Þjóðviljinn - 19.10.1990, Side 3
Þegar
Daníel var
rekinn og
allt varð
vitlaust
Þrjátíu ár liðin frá uppþotum í pólitíkinni á
Akranesi þegar bæjarstjórinn var rekinn,
en nýr meirihluti sat í blóra við vilja kjósenda
Daníel Ágústfnusson þrjátfu árum sfðar. Þjóðviljinn lýsti honum þannig
árið 1960 að hann væri duglegurog samviskusamur bæjarstjóri, en ekki
alltaf þjáll og stundum heldur ráðríkur. Mynd gg.
etta var erfiður tími. Mér
þótti sérstaklega þungbært
að ganga atvinnulaus. En ég
hafði alltaf góða samvisku í
þessu máli og tel mig hafa feng-
ið af því fullan heiður.
Þetta segir Daníel Agústínus-
son, aðalpersónan í þeirri frægu
pólitísku vargöld sem varð á
Akranesi fyrir réttum þijátíu ár-
um þegar bæjarstjórinn var rekinn
og viðreisn gekk í garð þar í bæ.
Þegar íhaldið og kratamir skriðu
saman, eins og Þjóðviljinn orðaði
það á sínum tíma.
Nú lifir Daníel rólegu lífi eft-
irlaunamannsins. Hann hefur
dregið sig út úr pólitík og félags-
málavafstri eftir langan feril og
stormasaman. Hann er orðinn 77
ára gamall og nýtur þess að fara í
langar gönguferðir.
Bæjarstjóramálið skók mann-
lífið á Akranesi um langt skeið og
riðlaði pólitískum fylkingum.
Daníel var þá farinn að nálgast
fimmtugt og ýmsu vanur í pólitík,
en bæjarstjóramálið var honum
erfitt.
Hann var sakaður um að hafa
ráðstafað fé bæjarbúa án heimild-
ar og að hafa haldið eftir fé íbúa á
Elliheimilinu.
Blaðamenn og ritstjórar
flokksblaðanna í Reykjavík höm-
uðust við það svo dögum og vik-
um skipti að sannfæra lesendur
um hvemig málum var háttað, þar
var Daníel ýmist varinn eða veg-
inn. Ritstjóri Þjóðviljans gekk
svo langt að tala um valdarán og
ofbeldi, en skribentar Alþýðu-
blaðsins og Morgunblaðsins tóku
upp hanskann fyrir sína menn í
bæjarstjóm. Flokksblaðamennsk-
an var hreinræktuð í þá daga.
A Akranesi var hart sótt að
þeim sem stóðu að aftöku bæjar-
stjórans, eins og Daníel kallar
það.
Þrífpturirm
Daníel Agústínusson varð
bæjarstjóri á Akranesi árið 1954,
þegar Framsóknarflokkurinn, Al-
þýðuflokkurinn og Sósíalista-
flokkurinn náðu meirihluta í bæj-
arstjóm. Þann meirihluta kölluðu
Sjálfstæðismenn „þrífótinn“.
Framsóknarmenn fengu að
ráða bæjarstjóra meirihlutans og
költuðu á Daníel til starfans.
Hann var þá kennari við Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar, en hafði
starfað mikið innan Framsóknar-
flokksins. Hann hafði verið erind-
reki flokksins um árabil og átt ná-
ið samstarf við Jónas frá Hriflu,
Eystein, Hermann og aðra for-
ystumenn flokksins.
Skýringarí
landspólKík
Þrífætinum famaðist vel og
flokkamir þrír buðu ffam sameig-
inlega í bæjarstjómarkosningun-
um 1958. Framboðið fékk mjög
góða kosningu og Daníel varð
áfram bæjarstjóri. En meirihluta-
samstarfinu og ferli Daníels sem
bæjarstjóra lauk með sviplegum
hætti í lok ágúst árið 1960.
Daníel leitar skýringanna á
þessum atburðum i landspólitík-
inni. Þannig er mál með vexti að
Framsóknarmenn og Alþýðu-
flokksmenn mynduðu kosninga-
bandalag í þingkosningunum árið
1956, Hræðslubandalagið svo-
nefnda. Daníel og aðrir Fram-
sóknarmenn í Borgarfjarðarsýslu
settu þá atkvæði sitt á Benedikt
Gröndal, en sveið það sárt þegar
ríkisstjóm Hermanns Jónassonar
sprakk í desember árið 1958.
