Þjóðviljinn - 14.09.1990, Page 18
Sigur Héðins á íslandsþinginu 1990
Keppni í landsliðsflokki á Skák-
þingi Islands á Höfn í Hornafirði
verður sennilega lengi í minnum höfð
því úrslit urðu á þann veg sem engan
gat órað fyrir. Að yngsti þátttakand-
inn, hinn 15 ára gamli Héðinn
Steingrímsson, skyldi skjóta aftur
fyrir sig tveimur stórmeisturum og
tveimur alþjóðlegum meisturum og
vinna mótið með feiknarlegum yfir-
burðum gerir menn hreint forviða.
I>ó þeir félagar Margeir Pétursson
og Jón L. Árnason vilja sjálfsagt
gleyma mótinu sem allra fyrst er ég
ansi hræddur um að þeir verði sífellt
minntir á það. Niðurstaðan gefur
ótvírætt til kynna að breiddin sé að
aukast í íslensku skáklífi. Auk stór-
meistaranna var Hannes Hlífar Stef-
ánsson vel inn í myndinni sem lík-
legur sigurvegari eftir hið frækilega
afrek í Gausdal í Noregi en hvorki
hann né Þröstur Þórhallsson komu
neitt að ráði við sögu í baráttunni um
efstu sætin. Þetta var mót þriggja
ungra manna: Héðins Steingríms-
sonar, Prastar Árnasonar og Björ-
gvins Jónssonar. Lokaniðurstaðan:
1. Héðinn Steingrímsson 9 v. 2.
Björgvin Jónsson 7VI v. 3. Þröstur
Árnason 7 v. 4.-5. Jón L. Árnason og
Hannes Hlífar Stefánsson 6Vi v. 6.
Margeir Pétursson 6 v. 7. Þröstur
Þórhallsson SV2 v. 8. Halldór G. Ein-
arsson 5 v. 9. Snorri Bergsson 4 v.
10.-11. Sigurður D. Sigfússon og
Tómas Björnsson 3Vi v. 12. Árni Á.
Árnason 2 v.
Sigurganga Héðins var ævintýri lík-
ust. Er Jón L. Árnason stöðvaði hann
í sjöundu umferð var almennt búist
við að nú færi drengurinn að hægja á
ferðinni en því var alls ekki að heilsa.
Hann vann fjórar síðustu skákirnar
þ.á m. Hannes Hlífar og Margeir Pét-
ursson. Pað er ljóst að Héðinn hefur
tekið stórstígum framförum í sumar
og hlotið góða æfingu á opnu móti í
Sviss í júlí og á Norðurlandamóti
grunnskóla í Danmörku. Tafl-
mennska hans var heilsteypt og ein-
beitt og hann virtist þola vel áiagið
sem er því samfara að taka þátt í svo
harðri keppni.
Fyrir allnokkru var vitað að Björg-
vin Jónsson væri líklegur til afreka.
Hann hefur geysilega yfirgripsmikla
þekkingu á byrjunum og skarpan stíl
en allmikið skortir á skilning hans á
stöðubaráttu. Til þess eru þó veik-
leikarnir að sigrast á þeim.
Pröstur Árnason varð Skák-
meistari Reykjavíkur árið 1986, sá
yngsti á sögunni. Framfarir hans hafa
verið hægari eftir því en uppganga
nokkurra jafnaldra hans, Hannesar
Hlífars og Sigurður Daða virðist hafa
hert vilja hans. Er þetta tvímælalaust
besti árangur sem hann hefur náð við
skákborðið.
Jón L. Árnason og Hannes Hh'far
hlutu 6V2 vinning úr 11 skákum og var
frammistaða þeirra vitaskuld talsvert
undir því sem búist hafði verið við.
Jón var raunar seinheppinn í mörgum
skákum en hætti sér allt of oft út í
tímahrak og gerði ýmsar skissur aðr-
ar.
Pað er mikið áfall fyrir Hannes
Hlífar að missa að Ólympíusæti. Af
taflmennsku hans fannst mér mega
ráða að hann sé orðinn leiður á því að
kljást við sömu mennina aftur og aft-
ur.
