Þjóðviljinn - 05.10.1990, Side 19
Spiral Back frá árinu 1929.
r
A morgun laugardag kl. 16 verður opnuð að
Kjarvalsstöðum sýning á ljósmyndum banda-
ríska myndasmiðsins Imogen Cunninghams
frá árunum 1905-1975. Sýningin er haldin á
vegum Menningarstofnunar Bandaríkjanna og
Menningarmálanefndar Reykj avíkurborgar.
Imogen Cunningham átti sér langan feril
sem ljósmyndari, og var enn að á níræðisaldri.
Hún lifði flestar mikilvægustu breytingar í
sögu bandarískrar ljósmyndunar, og sjálf
skapaði hún margar þekktustu ímyndir !í
allri ljósmyndasögunni.
Ljósmyndir
Ótrufluðsýn
Imogen
Ciminghams
Imogen hóf nám í Washing-
ton-háskóla árið 1903. Hún valdi
efnaífæði sem aðalgrein vegna
áhuga síns á ljósmyndun. Fyrstu
myndir sínar tók Imogen þremur
árum seinna, og var á þeim tíma
heldur óalgengt að stúlkur tækju
ljósmyndir eða hefðu áhuga á vís-
indum og tækni. Lokaritgerð
Imogen bar tiltilinn Vísindaleg
framþróun ljósmyndunar. Að
námi loknu starfaði hún um nokk-
urra ára skeið á ljósmyndastofu i
Seattle, og naut einnig leiðsagnar
Adolfs F. Muhrs. Árið 1909 hlaut
hún styrk til að stunda nám við
Tækniháskólann i Dresden í
Þýskalandi. Þar var efnafræði-
deildin í ljósmyndun mjög ffam-
arlega, en hún var þá undir for-
ystu dr. Roberts Luthers. Imogen
lærði einnig listasögu og módel-
teikningu í Listaháskólanum í
borginni. Þegar námi lauk í
Þýskalandi með lokaritgerð um
eigin ffamleiðslu platínum- papp-
írs fýrir brúna tóna hélt Imogen
affur til Seattle þar sem hún opn-
aði eigin ljósmyndastofu.
Á þriðja áratugnum snerist
áhugi hennar að myndun smáat-
riða í náttúrunni og að samsettum
ljósmyndum og yfirprentunum.
Við lok þriðja áratugarins var
Jackie, Ijósmynd Imogen Cunninghams frá árinu 1928.
Imogen án efa orðin einn fagleg-
asti og djarfasti ljósmyndarinn að
störfúm á vesturströnd Bandaríkj-
anna. Mikla athygli og hneykslun
vöktu m.a. nektarmyndir sem hún
tók af eiginmanni sinum.
Á fjórða áratugnum tók
Imogen að sér að taka ljósmyndir
fyrir tímaritið Vanity Fair og ferð-
aðist oftsinnis til Hollywood i því
skyni að festa ffægar stjömur á
filmu, en í sinu eðlilega umhverfi
og án stjömuljóma. Meðal þeirra
sem hún myndaði má nefha Joan
Blondell, James Cagney, Spencer
Tracy og Cary Grant.
Eins og áður sagði var ferill
Imogen Cunninghams langur,
hún hélt áfram að mynda fram á
áttunda áratuginn. Hún lést árið
1976 á 93. aldursári.
Sýningin á Kjarvalsstöðum
er opin daglega frá kl. 11 til 18,
og stendur til 21. október.
Veiöitíminn hefst
í síðustu viku flutti Leiklistar-
deild Hljóðvarps nýtt íslenskt
leikrit eftir Þorstein Marelsson. Á
þriðjudagskvöld hófst vetrardag-
skrá deildarinnar með flutningi
fyrsta þáttar af nýju ffamhalds-
leikriti eftir Carlos Fuentes og var
hann endurtekinn á fimmtudags-
eftirmiðdag. En meira fylgir á eft-
ir.
Hljóðvarpið sinnir leiklistar-
flutningi af miklum ágætum. Út-
varpsleikritið er enda listform
sem naut mikilla vinsælda í land-
inu á ámm áður og á sér enn stór-
an hóp unnenda sem minnist þess
oft með söknuði hversu ótryggur
hann er þessarí ágætu grein list-
anna.
Á þessum vetri hyggur leik-
listardeildin á landnám og sækir
sömu mið og margir ágætir þýð-
endur okkar hafa sótt á í skáld-
sagnaþýðingum. Suðuramerísk
leikskáld verða fyrirferðarmikil á
dagskránni í vetur og er það mik-
ill fengur því leikbókmenntir
þeirrar álfú hafa lengi verið okkur
ókunnugar.
Það er nokkuð flókið kerfi
leikritaflutnings í hljóðvarpinu.
Bamaleikrit verða á dagskrá alla
laugardagseftirmiðdaga, og fyrst
er ffamhaldsleikrit sem kallast
Götuguttar eftir Claudiu Ferman.