Næstu mánuði þar á eftir hafði
Emil Jónsson forsæti fýrir minni-
hlutastjóm Alþýðuflokksins, sem
Sjálfstæðisflokkurinn varði falli,
en haustið 1959 mynduðu Al-
þýðuflokkur og Sjálfstæðisflokk-
ur ríkisstjóm undir forsæti Bjama
Benediktssonar. Viðreisnartíma-
bilið var hafið.
Persónudegur
sigur Daníels
- Mér þótti það algjört sið-
leysi af Benedikt að fara með at-
kvæði okkar yfir til íhaldsins.
Uppffá því fór fólk að nefna við
mig að bjóða mig ffam í Borgar-
fjarðarsýslu, segir Daníel.
Það varð úr að Daníel fór
ffam gegn Benedikt og fleirum í
Borgarfj arðarsýslu i vorkosning-
unum 1959. Hann komst ekki á
þing, en vann mikinn persónuleg-
an sigur. Jón Amason, Sjálfstæð-
isflokki, varð þingmaður sýslunn-
ar með 880 atkvæði, en Daníel
fylgdi fast á hæla honum með 846
atkvæði. Daniel fékk fleiri per-
sónuleg atkvæði en Jón, en Jón
fór á þing þar sem hann fékk fleiri
landslistaatkvæði. Benedikt
Gröndal varð varla hálfdrættingur
á við þá tvo.
Daníel telur að Alþýðuflokks-
menn á Akranesi hafi aldrei getað
fyrirgefið honum þessi úrslit.
- Þeir tóku algjörlega nýjan
pól í hæðina eftir þessi kosninga-
úrslit og viðhorfið gagnvart mér
gjörbreyttist, segir Daníel.
Dió til stórtíðinda
Þegar Þjóðviljinn fjallaði um
málið síðar vom þessi átök í
landsmálunum einnig nefnd sem
meginorsök bæjarstjóramálsins.
Meirihlutasamstarfið á Akra-
nesi varð heldur ekki langlíft úr
þessu. Það dró til stórtíðinda á
bæjarstjómarfundi 24. ágúst árið
1960.
Bæjarráð hafði þá samþykkt
að kaupa þá ffægu vömbiffeið E-
170. Sá hængur var á að bæjar-
stjóm hafði ekki staðfest kaupin
formlega.
Bæjarstjómarfundir vom þá
haldnir í litlum sal í húsinu númer
átta við Kirkjubraut. Bæjarbúar
vissu hvað til stóð og sóttu fund-
inn eins og húsrými leyfði og
rúmlega það raunar. Daníel tafði
fundinn með óskyldum málum.
Seint um kvöldið bám þrír bæjar-
fulltrúar Alþýðuflokksins þó upp
tillögu um að vísa bæjarstjóran-
um úr starfi og vom nefndar tvær
sakir sem fyrr segir: Kaup á vöm-
bíl án samþykkis bæjarstjómar og
meðferð fjár íbúa Elliheimilisins.
Daníel ftytur
skrifboröið!
Fjórir bæjarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins greiddu tillög-
unni atkvæði, en bæjarfulltrúar
sósialista og Framsóknarmanna
vom andvígir. Daníel lýsti þegar
yfir því að hann myndi sitja áffam
þrátt fyrir þessa samþykkt, en
hann varð að gefa sig með það
nokkrum dögum síðar. Alþýðu-
blaðið sagði sérstaklega frá því á
forsíðu þegar Daníel flutti einka-
skrifborð sitt „svo og einhveijar
aðrar pjönkur“ af skrifstofu sinni.
Pólitískri sprengju hafði verið
varpað á bæinn og vargöld mikil
fór í hönd.
Reykjavíkurblöðin fóm þegar
í málið og þar upphófst mikið
áróðursstríð. Bæjarbúar tóku
jafnframt rösklega við sér og 26.
