Þjóðviljinn - 14.09.1990, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 14.09.1990, Qupperneq 17
í tímaritinu Ný saga, fjóröa ár- gangi kennir margra grasa: þar er fjallað um sveitamenn á möl- inni og hernám Breta, refsingar og agaleysi og fátækt fy rr á tíð og margt fleira. En þó ekki síst um stöðu sagnfræði og sagnfræð- inga: hvað eiga þeir til bragðs að taka í frekri fjölmiðlabyltingu og á breytingaskeiði sem hefurgrafið undan áhuga á sögu og skert þann tíma sem skólanemendur ogaðrirgefa henni? Afskipti af kvikmyndum í tímaritinu er fróðlegt viðtal við Karsten Fledelius, danskan sagnfræðing, sem veit manna mest um meðferð þá sem sagan fær í lifandi myndum, áhrif sjón- varps á söguskoðun og fleira í þeim dúr. Helsta inntakið í því spjalli er að sagnfræðingar megi ekki gefast upp fyrir sjónvarpi (sem ræður nú meiru um sögu- skoðun fólks en flest annað). Þeir verði að vera með: sem ráðgjafar í leiknum myndum, sem öflugur samstarfsaðili þegar gerðar eru heimildarmyndir um sögu. Flest er það réttmætt og skynsamlegt sem fram kemur í viðtalinu. Ekki síst sú hvatning að sagnfræðingar verði „að sporna við öllu ruglinu, fordóm- unum og þeirri misnotkun sög- unnar sem á sér stað, líka af hálfu stjórnmálamanna". Þetta ervita- skuld hinn besti ásetningur. En það er líka ljóst að ekki er auðvelt að fylgja honum eftir. Ræmu- menn geta sjálfsagt verið erfiðir viðureignar og þykjast vita það miklu betur en sagnfræðingar hvernig beita á mynd - og munu jafnan skerða sem mest texta frá sagnfræðingi. Og njóta til þess bráðlátra sjónvarpsáhorfenda, sem hafa alltaf minna og minna þol gagnvart texta. Eitt hættu- merki: þegar menn voru að skrifa, í blöð um sjónvarpsþættina ís- lensku um ísland í síðari heimsstyrjöld, þá heyrðust raddir sem kvörtuðu yfir því að sagn- fræðingum skyldi leyft að koma að sínum skýringum á samhengi atburða. Það þótti trufla upplif- unina. Hæpinn mi&ill Þarna er komið að eiginleika sjónvarps sem miðils sem er ansi erfiður - Karsten Fledelius lýsir honum blátt áfram á þá leið að „kvikmyndir og sjónvarp eru ekki sérlega heppilegir miðlar til að koma á framfæri flóknu sögu- legu samhengi." Rétt að taka undir þetta mat. Oftar en ekki þykir manni reyndar sem sögu- legir heimildaþættir í sjónvarpi geti ekki að ráði miðlað fróðleik- miklu heldur geti þeir fest í sessi eða myndskreytt skemmtilega þann fróðleik, sem fyrir var. Eg skal taka dæmi af breskum sjón- varpsþáttum um Miðjarðarhafið sem sýndir voru hér ekki alls fyrir löngu. Þar var komið víða við: í sögu og jarðsögu og náttúrfari, síðum gömlum sem enn lifa við strendur Miðjarðarhafs og nýjum Tímaritið spyr með þessari mynd: Mun ný tækni geta af sér nýja sögu? Öllu þyngri er sú spurning, hvort sjónvarpið sé í raun farið að ráða langmestu um söguskoðun manna. mengunarvandamálum. Og mann hlaut að gruna, að margur yrði ringlaður og ætti erfitt með að átta sig á þessu myndflökti - nema hann hefði einhvern grunn að standa á, og þá helst drjúgan (og kannski gamaldags) skammt af menntaskólasögu. Hugsunarlaust lof Margrét Guðmundsdóttir skrifar grein um þá meðferð sem sagnfræðirit fá í fjölmiðlum og finnst hún rýr og léleg (undan- skilur þó skrif Einars Más Jóns- sonar hér í Þjóðviljanum). Mar- grét segir að það sem einkenni skrif um sagnfræðirit í blöðum sé sjálfvirkt og lítt hugsað lof - í tímaritum fari hinsvegar mikið fyrir sparðatíning og smámunan- öldri. Ég veit ekki hvort greinarhöf- undur gerir sér grein fyrir því, að það sem hún segir um yfirborðs- lega jámennsku og oflof um sagnfræðirit á við um marga gagnrýni: um bamabækur, um Hrakningar sögunnar Magnús Þorkelsson skrifar grein sem nefnist „Sögulegar ógöngur" og ber undirskríftina „Er of mikil saga kennd í mennta- skólum? Eða er ekki kennd „rétt“ saga?“ Þar er vikið að stór- um spurningum: hvað á að gera við söguna ef hún þjónar ekki þjóðernishyggju, réttlætingu þjóðríkisins, eins og hún gerði til skammst tíma? Hvernig á að bregðast við síbyljunni um að sagan sé gagnslaust kjaftafag? Hvað á að gera þegar búið er að losa nemendur við mikið af þeirri minnisbyrði (ártöl og nöfn og fleira þesslegt) sem ekki alls fyrir löngu var nokkuð þung í sögu- námi - og samt eru þeir fúlir og óánægðir og biðja sögukennara aldrei þrífast? Greinarhöfundur segir margt fallegt um söguna og hennar kosti og töfra - það mun okkur líka vel sem erum sammála honum en hvað um hina? Tja það er nú það. Sagan hefur líka lent á milli tann- anna á nytjahyggju, sem spyr, að hvaða praktísku