Þjóðviljinn - 14.09.1990, Qupperneq 25
Hvað á að gera um helgina?
MYNDLIST
Árbæjarsafn, opið alla daga nema
má kl. 10-18. Prentminjasýning í
Miðhúsi, kaffi f Dillonshúsi, Kram-
búð, og stríðasárasýningin: „og svo
kom blessað stríðið“.
Ásmundarsalur við Freyjugötu 41,
Sævar Daníelsson opnar sýningu á
málverkum og höggmyndum á lau
kl. 14. Opið daglega kl. 14-19, til
24.9.
Bókasafn Kópavogs, sýning á
vatnslitamyndum (vars Magnússon-
ar. Opið má til fö kl. 10-21.
Djúpið, kjallara Homsins, Hafnar-
straeti 15. Þorrí Hringsson sýnir
klippimyndir.
FÍM-salurinn við Garðastræti 6,
Bryndls Jónsdóttir opnar sýningu á
leirverkum á lau kl. 15. Opið daglega
kl. 14-18, til 30.9.
Gallerí 11, Skólavörðustíg 4a,
Hulda Hrönn Ágústsdóttir sýnir
veggverk. Opið alla daga ffá kl. 14-
18.
Gallerí 8, Austurstraeti 8, Guðný
Magnúsdóttir sýnir leirker og keram-
ik frá 16-23.9 Sýnd og seld verk
e/um 60 listamenn, olfu-, vatnslita-,
og grafíkmyndir, teikningar, keramlk,
glerverk, vefnaður, silfurskartgripir
og bækur um Islenska myndlist. Op-
ið virka daga og lau kl. 10-18 og su
14-18.
Gallerí Borg, Pósthússtræti 9,
Gestur og Rúna sýna málverk og
skúlptúra. Opið virka daga kl. 10-18,
um helgar 14-18, til 18.9.
Gallerí Borg, Austurstræti 3 og
Slðumúla 32, grafík, vatnslita-, past-
el- og olfumyndir, keramikverk og
módelskartgripir, opið lau 10-14.
Gallerí List, Skipholti 50 B, Bjami
Þór Bjamason sýnir málverk. Opin
virka daga kl. 10-18 og um helgarkl.
14-18, til 16.9.
Gallerí Nýhöfn, Guðbjöng Lind sýn-
ir málverk. Opin virka daga nema
má kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18,
til 26.9.
Gallerí Sævars Karis, Bankastræti
9: Kees Visser sýnir þrívíð verk úr tré
og stáli. Sýningin er opin á verslurv
artíma kl. 9-18 virka daga, og 10-14
lau, til 5.10.
Hafnarborg, menningar- og lista-
stofhun Hafnarfjarðar, átta textíllista-
konur sýna máluð og þrykkt mynd-
verk, nytjalist o.fl. til 16.9. Anna Leós
sýnir vatnslitamyndir í kaffistofu, til
16.9. Opið alla daga nema þri kl. 14-
19.
Hlaðvarpinn, við Vesturgötu. Valdi-
mar Bjamffeðsson, sýnir myndir úr
bolla. Opið þri-fö kl. 12-18, lau kl. 10-
16.
Kjarvalsstaðir, vestursalur Kristinn
E. Hrafnsson opnar höggmyndasýn-
ingu á lau kl. 14. Öm Magnússon
leikur á píanó. Til 30.9. Vesturgang-
ur Sæmundur Valdimarsson opnar
sýningu á skúlptúr úr rekaviði á lau
kl. 14, til 30.9. Austursalur og forsal-
ur Sýning á verkum Kjarvals undir
yfirskriftinni Land og fólk. Opið dag-
lega fra kl. 11-18.
Listasafn ASÍ, Grensásvegi 16a,
Sigurður Þórir sýnir málverk og
teikningar. Opið alla daga kl. 14-19,
til 23.9.
Listasafn Einars Jónssonar opið
alla daga nema má 13.30-16, högg-
myndagarðurinn alla daga 11-17.
Listasafrí íslands, sumarsýning á
íslenskum verkum í eigu safnsins.
Opið daglega kl. 12-18.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
sýn. á andlitsmyndum Sigurjóns.
Opið lau og su kl. 14-17, þri kl. 20-
22.
Listhús við Vesturgötu 17, Bragi
Ásgeirsson: Að hlusta með augun-
um -mála með skynfærunum. Opin
daglega milli kl. 14 og 18. Til 23.9.
Minjasafn Akureyrar, Landnám í
Eyjafirði, heiti sýningar á fomminj-
um. Opið daglega kl. 13:30-17, til
15.9. I Laxdalshúsi Ijósmyndasýn-
ingin Akureyri, opið daglega kl. 15-
17.
