Þjóðviljinn - 05.10.1990, Síða 15

Þjóðviljinn - 05.10.1990, Síða 15
Handbolti Nærri sextíu landsleikir á sextán mánuðum Þrír leikir á móti Svíum á milli jóla og nýárs Áhugamenn um handknattleik fá trúlega eitthvað fyrir sinn snúð í vetur og næsta ár fram að B- keppninni sem fram fer í Austurríki. Þegar hefur verið ákveðið að Svíar leiki þrjá leiki hér á landi á milli jóla og nýárs og mun Kristján Arason leika með íslenska liðinu í þeim leikj- um. Stjóm Handknattleikssam- bands Islands og Þorbergur Aðal- steinsson landsliðsþjálfari hafa að undanfömu verið að reyna að fá verðuga æfingaleiki fyrir lands- liðið, en það heíur reynst erfítt að fá leiki hingað heim. Tékkar koma fyrst Fyrstu landsleikimir í vetur verða 22.-26. nóvember við Tékka. I lok þess mánaðar, 30.nóvember til 2. desember, tek- ur landsliðið þátt í móti í Dan- mörku þar sem Bandaríkjamenn og Frakkar verða einnig með. Rétt fyrir jólin, 19.- 20. desember, kemur landslið hins sameinaða Þýskalands og á milli jóla og ný- árs verða síðan þrír leikir við heimsmeistara Svía. Um svipað leyti koma Japanir og leika bæði við A-landsliðið og unglinga- landsliðið. í byijun janúar, 9.-13., mun íslenska landsliðið taka þátt í fímasterku móti á Spáni. Auk heimamanna, A og B lið, munu mæta þar til leiks Svíar, Rúmenar og jaftivel Sovétmenn. í febrúar, 11.- 12., munu svo Ungveijar sækja okkur heim og leika hér tvo leiki. Það er því næsta víst að mik- Krístján Arason f landsliðið á nýjan leik. ið mun mæða á landsliðsstrákun- um okkar í vetur, því auk lands- leikjanna verða verkeíhin ærin í deildakeppninni í íslandsmótinu. Auk þessa hefúr verið ákveð- ið að karlalandsliðið verði við æf- ingar ffá 10. maí í vor til loka júlí- mánaðar. -grh Kvennahandbolti Mörg járn í eldinum Norðurlandamót stúlkna, C-keppnin á Ítalíu og forkeppni HM-stúlkna Eftir frækilega frammistöðu stúlknanna í Fram á móti sænsku meisturunum Stock- holmspolisen á dögunum er flestir á því að kvennahand- boltinn sé á uppleið. Það verður því fróðlegt að fylgjast með því í vetur hvort það skilar sér í góð- um árangri unglinga- og A- landsliða kvenna. Stærstu verkefnin framundan eru C- keppnin á Italíu í mars-apr- íl og forkeppni HM-stúlkna i maí- júní. Sameiginlegar æfingar lið- anna eru þegar hafnar og æfa þau á hverjum sunnudegi í Kaplakrika fram að áramótum. Um miðjan þennan mánuð fer unglingalandsliðið í æfingabúðir til að búa sig undir „Kwantum“ mótið sem fram fer í Hollandi dagana 17.-23. október. And- stæðingar íslensku stúlknanna verða, auk heimamanna, Pólveij- ar, Rúmenar, Nprðmenn og landslið Angólu. Á þessu móti verður íslenska liðið styrkt með eldri stúlkum. Norðurlandamót stúlkna 1 desember mun unglinga- landsliðið fara i æfingabúðir á nýjan leik til að undirbúa sig fyrir Saltfiskmótið sem haldið verður ÍÞRÓTTIR hér á Iandi. Auk þeirra taka þátt í mótinu Spánveijar, Portúgalar og A-Iandslið íslands í kvenna- flokki. Strax að þessu móti loknu taka við æfingar hjá unglinga- landsliðinu fyrir Norðurlandamót stúlkna sem haldið verður hér. Handknattleikssamband ís- lands og Adidas hafa gert með sér nýjan auglýsingasamning til sex ára að verðmæti um 30 mi- ljónir króna. Með þessum samningi verður Adidas áfram eitt af helstu stuðn- ingsfyrirtækjum HSÍ og landsliða þess, bæði karla og kvenna, pilta og stúlkna. Adidas mun því sjá öllum átta landsliðunum í hand- bolta fyrir skóm, búningum, æf- ingagöllum, töskum og boltum næstu sex árin, eins og það hefur gert undanfarin sex ár. Verðmæti samningsins er áætlað um fimm miljónir króna á ári eða um þrjá- tíu miljónir króna á samnings- tímabilinu, auk peningaverðlauna til landsliðsins, nái það einu af Fyrir utan Saltfiskmótið er fyrirhugað að A-landsliðið leiki hér heima við Hollendinga dag- ana 5.