haldi kemur til- tekin námsgrein þegar ég ætla að gera við bflinn minn, fylla út skattskýrslu eða klifra upp á við í fyrirtækinu? Kvað vera erfitt að koma íslandssögu og mannkyns- sögu fyrir í þeim dæmum. Það er reyndar hægt að segja margt í fullri alvöru um nytsemi sögunnar fyrir alla þá sem vilja átta sig á því hvar þeir eru staddir í veröldinni, á samhengi og breytanleika, á því að allt er nýtt og gamalt í senn. En þessi nyt- semi er oft ekki mjög áberandi, tranar sér ekki fram með augljós- um hætti. Magnús Þorkelsson segir reyndar að menn noti hug- tök og rök sagnfræðinnar lítið „nema þá óvart“ og það er ekki lékju sér að fimm boltum með tánum meðan þeir freistuðu el- sku hjartans andskotans nem- endanna til Sögu. Sjónvarpið er slæmt með að vera sífellt að myrða forvitni nýrrar kynslóðar - og m.a. þess vegna er það rétt sem segir í viðtalinu við Karsten Fledelius: sagnfræðingar þurfa að reka sinn skræruhernað í sjón- varpi. Jafnvel þótt möguleikar þar séu fjandi takmarkaðir. ís- lenskir sagnfræðingar eiga sér líka möguleika enn sem kollegar hjá öðrum þjóðum munu öfunda þá af: þeir eru ekki barasta að skrifa hver fyrir annan. Það eru starfandi áhugmannafélög um sögu, tímarit um sögu fara miklu víðar en til fræðimanna. Enn er úr nokkrum áhuga almennings að moða og þá er að kunna með hann að fara. Með þessari „hugmynd" af sögualdarstofu fylgir texti um að þjóðernissinnaða sagan sé „ófullnægjandi vegna þess að hún dró upp einfaldar glæsimyndir sem við trúum ekki lengur". En það er reyndar misskilningur að saga sem hefur þjóðernislega skírskotun þurfi að byggja á glæsimyndum og “einföldunum". ljóð og skáldsögur, einnig um marga listrýni aðra. Þegar gagnrýni er jákvæð án fyrirhafnar stafar það einkum af leti og þar með skoðanaleysi: menn nenna ekki að setja sig svo vel inn í bækur og verk að þeir rýni í þær með eigin beini í nefi. Sumpart stafar þetta af ótta: annaðhvort þora menn ekki annað en að lofa sæmilega þekktan fræðimann eða skáld, ellegar þá að fræðimenn eru smeykir hver við annan, sagnfræðingar vilja ekki láta aðra sagnfræðinga hanka sig á ein- hverju vafasömu og þegja þá neldur eða segja sem minnst - láta sér t.d. nægja formúluna „efnið er skilmerkilega skráð og því skilvíslega til haga haldið“. Þeir lesa vitanlega ekki tímaritið Ný saga. Hvað er nytsamlegt? Sagan varð fómarlamb þess sem kalla mætti „núhyggju“: ekkert skipti máli nema það scm er að gerast núna. Hún varð fórn- arlamb æskudýrkunar, sem er nátengd núhyggjunni: æskudýrk- unin telur að heimurintT: sé splunkunýr bara af því VIÐ erum ung (sem væri rétt ef VIÐ, unga fólkið, værum ein í heiminum). illa til fundið. Sagan og sögu- leysið býr í hverjum manni og sannar hann eða afhjúpar þegar minnst varir. Forvitnin Áhugi á sögu lifir og deyr með forvitni, þeir sem láta sig ekki varða um annað en hvunndagsleg neysiuvandamál mundu ekki blaka auga þótt sagnfræðingar settu alla sögu á myndbönd, þótt þeir sviðsettu alla atburði og1 syngju um þá með rokkmúsík,, ekki þótt þeir stæðu á haus og| Slagurinn endalausi Kunna með hann að fara, sagði ég, og þá mætti vísa á umræðu sem fram fer í lok heftisins um skáldskap og sagnfræði og þær merkilegu brautir sem þeirra í milli liggja. Hér verður ekki farið nánar út í þá sálma. Nema hvað undir lokin er birt innlegg frá Sig- urði A. Magnússyni rithöfundi, sem gerir sem mest úr því, að minni manna sé óáreiðanlegt, vitnisburður hvers og eins um tíð- indi litaður af þeirra persónu - og þess vegna eigi menn að leyfa sagnfræðingum að „skálda“ af sínu innsæi. Enda eru sögulegar „staðreyndir“ aldrei annað en túlkunaratriði segir Sigurður. Ég segi fyrir mína parta: þetta er of stór skammtur af huglægni fyrir mig og líklega flesta þá sem finnst heimurinn nógu duttlunga- fullur þótt menn skeri ekki svo mjög við trog möguleika manna á að „vita hvað gerðist". En hug- lægni Sigurðar minnir á annað: sagan er alltaf vígvöllur, enginn fær að sitja í friði með einhvem endanlegan sannleika um hana. Þama er líka komið að hluta þess sem viðhaldið getur áhuga á sögu: slagurinn um liðna tíð er alltaf slagur um okkar tíma og hans möguleika. Við emm minnt á þetta með mörgum hætti: nú síðast sé ég ekki betur en Evrópu- tískan, sem nú gengur yfir, sé far- in að breyta tóntegundum þegar menn minnast á Sturlungaöld og frelsið dýra sem þá týndist: Nú er fyrir löndum, og lengi mun. Há - kon konungur og hans synir... Árni Bergmann Föstudagur 14. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.