ágúst þyrptust bæjarbúar í Bíó-
höllina að fylgjast með borgara-
fundi um málið. Bæjarfulltrúar
Alþýðuflokks og Sjálfstæðis-
flokks létu sig vanta á fundinn,
sem samþykkti að skora á hinn
nýja bæjarstjómarmeirihluta að
falla frá brottrekstrinum, en fara
ella ffá og efna til nýrra kosninga.
A annað þúsund bæjarbúa skrif-
uðu undir yfirlýsingu þessa efhis,
en það jafngildir rúmlega 60 af
hundraði þeirra sem tóku þátt í
kosningunum 1958. Jafnvel sann-
færðum krötum blöskraði svo
vinnubrögð bæjarstjómar að þeir
sáu sig knúna til að fordæma þau
á prenti. Rætt var um pólitískar
ofsóknir.
Upp ffá þessu tókst samstarf
Alþýðuflokks og Sjálfstæðis-
flokks sem entist út sjöunda ára-
tuginn.
’ Deilan um bæjarstjórann
snenst upp í harkaleg málaferli
sem lauk ekki fyrr en hæstiréttur
dæmdi Daníel háar miskabætur.
Málið setti mjög svip sinn á pólit-
ískar deilur í bænum ámm saman.
Daníel gekk atvinnulaus um
tíma, en það var öðm nær en að
hann hrökklaðist burt úr bænum
vegna þessara atburða. Árið 1961
varð hann aðalbókari hjá bæjar-
fógeta og í kosningunum ári síðar
fór hann inn í bæjarstjóm við ann-
an Framsóknarmann. Alþýðu-
flokkurinn bar hins vegar ekki
barr sitt lengi á effir. Það var fyrst
í kosningunum nú í vor sem Al-
þýðuflokkurinn náði aftur fyrri
styrk á Akranesi, þremur bæjar-
fulltrúum.
Óþjáll og váðríkur
Daníel sat í bæjarstjóm til árs-
ins 1982 og var forseti bæjar-
stjómar um tíma.
Hann hefur jafnffamt gegnt
fjölmörgum trúnaðarstörfum á
vegum Framsóknarflokksins,
Ungmennasambands Islands og
annarra. Hann var varaþingmaður
Framsóknarflokksins á Vestur-
landi allan sjöunda áratuginn.
Hann hefur alla tíð verið um-
deild persóna og pólitíkus, af
mörgum talinn óprúttinn áróðurs-
maður.
Þjóðviljinn lýsti honum svo í
grein 27. ágúst 1960:
„Daniel hefur verið atorku-
samur bæjarstjóri, samvizkusam-
ur og ósérhlífinn, en ekki alltaf
þjáll og stundum helzti ráðríkur.“
Svo segir Þjóðviljinn:
„En Daníel er ffamsóknar-
maður og óvæginn í sínu pólitíska
starfi."
-gg
Flokksblöðin um bæjarstjóramálið
Skrif flokksblaðanna um bæjarstjóra-
málið á Akranesi eru verðugt rannsókn-
arefni út af fyrir sig. Þá var flokksblaða-
mennskan hreinræktuð og ekkert pláss fyr-
ir önnur sjónarmið í fréttum og leiðurum.
Hér gefst aðeins rúm til þess að stikla á
stóru í umfjöllun Reykjavíkurblaðanna. Al-
þýðublaðið og Morgunblaðið fúndu Daníel allt
til foráttu, en studdu aðgerðir Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks. Allt annað hljóð var í
strokknum hjá Þjóðviljanum og Tímanum,
enda stóðu bæjarfulltrúar sósíalista og Fram-
sóknarmanna með Daníel.
Þjóðviljinn var aldrei í
vafa um hvor aðilinn
hefði réttlætið sín megin.