Minjasafn Rafmagnsveitunnar,
húsi safnsins v/ Rafstöðvarveg, su
14-16.
Nýlistasafríið við Vatnsstíg, Har-
aldur Ingi opnar sýningu á vatnslita-
myndum og grafíkmyndum í efri söl-
um á lau. Engin boðskort voru send
út, en allir ern velkomnir. Gryfja:
Rakel Divine opnar á lau sýningu á
Ijósmyndum undir yfirskriftinni: Ungir
íslenskir listamenn. Opið virka daga
kl. 16-20, um helgar kl. 14- 20.
Norræna húsið, kjallari: Finnska
listakonan Mari Rantanen sýnir mál-
verk til 23.9. Anddyri: Sýningin Bam
vatns og vinda, grafík eftir Kaljo
Pollu frá Eistlandi. Opnar 14-19 dag-
lega.
Safn Ásgríms Jónssonar, Berg-
staðarstræti 74, sumarsýning á olíu-
myndum og vatnslitamyndum. Opið
þri, fi, lau og su kl. 13:30-16.
Sjóminjasafrí islands, Vesturgötu
8 Hf. Opið alla daga nema má kl. 14-
18.
Smíðagalleríið Mjóstræti 2b og
Pizzaofninn Gerðubergi: Þorsteinn
Unnsteinsson með sýningu á báð-
Sýningu átta textllkvenna I Hafnarborg lýkur um helgina.
Olafur Tómasson
póst- og símamálastjóri
Ég hef nú ekki planlagt það algjörlega en ég veit að hluti af helginni
fer í að vinna fyrir stofnunina, eins og margar aðrar helgar, til þess að
undirbúa Evrópufund Póst- og símastjórnasem ég er að fara á. í öðru
lagi verð ég að kveðja dóttur mína sem er héma heima ásamt eigin-
manni sínum en þau eru bæði músíkantar og fara til London nú um
helgina. Ég býst nú við og vonast til að ég geti farið svona einn hring í
golfi. Ég vona það því ég vil nú helst sleppa sem fæstum helgum úr því,
það heldur nú svona líftórunni í manni.
um stöðum. Olíupastel og akrýl-
myndir. Smíðagalleríið opið má-fö kl.
11-18 og lau kl. 11-15, Pizzaofninn
alla daga kl. 11:30-23:30, til 19.9.
Slunkaríki, fsafirði: Þoriákur Krist-
insson -Tolli- Opið fi-su kl. 16-18.
Þjóðminjasafnið, opið 15.5-15.9
alla daga nema má kl. 11-16. Boga-
salun Frá Englum og Keltum.
ÍÞRÓTTIR
Sjá bls. 16.
HITT OG ÞETTA
Hana-nú f Kópavogi, samvera og
súrefni á morgun lau, lagt af stað frá
Digranesvegi 12 kl.10. Komum sam-
an upp úr hálftíu og drekkum mola-
kaffi.
Útivist, helgarferðir 14-16.9: Veið-
vötn-Jökulheimar, Fimmvörðuháls-
Básar, Básar I Goðalandi. Brottför I
allar ferðir í kvöld kl. 20. Dagsferðirá
su: Fjallganga á Heklu (1491 m) kl.
08. Seltangar, gömul verstöð kl. 13.
Brottför frá BSl vestanverðri.
Ferðafélag íslands, Afmælisgang-
an: Reykjavík-Hvítámes 12. ferð á
lau kl. 09. Bláfellsganga-Svartá (12
km) lau, brottför BSl austanmegin.
Ferðir á su kl. 10:30 Söguferð, kl.
10:30 Fjall mánaðarins: Botnssúlur-
Vestursúla (1086). Kl. 13 Botnsdal-
ur-Brynjudalur.
Félag eldri borgara, Göngu-Hrólfar
hittast á morgun lau kl. 10 að Nóa-
túni 17. Opið hús Goðheimum á su
ffá kl. 14, frjálstspil og tafl. Dansleik-
ur frá kl. 20.
Textílkonumar átta sem sýna sam-
an I Hafnarborg suður I Hafnarfirði.
Þær sýna fjölbreytta textíllist, eins og
máluð og þrykkt myndverk, og nytja-
list. Þetta er síðasta sýningarhelgin
og er opið frá kl. 14-19 alla dagana.
Ari Trausti
Guðmundsson
Lægð á hægri hreyfingu...
