Þjóðviljinn - 14.09.1990, Blaðsíða 26
KVIKMYNDIR
Þreytandi
48 stundir
Háskólabíó
Aðrar 48 stundir (Another 48 HRS)
Leikstjóri: Walter Hill
Handrit: John Fasano
Framleiðandi: Lawrence Gordon
Aðalleikarar: Eddie Murphy. Nick
Nolte
Árið 1982 gerði leikstjórinn
Walter Hill gamansama spennu-
mynd eða spennandi gaman-
mynd sem hét 48 HRS. 1 henni
léíc Nolte löggu sem fékk fanga
(Murphy) lánaðan í 48 klukku-
stundir til að hjálpa sér úr klípu.
Myndin var ágæt og Nolte og
Murphy skemmtilegar andstæð-
ur. Þetta var fyrsta myndin sem
Eddie Murphy lék í og síðan er
hann orðinn stórstjarna eins og
ailir vita. 48 HRS fannst manni
ekki vera mynd sem bauð upp á
framhald, eftir 48 stundir skildu
leiðir söguhetjanna og úti var
ævintýri. En framhaldsmyndir
eru í tísku og Hill hefur áreiðan-
lega hugsað með sér, að fyrst að
allir aðrir eru að gera framhalds-
myndir því skyldi hann ekki fá að
vera með. Nolte og Murphy vilja
örugglega endurtaka leikinn og
það besta er að Murphy er orðinn
svo frægur að það þarf engan
söguþráð í mynd sem hann leikur
í (sbr. The Golden Child).
í Aðrar 48 stundir sleppir Hill
alveg að hafa söguþráð og lætur
þess í stað hetjurnar og bófana
(sem eru mjög litríkir mótor-
hjólatöffarar) endasendast um
San Francisco og skjóta á allt sem
hreyfist (en þeir eru allir rosalega
lélegar skyttur því það tekur þá
tæpa tvo tíma að hitta nokkurn
skapaðan hlut). Svo þegar Hill
heldur að áhorfandinn sé alveg
að sofna úr leiðindum lætur hann
einhvern hoppa afturábak í gegn-
um glerrúðu, hægt (í slow moti-
on). Þá er nefnilega ekki hægt að
sofna fyrir látum. Þetta skeður
reglulega með 5 mín. millibili út
alla myndina. Það deyja líka allir
í slow motion. Kannski er Hill
nýbúinn að læra að stilla á slow
motion á vélinni sinni eða kann-
ski er hann svona dyggur aðdá-
andi Sam Peckinpah.
Það er greinilegt að bæði Nolte
og Murphy hundleiðist, enda eru
þessar örfáu línur sem þeir fá að
segja á milli skothríða ósköp
slappar. Murphy hefur að vísu
mikinn tjald-sjarma og það er
pínulítið fyndið að sjá hann taka
lag eftir James Brown, en það er
engan veginn aðgöngumiðans
virði. Maður vonar bara að Aðr-
ar 48 stundir verði ekki svo
óhemju vinsæl að það verði gerð
mynd nr. 3.
Skrímsli meö skopskyn
Bíóborgin
Hrekkjalómarnir 2 (Grcmlins 2)
Leikstjóri: Joe Dante
Framleiðandi: Steven Spielberg
Aðalleikarar: Zach Galligan, Phœbe
Cates, John Glover, Robert Prosky,
Christopher Lee
Jæja, þá er það enn ein fram-
haldsmyndin, Hrekkjalómarnir
2. Núna get ég ekki byrjað á
uppáhaldsklisjunni minni, fyrri
myndin var betri, af því að ég hef
ekki séð hana. En fróðir menn
segja mér að nr. 2 sé alveg eins og
nr. 1, það er bara búið að skipta
um sögusvið. Fyrri myndin gerð-
ist í smábæ í Bandaríkjunum en
þessi gerist í Clamp húsinu sem er
„sjálfvirkt háhýsi" á Manhattan.
