Þjóðviljinn - 12.10.1990, Side 21
Ingileif Thorlacius og Haraldur Jónsson uppi I gamla SÚM-salnum I Nýlistasafninu. Þrlvlðu verkin á vegg og gólfi eru svonefndir kammerskúlptúrar Haraldar. Myndir: Kristinn.
Kammerskúlptúrar og málverk
Einfaldleikinn er okkur sameiginlegur, segja þau Ingileif Thorlacius og Haraldur Jónsson, sem sýna í Nýlistasafninu
Eitt verka Ingileifar: Egg og sjónvarp I gryfju.
- Það er tilviljun ein að við
sýnum hér saman. Við sáum
ekki verk hvors annars fyrr
en nokkrum dögum fyrir sýn-
ingaropnun. Þá varð okkur
Ijóst að þótt verk okkar séu
mjög ólík eru þau andlega
skyld, segja þau Ingileif
Thorlacius og Haraldur Jóns-
son listamenn sem nú sýna í
Hinmörgu
andlit
sálarinnar
Anna S. Gunnlaugs-
dóttir opnar málverka-
sýningu í FÍM-salnum
á morgun
Anna S. Gunnlaugsdóttir opnar
á morgun kl. 16 sýningu í FÍM-
salnum við Garðastræti.
Þema sýningarinnar er hin
mörgu andlit sálarinnar sem lista-
maðurinn dregur fram í dagsljósið,
segir í fréttatilkynningu. Anna sýn-
ir persónur í þreifanlegu tómi, í
kuldanæðingi einsemdarinnar eða í
birtu baráttuhugans, en oftast sem
óljós svipbrigði hinna duldu til-
fmninga, segir ennfremur.
Anna stundaði nám við Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands
1974-1978, eftir það dvaldi hún
nokkur ár í Parísarborg. Síðar
stundaði hún nám í MHÍ á ný, og
útskrifaðist þá úr auglýsingadeild.
Þetta er fjórða einkasýning
Önnu, og er hún opin frá kl. 14-18
daglega og lýkur 28. október.
öllum sölum Nýlistasafnsins.
Ingileif sýnir málverk, bæði
olíu- og vatnslitamyndir i forsal
og gryfju. Haraldur sýnir þrivíð
verk í efri sölum safnsins. Hann
er nýkominn heim ífá námi við
Kunstakadeiwuna í Duesseldorf í
Þýskalandi, þaðan sem hann út-
skrifaðist sem Meisterschueler
síðastliðið vor, og er þessi sýning
önnur einkasýning hans hérlend-
is. Ingileif útskrifaðist ffá Jan van
Eyck Akademíunni í Maastricht
Hollandi fyrir tveimur árum, og
er þetta önnur einkasýning henn-
ar, sú fyrri var haldin í Asmundar-
sal árið 1989.
Blaðamaður Nýs Helgarblaðs
byijar á því að virða fyrir sér
myndir Ingileifar, og spyr hana út
í málverk sem hún kallar Sjón-
varp og egg.
Sjónvarpið leitaði á mig, og
ég gerði margar tilraunir áður en
mér tókst að búa til almennilega
mynd. Eggin í myndinni komu
einnig fremur ómeðvitað, mér
fannst þau passa vel við sjónvarp-
ið. Eg er dálítið hrifin af því sem
er lokað. I útfærslunni verða þetta
ennffemur einhverskonar form-
pælingar, þótt myndimar byrji
ekki þannig. Fyrst kvikna ein-
hveijar hugmyndir sem ég vinn
úr. A sýningunni em bæði mál-
verk og vatnslitamyndir, við-
fangsefni myndanna er svipað, en
það er allt öðruvísi tilfinning að
mála með vatnslitum. Ég býst við
að ég treysti þeim betur en ol-
íunni, og mér finnst gaman þegar
þeir taka af mér völdin. Ég geri
ótal vatnslitamyndir áður en ein
heppnast að mér finnst. Hvað því
ræður hvort ég er ánægð með
mynd eða ekki er dálítið flókið.
