Þjóðviljinn - 12.10.1990, Qupperneq 16
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýöubandalagið á Akureyri
Bæjarmálaráð
Fundur verður í bæjarmálaráði mánudaginn 15. október n.k. kl.
20.30 í Lárusarhúsi.
Dagskrá:
Fundagerðir nefnda.
Stjórnin
Alþýðubandalagið á Seltjarnarnesi
Almennur félagsfundur
Alþýðubandalagið á Seltjarnarnesi heldur almennan félagsfund
miðvikudaginn 17. október kl. 20.30 í Félagsheimili Seltjarnar-
ness.
Dagskrá:
Guðrún Helgadóttir alþingismaður ræðir stjórnmál á
haustdögum.
önnur mál.
Stjórnin
Alþýðubandalagið í Ólafsvík
Félagsfundur
Almennur félagsfundur verður haldinn í Mettubúð fimmtudaginn
18. október kl. 20.30.
Dagskrá:
Kosning fulltrúa á aðalfund kjördæmisráðs og önnur mál.
Stjórnin
Alþýðubandalagið I Kópavogi
Opið hús
í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn 13. október milli kl. 10 og
12. Heitt kaffi á könnunni.
Allir velkomnir.
Stjórn ABK
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Haustferð í
Landmanna>
laugar
27. októ-
ber1990
Laugardaginn 27. októberferABk haustferð í Landmannalaugar.
Farið verður frá Þinghóli klukkan 9 að morgni og ekið austur
Hellisheiði. Farið verður um Ölfus og Flóa, austur yfir Þjórsá, upþ
Landveg að Tröllkonuhlaupi við Búrfell. Með viðkomu í Foss-
brekkum verður farið um Sölvahraun á Landmannaleið. Skammt
frá Landmannahelli verður ekið upp á Mógilshöfða og yfir í
Hrafntinnusker og skoðaður íshellirinn þar sem jarðhitinn bræðir
íshelluna án afláts. Allt um kring eru spúandi hverir á þessu mikla
háhitasvæði. Þaðan verður aftur haldið á Dómadalsleið og hjá
Frostastaðavatni í Landmannalaugar þar sem gist verður í skála
Ferðafélags (slands eftir kvöldvöku og söng.
Á sunnudeginum verður árdegis gengið á Bláhnjúk en sumir taka
sér styttri göngu eða baða sig í lauginni Ijúfu. Laust eftir hádegið
verður haldið af stað heimleiðis. Þá verður ekið hjá Hófsvaði á
Tungnaá, niður með Vestur-Bjöllum, hjá Sigölduvirkjun og
Hrauneyjarfossvirkjun, yfir Þjórsá hjá Sandafelli, niður Hrossa-
tungur að Gjánni og Stöng í Þjórsárdal. Þaðan verður svo ekið að
Hjálparfossi og heim um Gnúpverjahrepp og Skeið. Heimkoma er
áætluð klukkan 20 að kvöldi sunnudagsins.
Gistigjald í skála er kr. 550 og fargjald er kr. 2.500. Hálft fargjald er
fyrir eftirlaunaþega og ófermda og ókeypis fyrir börn átta ára og
yngri.
Skráið ykkur sem allra fyrst hjá fararstjóranum Gísla Ólafi Pét-
urssyni í síma 42462.
ATHUGIÐ að þátttaka er ÖLLUM velkominl! Ferðanefnd ABK
AB á Suðurlandi
Aðalfundur kjördæmisráðs
Alþýðubandalags Suðurlands verður haldinn í Hvoli á Hvolsvelli
13. og 14. október. Fundurinn hefst kl. 16 á laugardag.
Dagskrá:
Aðalfundarstörf og undirbúningur kosninga.
Stjórn kjördæmisráðs
Alþýðubandlagið í Hafnarfirði
Aðalfundur
Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði verður haldinn í
Skálanum mánudaginn 15. október nk. kl. 20.30.
Stjórnin
Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra
Aðalfundur kjördæmisráðs
Aðalfundur kjördæmisráðs Norðurlandskjördæmis eystra verður
haldinn í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, Akureyri, föstudaginn 12.
október og hefst kl. 19.
Dagskrá:
1. Setning. Kosning starfsmanna og -nefnda fundarins.
2. Venjuleg aðalfundarstörf.
3. Stjórnmálaástandið - umræður.
Framsaga Steingrímur J. Sigfússon.
4. Útgáfumál - umræður. Framsaga Brynjar Ingi Skaptason.
5. Kosningaundirbúningur. Framsaga Heimir Ingimarsson.
6. Afgreiðsla mála. Kjör stjórnar.
7. Þingslit. Stjórnin
Persaflóadeilan
Sporin frá Víetnam hræða
Þann 17. september síðast-
iiðinn var yfirrnanni
bandaríska flughersins, Micha-
el J. Dugan hershöfðingja, sagt
i}pp störfum fyrirvaralaust.
Astæðan var sögð opinskáar og
digurbarkalegar yfirlýsingar
herforingjans um áform flug-
hersins um að varpa sprengjum
á ákveðin skotmörk í miðborg
Bagdad. Hin raunverulega
ástæða fyrir brottvikningunni
er þó talin vera sú, að stjórn-
völd vildu draga úr þeirri
bjartsýnu trú margra, að hægt
væri að finna „snyrtilega"
hernaðarlega lausn á deilunni
með því að beita lofthernum
einum, lausn sem kosta myndi
fá eða engin bandarísk manns-
líf.