Á íslandsmóti 1987 og 1988 tefldi
Margeir Pétursson 25 skakir án taps,
vann 19 og gerði fimm jafntefli. Petta
íslandsþing er hans lakasta frá upp-
hafi og hann lék oft hrikalega af sér og
virtist satt að segja hálf kærulaus í
nokkrum skákum. Eða hvernig er
hægt að skýra fjögur töp?
Frammistöðu Héðins Steingríms-
sonar hefur verið gerð ítarleg skil í
fjölmiðlum en minna farið fyrir um-
fjöllun um Björgvin Jónsson. Við gef-
um honum orðið í einni af
heilsteyptustu skákum fslandsþings-
ins: .
Björgvin Jonsson -
Halldór G. Einarsson
Frönsk vörn
1. e4 e6
2. d4 d5
3. Rc3 Bb4
4. e5 c5
5. a3 Bxc3+
6. bxc3 Re7
7. Rf3 Bd7
8. a4 Da5
9. Bd2 Rbc6
10. Bb5 f6
Héðinn Steingrímsson yngsti Is-
landsmeistari frá upphafi aðeins 15
ára gamall.
(Petta afbrigði frönsku varnarinnar
hefur ekki gefist svarti vel í seinni tíð.
Dæmi um það mátti finna í skák
Chandler og Ivantsjúk á millisvæð-
amótinu í Manila í sumar. Par lék
Ivantsjuk 10. .. 0-0-0 og eftir 11. 0-0
c4 12. Bcl f6 13. Del Hhe8 14. Ba3
Kb8 15. Bxc6 Rxc6 16. De3 Ka8 17.
Hfbl Bc818. Bd6 og úr þessum miklu
þrengingum slapp Ivantsjúk ékki.
Hins vegar vann hann næstu fimm
skákir í mótinu!)
11. c4Dc7
12. cxd5 Rxd5
13. exf6 gxf6
14. 0-0 0-0-0
15. c3 Hhg8
16. Hel Rf4?
(Vanhugsaður leikur sem Björgvin
notfærir sér út í ystu æsar. Athyglis-
verður var möguleikinn 16. .. Ra5.)
17. Bxf4 Dxf4
18. De2!
(Sterkur leikur sem setur mikla
pressu á stöðu svarts.)
18. .. e5
19. dxe5 fxe5
(Vitaskuld ekki 19. .. Bg420. Bxc6
bxc6 21. Da6+ o.s.frv.)
20. g3 Hde8
(Og enn strandaði 20. .. Bg4 á 21.
Bxc6! bxc6 22. Da6+ og síðan ein-
faldlega 23. gxf4. Eins og Halldór
Björgvin Jónsson tryggði sér sæti í
Ólympíuliðinu með góðri frammi-
stöðu.
23. Hxe3 a6
24. Bfl!
(Framvörður í stöðu svarts, e4-
peðið er dæmt til að falla og þar með
staðan öll. Eftirleikurinn er auðveld-
ur.)
24. .. Re5
25. Bg2 Bc6
26. Rxe4 Rc4
27. Heel Hd8
28. Rxc5 Bxg2
29. Kxg2 Hd5
30. Re4 Ha5
31. h4 Rb2
32. Rf6 Hg7
33. He8+ Kc7
34. He2 Hf7
35. Rxh7 Hxa4
36. Hxa4 Rxa4
37. Rg5 Hf6
38. Re4 Hh6
- og Halldór gafst upp um leið.
hefur haldið á málum tekst Björgvini
nú að notfæra sér veilurnar í peða-
stöðu hans.)
a b c d e f g h
21. Rd2 e4
(Svartur varð að andæfa hótuninni
22. Re4 o.s.frv.)
22. De3 Dxe3
Kamsky með
vinningsforskot
í Tilburg
Undrabarnið Gata Kamsky
hefur sannarlega komið á óvart á
„ofurmótinu" í Tilburg en þar
tefla átta þátttakendur tvöfalda
umferð. Að loknum fimm um-
ferðum hefur Kamskys unnið
Nikolic, Timman og Gelfand og
hefur gert jafntefli við Short og
Ivantsjúk. Staðan að loknum
fimm umferðum er þessi:
1. Kamsky 4 v. 2. Ivantsjúk 3 v.
3.-4. Andersson og Short 2Vi v.
