Þjóðviljinn - 14.09.1990, Qupperneq 28
Gott samband við
systkini skilar
sér í ellinni
Ef marka má bandaríska könnun skilar gott
samband systkina í æsku sér í betra ævikvöldi
Náið samband við systkini í
æsku erein af forsendum þess
að fólk eigi ánægjulegt ævi-
kvöld.
Það sem kom vísindamönn-
unum minna á óvart var að þeir
sem tóku þátt í rannsókninni og
höfðu átt við áfengisvanda að
Náið samband við systkini ( æsku
virðist mikilvægt, eigi menn að búa
við góða heils bæði líkamleg og
andlega eins og það að búa við ör-
yggi í æsku, segir ( skýrslu Banda-
riskravísindamanna.
stríða fyrir fimmtugt áttu ekki
eins náðuga daga í ellinni og hin-
ir sem höfðu umgengist Bakkus í
hófi. Það sama var uppi á ten-
ingnum hjá þeim sem þurft höfðu
á lyfjameðferð að halda egna geð-
rænna vandamála.
Vísindamennimir undirstrika
í skýrslu sinni að þessi hópur sé
ekki dæmigerður fýrir bandaríska
borgara. Allir hafi þeir verið við
hestaheislu þegar rannsóknin
hófst, gáfaðir og ekki hafi þeir
þurft að hafa áhyggjur af fjár-
hagnum.
sgl Illustreret vitenskab.
Þetta er ein af niðurstöðum
bandarískrar rannsóknar sem 204
karlmenn tóku þátt í. Annað sem
kom í Ijós í þessari könnun var að
þeir sem sem hafa átt við geðræn
vandamál að stríða einhvem tíma
á ævinni gjalda þess í ellinni.
Rannsókn þessi hófst þegar
mennimir voru átján ára árið
1940 og stóð þar til nýlega er þeir
urðu 65 ára. Upphaflega voru
valdir 204 stúdentar við Harvard
háskóla í Bandaríkjunum. Þeir
vom allir heilbrigðir, bæði á lík-
ama og sál, æska þeirra var könn-
uð með viðtölunum við foreldra.
Heilsufar þessara manna hef-
ur síðan verið kannað með jöfhu
millibili, bæði af læknum og sál-
fræðingum. Heilsufar, andlegt
ástand og félagsleg staða þeirra
sem náðu 65 ára aldri var svo
könnuð ítarlegar.
Tuttugu og þrír af þeim sem
upphaflega tóku þátt í þessari
rannsókn vom annað hvort látnir
eða vom ekki lengur með af ýms-
um öðmm ástæðum.
Niðurstöðum þessara rann-
sókna hefur nú verið safnað sam-
an og þegar er byrjað að vinna úr
þeim. Þeim sem að þessari rann-
sókn vinna kom mest á óvart að
svo virðist sem náið samband
systkina í bamæsku hafi afger-
andi áhrif á líkamlegt og andlegt
ástand í ellinni.
Svo virðist sem þessi þáttur í
lífi fólks skipti álíka miklu máli
og það að fólk búi við öryggi í
æsku. Rannsóknir' sem gerðar
vom á mönnunum áður en þeir
náðu fimmtugsaldri sýndu ekki
þetta samband. Vísindamennimir
segja að svo líti út sem náið sam-
band við bræður eða systur fái
aukið vægi þegar fólk eldist.