Þjóðviljinn - 19.10.1990, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 19.10.1990, Qupperneq 9
„Það hefur gnauðað dálítið um sum grundvallarverðmæti undan- farin misseri, og í ákafa sínum við að þvo burt allan kommún- isma hafa sumir gleymt því, að jöfnuður meðal fólks erþrátt fyrir allt mikilvægur og var orðinn það löngu áður en austantjaidsfyrir- komulagið var fundið upp, "segir höfundur ma. í grein sinni. Ráðstefna um vel- ferðarsveitarfélagið í byijun nóvember næstkomandi verð- ur haldin á vegum Samtaka félagsmála- stjóra á Islandi ráðstefnam, sem ber heitið „Velferðarsveitarfélagið?“. Þetta er fjórða ráðstefnan á vegum samtakanna. Hin fyrsta var haldin árið 1984 og hét „Félagsleg þjónusta - undanfarið og ffamundan“, hin næsta árið 1986 og spurði að því hvort fá- tækt væri á íslandi. Árið 1988 var síðan haldin ráðstefha, þar sem fjallað var um hugtakið „hamingjuna" frá ýmsum sjónar- homum og þótti þá ýmsum að nú væri þessi annars ágæta stétt komin út fýrir efn- ið. Svo er nú raunar ekki, því hið endanlega markmið með öllum stjómmálum, opin- berri þjónustu og félagsþjónustu, hlýtur þegar öll kurl koma til grafar að tengjast hamingju fólks. Þessi ráðstefna er nokkuð jarðbundn- ari. Annarsvegar er ætlunin að kynna ýmis nýmæli laga, ýmist nýafgreidd lög eða óaf- greidd frumvörp, sem snerta félagslega þjónustu; hinsvegar að tengja þá kynningu almennri umræðu um hugtakið velferð og spumingunni um það hvert þessar nýjung- ar steíhi þjóðfélaginu. Undanfarið hafa verið og framundan eru tímar róttækra breytinga í félagsmálum á íslandi, og ekki síst í þeim.málaflokkum, sem sveitarfélögin hafa umsjón með. Frá síðustu áramótum hafa verið í gildi ný lög um verkaskiptingu rikis og sveitar- félaga, sem kynnt verða á ráðstefnunni. Riki og sveitarfélög stóðu í ákaflega marg- háttaðri samvinnu um ýmis verkefni þar sem kostnaðinum var deilt eftir margvís- legum leiðum. Oft var kostnaðaraðild rík- isins þannig til komin, að rikið hafði tekið að sér hlut í velferðarmáli til þess að stuðla að ffamgangi þess og vera sveitarfélögun- um hvati. Dæmi þess er t.d. að ríkissjóður greiddi hluta í stofnkostnaði dagvista, þó ella væri að flestu leyti litið á þær sem mál- efni sveitarfélaganna. Oft á tíðum hafði togstreita og þrái þróast upp úr samskiptum þessum, þar sem hvor aðilinn vændi hinn félög, nánast í refsingarskyni fyrir að gera vel. Frumvarpi þessu er ætlað að bæta nokkuð úr og reyna að tryggja landsmönn- um meira jafhræði að þessu leyti. Þá er þar lagt til að félagsþjónusta sveitarfélaga sé öll undir eftirliti félagsmálaráðuneytis og þess háttar málefni, sem nú heyra undir önnur ráðuneyti skuli flytjast þangað. Þetta hefur þegar valdið nokkrum ágreiningi og ekki síst varðandi dagvistarmálin. Sumir vilja skilgreina dagvistarmál sem skóla- mál, gera þau að hluta grunnskólans, og þeir sjá þeirri hugsjón stefnt í voða eigi að ustu fyrir aldraða. Þá eru verulegar breyt- ingar gerðar á fyrirkomulagi og rekstri ým- issar þjónustu, t.d. dagvistar fyrir aldraða. Lög þessi verða kynnt og gagnrýnin úttekt gerð á því hvort þau hafi í raun bætt úr ágöllum íyrri laga. Lög um málefni fatlaðra hafa verið til endurskoðunar, en frumvarp hefur enn