Þjóðviljinn - 14.09.1990, Side 3
Margir um hituna
Nú er útrunninn frestur til að
skila inn umsóknum um stöðu
leikhússtjóra Leikfélags
Reykjavíkur. Alls sóttu þrettán
um stöðuna, og er vart á
nokkurn hallað þótt Bryndís
Schram sé sögð frægust um-
sækjenda. Aðrir sem vonast
til að taka við af Hallmari Sig-
urðssyni núverandi leikhús-
stjóra eru þau Bríet Héðins-
dóttir leikstjóri, Viðar Egg-
ertsson leikstjóri, Sigurður
Hróarsson leikhússtjóri
Leikfélags Akureyrar, Signý
Pálsdóttir, blaðafulltrúi Þjóð-
leikhússins, Gunnar Gunn-
arsson leikhúsráðunautur
L.R., Jón Hjartarson leikari,
Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri,
María Kristjánsdóttir leik-
stjóri, Pétur Einarsson
leikari, Þórhildur Þorleifs-
dóttir, leikstjóri og þingkona
Kvennalistans, Hafliði Arn-
grímsson leikhúsfræðingur
og Guðjón Pedersen leik-
stjóri sóttu um saman, og Sig-
rún Valbergsdóttir leikstjóri.
Eftir helgi verða viðtöl við um-
sækjendur, síðan verður gerð
skoðanakönnun meðal
starfsfólks Leikfélagsins um
afstöðu þeirra til umsækj-
enda. Þá fjallar stjórn félags-
ins um málið, og fyrir lok októ-
ber verður haldinn aðalfund-
ur. Ákvörðun stjórnarinnar er
síðan háð samþykki aðal-
fundarips.B
Atvinnulaus
forseti
bæjarstjórnar
Einsog komið hefur fram í
fréttum er Jóna Ósk Guð-
jónsdóttir forseti bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðar meðal
fjölmargra umsækjenda um
stöðu forstöðumanns hús-
næðisnefndar í Hafnarfirði.
Ljóst er að meirihluti húsnæð-
isnefndarinnar er ekki með
því að Jóna Ósk fái stöðuna
en hinsvegar er meirihluti
krata í bæjarstjórn með því að
hún fái hana. Húsnæðis-
nefndin hefur ekki enn tekið
afstöðu til umsóknanna, en
fyrr getur bæjarstjórn ekki af-
greittmálið. Þráttfyrirþaðhef-
ur Jóna Ósk sagt stöðu sinni á
Þjóðminjasafninu lausri.B
Apple Macintosh tölvur
á afsláttarverði
Nú er komið að næstu afgreiðslu Apple Macintosh-tölvanna, skv. ríkissamningi Innkaupastofnunar
ríkisins og Apple-umboðsins, sem veitir kennurum, nemendum á háskólastigi, nemendum V.Í.,
ríkisíyrirtækjum, ríkisstofnunum, sveitarfélögum landsins og starfsmönnum þeirra allt að 36% afslátt.
Tilboðsverð Listaverð Afsl. Tilboðsverð: Listaverð: Afsl.
Tölvur: Macintosh n samstæður frh.:
Macintosh Plus lMB/ldrif 67.000 72.000 7% Macintosh IIci 4/40
Macintosh SE 1/40 130.000 150.900 14% Litskjár, skjástandur,st. lyklab. 435.104 618.700 29%
Macintosh SE 1MB/2 FDHD 141.773 198.000 28% Macintosh Ilfx 4/80
Macintosh SE 2/40/1 FDHD 194.291 274.000 29% Litskjár, spjald, skjástand.,st. lyklab. 626.204 892.800 30%
Macintosh SE/30 2/40 209.966 296.000 29%
Macintosh SE/30 4/40 234.231 328.000 29%
Macintosh Portable 1/40 273.334 386.000 29% Prentarar:
Dæmi um Macintosh n samstæður: ImageWriter II 44.042 59.000 25%
Macintosh IIcx 2/40 Personal LaserWriter SC 123.132 162.000 24%
Sv/hv skjár, spjald, skjástand., st. lyklab. 358.945 509.000 29% Personal LaserWriter NT 188.545 254..000 26%
Macintosh IIci 4/40 LaserWriter IINT 253.958 348000 27%
Sv/hv skjár, skjástandur, st. lyklaborð 397.723 565.000 29% LaserWriter II NTX 291.337 402.000 28%
Við vekjum sérstaka athygli á verði Macintosh Plus- og Macintosh SE-tölvanna,
sem gildir aðeins á meðan birgðir endast, en sala á þeim tölvum
hefur verið gífurleg undanfarnar vikur.
Pantanir berist Birni Guðjónssyni 1 A ~ r\*\±r\**% 1%r\j* \C\Í\
íInnkaupastofnunríkisinsfyrir \l). SCptCÍIlDCr 7U
Innkaupastofnun ríkisins
Borgartúni 7, sími 26844
Radíóbúðin hf.
Sími: (91) 624 800
Apple-umboðið
Skipholti 21,105 Reykjavík