Þjóðviljinn - 12.10.1990, Qupperneq 22
riiflUi__Jón Óskar
Aðkvelja
vegna maniv
kynsins
Á dögum síðari heimsstyij-
aldar gerðu læknar þýsku naz-
istanna allskyns tilraunir á fólki,
stundum bömum. Þetta var í
vísindaskyni, sögðu þeir, fyrir
mannkynið. Og þeim fannst
ekkert við þennan hryliing að at-
huga, því það vom að jafnaði
gyðingar sem þeir kvöldu, og
þeir vora skepnur, en ekki fólk,
og skepnur mátti kvelja fyrir
vísindin og fyrir mannkynið.
Sagt er þó, að þeir hafi stundum
sprautað tilraunadýr sín (fólkið)
með deyfilyfjum, þegar þeir
gátu ekki sofið fyrir kvalaópum
þeirra. Líklega hafa þessir vís-
indamenn álitið sig velgerðar-
menn mannkynsins.
Öldum saman hafa menn
kvalið og hrjáð dýr sem ekki
gátu varið sig, og enn er það
sumsstaðar haft til skemmtunar
að horfa á dýr hrjáð og drepin.
Fyrir nokkram árum var ég á
gangi um eina af götum Parísar-
borgar rétt hjá því hverfi sem
frægt er um heim allan fyrir
gleðihús sín, og vissulega er
margskonar gleði hægt að finna
í París. En þá sá ég út undan mér
eitthvað sem ekki minnti á
gleði. Það var mynd í glugga,
stór ljósmynd. Ég nam staðar og
fór að athuga nánar hvað þetta
væri sem svo sviplega hafði
valdið mér hryllingi. Það var
mynd af ketti og sást nærri beint
framan á hann, þannig að andlit-
ið blasti við. Einnig sáust fram-
fætumir vafðir í einhveijar viðj-
ar og bundnir fastir, þannig að
kötturinn gæti sig hvergi hrært. I
höfuð hans vora festir óteljandi
þræðir og augun vora einsog
þau væra að springa út úr höfð-
inu af ólýsanlegri skelfingu og
kvöl.
Til hliðar við þessa mynd
var önnur ljósmynd. Hún var af
apa, líkum þeim sem sýndur var
í íslenska sjónvarpinu fyrir
nokkram áram, þar sem sagt var
frá mjög fatlaðri stúlku í vestur-
heimi, og apinn sást vera að
hjálpa henni af ótrúlegu viti og
hjartagæsku. En apinn á mynd-
inni i glugganum var ekki sýnd-
ur i slíku ljósi. Hann var bund-
inn á tilraunaborð, höfúðið teygt
til annarrar hiiðar og munnurinn
galopinn í ofboðslegu kvala-
öskri. Einhversstaðar hef ég séð
það gefið í skyn á prenti, að vís-
indamenn hafi skorið raddbönd-
in úr tilraunadýram sínum til að
þurfa ekki að heyra í þeim
kvalaöskrin. Ef til vill hefur
kvalari apans á myndinni ekki
heyrt öskur hans.
Fyrir neðan myndimar i
glugganum stóð, að þannig væri
farið með dýr í Frakklandi, - í
vísindaskyni. Félagsskapur sem
berst gegn kvikskurði (vivisecti-
on) hafði stillt út þessum ljós-
myndum til að vekja athygli á
því sem fram fer í okkar mennt-
aða lýðræðisheimi á okkar
margrómuðu visindaöld. Og þar
stóð, að í Frakklandi einu væri
lífið murkað úr milljón dýra á
hverju ári í nafni vísindanna.
I marga daga á eftir sá ég
þennan hrylling fyrir mér og gat
ekki vikið honum úr huga mér.
Og mér datt í hug hvort mennta-
menn heimsins hefðu vitneskju
um þessa hluti og hvort þeir létu
sér standa á sama. Siðan hef ég
lesið grein eftir vísindamann
sem úthúðaði fólki sem berðist
gegn tilraunum á dýram, vegna
tilfinningasemi, og fullyrti að
allsstaðar væri farið vel með
dýrin. Greinin var einkennilega
óvísindaleg og vakti hjá mér
óhug. Það er vissulega tilfinn-
ingasemi, ef menn vilja ekki láta
kvelja dýr og fólk. Það er til-
finningasemi, þegar fólk vill
ekki horfa á hryllingskvikmynd-
ir sem gera fólk ónæmt fyrir
hryllingi og grimmd. Fyrir fá-
einum áram lýsti kona ánægju
sinni í íslensku blaði yfir því, að
hryllingsmynd hafði verið sýnd
í sjónvarpinu. Og hún bað um
fleiri hryllingsmyndir til að
skemmta sér við. Én myndimar í
glugganum vora ekki til að
skemmta fólki. Þær vora til að
vekja athygli á grimmd. Og í
þeim fólst spuming: Hvað þyk-
ist maðurinn vera? Hver gaf
honum rétt til að kvelja dýr? Og
mér varð hugsað til nazistanna
sem kvöldu gyðinga og annað
óæðra fólk í tilraunaskyni, af því
að þeir sáu engan mun á því
fólki og dýram.