Höfuð Hydm, fýrmefht fram-
haldsleikrit eftir skáldsögu Fuent-
es í þýskri leikgerð, er á dagskrá á
þriðjudagskvöldum þennan mán-
uð.
Svokölluð mánaðarleikrit
verða tvö í mánuði og er þá átt við
stærri leikverk. Þau em á dagskrá
á sunnudagseftirmiðdögum og
em * endurtekin á laugardags-
kvöldum viku síðar.
Stefnt er að því að flytja eitt
slíkt á mánuði í vetur í beinni út-
sendingu, en það hefur ekki tíðk-
ast i langan tíma að flytja leikrit
beint og aldrei af sviði og með
áhorfendum eins og nú er áætlað.
Fyrsti beini flutningurinn er áætl-
aður þann 16. október og er það
verkið Klifur Pési eða Klifúr Pét-
ur eftir Antonio Callado. Flutning
af sviði og með áhorfendum heyr-
um við fyrst í nóvember.
Fleiri höfundar em nefndir til
en Mexíkaninn, Argentínumaður-
inn og Brasilíubúinn hér að ofan.
Llosa og Marques em líka nefhd-
ir og verður gaman að fýlgjast
með verkum þessa fríða flokks á
komandi vetri. Það hefur ekki áð-
ur tíðkast að einbeita kröftum
leiklistardeildar að tilteknum álf-
um eða þjóðlöndum og er þessi
nýjung spennandi og ánægjuleg.
En þá er ekki allt talið. Is-
lenskir höfundar verða reglulega
á ferðinni í vetur. Kjartan Ragn-
arsson, Gunnar Gunnarsson og
Steinar Siguijónsson em þegar
komnir með verk, og ekki færri en
fimm aðrir vinna nú að þróun
verka og fmpússningu, en sam-
kvæmt nýjum samningum rithöf-
unda og útvarpsins gefst höfund-
um kostur á að vinna á þann máta
fyrir hljóðvarp og skilar það sér
vonandi í fleiri tækum leikjum
fyrir hljóðnemann.
Að auki mun deildin kynna
þijú valin verk eftir leikstjóra í
hverjum mánuði og gefa áheyr-
endum kost á að velja hvert þeirra
skuli flutt. Er Þorsteinn Ö. Steph-
ensen fremstur í þessum hóp og
fýlgir Láms Pálsson á eftir og síð-
an yngri menn sem nú em í hópi
okkar elstu leikara. Þessi hópur
leikstjóra var ráðandi í vinnslu
leikrita í hljóðvarpi í nær aldar-
íjórðung, en hefur lítið verið
fenginn til þeirra starfa um langa
hríð. Likast til hafa þeir ekki þótt
nógu góðir. En nú á semsagt að
leyfa okkur að meta framlag
þeirra á ný.
Leikur Þorsteins Marelssonar
um villur manna á ijúpnaveiðum
og fýrsti þátturinn af Höfði Hydm
vom gerólíkir í formi og efnistök-
um. Þorsteinn er að fást við stutt
spennuatriði sem er rammað inn
sem draumur sem kann að hafa
forspárgildi fýrir væntanlega
veiðiferð. Gerendur í leiknum em
þrír, tveir menn á gangi og ókunn-
ur maður í fjarska sem hugsan-
lega er fjandmaður þeirra. Þeir
hafa í upphafi andstæða skoðun á
veiðinni, en er á líður hverfast
pólamir. Sá sem fýrr var andsnú-
inn veiðinni verður blóðþyrstur,
hinn vill komast lífs af fjallinu.
Samtal þeirra var snoturlega sam-
ið og af kunnáttu. Prýðilega flutt
af Sigurði Karlssyni og Þórami
Eyljörð í leikstjóm Ingunnar Ás-
dísardóttur. Veikleiki verksins var
hversu fátækleg sagan var og fýr-
irsegjanleg þegar aðstæður vom
Ijósar.
Fyrsti þáttur af Höfði Hydru
var hinsvegar óhemju flókinn.
Sögumaður og aðalpersóna keyra
margbreytilega og fjölskrúðuga
sögu áffam og með beinum lýs-
ingum eða innra tali. Fjöldi per-
sóna kemur við sögu og áhorfand-
inn á fullt í fangi með að átta sig á
þéttum vef verksins. Raddir Sig-
urðar Skúlasonar og Amars Jóns-
sonar em of keimlíkar og hefði
mátt færa Amar í annað hljóðrúm
eða stílkenna lestur hans svo
sögumaðurinn stæði út úr öðmm
röddum. Eftirtektarverður er leik-
ur þeirra Guðrúnar Gísladóttur og
Sigrúnar Eddu í hlutverkum fyrr-
um ástkonu og eiginkonu hag-
fræðingsins unga sem er vitandi
að verða blóraböggull í pólitísku
plotti. Það verður spennandi að
fýlgjast með framhaldinu og sýni-
lega getum við lært mikið strax af
vinnubrögðum í frásögn þessa
verks.
Föstudagur 5. október 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA19