Þjóðviljinn - 14.09.1990, Page 19
Landslag, ekki lengur
verðugt myndefni?
Hvers virði er náttúran í okkar
nútímaþjóðfélagi? Er náttúran
og landslagið eitthvað sem menn
njóta aðeins á tyllidögum og þeg-
ar nauðsynlegt þykir að sýna
börnunum hvar amma og afi
bjuggu? Hið sérstæða landslag
okkar vekur áhuga útlendinga og
ferðamanna; hverir, eldfjöll, sér-
stakar bergmyndanir, svo dæmi
sé tekið, þó að ógleymdu síb-
reytilegu litamynstri náttúrunn-
ar. Vitaskuld tíðkast einnig að
það sem sýnist hrikalegt og stór-
brotið fyrir ferðamanninn, þykir
heimamanninum lítið til koma.
En fyrir samfélag sem bundið er
eins sterkum böndum við landið
sjálft og veðurskilyrði, einvörð-
ungu til þess að komast af, þá
verður ósjálfráð persónugerð á
náttúrunni og þar af leiðandi
stjórnar hún að nokkru leyti gildi
veruleikans, þ.e. framvindu og
þróun landsins. Þessi trú var ráð-
andi lengi vel meðal heimspek-
inga, sérstaklega fyrir tíma vélar-
innar þegar afdrif heimsins féllu í
hendur mannsins og hentistefnu
hans.
En hvert er gildi náttúrunnar
og upplifunar á henni? Gildi upp-
lifunarinnar sjálfrar eru ótvíræð.
Öll þekkjum við hvernig litir og
ólík form orka á okkur, þó það
væri ekki nema í klæðavali. Nærri
liggur að hlutir geti haft annað
hvort jákvæða eða neikvæða út-
geislun. Að sjá og hafa séð,
skiptir því miklu máli í okkar dag-
lega lífi þegar allt kemur til alls.
Sástu himininn í gærkvöldi og
litinn í fjöllunum? Þeir eru einnig
ófáir myndlistarmenn þjóðarinn-
ar sem hafa minnst áhrifamikillar
reynslu sinnar við að sjá ein-
Halldóra
Árnadóttir
skrifar
Fyrri hluti
hverja tiltekna mynd eða sýningu
meðan þeir voru enn á mótunar-
skeiðinu. Sterk áhrif sem leiða af
sér ferli hugsana, athafna og hug-
mynda. Hin skapandi upplifun
sem uppspretta nýsköpunar á sér
rætur í mannssálinni. Ýmsar
rannsóknir og . kenningar hafa
verið settar fram hvernig fólk sér
og upplifir hlutina. Eitt er víst að
engir tveir sjá nákvæmlega eins
vegna þess að það sem við sjáum
byggist oft á tíðum á því hvað við
höfum séð og upplifað áður, jafn-
framt á því sem við höfum ekki
séð heldur einungis borist til
eyma. Það er því reynsla hvers og
eins sem skiptir umtalsverðu máli
í skynjun og þróun mannsins.
Hvaða tilgangur er fyrir þessari
umræðu? Er skynjun ekki ein-
ungis í undirmeðvitundinni og
því væri ekki grundvöllur fyrir
umræðu í því skyni að varpa ljósi
á það hvert gildi hennar er? Hvað
um listamanninn sjálfan? Hvað
veldur því að hann tekur eitt við-
fangsefni fram yfir annað? Varð-
andi franska myndlist þá er hún
líkt og vogarskál. Annað hvort er
langmesta áherslan lögð á hvern-
ig hlutirnir birtast útbyrðis eða
innbyrðis, hið andlega mikilvægi
sem þeim er ákvarðað. Spurning-
in er ekki aðeins að mála tré, eða
hvernig ljósið leikur um greinar
þess, heldur einnig hvaða tilfinn-
ingar listamaðurinn ber til verks-
ins, hvaða hughrif hann vill koma
til skila í gegnum verkið til áhorf-
andans. „Impressionisminn“
gerði tilkall til þeirra sem sóttu
leiða til að túlka tilfinningar sínar
gagnvart óblíðri og óspilltri
náttúrunni. Listamennirnir unnu
verk sfn yfirleitt úti í náttúrunni
óbaldnir við veðrið. En helst
þurfti myndinni að vera lokið
áður en birtan breyttist, allavega
að gera hlé á þeirri mynd uns
sömu skilyrði birtust í náttúr-
unni. í þessu samhengi mætti
minnast þess að Kjarval sótti
mjög í að vinna úti í náttúrunni.
