar og að Kviskeijum, austan Öræfa- jökuls, hins vegar. Munur á gróð- urfari er líka nokkur. Fleira mætti nefna, en skal látið ógert. Önnur vindgletta tengist upp- hitun og kólnun lands og sjávar við strendur. Flestir þekkja heldur hvimleiða hafgolu sem fer oft vaxandi er líða tekur á annars prýðilega sólardaga við strönd. Það sem hér um ræðir er þetta: Land hitnar hraðar í sólarljósinu en hafið. Þá stígur heita loftið beint upp yfir landinu, en kaldara sjávarloft leitar til jafnvægis inn yfir ströndina. Úrþessu getur orð- ið strekkingur sem gefur sig þeg- ar sól tekur að lækka á lofti og gerir þá stundum logn að kvöldi, rétt eins og var fyrr um mcrgun- inn. Á nóttunni tapar jörðin varma hraðar en haf og þá snýst dæmið við: Golan blæs út yfír ströndina, en flestir amast ekki við slíku því þeir eru í fastasvefni. Áhrifa haf- og landgolu gætir minna því lengra sem dregur ffá ströndinni og þess vegna finnst manni oft hlýrra og notalegra t.d. á Þing- völlum en í Reykjavík, 40 km frá ströndu - þ.e.a.s. ef ekki gætir „vatnsgolu” frá Þingvallavatni af sömu ástæðu og fyrr er getið. Föstudagur 24. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.