Fyrir þá sem vita ekkert um
Hrekkjalóma ætla ég að rekja
stuttlega sögu þeirra. Það er einn
aðalhrekkjalómur sem er voða
sætur og heitir Gismo. Hann er
loðinn og með stór brún augu,
annað eins krútt hefur ekki sést
síðan Bambi var og hét. En það
sem skiptir mestu máli er, að
hann er góður. En ef þetta kríli
blotnar þá fæðir hann af sér fullt
af nýjum hrekkjalómum sem eru
agalega vondir, sérstaklega ef
þeir borða eftir miðnætti. Svo
geta þessir hrekkjalómar líka
fjölfaldaðsigef þeirblotna. Þetta
er náttúrlega það sem gerist og
háhýsið er orðið fullt af þessum
kvikindum áður en maður veit af.
Myndin gengur síðan út á það að
útrýma þeim áður en þau ráðast á
og taka yfir New York.
Fyrsta hálftímann af myndinni
var ég að velta því fyrir mér fyrir
hverja svona mynd væri gerð,
hver markhópurinn væri. Ef
þetta er fyrst og fremst barna-
mynd þá finnst mér hún ansi
ógeðsleg. Að vísu fannst mér Síð-
asti bærinn í dalnum svo ógeðsleg
þegar ég sá hana sem barn, að þá
skreið ég á bak við stól, en hún
þykir eflaust ekki mikið á þessum
síðustu Rambo-tfmum. En ef
markhópurinn eru fullorðnir
skrímslaaðdáendur, fannst mér
hún ívið barnaleg. Svo verð ég nú
að játa það að þegar á leið fór ég
að hafa lúmskt gaman af henni.
Það eru þrælfyndin atriði inn á
milli og tæknibrellurnar allar
mjög góðar. Þó eru þau atriði
sem eru bara til að sýna hvað
Danton og félagar geta gert
svakalegar tæknibrellur ósköp
þreytandi. En ég verð að segja að
égskemmti mér ágætlega. Christ-
opher Lee, (sem hefur leikið í
annarri hverri hryllingsmynd sem
hefur nokkurn tíma verið gerð)
leikur hér einkennilegan vísinda-
mann og gerir það blindandi með
annarri hendi. John Glover er
bráðskemmtilegur í hlutverki
Clamp sem virðist vera nokkurs
konar skopstæling á Trump, alla
vega byggði Trump svona sjálf-
virka byggingu líka.
Hrekkjalómar 2 markar engin
tímamót í sögu kvikmyndanna,
en þetta er ágæt skemmtun fyrir
skrímslaaðdáendur á öllum aldri.
Sif
Heimilisiðnaðar-
skólinn
Laufásvegi 2, sími 17800
Vetrarstarf Heimilisiðnaðarskólans hefst 1. október
nk.
Námskeiðaskrá með námslýsingum er fáanleg í
verslun íslensks heimilisiðnaðar, Hafnarstræti 3.
Innritun fer fram á skrifstofu skólans, Laufásvegi 2,
þriðjudaga til föstudaga frá 9.00-11.30 og í síma
17800.
Stjörnubíó
Stálblóm
(Steel magnolias)***
Þetta er ekki „skemmtilegasta gaman-
mynd allra tíma“ eins og stendur í auglýs-
ingunni. Þetta er reglulega skemmtileg
mynd um líf sex vinkvenna í smábae. En
lífið er ekki alltaf tóm skemmtun svo að þið
skuluð taka einn vasaklút með. /SIF
Fram t rauöan dauðann
(Love you to death)***
Stórskemmtileg gamanmynd um kvenn-
abósann Joe Boca sem allir eru að reyna
aö drepa. Það er úrvals leikaraliö sem sér
um skemmtunina. Joan Plowright er ein
miðavirði. Endilega að taka sér frí frá fram-
haldsmyndum og bófahasar og sjá gam-
anmynd sem tekst stundum að minna á
Dario Fo í stuði./SIF
Regnboginn
í slæmum félagsskap
(Bad Influence)***
Stórgóður tryllir með Rob Lowe og James
Spader í aoalhlutverkum. Þeir sem líta
Lowe hornauga fyrir allar lélegu myndirnar
sem hann hefur leikið i ættu að gefa honum
sjens því hér sýnir hann að hann getur
meira en brosað fallega. Djöfullinn er enn-
þá á lífi og býr í Los Angeles. /SIF
TJALDIÐ
Háskólabíó
Pappírs Pési***
Ari Kristinsson kemur hér með alveg
ágæta barnamynd. Pappírs Pési er
skemmtileg fígúra. (íslenskur ET?) og
krakkarnir alveg einstaklega krakkalegir.