Það skipti hann litlu máli þó
rigndi og blési norðangarra, hann
einfaldlega bjó um trönur sínar
með grjóti og lærði að mála í rign-
ingu, hvort sem um var að ræða
olíu- eða vatnsliti. Við þannig að-
stæður eru hreyfingar lista-
mannsins leystar á hraðan hátt.
Uppbyggingu forms og lita er því
stjómað af stöðugri skynjun á því
sem fyrir augu ber, á upplifun
umhverfisins á staðnum en ekki
úthugsaðri hugmynd sem lista-
maðurinn ber með sér á staðinn.
Sú hugsun að vera trúr umhverfi
sínu, hvernig það birtist fyrir
augum manns, en einnig eru við-
brögð viðkomandi málara mikil-
væg í sambandi við framsetningu
myndefnisins. Listamaðurinn
býður ekki upp á vandlega skipu-
lögð vinnubrögð, heldur er upp-
bygging myndarinnar sköpuð af
ósjálfráðum áhrifum og án með-
vitaðrar hugsunar um formið. En
þrátt fyrir þessa vinnuaðferð við
að nálgast myndefnið þá em aðrir
sem kjósa að líta á náttúruna sem
formfasta tilveru. Hver dregin
lína táknar nákvæma samsvömn
við landslagið sem myndin upp-
lýsir. Hvert atriði innan myndar-
innar hefur áhrif, ekki á þann
sem málar myndina, heldur á
þann sem á hana horfir. Áhorf-
andinn er leiddur í gegnum
myndefnið sem væri það sögu-
þráður um orsök og afleiðingu,
sem til dæmis myndir franska
málarans Poussin gefa til kynna.
(Hann tók hugmyndir sínar frá
Aristótel þar sem hann fjallaði
um leikritagerð og mikilvægi
söguþráðarins. Það að áhorfandi
leikritsins gæti lært á sögunni,
brygðist við söguhetjunum sem
væru þær raunverulegar. Þar af
leiðandi gætu atburðir, sem
hentu þær, vel hent áhorfand-
ann.) Þessi tilvitnun í söguat-
burði er ekki alls ókunnug íslend-
ingum í formi myndlistar. Mynd-
efni tekið úr tröllasögum íslensku
þjóðsagnanna bera vitni um
hrærðar tilfinningar fólksins til
harðbýls umhverfisins þegar það
var algjörlega háð náttúrunni.
Ásgrímur Jónsson útfærði ýmsar
tröllasögur þar sem fjallað er um
hið óþekkta og óvænta og hvern-
ig bregðast skuli við því.
Svo snúið sé aftur til landslags-
ins þá virðist hvert sem horft er,
sem það sé alltaf neðst á listan-
um. Líkt og það sé álitið annars
flokks myndefni af myndlistar-
mönnum. Til þess að vera maður
með mönnum og metinn að verð-
leikum þá verði viðkomandi að
mála „abstrakt"! Það er þó ekki
fullkomlega nægilegt því obbi al-
mennings skilur ef til vill ekki
myndmál „abstraktinnar“. Hvað
er þá til ráða? Svonefndir áhug-
NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19
íslenska jámblendifélagið hf.
auglýsir starf
verkfræðings eða eðlis-/
efnafræðings
í ofndeild laust til umsóknar.
Starfið er einkum fólgið í umsjón með daglegum
rekstri jámblendiofna. Ennfremur verður unnið að
ýmiss konar sérverkefnum.
Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja reynslu í
stjómun.
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Helgi Þór-
hallsson framleiðslustjóri í síma 93-20200 á vinnu-
tíma.
Umsóknir skulu sendar Jámblendifélaginu eigi síð-
ar en 1. október n.k. Umsókn fylgi ítarlegar upplýs-
ingar um náms- og starfsferil ásamt prófskírteinum.
Grundartanga,
11. september 1990
Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri
Hjúkrunarfræðingar
Við viljum ráða hjúkrunarfræðinga á Svæfinga-
deild.
Æskileg menntun:
Alm. hjúkrunarfræðingur með nám í
svæfingahjúkrun og / eða starfsreynslu í
svæfingahjúkrun.
Byrjunartími: Strax eða eftir samkomulagi.
Góð starfsskilyrði á nýlegri deild.