Fréttaskýrendur segja það al-
mennt álit hemaðarsérfræðinga,
að þótt flugfloti Bandaríkjanna
við Persaflóann, sem nemur nú
um 400 herflugvélum, muni hafa
tæknilega og hemaðarlega yfir-
burði yfir 500 véla flota Saddams
Husseins, þá muni lofthemaður-
inn einn aldrei duga til sigurs.
Bandaríkjamenn köstuðu
þrefalt meira sprengjumagni úr
lofti yfir Víetnam en þeir notuðu í
allri síðari heimsstyijöldinni, án
þess að það dygði þeim til sigurs.
Richard Cheney vamamála-
ráðherra Bandaríkjanna hefur lýst
því yfir að hann hafi rekið yfir-
mann flughersins úr starfi vegna
vanmats hans á styrk andstæð-
ingsins.
„Ef við ætlum að hefja stríð í
Persaflóanum verðum við einnig
að búa okkur undir átök á Iandi,“
er haft eftir bandarískum hemað-
arsérfræðingi. „Saddam Hussein
mun ekki láta flugherinn sprengja
sig í loft upp - það er ekki lausn
sem hægt er að panta samkvæmt
matseðli - vilji menn stríð, þá
verða menn að taka á sig allan
matseðilinn.“
Oljúfar minningar frá fyrri
hemaðarævintýrum Bandaríkj-
anna voru eins og bakgrunnur
þeirrar umræðu sem átti sér stað í
bandaríska þinginu nýverið, þar
sem meðferð forsetans á málinu
var til úmræðu. Fulltrúadeildin
samþykkti reyndar með yfirgnæf-
andi meirihluta atkvæða ákveð-
inn stuðning við stefnu Bush for-
seta (380 atkv. gegn 29), en í
ályktuninni fólst ekkert bindandi
samþykki fyrir framtíðina.
„Þetta var engin Tonkinflóa-
ályktun,“ sagði George Mitchell,
leiðtogi hins demókratíska meiri-
hluta í fulltrúadeildinni, og átti þá
við ályktun fúlltrúadeildarinnar
frá 1964, sem Bandaríkjaforseti
studdist við þegar hann sagði
stríð á hendur Víetnam.
Samkvæmt núgildandi regl-
um, sem settar vom 1973, verður
forseti Bandaríkjanna að fá sam-
þykki þingsins með 90 daga fyrir-
vara, ætli hann að setja herlið á
land þar sem vemleg stríðshætta
er talin fyrir hendi. Þessar reglur
em umdeildar, og í Persaflóa-
dæminu vék forsetinn sér undan
þeim með tilvísun til þess að ekki
væri um yfirvofandi stríðshættu
að ræða.
Ýmsir hafa bent á að með
þessu hafi bandarískir hermenn
verið sendir til Persaflóans á aug-
ljósum folskum forsendum. í yf-
irlýsingu þingsins er talað um að
báðar deildir þess Iýsi yfir stuðn-
ingi sínum við forsetann í áfram-
haldandi viðleitni hans við að
„hræða Irak frá frekari yfirgangi
og vemda bandaríska þegna og
mikilvæga hagsmuni Bandaríkj-
anna“. Því er síðan bætt við að
þetta skuli gert í samræmi við
samþykktir Sameinuðu þjóðanna
og bandarískar hefðir, þar með
taldar nauðsynlegar samþykktir
þingsins.
16 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ
Margir þingmenn á bandaríska þinginu hafa undanfarið lagt
áherslu á að ekki megi Ifta á stuðningsyfirlýsingu þingsins til for-
setans sem óútfyllta ávfsun á hemaðarævintýri á borð við Tonkin-
flóasamþykktina frá 1964. Myndin sýnir bandarfska hermenn á æf-
ingu í eyðimörk Saúdi Arabíu.
Tillaga öldungardeildarþing-
mannsins Mark Hatfields um að
samþykkt þingsins yrði gefin til
90 daga hefur ekki fengið miklar
undirtektir, en öldungardeildar-
þingmaðurinn Sam Nun hefur
einnig lagt til að forsetanum verði
gert að hafa stöðug samráð við
leiðtoga flokkanna tveggja í þing-
inu.
Öll þessi umræða sýnir, að
óvissa og ótti ríkir meðal banda-
rískra ráðamanna um framvindu
mála.
Breska vikuritið The Econ-
omist hefúr látið sérfræðinga sína
kanna áhrif viðskiptabannsins á
efnahag íraks. Niðurstaða þeirra
er sú, að bannið muni skaða Irak
til lengdar, en áhrifanna fari ekki
að gæta að ráði fyrr en næsta
sumar. Þótt bannið muni til lengd-
ar hafa alvarleg áhrif á efnahag
landsins, þá muni það ekki duga
til þess að knýja Iraka til að fylgja
ályktunum Sameinuðu þjóðanna.
Komskortur mun verða í írak í
mars á næsta ári, en ólíklegt er
talið að Sameinuðu þjóðimar
muni samþykkja að bannið verði
til þess að böm verði svelt í hel.
Niðurtaða sérfræðinga The Econ-
omist er sú að hemaðarleg lausn á
deilunni sé óumflýjanleg. Spum-
ingunni um hvað hún muni kosta
og hveijir eigi að greiða þær fóm-
ir er hins vegar látið ósvarað.
Hætt er við að þegar á hólminn er
komið muni margir vilja fríja sig
þeirri ábyrgð.
ólg/Informatíon,
The Economist.
FYRR EÐA SEINNA
VELUR ÞÚ
RICOH FAX
SÍMI: 91 27333 FAX 91 28622
acohf