Þjóðviljinn - 19.10.1990, Síða 8
■■ NYII j||| -ssMij. Heltíar Útgefandi: Úlgáfufélag Þjóðviljans Framkvœmdastjóri: Hallur Pált Jónsson Rltstjórar: Ami Bergmann, Ólafur H, Torfaso Guðmundsson Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ragnar Katfsson Fréttastjórl: Sígurður Á. Friðþjófsson Auglýsingastjórt: Stein Afgrelðsla: sr 68 13 33 n.Helgt Auglýslngadeild: rr 68 Simfax: 68 19 36 Verð: 150 krónur f lausa Setnlng og umbrot: Pr Prentun: Oddi hf arHarðarson 13 10-88 13 31 sölu sntsmlðja Þjóðviljans hf.
þlÓÐVILJINN I#
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis
Samvinnuverslun í Reykjavík
Undanfarin ár hafa orðið miklar breyting-
ar á verslunarháttum í landinu. í matvöru-
versluninni hafa stórmarkaðir komið til sög-
unnar og náð sífellt stærri hluta verslunar-
innar til sín. Þetta fyrirkomulag hefur sína
kosti en einnig galla. Kostirnir eru þeir að
með stórmörkuðum eiga að skapast skilyrði
til að halda vöruverði niðri, ef rétt er á hald-
ið, en stærstu gallarnir felast í lakari þjón-
ustu við þá sem ekki hafa bíl til afnota.
Þannig verður erfiðara og oftast dýrara fyrir
aldrað fólk að kaupa í matinn. Reynslan
sýnir að kaupmaðurinn á horninu er sjaldn-
ast samkeppnisfær við stórmarkaðina í
verði.
Þessar breytingar hafa að sjálfsögðu haft
mikil áhrif á rekstur KRON, Kaupfélags
Reykjavíkur og nágrennis. Áður fyrr hafði
félagið fjölda verslana í Reykjavík og Kópa-
vogi, það gegndi mikilvægu félagslegu hlut-
verki og átti veigamikla hlutdeild í því að
halda vöruverði niðri. Þróunin varð litlum
verslunum óhagstæð, einkabílaflotinn
stækkaði og skilyrðin fyrir stórmarkaði bötn-
uðu. Þannig lagðist smátt og smátt allt á eitt
og kallaði óhjákvæmilega á breytingar hjá
félaginu sem hefur verið að leiða til þess að
það hefur breyst í eignarhaldsfélag í stað
hefðbundins kaupfélags.
I fyrradag var svo tilkynnt að samband is-
lenskra samvinnufélaga hefði eignast nærri
90% hlut í Miklagarði h/f, sem í reynd felur í
sér að verslunarrekstri í eigu KRON er að
miklu leyti hætt. Þetta eru talsverð tíðindi,
sem þýða að sönnu ekki endalok samvinnu-
verslunar á höfuðborgarsvæðinu, en virðast
aftur á móti fela í sér að tími neytendakaup-
félags sé liðinn, að minnsta kosti í bili.
Nú á tímum markaðshyggjunnar hættir
mörgum félagshyggjumanni til að vanmeta
gildi samvinnuverslunar og samvinnustarfs
og því er mjög haldið á lofti að samvinnu-
hreyfingin hafi ekki staðið sig í samkeppni
við fyrirtæki í einkaeign. Vissulega má finna
að mörgu í samvinnurekstri, stundum er
eins og samvinnumenn séu alls ekki nógu
fljótir að bregðast við óhjákvæmilegum
breytingum og hafi ekki nauðsynlega for-
ystu fyrir hagkvæmum nýjungum. Þrátt fyrir
þetta má ekki gleymast að samvinnuverslun
er lífsnauðsynleg af mörgum ástæðum.
Kaupmenn fyrri tíma höfðu fyllstu ástæðu til
að óttast samvinnuverslunina, enda fór svo
með árunum að kaupfélögin tóku næstum
alla verslun á landsbyggðinni í sínar hendur
og verulegan hluta hennar á Reykjavíkur-
svæðinu.
Kaupfélögin, vítt og breitt um landið, hafa
átt við mikla erfiðleika að stríða og SÍS var
um tíma svo illa leikið af taprekstri að
ástæða var til að óttast um afdrif þess. Eftir
erfiðleikatímabil undanfarinna ára virðast
mörg kaupfélög hafa rétt nokkuð úr kútnum
og fréttir hafa borist af batnandi hag SÍS.
Því miður varð raunin önnur hjá KRON, með
þeim afleiðingum sem nú ættu að vera öll-
um Ijósar. Traust samvinnuverslun á höfuð-
borgarsvæöinu er ákaflega mikilvæg; ef
samvinnuverslun dæi með öllu út í Reykja-
vík hefði orðið stórslys í verslunarsögunni. Á
langfjölmennasta verslunar- og þjónustu-
svæði landsins hefði einkaverslunin yfir-
burðaaðstöðu, hugsanlega með þeim af-
leiðingum að fljótlega réðu örfá einkafýrir-
tæki öllu verðlagi á matvöru.
Enda þótt Þjóðviljanum þyki nú skarð fyr-
ir skildi hlýtur blaðið að óska þess að þeim,
sem innan tíðar taka við verkefnum KRON,
takist að halda eða auka hlut samvinnu-
verslunar og veita þannig einkaversluninni
nauðsynlega samkeppni og aðhald. Reynsl-
an ein sker úr um það hvort hlutur KRON í
þeim efnum á eftir að vaxa á ný.
hágé.
OAUT
8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. október 1990