Þjóðviljinn - 12.10.1990, Síða 4
Fjárlög
Ekki
kosninga-
fjárlög
Halli íjárlaga minnkar, áframhaldandi aðhald í
útgjöldum, skattaumbætur, engin erlend lán-
taka, sjálfstæði ríkisstofnana og minni miðstýr-
ing, óverulegar skattahækkanir, ekkert framlag
í byggingarsjóð ríkisins
Halli ríkisins á næsta ári er
áætlaður 3,65 miljarður kr.
samkvæmt frumvarpi til fjár-
laga sem lagt var fram á alþingi
í gær. Þetta er minni halli en í ár
og mun minni en árið 1988 þeg-
ar hann varð 10,5 miljarðar.
Tekjur ríkisins eru áætlaðar
99.563 miljónir kr. og gjöldin
103.213 miljónir kr. Hallinn er
u.þ.b. eitt prósent af landsfram-
leiðslu, en í ár er ætlað að hallinn
verði 1,5 prósent af landsfram-
leiðslu.
Homsteinn
efnahagsbatans
„Megintilgangur fjárlaga-
frumvarpsins íyrir árið 1991 er að
vera homsteinn í áframhald þess
jafnvægis og stöðugleika sem við
Islendingar höfum nú náð í efna-
hagsmálum,“ sagði Ólafur Ragn-
ar Grimsson, fjármálaráðherra, er
hann kynnti blaðamönnum fmm-
varpið í gær. Hann taldi megin-
einkenni frumvarpsins vera að
hallinn minnkaði frá ári til árs;
aðhaldið í ríkisútgjöldunum héldi
áfram þannig að þau stæðu nánast
í stað. Miðað við landsfram-
leiðslu lækka útgjöldin um 1,1
prósent.
„Gagnstætt því sem margir
hafa búist við að í þessu fjárlaga-
frumvarpi væri boðin gífurleg út-
gjaldaaukning vegna væntanlegra
kosninga, þá er haldið áfram því
aðhaldi sem hefur sett svip sinn á
stjóm ríkisíjármálanna á síðustu
tveimur árum,“ sagði Ólafur.
Önnur megineinkenni telur hann
vera að skattar hækki ekki, en að
breytingar verði gerðar á skatt-
lagningu atvinnulífsins í sam-
ræmi við alþjóðlegar venjur.
isins algerlega innanlands," sagði
ráðherra og taldi þetta nokkum
áfanga þar sem það hefði ekki
gerst um áratuga skeið. Það væru
tímamót að erlendum lántökum
vegna halla ríkissjóðs væri hætt,
taldi Ólafur. Síðasta meginein-
kennið telur hann vera þá nýju
stefnu að auka sjálfstæði ríkis-
stofnana. „Stofnanimar fái
ákveðnar upphæðir á ríkisljárlög-
um, en fái sjálfar vald til þess að
skipta þeim upphæðum milli
hinna ýmsu tegunda rekstrarút-
gjalda,“ sagði Ólafur og bætti við
að Háskóli Islands yrði fyrsta
stofnunin þar sem þetta skref yrði
stigið. Hann sagði þetta muni
draga úr miðstýringu og auka
sjálfstæði stofnana. Hann vonað-
ist til þess að í meðforum Alþing-
is yrði fleiri stofnum veitt slíkt
peningavald.
Ólafur taldi það stjóminni til
tekna að hafa tekist að minnka
ríkishallann á samdráttartímum.
En á slíkum tímum minnka tekjur
ríkissjóðs á sama tíma og kröfur
þjóðfélagsins um útgjöld aukast.
Forsendur íjárlagafrumvarps-
ins em þær sömu í þjóðhagsáætl-
un Þjóðhagsstofnunar. Gert erráð
fyrir sjö prósent verðbólgu á árinu
og að kaupmáttur aukist um eitt
prósent. Óg er verðbólgan þá
komin á svipað stig og í ná-
grannalöndunum.
Lækkun vaxta
Meðal árangurs sem náðst
hefur síðustu tvö ár nefndi Ólafur
að vextir hefðu lækkað, bæði
nafnvextir og raunvextir. Þannig
lækkuðu meðalvextir óverð-
tryggðra útlána úr banka úr 35
prósentum um áramótin 1988 í
12,9 prósent í október. Ólafur tel-
ur að þrátt fyrir illar spár hafi
Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráöherra, kynnir fjárlagafrumvarp sitt. Við hliö hans situr aðstoðarmaöur
hans, Svanfríður Jónasdóttir. Mynd: Jim Smart.
fjöldaatvinnuleysi verið bægt frá,
viðskiptahallinn hafi minnkað og
vöruskiptajöfnuðurinn haft aukist
úr 0,1 prósenti 1988 í 2,3 prósent
í ár. Hann benti á, að við þetta
hefði staða atvinnuveganna batn-
að og að jafnvægi í peningamál-
um hefði ekki verið betra í mörg
ár.
Frumvarpið gerir ráð fyrir
eitthvað bættri afkomu á næsta ári
eða sem sagt að botninum á sam-
dráttartímanum séð náð og fram-
undan sé hægur en öruggur bati.