í frétt á forsíðu blaðsins
26. ágúst segir að kratar
hafi rofið samstarfið við
Framsókn og sósíalista og
skriðið „undir pilsfald
íhaldsins“. Ástæður Al-
þýðuflokksmanna fyrir
brottvikningunni voru
kallaðar tylliástæður, en
bæjarstjórnarfundinum
lýst svona:
„Fyrr á fundinum
höfðu íhaldsmenn óg
kratar haldið uppi dólgs-
legum árásum á bæjar-
stjórann en hann hafði
hrist þá af sér hvem af öðmm við mikla kátínu
fúndarmanna.“
Alþýðublaðið hafði aðra sögu að segja af
þessum fundi: „Mjög harðar umræður urðu á
bæjarstjómarfúndinum og vakti það ekki sízt
athygli hinna mörgu áheyrenda, hve málílutn-
ingur Daníels var ofsafenginn. Reyndi hann
með persónulegum svívirðingum að gera lítið
úr bæjarfúlltrúum Alþýðuflokksins, en reið
ekki feitum hesti frá þeirri viðureign.“
Þjóðviljinn tók mjög undir kröfur bæjarbúa
um að brottvikningin yrði lýst ómerk, en nýjar
kosningar látnar fara ffam ella. í leiðara Þjóð-
viljans 4. október þá um haustið sagði:
„Ekkert getur verið sjálfsagðari lýðræðis-
skylda en að meirihluti kjósenda ráði því sjálf-
ur hveijir fara með stjóm í bænum. Sé gengið
gegn þeim ffumrétti er verið að ffemja valda-
rán og ofbeldi sem getur haft hinar alvarleg-
ustu afleiðingar.“
Alþýðublaðið var hins vegar aldrei í vafa
um að brottvikningin væri fyllilega réttmæt.
Blaðið tók það óstinnt upp þegar Daníel neitaði
að víkja. Því var lýst í leiðara 27. ágúst með
þessum orðum: „Landsfólkið er
undrandi á þeirri furðulegu frekju
Daníels að ögra meirihlutanum og
sitja eftir löglega uppsögn. Hvem-
ig væri stjómarfar í landinu, ef
menn kæmu víðar ffam eins og
Daníel gerir á Akranesi?“
Um ffamgöngu Alþýðuflokks-
manna sagði blaðið í ffétt 30. ág-
úst: „Alþýðuflokkurinn hefur tek-
ið óhjákvæmilega og málefnalega
afstöðu. Daníel Ágústínusson var
búinn að gereyðileggja raunvem-
legt samstarf við aðra flokka með
framkomu sinni, og hann hunds-
aði samþykktir bæjarráðs og bæj-
arstjómar svo, að ekki kunni góðri
lukku að stýra.“
-gg
Sognlegni bajaisljiniatlBniui á Akitne»i:
Ihald og kratar skriöa saman - Daniel nsitar aö
vikja - Hálfdán bæjarstjðri án lyklavalda!
Harkaleg málaferli hatin — Áki Jakobsson sendur
til oð koma Hálfdáni inn i embœtfiS meS valdi
1 fyrrakvöld var haldlnn
mjög söfiulegur bæjarstjómar-
fundur Á Akranrsi. Kratar rufu
samstarf sitt vlð Framsókn og
sósíallsta fr& 1958, og skrifiu
undir pilsfald Ihaldsins. Gufi-
mundur Sveinbjörnsson, krati,
flutti tlllögu tun afi víkja Dani-
el Ágústínussyni bsejarstjóra
úr starfl og kjósa llilfdún
Sveinsson, krata, sem bæjar-
stjóra. Þrssl tillaga var sam-
þykkt mrfi þremur krata at-
kvafium og fjórum íhaldsat-
kvefiinn gegn atkvæðum sósi-
alistans og Framsóknarmanns-
ins.
Þessi tiðiadi gerðu3t S lok
fundarina en þá höföu bæjar-
búar fjölmennt mjög og var
troðfullt út' á götu. Fyrr á
fundinum höfðu ihaldsmcnn og
kratar haldið uppl dólgsiegum
árÓBum á bsjarstjóra en hann
ha'ði hrist þá af sér hvern af
öðrum við mikla kátinu fund-
armanna. Verður nánar sagt
frá fundinum I blaðinu
morgun.
Um brottrekstrartillögu
urfiu miklar og heitar umrn
ur. Sigurður Guðmundsson b:
arfulltrúi sósialista fiutti ri
studda dagskrái- og frávisun;
tillögu, sem var felld með 7
atkvæðum. |
Forsiðufrétt Þjóðviljans um bæjarstjóramálið 26. ágúst 1960.
NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 3