Þjóðviljinn - 05.10.1990, Síða 12

Þjóðviljinn - 05.10.1990, Síða 12
Hugvekja um safn Það var engin þörf á því að leggja eitthvað sérstaklega við eyrun: fyrir skömmu heyrðist mikið ramakvein úr Kvosinni, sem skarst í gegnum allan skark- ala okkar hávaðasömu aldar og bergmálaði víða á svölum og syll- um borgarinnar. Málavextir voru slikir að varla var hægt að lá mönnum þótt þeir æptu ekki eftir nótum: hér voru sem sé gamal- grónir en örvæntingarfiillir kaup- menn að uppljúka sinum munni og héldu þeir því fram að verið væri að drepa niður gamla mið- bæinn á kerfisbundinn hátt og gera hann að eyðimörk. Vildu þeir að bílastæðum yrði fjölgað hið snarasta og hálfgöngugötunni Austurstræti umsvifalaust breytt aftur í umferðaræð til að rétta við mannlíf, verslun og viðskipti í þessum foma kjama Reykjavíkur. Ella væm örlög hans ráðin. Maður sem væri neikvæður og illa innrættur eins og sá andi sem ávallt segir nei kynni nú að segja að þetta ástand miðbæjarins sé ekki annað en eðlileg afleiðing af þeirri stefnu sem verið hefúr rikjandi í málum þessa bæjarhluta áratugum saman og eigi kaup- menn sjálfir sinn hluta af ábyrgð- inni. 1 illsku sinni myndi hann kannske orða það svo, að í hvert sinn sem gamalt og fallegt hús er rifið fækki ástæðunum fyrir því að nokkur maður leggi leið sína í þann bæjarhluta, sem húsið prýddi. Skipti þá ekki máli hvað húsið hafði að geyma né heldur hvað kemur í staðinn: þegar t.d. kaffihús eða verslun eða einhver önnur miðstöð verður að víkja fyrir nöturlegum kumbalda fyrir kontórista, geri það fyrrverandi viðskiptavini þessara staða þeim mun sporlatari. Og þótt gamla húsið hafi ekki haft neitt annað sér til ágætis en vera fallegt og stílhreint, kannske með útskom- um uppsum eins og tíðkaðist á byggingartíma þess, dragi hvarf þess úr aðdráttarafli bæjarhlutans og geri hann kuldalegri, óvistlegri og skörðóttari. Ekki sist ef í stað húsanna komi grámygluleg bíla- stæði, sem breiða úr sér eins og mannfjandsamlegt berangur og fælandi vindrass. En hlut í þeirri þróun sem verið er að kvarta yfir eigi vitanlega þeir sem sífellt hafa verið að væla eftirbílastæðum, að hinum ógleymdum sem vilja ryðja öllu burt á milli bílastæð- anna til að koma þar fyrir skrif- finnskumusterum viðskiptanna. Á sum þessara atriða hef ég áður minnst við ýmisleg tækifæri. En nú má segja að tími sé til þess kominn að hætta að taka undir neikvætt svartagallsraus af þessu tagi, því er ekki æfinlega réttara að reyna að einblína umfram allt á jákvæðu hliðamar í tilverunni? Og vist er, að Reykjavíkurborg, nákvæmlega eins og hún er orðin á þessum síðustu og hátimbruð- ustu byggingartímum, gæti átt fyrir sér glæsta framtið sem menn geta tæplega látið sig dreyma um á sínum villtustu bjartsýnisaugna- blikum, - þ.e.a.s. ef Reykvíkingar þekkja sinn vitjunartíma, því inn- an skamms kynni það að verða of seint. Málið er sem sé það að Reykjavík er alveg einstæð meðal borga heims: hér eru nefnilega samankomnar á einum stað öll þau mistök, skyssur og axarsköft sem frjórri mannskepnunni hefúr yfirleitt tekist að gera í húsbygg- ingum, borgarskipulagi, gatna- gerð og slíku, hvar sem er á byggðu bóli, bæði þau mistök sem gerð hafa verið um víða ver- öld, svo og ýmis þau mistök sem íslendingar einir hafa hafl lag á að gera. Tölfræðilega eru þau helst sambærileg við Breiðafjarðareyj- ar og Vatnsdalshóla. Þegar svona er í pottinn búið, blasir ein hugmynd við, sem er svo augljós að hún liggur nánast í loftinu og hlýtur að spretta upp hvaðanæva, ef hún hefiir þá ekki þegar gert það: Hún er sú að ffiða Reykjavíkurborg í því ástandi sem hún er í nú, og gera hana að alþjóðlegu safni yfir mistök, - „Museum omnium errorum" - sem menn gætu heimsótt sér til margvíslegs fróðleiks og skemmtunar. Þannig yrði borgin að breyttu breytanda eins og Pompei og myndu menningarleg- ar pílagrímsferðir á þessa tvo staði kannske bæta hvor aðra upp: eftir að hafa kynnst snilli hinna fomu Rómveija i borgargerð við fætur Vesúvíusar gætu þeir farið og skoðað borgina við sundin blá til að kynnast hinni hliðinni. Nauðsynlegt er að hefjast handa sem allra fyrst, því ef þró- unin heldur áfram sem nú horfir verður það næsta stig, að í ljós kemur, að nauðsynlegt er að rífa öll hús í miðbænum milli Hall- grimskirkju og Landakotskirkju til að koma fyrir bílastæðum fyrir þá sem eiga erindi í Ráðhúsið til að heimsækja vom ástsæla borg- arstjóra. Munu þá einstæðir tum- ar þessara tveggja höfúðkirkna gnæfa í grárri auðninni eins og kúrekar fyrir blikkbeljumar - I’m a poor lonesome cowþoy - en hins vegar er hætt við því að safnið verði þá heldur