Hversvegna að vera með
þessa tilfmningasemi? mundu
sumir segja. Við lifum á tímum
ofbeldis og grimmdar og hvers-
vegna þá ekki að lofsyngja of-
beldi og hrylling? Vissulega
mætti halda að slíkt viðhorf
hefði náð tökum á Islendingum.
Fjálglega er skýrt frá því í ís-
lenska ríkissjónvarpinu, að fólki
hér gefist kostur á að sjá þessa
eða hina hryllingsmyndina í ein-
hveiju af kvikmyndahúsum
Reykjavíkur. Og sjónvarps-
áhorfendur fá sinn skammt.
Markmiðið er það eitt að
skemmta með ofbeldi og hryll-
ingi. Smám saman verður fólk
samdauna viðbjóðinum. Síðan
undrast menn, ef hryllingurinn
er endurtekinn í raunveraleikan-
um.
Ingvar E.
Sigurðsson
og Elva Ósk
Olafsdóttir I
hlutverkum
sínum í Ég er
meistarinn.
Mynd: Jim
Smart.
Næstbest
Leikfélag Reykjavíkur sýnir í
Borgarleikhúsi
ÉG ER MEISTARINN eftir
Hrafnhildi Guðmundsdóttur.
Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson.
Leikmynd og búningar: Hlín
Gunnarsdóttir.
Tónlist: Pétur Jónasson.
Lýsing: Lárus Björnsson.
Leikendur: Elva Ósk Ólafsdóttir,
Ingvar E. Sigurðsson, Þorsteinn
Gunnarsson.
Frumsýningin á Meistaran-
um, einsog leikurinn kallast nú í
auglýsingum LR, verður likasttil
minnisstæð öllum þeim sem sáu.
Hún hafði allt til að bera sem
okkar borgaralega leikhús býður
best: vel saminn leiktexta með
skýram persónum, fyndinn og
leitandi, atburðir vora settir í
fjarlægan en kunnuglegan heim,
sérstakan og fínan, leiksýning
leikin af einlægni á nokkuð
kaldhamraðan máta og harðan,
leikmyndin smart stílfærsla.
Undir lokin stóðu allir upp
og klöppuðu ungum höfúndi og
aðstandendum lof í lófa. Sætur
sigur fyrir alla. Hrafnhildi, Leik-
félagið, mér liggur við að segja
leikhússamfélagið allt, og áhorf-
endur.
Hversvegna?
Ástæða ánægjunnar er marg-
þætt en þó hygg ég að einn hvati
hennarsé stærstur. Leikrit Hrafn-
hildar skiptir máli. Erindi henn-
ar er ákaft og umfjöllunin brýn,
knúin persónulegri sýn svo texti
hennar verður sannfærandi. Sem
ungur listamaður, byijandi er
víst rétt orð þótt byijendabragur
sé lítill á handverki hennar, er
hún margorð, átök í verki hennar
spretta af huglægum granni,
stundum mjóum vísi, oft er hún
banal í samtölum persónanna án
þess að fullljóst sé hvort það er
bragð, enda sjaldnast einkennt
sem slíkt í leik þrímenninganna,
eða stíll sem hún hefur ekki full
tök á.
Oröogæði
Hér verður sá sem á penna
heldur að skilja á milli textans
og sýningar. Það er fullljóst
hverjum sem kynnir sér texta
leiksins að hann er skrifaður af
höfundi sem hefur föst tök á við-
fangsefninu. Leikurinn virðist
settur upp í fullkomlega natúral-
ískt umhverfi. Hann er knappur í
leiðbeiningum en gefur þó til
kynna næsta hefðbundið stofu-
drama.
Kjartan Ragnarsson sviptir
leiknum úr því umhverfi inní
stílfærða leikmynd. Hann velur
leiknum skýra og rökræna
stefnu í stóru og smáu sem held-
ur sem slík og skilar afbragðs
sýningu. En leikrit Hrafnhildar
er annað og meira. Það ber ger-
ólíka sýningu, annað sjónar-
hom. Hlýlegri og smágerðari
leik og aðra hrynjandi.
Ekki vil ég gera því skóna að
leikritið njóti sín betur þannig.