ekki verið lagt lfam. Þar koma mörg grundvallaratriði til umræðu. Fundið hefur verið að því að svæðisstjómir um málefni fatlaðra em samtímis rekstraraðilar þjón- ustu fyrir fatlaða og eftirlitsaðilar með forsjá foreldra á bami eftir sambúðarslit. Þetta er nýjung sem allskiptar skoðanir era um hérlendis sem erlendis. í öðra lagi er gert ráð fyrir því að héraðsdómstólar úr- skurði um umgengnisdeilur milli foreldra í stað dómsmálaráðuneytis, og kann sumum að þykja það að fara úr öskunni í eldinn. Það er því vart ofmælt að margar rót- tækar breytingar á félagsþjónustu sveitar- félaganna séu til umræðu um þessar mund- ir. Mikilvægt er að geta séð þær í samhengi við þau grundvallarverðmæti, sem við vilj- um að félagsmálastefna okkar standi vörð um tregðu við að standa við sinn hlut, og hvoragur aðilinn tók á sig fulla ábyrgð á málaflokknum. Það er forvitnilegt að fregna hvemig hvemig til tekst um þessa hreinsun í samskiptunum og hvort vanda- málin sem hún bjó til era skárri eða verri en hin eldri sem hún átti að leysa. Mikil umbrot hafa átt sér stað i hinum svonefndu félagslegu húsnæðismálum. Ný lagasetning um þau tók gildi á árinu og verður kynnt. Ágreiningur hefur þegar ris- ið vegna laga þessara, er snerta húsnæðis- nefndir í sveitarfélögunum og hvemig þær skuli skipaðar. Sumum sveitarstjómar- mönnum þykir miðstjómarárátta rikis- valdsins of mikil, öðram þykir íhlutunar- réttur launþegasamtaka í húsnæðisnefnd- unum varhugaverður. Á síðasta vori var lagt ffarn framvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga, en um- fjöllun beið þess þings sem nú er nýhafið. Þama er um að ræða að setja lagaramma utan um félagsþjónustu sveitarfélaga. Sveitarfélög landsins era, sem kunnugt er, ákaflega misstór og misburðug til að veita íbúum sínum þjónustu, þar á meðal félags- lega þjónustu. Mörg minni sveitarfélög hafa hundsað ákveðin verkefni sem era þó lögboðin, t.d. framfærslu og bamavemd. Þetta hefur valdið því, að fólk sem þarf á þjónustu að halda flytur sig gjaman til hinna burðarmeiri sveitarfélaga þar sem slíkt er að fá. Skammsýnir sveitarstjómar- menn hafa þá fagnað skammtímasigri sem til lengdar lætur vitaskuld snýst í ósigur, en sveitþyngsli hafa lagst á hin stærri sveitar- flytja dagvistarmál burt frá menntamála- ráðuneyti. Þá heyrðust þær gagnrýnisradd- ir nýverið frá sveitarstjómarmönnum, að þetta framvarp væri eitt dæmi margra um það, hvemig ríkisvaldið seilist æ lengra inn á þau verksvið sem sveitarstjómir hafa til umsjár. Leikskólafrumvarpið svonefnda var lagt fram á síðasta vori með sama hætti og frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga. Framvarp þetta boðar byltingarkennda breytingu á dagvistarmálum, með því að dagvist (leikskóli) skuli vera til fyrir öll böm frá hálfsárs aldri til sex ára aldurs og gegna veigamiklu uppeldishlutverki er falli að uppeldi grannskólans. Þessi hugmynd vekur margar spumingar; hver á að greiða stofnkostnað þessa? hvemig á að afla fjár til rekstrar? er raunhæf! að leggja út í slíka áætlun meðan grunnskólamir era margir tvísetnir og skóladagur ósamfelldur hjá fjölda bama? er þetta rétt forgangsröðun verkefna í menntunarmálum bama? Þá hef- ur sú rödd heyrst að í ffumvarpinu