fátæklegt, og þurfa hagsmunir þess að sitja í fyrirrúmi fyrir öðm. Það er hins vegar alveg ástæðulaust fyrir menn að láta ffamkvæmdimar við að ffiða borgina og breyta henni í safn vaxa sér í augum, eða halda að þær verði jafn óyfirstíganlega erf- iðar eins og að yfirskyggja heila dali með hugvitsamlegu þaki eða jafnvel reisa íslenska Þjóðarbók- hlöðu, svo vitnað sé í eitthvað sem virðist mannlegum mætti of- viða. Það er nefnilega ekki minnsti vafi á því að hugmyndir um mistakasafn af þessu tagi muni hljóta harla jákvæðar við- tökur erlendis, þar sem þær sam- svara brýnni þörf sem ekkert ann- að virðist geta fúllnægt jafn glæsilega. Mun þá ekkert verða því til fyrirstöðu að alþjóðastofn- anir eins og Unesco taki málið upp á sina arma, og enginn hörg- ull verður þá á því að Islendingar fái ríkulega styrki og bætur af öllu tagi til að koma safninu á fót og reka það. Þegar um er að ræða stofnun sem hefur jafnmikið menntunargildi fyrir tilvonandi húsameistara, borgarskipuleggj- endur og aðra slíka, þannig að til- valið er að skipuleggja þangað námsferðir, námsdvalir og slíkt, er ekki að efa að aðrar þjóðir myndu vilja leggja sitt af mörk- unum: það mætti jafnvel setja slíkt sem skilyrði fyrir því að Reykvíkingar taki á móti náms- mönnum viðkomandi þjóðar til dvalar við safnið. Styrkimir gætu orðið svo ríflegir að Islendingar þyrflu ekki einu sinni að ganga í Evrópubandalagið. Ymsir kynnu nú að halda, að það muni standa Reykvíkingum fyrir þrifum að búa í friðaðri borg þar sem engu má breyta, - þar sem ekki má lengur leggja hraðbrautir gegnum gömul hverfi eða auka bílastæðin. En á móti þessu öllu kemur, að atvinnuhorfúr munu batna mjög, því að fjölmargir menn munu fá vinnu við rekstur safnsins og aðrir við móttöku og þjónustu við erlenda gesti. Nægir að benda á þann sem nú er æðstur Reykvíkinga: borgarstjórann sjálfan. Hann þyrfti ekki lengur að hafa áhyggjur af endurkjöri sínu, því beinast lægi við að hann hoppaði rakleiðis inn í það emb- ætti að vera æfilangur forstöðu- maður - curator perpetuus - safns- ins. Hver myndi líka verða færari en hann til að fara um safnið með þá gesti sem þurfa að fá sem ná- kvæmastar og vandaðastar upp- lýsingar og sýna þeim það sem markverðast er? Það yrðu ekki aðeins venjulegir námsmenn sem flykktust að til að hlýða á fag- mannlegar útskýringar hans, heldur mætti búast við því að stórstimi húsagerðarlistar og borgarskipulags kæmu langan veg til að verða vígðir inn í leynd- ardóma þessa einstæða safns. Og ef menn vilja að lokum beina huganum rækilega að ein- hveiju sem væri líklegt til að byggja upp bjartsýnina gætu þeir reynt að ímynda sér réttmætt stolt forstöðumannsins, þegar hann gengur um með heimsþekktum meisturum, sem em kannske komnir alla leið frá Kalifomíu eða Japan, og bendir þeim á dá- semdimar: „Takið eftir því að hér var upphaflega gamalt, stilhreint einnar hæðar steinhús, en svo var nokkrum hæðum bætt ofan á það í stál- og glerstíl, og er stílblandan jafn lystileg fyrir augað og brennivín blandað með lýsi fyrir bragðkirtlana. Lengra hefúr eng- inn komist á þessu sviði, og em uppi áform um að hafa hér rann- sóknastofnun til að kanna áhrif ósamræmanlegra hluta á manns- heilann“. Eða: „Þegar fomleifafræðingar framtíðarinnar uppgötva húsin með flötu þökin, halda þeir að annað hvort hafi orðið býsna rót- tækar loftslagsbreytingar í land- inu á því tímabili þegar þau vom byggð, eða þá að nemendur í húsagerðarlist hafi átt völ á alveg sérlegum hagstæðum námsstyrkj- um við arkitektaskólann í Abúda- bí á þessum tíma og hafi þeir fengið þjálfún sína við að hanna byggingar í eyðimörkinni. En þótt við stöndum nær fyrirbærinu í tíma, hefúr engin skýring fundist ennþá. Er nú verið að leita að þvi húsinu, þar sem flestra bala er þörf, og verður þar komið á fót al- þjóðlegri rannsóknastofnun til að kanna skynsemi og verksvit hom- inis sapientis". Eða þá: >VA þessum stað stóð glæsi- legt gamalt hús sem hafði m.a. að geyma einn elsta kvikmyndasal Vesturlanda, sem varðveittur var óbreyttur. Hvar sem var í menn- ingarlöndum hefði slíkt hús verið sett efst á lista yfir þær byggingar sem ætti skilyrðislaust að varð- veita og gera að menningarmið- stöð. En undir stjóm borgarstjóra sem menn kannast við var gengið alveg sérlega fram í að eyðileggja það. Eru nú áform um að koma fyrir á þessum stað sérlegri rann- sóknastofnun um vandalisma." Og þannig mætti lengi halda áfram. Gestimir munu ekki telja að þeir hafi verið sviknir. 12 3ÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. októberí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.