Þjóðviljinn - 14.09.1990, Page 14
En getur hugsast að hjá bóka-
þjóðinni finnist enn ólæsi eða
treglæsi í einhveijum mæli sem
ekki verði rakið til andlegrar
truflunar, gTeindarskorts eða lík-
amlegra ágalla, eins og gjaman er
viðkvæðið þá sjaldan slíkt vitn-
ast?
„Ég treysti mér
ekki til þess”
I tilefni af ári læsis hefurþessi
mál borið nokkuð á góma í ræðu
og riti á undanfomum vikum og
mánuðum. Af þeirri orðræðu má
ætla að ekki sé allt eins og sýnist í
þessum efhurn og að lestrarkunn-
áttu eða lesskilningi nokkurs
hluta þeirra landsmanna sem
komnir em til vits og ára kunni að
vera áfátt. Flestir þeirra sem Nýtt
Helgarblað ræddi við vegna þess-
ara mála vom á einu máli um það
að hér á landi væri nokkur hópur
fólks sem ætti í vemlegum vand-
ræðum með lestur og skrift.
Þá er ljóst að hér er um mikið
viðkvæmnismál að ræða. Blaðið
leitaði til fjögurra einstaklinga
sem hafa verið eða em þeim ann-
mörkum háðir að geta ekki lesið
eða skrifað sér til gagns. Þrátt fyr-
ir að fullri nafnleynd hafi verið
heitið treysti enginn þessara fjög-
urra einstaklinga sér til þess að
greina lesendum frá þrautagöngu
sinni um heim treglæsisins. Við-
kvæðið var: „Ég treysti mér ekki
til þess.”
Ekki bara
vandamál þriðja
heimsins
Þrátt fyrir að iðnvæddar þjóð-
ir telji kunnáttuna að geta lesið og
skrifað til sjálfsagðra mannrétt-
inda, er ólæsi eitt helsta vandamál
samtímans. Áætlað er að árið
1985 hafi 889 miljónir fullorð-
inna verið ólæsir eða rúmur fjórð-
ungur fullorðinna í heiminum.
Þar af em um þrír fjórðu ólæsra í
Asíu, en ástandið er verst í Afríku
þar sem rúmur helmingur fullorð-
inna er talinn ólæs.
Fram undir síðustu ár hefur
verið talið að ólæsi væri ekki
vandamál sem orð væri á gerandi
í iðnvæddum ríkjum. Ætlað hefur
verið að 98% þeirra sem hafi not-
ið hefðbundinnar skólagöngu læri
að lesa. Á síðustu ámm hefúr
komið í ljós að ekki er allt sem
sýnist í þessum efnum. Kemur
þar til að ekki er nóg að miða læsi
við að geta kveðið að, heldur
skiptir máli að einstaklingar geti
skilið og tileinkað sér þann texta
sem þeir lesa. Samkvæmt þessu
er talið að lesskilningi sé ábóta-
vannt hjá um helmingi banda-
rísku þjóðarinnar og hlutfall dul-
ins ólæsis eða óvirks læsis (fúnct-
ional illiteracy) sé um 25 af
hundraði í Vestur-Evrópu. Hins
vegar er nokkm betur komið fyrir
Norðurlandabúum, en talið er að
um 10-20% fúllorðinna á Norður-
löndum eigi við lestrarörðugleika
að etja.
Það sem hefur kannski beint
sjónum manna að því að treglæsi
kunni að vera vandamál í iðn-
væddum ríkjum er að þjóðfélagið
verður sífellt flóknara og tækni-
breytingar allar örari. Lestrar-
kunnáttan er því í raun lykillinn
að því að einstaklingurinn geti
tekið fullan þátt í samfélaginu og
fært sér í nyt þá möguleika til
náms og starfs og fjölbreyttari
mannlegra samskipta sem honum
standa til boða. Þá hafa menn
auknar áhyggjur af því, að bókin
og hið prentaða mál standi höll-
um fæti gagnvart nýjum afþrey-
ingingarmiðlum í samkeppni um
frítíma manna.
