Þjóðviljinn - 12.10.1990, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 12.10.1990, Qupperneq 7
Evrópska myntbanda- lagið: ógnvaldur eða öryggisventill? Hvers vegna deila Bretar um aðild? M ýverið kúventi forysta ■■ breska íhaldsflokksins í af- stöðunni til samvinnu ríkja Evrópubandalagsins í gengis- og peningamálum. í stað beinn- ar andstöðu við aðiid Bretiands að Evrópska myntbandaiaginu sagði Margaret Thatcher að hún væri hlynnt slíkri aðild. Þessi stefnubreyting kom Verkamannaflokknum í opna skjöldu, en hann lauk þingi sínu í síðustu viku, sama daginn og yfirlýsingin var gefín, án þess að taka afgerandi afstöðu til málsins. En um hvað snýst þessi deila, og hvaða þýðingu hefur hún íyrir breskt efnahagslíf? Ótti við verðbólgu Breska tímaritið The Econ- Savimbi viðurkenn- ir Angólustjóm Jonas Savimbi, leiðtogi an- gólsku uppreisnarhreyfmgarinnar UNITA, tilkynnti í gær í lok heim- sóknar í Nígeriu að hann væri reiðubúinn að viðurkenna rikis- stjóm MPLA- hreyfingarinnar, sem hann hefur átt í stríði við í hálfan annan áratug, sem löglega stjóm Angólu þangað til kosningar hefðu farið þar fram. Nígería hefúr verið eindregið á bandi MPLA. Þessi viðurkenning Savimbis þykir benda til þess að sættir geti tekist innan skamms með stríðsaðilum í Angólu. Tréyfirgnæfir hamarogsigð Miðstjóm ítalska kommúnista- flokksins, þess stærsta á Vestur- löndum, ákvað á miðvikudag að skipta um nafn á flokknum og breyta tákni hans. Nýja nafnið er Lýðræðislegi vinstriflokkurinn. I flokkstákninu, eins og miðstjómin nú vill hafa það, ber mest á lauf- skrúðugu tré, og við rætur þess em hamarinn og sigðin, tákn flokksins í undangengin 69 ár. Breytingar þessar öðlast því aðeins gildi að þær verði samþykktar á þingi flokksins, sem kemur saman í janúar. omist reifar þessi mál í síðasta hefti sinu og ryíjar þar upp þau rök John Majors, fjármálaráð- herra í ríkisstjóm Thatchers, að aðild að Myntbandalaginu komi ekki til greina fyrr en Bretar hafi komið verðbólgunni niður á það stig sem rikir í Þýskalandi, en þýska efnahagskerfið sé einmitt þungamiðja bandalagsins. Ástæð- an er sú að með því að binda gengi Sterlingspundsins við Evr- ópumyntir muni verðbólgan sjálf- krafa grafa undan samkeppnis- getu bresks iðnaðar. Við það bæt- ist að bundið gengi sterlings- pundsins mun leiða til samræm- ingar vaxta á Bretlandi og í lönd- um bandalagsins, er þýddi lækk- un vaxta í Bretlandi og þar með tilhneygingu til aukinnar verð- bólgu. Bretar væm þannig rúnir sínum hefðbundnu hagstjómar- tækjum. The Economist bendir hins vegar á, að dæmið sé ekki svo einfalt og ráðherran hefúr haldið fram. Þvert á móti geti aðild að myntbandalaginu orðið varanleg- asta trygging Breta gegn verð- bólgu og fyrir stöðugleika þegar til lengdar lætur. Vissan um að genginu verði ekki hnikað til þess að leiðrétta fyrir verðbólgusamn- ingum á launamarkaði eða óhóf- legum verðhækkunum muni sjálfkrafa leiða til skynsamlegri kjarasamninga og verðlagningar og auka trú manna á stöðugt verð- lag til lengri tíma. Það sé í raun- inni álíka viturlegt að setja lækk- un verðbólgu sem skilyrði fyrir inngöngu eins og að segja Arg- entínustjóm að hún verði að ná verðbólgunni niður áður en hún dragi úr peningaútgáfunni. Ólík Irfskjjör Blaðið vekur síðan athygii á þeim ummælum bankastjóra þýska Seðlabankans, að samræm- ing lífskjara í aðildarríkjunum sé nauðsynleg til þess að mynt- bandalagið gangi sársaukalaust fyrir sig. Þar hafði bankastjórinn fýrrverandi A-Þýskaland