Upplýsingar gefa hjúkrunarframkvæmdastjóri
Svava Aradóttir, alla virka daga milli kl. 13.00 og
14.00 í síma 96-22100/274 og hjúkrunar-
deildarstjóri Þórunn Birnir í síma 96-22100/301.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
m
acnálarar nota náttúruna sem
myndefni sitt. Oft á tíðum eru
þessar myndir dregnar upp sem
væru þær ljósmyndir. Engin
óþarfa strikeðalínurerusj áanleg
heldur falla t.d. fjallshlíðamar
þráðbeinar niður. Ekkert líf virð-
ist vera tengt landslaginu; fossinn
er frosinn og krían hljóðlát og
stöðnuð. Hugsanlegt er að hér
liggi ástæðan fyrir vanrækslu „at-
vinnumálaranna“ á landslaginu
sem myndefni. Þeir vildu ekki
„sverta“ og „niðurlægja"
atvinnugrein sína með snögg-
soðnum vinnubrögðum sem
sumir áhugamálarar bera merki
um. En gildi listamannsins er
ekki svo einfalt. Ávallt vaknar sú
spurning, hvað er list“? Fyrir
fram „listaverk". Er hún hug-
mynd, efni eða bæði? Ekki leyfist
rúm til umfjöllunar að svo stöddu
svo um þetta veigamikla efni
verður fjallað síðar.
Landið og náttúran er mjög
tengd huga fólks - hvaða tilfinn-
ingar það beri til landsins yfir-
leitt. Aður fyrr ríkti mikil þjóð-
ernishyggja í landinu, að vera
stoltur af okkar þjóð og stór-
brotnu landslaginu. Nú á tímum
er stoltið ef til vill ekki efst í huga,
þar sem nú eigum við í stríði við
alþj óðahyggjuna, að sameining
og hagsmunabandalög séu það
sem koma skal og sé vænlegast
fyrir alla aðila þegar fram í sækir.
Ekki geta allir verið sammála um
gildi framangreinds, en þó má
fullyrða að þjóðerninu má ekki
týna niður. Við erum ennþá ung
þjóð og erum að byggja upp
landið á nær öllum sviðum, ekki
síst á sviði fjármagnsins. Það er
bara svo auðvelt að grípa við er-
lendum áhrifum, bæði hvað varð-
ar strauma og stefnur. Þó mark-
aðurinn sé ekki stór hér á landi þá
er hann mjög fjölbreytilegur.
Mörg dæmi eru til dæmis um ein-
staklinga sem hafa umboð fyrir
vel þekkt tískumerki utan úr
heimi. En hvað kemur þessi hug-
leiðing myndlist við? Að mínu
mati er hugur myndlistarfólks
ekki svo frábrugðinn því sem um
getur í kringum það - þ.e. sá hug-
ur sem rikir í landinu. Með það í
huga er ef til vill ekki erfitt að
komast að þeirri niðurstöðu að
við „áhugamálara“ er ekki að
sakast gagnvart viðhorfum „at-
vinnumálara" til landslagsins og
náttúru. Ástæðan er frekar sú að
fólk horfir ekki lengur á náttúr-
una, fjöllin og lækina með vel-
þóknun í huga heldur hraða í vel
smurðu bflunum sínum á malbik-
uðu vegunum.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalag Ólafsvíkur
Félagsfundur
Almennur félagsfundur veröur haldinn I Mettubúð sunnudaginn 16. septem-
berkl. 15.
Dagskrá:
1. Störf bæjarstjómar. Ámi E. Albertsson bæjarfulltrúi.
2. Störf nefhda á vegum bæjarins.
3. Komandi Alþingiskosningar.
4. Önnur mál.
Stjómin
ABR
Félagsfundur
Félagsfundur ABR verður haldinn nk. miðvikudag, 19. september, kl. 20.30
að Hverfisgötu 105.
Fundarefni:
1. Starfehættir og skipulag Alþýðubandalagsins (Reykjavík.
2. Önnur mál.
Stióm ABR
A.B.R. á Borginni
Auðlindir íslands
Verðmætasköpun með bættum vinnubrögðum í sjávarútvegi
Laugardaginn 22. september nk. kl. 10 verður Skúli Alexandersson alþingis-
maðurfrummælandi á fundi á Hótel Borg.
Efni fundarins er spumingin um hvort hægt sé að auka hagvöxt með bættum
vinnubrögðum (sjávarútvegi.
Félagar fjölmennið á fundinn og takið þátt (umræðum.
Stjóm ABR