Þjóðviljinn - 14.09.1990, Síða 8

Þjóðviljinn - 14.09.1990, Síða 8
NÝTI þJÓOVILJINN Utgefandi; Otgálufélag bjóðviljans Framkvæmdasíóri: Hailur Páll Jónsson Ritstjórar. Ámi Bergmann, ÓlafurJJ. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ragnar Kartsson Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson Útlit: Pröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Steinar Haröareon Afgreiðsla: * 68 13 33 Augiýsingadetid: ® 661310 - 6813 31 Sfmfax: 68 19 35 Verð: 150 krönur f lausasölu hf. Prentun: Oddi hf. Aðsetur: Slöumúla 37,108 Reykjavlk Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Evrópa Evrópa eftirstríösáranna er að kveðja. Heims- styijöldinni síðari er formlega lokið. Fulltrúar fjór- veldanna, sigurvegara stríðsins, undirrituðu í Moskvu í fyrradag ásamt fulltrúum þýsku ríkj- anna samning sem felur í sér formlega viður- kenningu á sameiningu Þýskalands á ný. 1. októ- ber næstkomandi verður síðan undirritaður ( New York samningur sem staðfestir endapunkt- inn á þeim réttindum og skyldum sem Ijórveldin hafa haft í Þýskalandi undanfarin 45 ár. Og 3. október sameinast Austur- og Vestur- Þýska- land. Aðdragandi þessara miklu tímamóta hefur verið hraður. Þrátt fyrir ýmiss konar aðlögunarerf- iðleika og vandamál sem upp koma vegna sam- einingarinnar, bæði varðandi efnahagsmál, lög- gjöf og stefnu í ýmsum málaflokkum, þarf enginn að efast um að af Þjóðverjum er þungu fargi létt. Endursameiningin hefur verið eitt einlægasta hjartans mál þýsku þjóðarinnar. Hins vegar er á það að líta, að víða í öðrum evrópskum löndum eru stórir þýskumælandi íbúahópar, sem sumir hverjir líta enn nokkrum vonaraugum til þess að geta komist í einhvers konar sterkari tengsl við Þýskaland framtíðar. Vestur-Þýskaland hefur gegnt lykilhlutverki í efnahagsmálum Evrópu að undanfömu. Staða þýska marksins og stefna þýska seðlabankans hafa markað framvinduna, svo mjög að sumum þjóðum Evrópubandalagsins hefur þótt nóg um. Ýmsum gengur erfiðlega að sætta sig við það forystuhlutverk. Og þrátt fyrir kostnað þann sem fellur á Þjóðverja af ýmsum orsökum vegna end- ursameiningarinnar, er Ijóst að sameinað Þýska- land verður risinn í Evrópu. Það er því vanda- samt og ábyrgðarmikið hlutverk sem bíður þýskra stjómmálamanna. Aðrar þjóðir munu fylgjast af mikilli athygli með öllum þeim sveiflum og tilhneigingum sem fram munu koma hjá Þjóð- veijum. Rækilegt uppgjör þýsku þjóðarinnar við fasis- mann og harmleik síðari heimsstyrjaldarinnar hefur þrátt fyrir allt ekki útrýmt allri tortryggni í garð hennar. Þess er því að vænta, að öfga- kennd viðbrögð gagnvart minnsta vötti af raun- verulegum eða ímynduðum stórmennskutilburð- um Þýskalands næstu ára eigi eftir að koma fram víða um heim. Þjóðverjar verða að lifa við þá tor- tryggni um nokkurt skeið með umburðariyndi og reyna eflaust einnig að skapa sér sterka og já- kvæða ímynd á vettvangi þjóðanna. Vestur- Þýskaland hefur vissulega rutt brautir í ffamfara- málum undanfama áratugi og er nærtækt að benda á skelegga frammistöðu þeirra í umhverf- ismálum, bæði hvað varðar löggjöf og fram- kvæmdir. Framlag þeirra í menningannálum hef- ur líka verið athyglisvert. Islendingar hafa notið góðs af slíkri samvinnu við Þjóðveija með ýms- um hætti, t.d. á sviði sjónvarps og kvikmynda, svo ekki sé minnst á starfsemi Goethe-stofnunar- innar í Reykjavík. Og um þessar mundir fer fram viðamikil kynning á íslenskum bókmenntum og menningu í Þýskalandi. Það er væntanlega öllum gleðiefni að Evrópa skuli á ný geta lifað og dafnað við eðlileg skilyrði, með frjálsum samskiptum í öllum málaflokkum, ferðalögum og samvinnu. Ástæða er til að ætla, að hennar geti beðið nýtt blómaskeið, enda mun ekki af veita nú þegar viðskiptablokkir Ameríku og Asíu festast í sessi. Á þessum tímamótum leitar hugur margra (s- lendinga eflaust til vordaga 1940, þegar óljóst var, hvort ísland gæti lent á áhrifasvæði Þjóð- verja eða Breta. Þór Whitehead sagnfræðingur riflar það upp í nýjasta tölublaði Nýrrar sögu, að 1939 taldi breska herráðið nær þarflaust með öllu að skapa sér aðstöðu á íslandi. En tæpu ári síð- ar hemámu 850 Bretar ísland með 10 fallbyssur og létt handvopn í farteskinu. Og þar með slöngvaðist (sland inn í Evrópu með nýjum hætti og í þann hóp sigurvegara sem nú álíta sögulegu hluverki sínu á því sviði lokið. 8 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. september 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.