Ég er ánægð þegar mér fmnst öll
myndin miðla einni hugmynd eða
einni tilfmningu. Maður getur
þurft að gera voða Htið.
Hugmyndir að myndum em
lengi að geijast, ég geri margar
skissur og teikna mikið áður en ég
byija að mála. Það getur liðið
langur tími áður en ég byija, og
oft fer í raun minnstur tími í sjálfl
málverkið.
Leiðin liggur upp á loft þar
sem Haraldur sýnir þrívíð verk,
flest úr spónaplötum.
- Ég byrja yfirleitt á því að
teikna og skrifa texta áður en ég
vinn verkin. Efhið fellur síðan að
hugmyndinni, en ég reyni að
koma sjálfum mér á óvart. Þegar
ég byija að vinna í efni skiptir
snertingin máli, ég káfa á hugsun-
um mínum.
Þetta eru ekki stór verk, þau
miðast fremur við stærð manns-
ins. Kammerskúlptúrar er kann-
ski skilgreining við hæfi. Það má
segja að ég geri allt, annað en að
mála, skúlptúra, gjöminga o.fl.
Aö venjast Kjarval
Þið eruð bæði nýkomin heim
úr námi, finnst ykkur listamenn
einangrast eftir að heim er kom-
ið?
Ingileif: Hér heima sér fólk
ekki eins mikið af sýningum, og
þær sýningar sem í boði eru eru
fremur einsleitar.
Haraldur: Uppspretta verka
minna liggur ekki frekar í mynd-
list en einhveiju öðru. Allt hefúr
áhrif á mann. Ég fæ meiri örvun
frá öðrum hlutum en myndlist.
Ingileif: En það getur samt
sem áður verið örvandi að sjá
sýningar. Mér finnst þó gott að
vera búin með skólann, það er
ekki hægt að vera í námi enda-
laust. Maður þarf ekki að einangr-
ast hér heima, en það er meiri
vinna að fylgjast með hér en í út-
löndum.
Sést á list manna hvar þeir
hafa lœrt?
Haraldur: Það sést dálítið,
maður getur ekki verið saklaus.
Auk þess velja listamenn sér
skóla og land eftir því hvemig
þeir em innstilltir fyrir. Þar sem
þeir finna einhverja samsvömn
með því sem þeir em sjálfir að
gera, þar sem þeir halda að sé
svipað veðurfar þá stundina.
Ingileif: Hér þykir oft nei-
kvætt að verða fyrir áhrifum, en
annað er ekki hægt. Menn segja
stundum þegar þeir heyra að ég er
málari: Málaðu nú eitthvað ís-
lenskt.
En fólk ber þvi oft við að það
skilji ekki hvað listamenn eru að
gera nú á dögum.
Ingileif: Það er sérhæfing í
öllu. Eg opna ekki tímarit í eðlis-
fræði og furða mig á því af hveiju
ég skilji ekkert án þess að kynna
mér fræðin eitthvað áður. Ég held
að það sé misskilningur að fólk
skilji Kjarval betur en aðra lista-
menn, það er bara búið að venjast
honum. En svo þarf maður náttúr-
lega ekki að skilja hlutina til að
njóta þeirra.
Haraldur: Svo kannast menn
við fjallið sem er á myndinni, og
finnur þannig e.t.v. samsvömn
við sinn reynsluheim.
Ingileif: Fólk verður að venj-
ast því að nota skynfærin.
Haraldur: Já, það notar
hægra heilahvelið ekki nógu mik-
ið, best er að láta bæði heilahvel-
in núast saman.
Ingileif: Sumt fólk vill aldrei
láta setja sig úr jafnvægi.
Einkasýningar þeirra Harald-
ar og Ingileifar i Nýlistasafninu
standa til 21. október, og em opn-
ar alla daga milli klukkan fjórtán
og átján.
BE
Föstudagur 12. október 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21