-10. febrúar á næsta ári. Reynt var að fá Svía til að koma hingað en þær sáu sér ekki fært að mæta. —grh efstu sætunum í heimsmeistara- keppnum og á ólympíuleikum. Við undirritun samningsins í vikunni sagði Jón H. Magnússon, formaður HSI, að samningurinn komi til með að auðvelda mjög alla starfsemi landsliðanna næstu árin. Hins vegar mun hann ekki leysa svo mjög erfiða lausafjár- stöðu sambandsins sem skuldar um tíu miljónir króna. Mestur hluti þeirrar fjárhæðar er til kom- inn vegna skafmiðaævintýrsins Fjarkans á sínum tíma. Fyrir hönd Adidas-umboðsins skrifaði undir samninginn Ólafúr B. Schram, framkvæmdastjóri Heildverslunar Björgvins Schram. -grh HSÍ Þrjátíu miljóna króna samningur r HSI og Adidas hafa gert með sér nýjan auglýsingasamning til næstu sex ára ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandlagið í Hafnarfirði Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði verður haldinn i Skálanum mánudaginn 15. október nk. kl. 20.30. Stjórnln ák Alþýðubandalagið í Kópavogi Opið hús Opið hús í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn 6. október milli kl. 10 og 12. Valþór Hlöðversson, bæjarfulltrúi og Ásgeir Matt- híasson fulltrúi ABK í bygginganefnd verða með heitt kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Stjórn ABK Alþýðubandalagið í Kópavogi Felagsfundur verður haldinn í Þinghóli, Hamra- borg 11, mánudag- inn 8. október og hefst kl. 20.30. Dagskrá* 1. Inntaka nýrra félaga. s|flurWte Már 2. Kosning uppstillingamefndar fyrir aðalfund félagsins. 3. Samningur um nýtt álver. Frummælendur verða þau Sigurbjörg Gísladóttir, efnaverk- fræðingur og Már Guðmundsson, hagfræðingur. 4. Onnur mál. Stjórn ABK Alþýðubandalagið Akranesi Bæjarmálar áð Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn Dagskrá: 1. Bæjarmálin. 2. önnuLmál. . Mætum öll 8. október kl. 20.30 I Rein. Stjórnln -r Steingrímur Sigfússon, Ragnar Arnalds og Gunnlaugur Júlíusson mæta á almennum opnum fundi á Húnavöllum, sunnudaginn 7. október n.k. Fundurinn hefst kl. 15.00. Hvað líður gerð búvörusamnings? Verður landinu skipt I framleiðslusvæði - eða miðað við landkosti hverrar jarðar? Á að leyfa sölu fullvirðisréttar? Hver verða áhrif nýs álvers á Reykjan- esi á byggðaþróun? Er hætta á að opnað verði fyrir innflutning landbúnaðarvara? Eru blikur á lofti I efnahagsmálum? Eða bjart- ari tíð framundan? Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Keflavík og Njarðvík Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Keflavlkur og Njarðvíkur verður haldinn laugardaginn 6. október nk.líflðnsveinahúsinu Keflavík og hefst kl. 15. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Stjórnarkjör. 3. Kosning fulltrúa á aðalfund kjördæmisráðs AB I Reykjanes- kjördæmi. 4. Onnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins í Reykjavík Opinn stjórnarfundur Opinn stjórnarfundur verður sunnudaginn 7. október kl. 14 á Hverfisgötu 105, risinu. Stjórn ÆFR Steingrímur Sigfússon, Ragnar Arnalds og Gunnlaugur Júlíusson mæta á almennum opnum fundi I Ásbyrgi, Laugarbakka sunnu- daginn 7. október n.k. Fundurinn hefst kl. 20.30. Hvað líður gerð búvörusamnings? Verður landinu skipt I fram- leiðslusvæði - eða miðað við landkosti hverrar jarðar? Á að leyfa sölu fullvirðisréttar? Hver verða áhrif nýs álvers á Reykjanesi á byggðaþróun? Er hætta á að opnað verði fyrir innflutning land- búnaðarvara? Eru blikur á lofti í efnahagsmálum? Eða bjartari tíð framundan? Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið í Reykjavík Opnunartími skrifstofunnar Skrifstofa ABR, Hverfisgötu 105, verðuropin þriðjudaga, miðviku- daga og fimmtudaga á milli kl. 9 og 11. ABR Föstudagur 5. október 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.