Timinn leiðir það í ljós einhvers
staðar á heimskringlunni. Þetta
leikrit á að þýða og koma á
ffamfæri við erlend leikhús og
umboðsfyrirtæki. Raunin er að-
eins sú að í einfaldleika sínum
býður það uppá nokkrar leiðir í
sviðsetningu sem er einkenni
góðra sviðverka.
Enkona,
tveir karlar
Þríhymingurinn sem leiddur
er saman í verkinu er magnaður
spennu á allar hliðar. Hún er
ekki einungis samkeppni milli
þriggja ólíkra tónlistarmanna,
heldur líka knúin erótískri undir-
öldu, vanmætti, aðdáun og öf-
und. Tveir neikvæðir pólar bít-
ast um einn jákvæðan sem
sundrast að lokum.
Stíllinn á sýningu Kjartans
undirstrikar þetta á ýmsa vegu.
Hann kristallar átökin, veikir
vitandi vits eina hlið þríhym-
ingsins á kostnað annarrar, und-
irstrikar þannig enn frekar ein-
manaleika konunnar. Hildur er
raunveralega hamingjusöm með
Þór. Hún veit að hann er minni
listamaður en hún sjálf. En sá
kaldhamraði leikmáti sem á sýn-
ingunni er gerir það að verkum
að Þór er veikur keppinautur,
ósannfærandi ástmaður. Kjartan
styrkir frekar fimmtugan kenn-
ara Hildar frá fomu fari og um
leið þann þáttinn í verkinu sem
hvílir á pólunum kennari-nem-
andi.
í túlkun Ieikaranna þriggja
skilar þessi lína sér prýðilega.
Þór verður utanveltu. Síðustu
daga í umfjöllun um verkið hef-
ur það verið talið Ingvari til
lasts, þótt ég sjái ekki betur en
að það sé í fúllkomnu samræmi
við megindrætti sýningarinnar.
Niðurstaðan verður fyrir bragðið
sú að Hildur er fómarlamb á öll-
um sviðum, allsstaðar verður
hún undir og sú sköpunarþrá
fullkomnunar sem leynt og ljóst
er kjaminn í hennar vanda sem
manneskju hverfúr að nokkra í
skuggann af átökum einkalífs-
ins.
Grimmd og gæska
Leikmynd Hlínar Gunnars-
dóttur er þríhymd, lengst í botni
sviðsins en gengur fram í salinn.
Yfir gnæfir mynd Eschers þar
sem dökkir þríhymingar mynd-
breytast í fljúgandi fúgla. ÖIl
myndin er í dimmbláum litum.
Efni á veggjum skilar birtu í
mismunandi áferð. Þetta er fal-
leg leikmynd í stilfærslu sinni,
einföld og táknþrangin. Hún
vekur djúpa kalda tilfinningu í
þeli áhorfandans og rammar
leikinn inn.
Tríóið leikur á sömu nótum.
Dimmir, djúpir tónar, grimmd-
arlegur hráskinnsleikur undir
blíðum brosum, látalæti og sár
örvænting undir. Stíllinn sýnir
leikendum litla miskunn. Hann
er kröfúharður á kalda skel og
kvikuna undir. Öll þijú standa
sig vel í slagnum.
Þorsteini er gefið talsvert
mikið rými í sýningunni sem
hann nýtir sér til fúllnustu, leik-
ur af feikilegu öryggi og krafti.
Elva sannar öðru sinni á sviði
Borgarleikhússins að hún er
geðþekk leikkona með umtals-
verðan kraft, örugg tök í stóru
og smáu, finleg og hörð í senn.
Ingvar stígur hér sin fyrstu
spor eftir glæsilegar vonir í
nemendasýningum. Hann verð-
ur fyrir áherslu leikstjórans að
leika veika persónu með óljós
mið í stóram hluta textans, tvö-
faldur í roðinu frá upphafi til
enda, sem mér þykir nokkuð á
sveig við verkið þótt það sé í
fúllu samræmi við ætlun leik-
stjóra.
Næstbest
Hrafnhildur hefúr með frum-
raun sinni gefið okkur vænt
verk.
Það er helgað góðri minn-
ingu og færir okkur hálfhulinn
heim þeirra sem heimta að
hæstu óskir og þrár rætist í sköp-
un og reynslu.
Heimtingin skilar okkur nær
alla leið að fullkomnun en hug-
sýnin, hugmyndin er alltaf raun-
inni yfirsterkari. Hvergi er sú
reynsla sárari en í leikhúsi. Þar
er fúllkomnun hilling sem sífellt
ber við sjónarrönd.
Hrafnhildur og samstarfs-
menn hennar skila erindi sínu
við áhorfendúr vel og hljóta fyr-
ir bragðið mínar innilegustu
hamingjuóskir.
pbb
/
/
22 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. október 1990