íslendingar tæp-
lega sér á báti
„Þessar tölur er tæplega hægt
að heimfæra upp á íslendinga,” er
líklegt að margur kunni að hugsa,
en er víst að svo sé ekki?
Þeir eru til sem telja sig geta
ráðið það af ýmsu að hér á landi
sé víða pottur brotinn hvað varðar
lestrarhæfni landans. Fyrir það
fyrsta nefna menn að sérkennslu-
þörfin í grunnskólunum, sem er
langt í frá að vera fúllnægt af
hálfú þess opinbera, gefi hug-
mynd um að töluverður hópur
skólanemenda eigi við lestrarörð-
ugleika að etja. I annan stað er
nefnt að á grunnskólaprófúm hef-
ur komið fram að lesskilningi
töluverðs hluta nemenda virðist
verulega áfátt. Að síðustu má
nefna að bóklestur bama og ung-
linga hefur farið snarminnkandi
hin síðustu ár á meðan ungmenni
verja æ meiri tíma í notkun ann-
arra afþreyingarmiðla.
Fimmti hver nem-
andi þarf á aö-
stoð að halda
Samkvæmt mati grunnskól-
anna í Reykjavík sl. vor á þörf
fyrir stuðningskennslu má reikna
með að 2400 grunnskólanemar
þurfi á sérkennslu að halda, eða
um hart nær 18% af öllum nem-
endum í grunnskólum borgarinn-
ar.
Að sögn Arthúrs Morthens,
sérkennslufúlltrúa hjá Fræðslu-
skrifstofu Reykjavíkur, er langt í
frá að þörfinni fyrir sérkennslu sé
íúllnægt. Skólamir í Reykjavík á-
ætla að það þurfi 4100 vikustund-
ir I sérkennslu, en þeim hefúr að-
eins verið úthlutað 3200 tímum. -
Inni í þeim tímafjölda sem skól-
amir hafa fengið úthlutað er m.a.
sjúkrakennsla og við höfúm þurft
að taka af sérkennslukvótanum til
þess að geta sinnt þeim bömum
sem koma erlendis frá og þurfa
sérstakan stuðning. Á þessu
hausti höfum við t.d. fengið til-
kynningar um milli 30 og 40 böm
sem koma erlendis frá. Þessi böm
þarf sérstaklega að styðja meðan
þau em að fóta sig i ókunnu sam-
félagi og ná tökum á nýju máli.
Þannig að í reynd höfúm við ekki
nema um 3000 tíma til að mæta
hinni eiginlegu sérkennsluþörf,
segir Arthúr.
„Skríllinn úr
kömpunum”
En er þessi mikla þörf fyrir
stuðningskennslu nýtilkomin?
Arthúr segir svo ekki endilega
vera. Hann bendir á að árið 1955
hafi könnun í Melaskóla leitt í
ljós að um 20% nemenda þurftu á
aðstoð að halda. - Við þessu
brugðust ýmsir skólamenn nánast
með ókvæðum. Menn sögðu sem
svo að þetta ætti ekki við um
nemendur annarra skóla. Mela-
skóli væri sérstakur að því leyti
að þar gengi skrillin úr kömpun-
um í skóla, sem væri hvort eð er
óalandi og óferjandi. Þannig
vildu margir afgreiða þessi mál á
þeim tíma.
Arthúr segir að alþjóðlegar
tölur sýni að um 20% skólabama
þurfi á sérkennslu að halda.
Þannig að ástandið hér á landi er
hvorki betra né verra en það sem
gerist og gengur í kringum okkur.
- Það skal tekið fram að það er
ekki alfarið hægt að setja sama-
semmerki á milli þess að bam
þurfi sérkennslu og þess að
lesskilningi og skriftarkunnáttu
sé ábótavannt. Oflast nær fylgist
þetta þó að, segir Arthúr.
- Hins vegar eru menn famir
að gefa þessum málum meiri
gaum og það er fylgst mun betur
með þessu í dag en áður fyrr.
Þannig að það koma fleiri ein-
staklingar í ljós sem eiga við
námserfiðleika að etja en áður.