5.-8. Timman, Gelfand, Nikolic
og Seirawan 2 v.
Helgi
Ólafsson
Fjölmenn landssamtök
Stöðulisti áunninna meistara-
stiga Bridgesambands íslands,
þ.e. stig frá jan.-maí 1990, til við-
bótar heildarstigum frá í. mars
1976, hafa loks séð dagsins ljós.
Á listanum er að finna nöfn alls
3649 spilara í yfir 50 félögum
innan BSÍ. Lítum á nokkrar tölur
úr listanum:
Stigaefstu spilarar landsins
eru: Jón Baldursson 1318, Valur
Sigurðsson 1200, Guðlaugur R.
Jóhannsson 1167, Örn Arnþórs-
son 1155, Sigurður Sverrisson
1110, Þórarinn Sigþórsson 1106,
Ásmundur Pálsson 1073, Karl
Sigurhjartarson 972, Guð-
mundur P. Arnarson 970, Símon
Símonarson 916, Aðalsteinn
Jörgensen 870 og Þorlákur Jóns-
son 800.
Þeir sem skora flest meistara-
stig frá jan.-maí 1990 eru: Valur
Sigurðsson 133, Sigurður Vil-
hjálmsson 129, Hrólfur Hjalta-
son 93 og Ásgeir P. Ásbjörnsson
88.
Flest áunnin bronsstig á tíma-
bilinu skora: Magnús Sverrisson
833 og Véný Viðarsdóttir 822.
Fjölmennustu félögin innan
BSI (með flesta á skrá) eru: Ak-
ureyri 154, Bridgefélag Reykja-
víkur 143 og Breiðfírðingar í
Reykjavík 122.
Góður frágangur er á stöðulist-
anum, sem unninn er af Kristjáni
Haukssyni, stjórnarmanni í BSÍ.
Sveit Sigurðar Vilhjálmssonar
komst í 32 sveita úrslit í Rosen-
blum-sveitakeppninni í Sviss, en
tapaði í þeirri umferð fyrir sveit
frá USA (M. Moss). Áður hafði
sveit Tryggingamiðstöðvarinnar
fallið úr keppni. S.l. laugardag
hófu svo íslensku keppendurnir
þátttöku í heimsmeistaramótinu í
tvímenning. Af 6 pörum komust
3 pör í undanrásir, 192 para.
Björn Eysteinsson og Helgi Jó-
hannsson eru í 74. sæti, Aðal-
steinn Jöregnsen og Jón Baldurs-
son eru í 120. sæti og Bragi
Hauksson og Sigtryggur Sig-
urðsson eru í 157. sæti.
Sveit S. Ármanns Magnús-
sonar Reykjavík sigraði sveit
Verðbréfamarkaðar íslands-
banka í 3. umferð Bikarkeppni
Bridgesambandsins. Naumari
gat þó sigurinn ekki orðið, eða 77
stig gegn 77...
Sveit þeirra fyrrnefndu var yfir
71 gegn 36 fyrir síðustu 10 spilin
og þar skildi á milli. Spilað verður
við Siglfirðinga í 4. umferð.
í heimsmeistaramóti kvenna í
Sviss eru tíðindi að gerast. f
undankeppni 92 para (þar sem 36
efstu pörin komast í úrslit) eru
þær Hjördís Eyþórsdóttir og
Jacqui McGreal í 2. sæti þegar
keppnin er hálfnuð. Stórkostlega
góður árangur enn á ný hjá Hjör-
dísi, sem náði 10. sætinu á heims-
meistaramótinu í parakeppni.
Það var þýsk sveit sem sigraði
sveit M. Moss (sem sló út Sigurð
Vilhjálmsson í 32 sveita úrslitum)
í úrslitum Rosenblum-keppn-
innar (óopinber heimsmeistara-
keppni sveita). Meðlimir þýsku
sveitarinnar eru með öllu óþek-
ktir og sá yngsti aðeins 23 ára (R.
Rohowsky).
Haustspilamennska hjá Skag-
firðingum hófst sl. þriðjudag.