sé gert ráð íyrir alltof viðamikilli yfirbyggingu þessa málaflokks og fleira mætti telja. Þetta framvarp verður kynnt og rætt. Vænta má þess að allmiklar umræður verði um bæði þessi ffumvörp á yfírstand- andi þingi, megi þingmenn þá yfirleitt vera að því að ræða lagasetningar. Um síðustu áramót tóku gildi endur- skoðuð lög um málefni aldraðra. Þar er gert ráð fyrir veralegum breytingum á stjómun öldranarþjónustu í héraði og sveitarfélög í raun skylduð til þess að reka heimaþjón- þeirri þjónustu, og það þykir ávallt til vansa að svo sé, að hinn dæmdi og dómar- inn era einn og sami aðili. Þá hefur verið gagnrýnd aðild hagsmunasanmtaka fatl- aðra að svæðisstjómum með þeim rökum, að með þeirri aðild verði samtökin geld og ónýt í hinni raunveralegu hagsmunabaráttu þeirra. Þá má minna á þann vanda sem liggur i því hve illa og lítið hugtakið „fatl- aður“ hefur verið skilgreint lagalega til þessa. Á það hefur illþyrmilega reynt í sambandi við túlkun svonefndrar 10. grein- ar, og sumum hópum fatlaðra fínnst, að þeir séu settir hjá eða séu jafnvel algjörlega utanveltu, af því þeir séu ekki viðurkennd- ir af hinum voldugu hagsmunasamtökum fatlaðra og þar með heldur ekki af ríkis- valdinu. Ymsum finnst að eðli sínu sam- kvæmt ættu málefni fatlaðra að fera til úr- lausnar hjá sveitarfélögunum fremur en ríkinu, en með áðumefndum verkskipting- arlögum færðust þessi mál enn kyrfílegar en áður til ríkisins. Þá era enn ónefnd frumvörp um breyt- ingar á lögum um vemd bama og ung- menna og bamalögum, sem lögð vora fram á síðasta löggjafarþingi en fengust ekki af- greidd. Til helstu nýmæla í fyrmefnda framvarpinu telst að málaflokkurinn skuli fluttur frá menntamálaráðuneyti til félags- málaráðuneytis og að það verði héraðs- nefndir í dreifbýli en ekki hver einstök sveitarstjóm sem skipi bamavemdamefhd- ir. Til helstu nýmæla í frumvarpi til breyttra bamalaga má telja, að þar er gert ráð fyrir möguleikanum á sameiginlegri um, og getum metið hvort þær horfa til framfara eða trafala. I nokkram erindum verður því á ráðstefhunni reynt að varpa ljósi á það, hvaða grandvallarverðmæti við erum pólitískt sammála um að standa vörð um og hver ekki. Það hefur gnauðað dálítið um sum grandvallarverðmæti undanfarin misseri, og i ákafa sínum við að þvo burt allan kommúnisma hafa sumir gleymt því, að jöfnuður meðal fólks er þrátt fyrir allt mikilvægur og var orðinn það löngu áður en austantjaldsfýrirkomulagið var fundið upp. Sömuleiðis er ekki allt frelsi fijáls- hyggja. Þama verður leitast við að skil- greina þetta afsleppa hugtak „velferð“, sem vitaskuld aldrei verður gert í eitt skipti fyr- ir öll. Það verður fjallað um spuminguna, hvort fólk eigi rétt til einhverrar tiltekinnar lágmarksvelferðar og hvert það eigi að sækja þann rétt, sé hann til. Og það verður reynt að varpa ljósi á spuminguna um það hvert hafi stefnt um íslenska velferð und- anfarið og hvert stefni nú. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku á ráð- stefnunni, geta fengið frekari upplýsingar og skráð sig á Félagsmálastofnun Kópa- vogs í síma 91-45700. Jón Björns- son er felags- málastjóri á Akureyri Föstudagur 19. október 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.