Einfölduð skýringarmynd af hnúkaþey og því sem honum fylgir
Þær eru ófáar veðurspámar
sem hljóða upp á lægðir á hreyf-
ingu til landsins; margar verða til
við Nýfundnaland. Algeng stefna
er í NA til íslands.
Lægðir myndast við árekstur
heitra og kaldra loftmassa oftast
við „landamærin“ milli hins raka
tempraða lofts (sem er á milli
u.þ.b. 30.og óO.breiddargráða) og
kalda pólloftsins úr norðri. Skilin
eða „landamærin“ áðumefndu
hljóta að vera óstöðug og bylgjast
en bylgjumar em einmitt lægðir
sem færast úr stað í vindakerfi há-
loftanna og verða um leið fyrir
áhrifum af snúningi jarðar.
Lægð er rúmsvæði (hluti loft-
hjúpsins, séður í þrívídd) þar sem
heitt og kalt loft er á hreyfmgu og
loftþrýstingur er lægstur í miðju
svæðisins. Ef dregin er lína um
staði í rúmsvæðinu þar sem er
sami loftþrýstingur verður til
hringur fyrir tiltekið gildi, t.d. 995
mb. A korti em lægðir því eins og
sett af sammiðja hringum og er
auðvelt að hugsa sér fyrirbærið
sem laut í loftinu en svæði með
hæstum þrýstingi i miðjunni
(hæð) lítur þá út eins og hóll.
I lægð er hæstur þrýstingur
við jaðrana og ætti þá loft að
streyma (það nefríist auðvitað
vindur) beint inn að miðjunni úr
öllum áttum. Það gerist ekki og er
um að kenna snúningi jarðar sem
veldur því að vindur blæs rang-
sælis (á móti úrvísum í klukku)
og aðeins innávið í lægðunum á
norðurhvelinu (öfugt á suðurhveli
jarðar).
Við árekstur heits og kalds
loíls við upphaf lægðamyndunar
hefjast eðlisfræðileg ferli. Heita
loftið (sem inniheldur raka) lyftist
upp á tungu úr köldu lofti sem
smýgur undir hið fyrmefrída. Ra-
kinn þéttist og skilar varma,
skýjabakki verður til með úr-
komu. Svo þróast lægðin áffam
og nær kalda loftið smám saman
að þrengja sé undir allt heita loft-
ið og eyðist þá lægðin eftir því
sem jafnvægi kemst á. Skil
(kuldaskil, hitaskil og samskil) í
lægðum eru bara hallandi mörkin
milli misheits lofts. Hitaskil heita
svo, af því þar er hlýtt loft í fram-
rás (ffam og upp) nokkum veginn
í vindstefríuna en með skilum
þessum fylgir úrkomusvæði. Við
kuldaskil er kalt loft i ffamrás og
við samskil hefur kalt loft náð
saman úr gagnstæðum áttum und-
ir hlýrra lofti.
Ef maður hugsar sér þver-
skurð lægðar (sjá mynd) kemur
sæmilega fram hvemig innviðir
hennar em og láti maður kerfið
renna yfir fastan punkt á yfirborð-
inu, sést hvemig veðrið hlýtur að
taka breytingum eftir því sem úr-
komusvæði og skil ganga yfir (og
um leið og lægðin breytir um yfir-
bragð). Algengasta syrpan á ís-
landi og þá einkum á syðri hluta
landsins er þessi: SA-átt
(landsynningur) og rigning og
ffemur hlýtt, þá enn hlýrra, lág-
skýjað S-læg átt og súld eða
þokuloft og svo loks SV-átt (út-
synningur), skúraveður og kóln-
andi.
Lægðir em oft 500 - 2000 km
breiðar og „dýpið“ 950 - 990 mb
en önnur gildi auðvitað til. Al-
gengur hraði lægðar á braut sinni
er af stærðargráðunni tugir km á
klukkustund. Yfirleitt er hvassast
rétt á undan hitaskilum eða sam-
skilum, oft 7-9 vindstig, en alls
konar öfgar þekktir á þeim bæn-
um.
Bæði háloftavindar og lega
landa og annarra veðurkerfa
(einkum hæða) ráða miklu um
stefnu og hraða lægða. Myndun
lægða ræðst líka af fleiri en einum
þætti, m.a. dreifingu hitageislunar
frá sólinni og upphitun loftmassa.
Verði sú óheppilega þróun að
hitastig taki að hækka vel merkj-
anlega á norðurhveli jarðar má
búast við breyttu lægðamynstri
og breyttum vindum. Erfitt er að
sjá afleiðingar slíks fyrir en víst er
að lífsbaráttan myndi breytast í
landinu og þá til hins verra á ein-
hverjum sviðum.
Föstudagur 14. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25