Spilað var í einum riðli. Sigur-
vegarar urðu Hjálmar S. Pálsson
og Sveinn Þorvaldsson en Ágúst
Helgason og Sigmundur Stefáns-
son urðu í 2. sæti.
Næsta þriðjudag verður á dag-
skrá eins kvölds tvímennings-
keppni og hefst spilamennska kl.
19.30. Spilað eríDrangey v/Síðu-
múla 35.
í nýjasta fréttablaði EBL-
News (fréttablað Evrópusam-
bandsins) er grein eftir José
Damiani forseta sambandsins. í
greininni kemur hann inn á heim-
sókn sína á Bridgehátíð 1990.
Minnist hann þar á Steingrím
Hermannsson forsætisráðherra,
sem setti bridgehátíð formlega. í
setningarræðu ráðherrans kom
m.a. fram að Steingrímur hafi
stundað bridgespilamennsku um
áraraðir. Damiani fer lofsam-
legum orðum um hátíðina og get-
ur þess sérstaklega að það sé eng-
in furða að ísland sé handhafi
Bláa borðans (sem táknar að við-
komandi þjóð hafi mesta út-
breiðslu í Bridge í Evrópu) miðað
við þann áhuga sem Bridgehátíð
1990 hafi vakið á íslandi meðal
þeirra mörgu áhorfenda sem
mótið sóttu. í slíku umhverfi sé
gott að stunda bridgeíþróttina.
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um ágæti slíkrar greinar.
EBL-News fara víða og eru lesin
af öllum helstu spilurum og
skipuleggjendum í heimi. Sem
innlegg í þá umræðu að ísland
taki að sér að halda mót á vegum
Alþjóðasambandsins eða
Evrópusambandsins, eru þessi
orð José Damiani virði „vægis“
síns í gulli.
Eins og áður hefur komið
fram, sigraði sveit S. Ármanns
Magnússonar sveit Verðbréfa ís-
landsbanka (landslið í Opnum
flokki) í 3. umferð Bikarkeppni
BSÍ. Sannarlega nokkuð óvænt
úrslit fyrir spilara síðarnefndu
sveitarinnar. Fyrir síðustu lotu
stóðu leikar 71 gegn 35 og nokk-
uð öruggur sigur í höfn, eða
hvað? Onei, landsliðið sýndi loks
klærnar í síðustu lotunni og jafn-
aði leikinn, í 77 gegn 77. Og tap-
aði á reglugerðarákvæði, sem
segir, að sú sveit sem ofar er fyrir
síðustu spilin sigri ef jafnt verður
í leikslok. Réttlætinu fullnægt.
Leikurinn var nokkuð fjörugur
á köflum og víða leyndust
skemmtileg spil. Lítum á eitt lítið
spil:
S: K92
H: KDG4
T: 87
L: G654
S: 765 S: G4
H: Á109872 H: 3
T: K3 T: DG10654
L: Á2 L: KD73
S: ÁD1083
H: 65
T: Á92
L: 1098
Sami samningur á báðum
borðum eða 2 spaðar í Suður.
Guðmundur Páll lyfti hjartaás í
byrjun og meira hjarta. Þorlákur
trompaði og spilaði lágu laufi,
yfir á ás hjá Guðmundi. Meira
lauf og drottning hjá Þorláki. Nú
kom laufakóngur og meira lauf
frá Þorláki. Sagnhafi trompaði
með spaðaás, lagði niður spaða-
drottningu og spaði að kóng.
Gosinn datt og sagnhafi vann sitt
spil. Eitthvað athugavert við
þetta? Ójá, því vörnin er fundin
við borðið. Inni á laufa-
drottningu verður Þorlákur að
spila lágu laufi, sem Guðmundur
Páll trompar og í þeirri stöðu spil-
ar Guðmundur hjarta, sem Þor-
lákur trompar og þar með er gjaf-
ari á tígul hjá sagnhafa. Einn nið-
ur.
Á hinu borðinu kom út laufaás
og þar með eru alltaf 8 slagir hjá
sagnhafa, þegar hann trompar
með spaðaás í sömu stöðu og
áður er lýst.
Eitt lítið og saklaust varnar-
spil, sem reynist banvænt þegar
upp er staðið. Skondinn leikur,
bridge.
Ólafur
Lárusson
18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. september 1990