Lestrarörðugleik-
ar á grunnskóla-
prófum
Niðurstöður gmnnskólaprófa
benda einnig til þess að lesskiln-
ingi nokkurs hluta grunnskóla-
Nokkur hópur framhaldsskólanem-
enda þarf ekki sfður aðstoð að
halda við lestur og stafsetningu en
gmnnskólanemendur.
nemenda sé í einhveiju áfátt. Að
sögn Guðna Olgeirssonar hjá
menntamálaráðuneytinu er alltaf
nokkuð um það að nemendur eigi
í erfiðleikum með að skilja fyrir-
mæli og verkefhi á gmnnskóla-
prófúm.
- Það er mjög erfitt að segja
nokkuð til um það hversu stór
hluti nemenda sem þreyja gmnn-
skólapróf eiga í vandkvæðum
með lesskilning. En það er þó ó-
hætt að fúllyrða að það er tölu-
verður hópur nemenda sem mis-
skilur fyrirmælin í verkefnum
vegna þess að lesskilningurinn er
takmarkaður, segir Guðni.
Þess má geta að um 700 nem-
endur, eða milli 17 og 18%, af um
4000 nemendum sem þreyttu
gmnnskólapróf 1988 sýndu afar
lítinn skilning á texta í óbundnu
máli á prófi í íslensku. - Það er
erfitt að draga miklar ályktanir af
þessum niðurstöðum, en þær
segja þó ákveðna sögu, segir
Guðni.
Fræöilegir
vamaglar
Þessar staðreyndir em þó vart
annað en ábendingar um að tölu-
verður hópur nemenda eigi í erf-
iðleikum með lestur. Hér á landi
hafa engar rannsóknir farið ffarn
á lesskilningi. Það stendur þó til
bóta í vetur, en þá er ráðgert að
leggja próf fyrir 2000 íslensk
böm á aldrinum 9-10 ára og 14
ára. Hér er um fjölþjóðlega rann-
sókn að ræða. Að sögn þeirra Sig-
ríðar Þ. Valgeirsdóttur, Þóm
Kristinsdóttur og Guðmundar B.
Kristmundssonar sem hafa yfir-
umsjón með rannsókninni hér á
landi, nær könnunin til bama í
fjömtíu löndum. í fyrra var for-
próf lagt fyrir og hefúr verið unn-
ið mikið starf við að yfirfara
spumingalistann og samræma
prófið milli landa og ólíkra menn-
ingarsvæða.
- Það hefúr ekki verið gerð
nein úttekt á lesskilningi skóla-
nemenda hér á landi. Meðan nið-
urstöður slíkra athugana liggja
ekki fyrir er ógerlegt að segja
nokkuð til um það hvort lesskiln-
ingi hafi hrakað eða að honum sé
ábótavant, segja þau Sigríður,
Þóra og Guðmundur.
Þau segja að tæplega sé nokk-
ur alveg ólæs sem fengið hefúr
einhveija tilsögn í lestri. En aftur
á móti geti meim velt því fyrir sér
hvort einhver sé alveg læs.
- Skilningur manna á læsi er
alltaf að breytast, enda er samfé-
lagið í sífelldri umsköpun og skil-
greiningamar hljóta að taka mið
af því. í dag leggja menn til
gmndvallar skilgreiningarinnar
að vera læs það að menn geti skil-
ið og miðlað upplýsingum úr ó-
líkum textum.
- Það er sjálfsagt ástæða fyrir
alla að vera á varðbergi fyrir því
að lesskilningi einhvers hluta
manna kunni að vera áfátt. En við
vitum ekki hvert umfang vanda-
málsins er. Það er því skelfilegt til
þess að hugsa að menn láti tilfinn-
ingar stjóma þessari umræðu.
Vissulega er öll umræða til bóta
en það þokar þessum málum Iítt
fram á við að kveða upp dóma og
órökstuddar fúllyrðingar. Fyrsta
skrefið er að skoða hvemig þess-
um málum er farið og því næst
getum við farið að draga ályktan-
ir og meta orsakir, segja þau Sig-
ríður, Þóra og Guðmundur.
14 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. september 1990