Lítil vinkona mín sagði að myndin væri al-
veg sérstaklega skemmtileg af því að hún
kenndi svo skemmtileg prakkarastrikll
Drífið ykkur með börnin um helgina. /SIF
Leitin að Rauða október
(The hunt for Red October)**
John McTiernan, sá sem gerði Die Hard, er
nú kominn af fimmtugustu hæð og niður á
fimmhundruð metra dýpi. Sean Connery f
hlutverki rússnesks kafbátsforingja ákveð-
ur að flýja til Bandarikjanna með kafbátinn.
Fyrsta nostalgfumyndin um kalda stríðið
en alveg örugglega ekki sú síðasta. /SIF
Vlnstri fóturinn
(My left foot)****
Algjörlega yndisleg mynd sem maður get-
ur ekki annað en fallið fyrir, nokkurskonar
óður til likamshluta. Daniel Day Lewis sýnir
manni í hlutverki Christy Brown að vinstri
fótur er allt sem maður þart til að vera
sjarmerandi og sexy. /SIF I
Laugarásbíó
Aftur til framtíðar III
(Back to the Future III)
Marty og Doc eru hér komnir í þriöja og
síðasta skiptið. Nú eru þeir félagar komnir í
Villta vestrið og Doc orðinn ástfanginn. En
söguþráðurinn er eins og venjulega um
vandamál þeirra við að komast aftur til
framtíðar. /SIF
Bíóborgin
Á tæpasta vaði 2
(Die Hard 29***
Bruce Willis er kominn aftaur í gervi lög-
reglumannsins John McClane og i þetta
skiptið fer hann ekki úr skyrtunni og bjargar
alþjóðlegum flugvelli i Washington frá
hryðjuverkamönnum. Það er Finninn
Renny Harlin sem leikstýrir þessu fram-
haldi og gerir það prýðilega. Ágæt spennu-
mynd með fullt af sprengingum og smá
gríni inni á milli. /SIF
Fullkominn hugur
(Total Recall)**
Schwarzenegger er í súperformi og hegg-
ur mann og annan. Skýtur þá, lemur þá og
stingur þá. Öll þessi dráp eru tæknilega
mjög vel gerð og fólk sem hefur gaman af
svoleiðis ætti að vera ánægt. En sögu-
þráðurinn drukknar í blóði og maður bjóst
svo sem við meiru frá manninum sem gerði
framtíðarþrillerinn Robocop.
Vincent kuldaskór
Stærðir: 36-41
Litir: svart
brúnt
og grænt
vera 4.990
Moonboots
barna rennilás
að framan Stærðir:
23-34 Litir: rautt, blátt,
grátt og svart
Verð:
1.995
Vincent kuldaskór
úr leðri Stærðir: 41-46
Litir: Svart
og brúnt
Verð:
.650
Kúrekaskór barna
Stærðjr: 28-35 Litir: Svart og
brúnt
Verð:
3.490
Leðurskór
Stærðir: 36-41
Litir: svart og brúnt
Verð:
5.450
Pomella Leðurskór
m/mjúkum sóla
Stærðir: 36-41
: blátt ogsvart
Verð:
.490
Men Leðurskór
Stærðir: 41-46
Litir: svart
Verð:
6.250
Men rúskinnsskór
Stærðir: 41-46 Litir: Svart og
brúnt
Verð:
5.250
Eígum einnig mikíð úrval af hœlaskóm.
Við seljum L.A. Gear, fótlagaskó frá Táp og gúmmístígvél frá Viking.
Póstsendum. 5% staðgreiðsluafsláttur reiknast iíka af póstkröfum.
mmmn nuii
Laugaveg 95 S. 624590