í frumvarpinu er þó ekki tekið
tillit til tveggja stórra óvissuþátta,
þ.e.a.s. olíuverðs og byggingar ál-
vers. Um álverið er það að segja
að þótt bygging þess hæfist á
næsta ári þá hefði það ekki stór
áhrif á efnhagslíf í landinu fyrr en
á árinu 1992. Um olíuverðið er
erfitt að spá, en það er ljóst að
stöðugt hátt olíuverð læki stærsta
hluta efnahagsbatans til sín. Þjóð-
hagsstofnun gerir í sínum spám
ráð fyrir að olíufatið kosti á næsta
ári 25 til 26 dollara. Þar búast
menn við að olíverð fari eitthvað
lækkandi í kringum áramótin. En
forsendur ljárlagafrumvarpsins
eru 26 dollarar á tunnuna. Sland-
ist spá Þjóðhagsstofnunar, stenst
frumvarpið.
yandamálasjóðir
I frumvarpinu er bent á vanda
ýmissa sjóða. Þar ber hæst Bygg-
ingarsjóði ríkisins og verka-
manna, Lánasjóð íslenskra náms-
manna, lífeyrissjóð starfsmanna
ríkisins og Atvinnuleysistrygg-
ingasjóð. Ölafúr sagði að vandi
sjóðanna væri uppsafnaður vandi
síðustu tíu til 15 ára. Sá vandi yrði
ekki leystur á einu fjárlagaári og
vandinn yrði ekki leystur með þvi
að veita miklu fé úr ríkissjóði í
sjóðina. Þannig væri einungis
verið að velta vandanum á undan
sér, sagði ráðherra. Hann leggur
til að vandamál þessara sjóða
yrðu rædd á þingi og komist að
niðurstöðu um hvemig eigi að
bregðast við. í fjárlagafrumvarp-
inu er gert ráð fyrir að Byggingar-
sjóður verkamanna fái 700 millj-
ónir í sinn hlut, en Byggingar-
sjóður ríkisins ekki neitt. Lána-
sjóði íslenskra námsmanna er gert
að fjármagna 60 prósent af fjár-
þörf sinni með lántökum miðað
við 43 prósent í ár.
Óvendeg hækkun
í fjárlagafrumvarpinu er gert
ráð fyrir einfoldun á skattlagn-
ingu fyrirtækja. I stað fimm mis-
munandi launatengdra gjalda á
fyrirtæki verði tekið upp eitt sam-
ræmt tryggingaiðgjald, og verður
það fyrst í stað í tveimur þrepum,
þijú og sex prósent. Við þetta
munu heildarútgjöld atvinnu-
rekstrarins hækka um hálft pró-
sent sem jafngildir 800 miljónum
kr. Ekki vill fjármálaráðherra líta
á þetta sem aukna skattheimtu þar
sem í fyrsta lagi sé um óverulega
upphæð að ræða og í öðru lagi
mun jöfnunargjald af innfluttri
vöru vera fellt niður í áföngum og
muni það skila atvinnurekstrinum
á næsta ári um einum miljarði
sem geri meira en að vega upp á
móti hækkuninni við skattbreyt-
inguna. Ástæða hennar er fyrst og
fremst að aðlaga íslenskt skatta-
kerfi að kerfum nágrannaland-
anna og þannig gera íslenska at-
vinnuvegi samkeppnishæfari að
sögn Ólafs.
Fjárlagafrumvarpið er í anda
þjóðarsáttar sem ríkisstjómin trú-
ir á, þótt setja verði spumingar-
merki við afstöðu Jóhönnu Sig-
urðardóttur, félagsmálaráðherTa, í
sambandi við núllkrónu-framlag-
ið í Byggingarsjóð ríkisins. Síðan
er ekki víst að þeir 5500 sem bíða
eftir lánsloforðum verði sáttir við
fjárlagafrumvarpið. Hinsvegar er
ólíklegt að aðrir landsmenn séu
tilbúnir til að borga hærri skatta
til bjargar sjóðunum nú eða láta
skera fjárlögin niður einhvers-
staðar annarsstaðar. Fiestir ættu
að vera sammála um að niður-
skurður rikisútgjalda sé af hinu
góða, þó lítill sé, a.m.k. ef mið er
tekið af sígildum lesendabréfum
um að ríkið eigi að draga saman
seglin.
-gpm
minnkar
„Lánsfjárþörf ríkisins minnk-
ar, og ætlað er að afia lánsfjár rík-
HANDBRAGÐ MEISIARANS
BAKARI BRAUDBERGS
Ávallt nýbökuð brauð
- heilnæm og ódýr -
Aðrir útsölustaðir:
Hagkaup: Skeifunni
- Kringlunni
- Hólagarði
Verslunin Vogar,
Kópavogi
Hraunbcrgi 4 skni 77272
%
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991
Aætlun Spá
Verðbólga á Islandi og í OECD- ríkjunum 1980-1991. Heimild: Frumvarp til fjárlaga 1991.
4 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. október 1990