einkum í huga. The Economist bendir hins vegar á að lífskjör geti verið mjög misjöfn innan eins og sama ríkisins, og tekur Italíu sem dæmi. Væri það kostur fyrir S- Orðsending frá Bifreiðatryggingafélögunum Frá og meö 1. október 1990 er tilkynning um eigendaskipti ökutækis jafnframt beiðni um lögboðnar ökutækjatryggingar. Vátryggingarnar taka gildi þegar gjald vegna eigendaskiptanna er greitt á póst- húsi. Bifreiðatryggingafélögin Ítalíu að búa við sjálfstæða mynt og geta verðfellt hana gagnvart norðurhlutanum til þess að bæta samkeppnisaðstöðuna? spyr blað- ið. Niðurstaðan er ótvírætt nei- kvæð, aðskilnaður suðursins ffá norðrinu væri ekki annað en ávís- un á verðbólgu í suðrinu. Sama gildi í raun um Evrópska mynt- bandalagið í heild. Og blaðið minnir á að ýmis ríki þriðja heimsins og Pólland hafi með góðum árangri bundið gjaldmiðil sinn við gjaldmiðil hinna ríkari iðnrikja með athyglisverðum ár- angri. Ólíktverólag The Economist segir að það sem mestu skipti um sársauka- lausa aðlögun að evrópska mynt- bandalaginu sé samræming á verðlagi. Aðild hafi óhjákvæmi- lega í för með sér að mismunur i vöruverði þurrkist smám saman út. Fyrir þjóð sem býr við hlut- fallslega lágt vöruverð sé þetta hagstætt fyrir útflytjendur en verki til verðhækkana innanlands. Hlutfallslega hátt vöruverð verkar á gagnstæðan hátt. Blaðið bætir svo við, að til skamms tíma hafi það verið trú hagfræðinga, að hinn frjálsi markaður með fljótandi gengi ynni sjálfkrafa að verðútjöfnun á milli þjóða, en annað hafi komið í ljós á síðasta áratug. Að lokum segir The Econom- ist í forystugrein sinni að mynt- bandalagið feli í raun í sér eina sameiginlega stefnu fyrir aðildar- rikin í peningamálum þannig að stjómvöld einstakra rikja hafi ekki lengur svigrúm til að skapa umffamverðbólgu eða lækka gengi. Ytri áföll geti að vísu snert aðildarríkin með mis- jöfhum hætti (Bretar fara t.d. bet- ur út úr olíukreppunni en Þjóð- veijar) en þegar til lengdar lætur tryggi sameiginlegt myntbanda- lag ábyrgari efnahagsstjóm, þar sem fast gengi eða sameiginleg mynt muni endanlega verða besta tryggingin fyrir stöðugu og jöfnu verðlagi. Flest bendir til þess að ekki líði á löngu þar til Islendingar þurfi að taka afstöðu til þessara sömu spuminga og verður ekki annað séð en að þessi umræða eigi fúllt erindi inn í íslenska um- ræðu um tengslin við Evrópu- bandalagið. -ólg. Vesturþýska markið verður þyngdar- punkturinn Evrópska mynt- bandalaginu. Teikning úr L'Express Geimcfcasl ógnar geimferöum I New Scientist, bresku tímariti um vísindaleg efni, segir að svo mikið af drasli sé nú úti í geimnum af manna völdum, að haldi svo áffam sem nú horfi verði menn að hætta geimferðum með öllu innan svo sem 30 ára. Brak þetta er úr geimflaugum sem spmngu, njósnahnöttum sem hafa verið eyðilagðir o.fl. Er þegar farin að stafa af þessu árekstrahætta fyrir geimfara. GEGN- FROSIN GAÐI FRÁ FÖNIX GRAM frystikistur FRYSTIKISTUR 234 Itr. kr. 37.790 (kr. 35.900 stgr.) 348 Itr. kr. 47.350 (kr. 44.980 stgr.) 462 Itr. kr. 55.780 (kr. 52.990 stgr.) 576 Itr. kr. 75.980 (kr. 72.180 stgr.) GRAM frystiskápar FRYSTISKÁPAR 100 Itr. kr. 39.990 (kr. 37.990 stgr.) 146 Itr. kr. 46.280 (kr. 46.280 stgr.) 175 Itr. kr. 46.970 (kr. 44.620 stgr.) 240 Itr. kr. 54.990 (kr. 52.240 stgr.) 330 Itr. kr. 73.670 (kr. 69.990 stgr.) Góðir skilmálar Traust þjónusta 3ja ára ábyrgð /FQmx Hátúni 6a • Sími 91-24420 Föstudagur 12. október NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.