Þjóðviljinn - 19.10.1990, Side 10

Þjóðviljinn - 19.10.1990, Side 10
Tveir menn sitja ábúðarfullir hvor á móti öðrum við borð með spilabunka fyrir framan sig og snýr bakhliðin á spilunum upp. Eftir langa þögn í djúpri íhugun og einbeitingu tekur annar þeirra efsta spilið úr bunkanum - sem hann hefur ekki séð - snýr því við og leggur það á borðið. Hinn hugsar sig vandlega um og gerir svo slíkt hið sama. Sá sem heíúr lagt hærra spil á borðið tekur bæði spilin og leggur þau á hvolfi á borðið til hliðar við sig. Þannig er lengi haldið áfram. Ef það skyldi koma fyrir, að bæði spilin sem lögð eru á borðið reynast jafnhá, leggur hvor spilamann- anna þijú spil á borðið, til hiiðar við það sem hann hafði lagt í upp- hafi, og svo eitt spil upp í loft: sá sem hefur sett hærra spilið tekur öll spilin tíu sem á borðið eru komin. Á þennan hátt hleðst smám saman bunki af spilum fyr- ir framan hvom spilamanninn um sig, en sá bunki lækkar hins vegar sem hann tekur af. Þegar þessi síðamefndi er þrotinn með öllu, tekur spilamaðurinn einfaldlega bunkann sem hafði verið að hlað- ast upp og heldur ótrauður áfram með saina hætti. Þetta reynirbæði á ímyndunarafl, skarpskyggni, einbeitingarhæfni, þolinmæði og viljaþrek spilamanna, svo og hæfileikann til að halda sér vak- andi. Umhverfis þá er rafmagnað andrúmsloft og ótrúleg spenna: það er eins og tíminn standi kyrr, Chronos sé frosinn fastur, og klukkustundimar líða hjá í ósýni- legri halarófu sem enginn verður var við, jafnvel tugum saman. En spilamennimir halda áfram þrot- laust og látlaust í djúpri einbeit- ingu sinni, og að lokum vinnur sá sem megnar að ná öllum spilun- um til sín. Hann uppsker ávöxt sjálfsagans og viljaþreksins í kyrrleiks valdi. En nú steðjar sá vandi að ís- lendingum, að ekki er vanþörf á samskonar aga, viljaþreki og ein- beitingu og spilamennimir búa yfir, ef þeir eiga að vera færir um að leysa hann. Sem stendur virð- ist mjög glæsileg framtíð bíða Mörlandans: við sjóndeildarhring hillir sem sé undir heimsmeistara- keppni í handbolta sem hér verð- ur haldin með pompi og pragt eft- ir fáein ár, og til að svo megi verða á að reisa hátimbraða hand- boltahöll, eins konar þarakórónu úr steinsteypu á skerinu. Mun hún síðan gnæfa um aldur og ævi sem óbrotlegur minnisvarði um þessa einstöku og heimsfrægu stund. En þetta er ekki allt og sumt, því önnur hilling er hægt og hægt að koma í ljós við sjóndeildarhring: eftir nokkur ár verður sem sé haldin hér önnur heimsmeistara- keppni, og í þetta skipti í bridds. Er nú farið að viðra þá hugmynd, sem hlýtur hvort sem er að liggja í loftinu, að til þess að sú keppni geti farið fram með tilskildum glæsibrag, verði að reisa hátimbr- aða bridds-höil, eins konar stein- runna og tvöfalda þarakórónu til að krýna skerið, sem geti síðan gnæft &cet., &cet. Reyndar hef ég heyrt kaldranalegt bergmál af einhverri geðvonskurödd, sem benti á að hér suður á Melum stæði ferköntuð bygging ónotuð, eins konar eldrauður spilabunki, og væri upplagt að nýta hana sem bridds-höll, þar sem enginn virð- ist hafa hugmynd um hvað við hana megi gera. En slíkt er hin mesta fjarstæða: allt mælir nefni- lega með því, að í þessum eld- rauða kassa, sem lítur út eins og rammbyggður kastali með þykka múrveggi, skotraufar, sýki og vindubrú, verði sett á stofn fé- lagsmiðstöð stjómmáiamanna með allri þeirri þjónustu sem þurfa þykir: hirðskáldum, félags- ráðgjöfúm, fréttamönnum, sál- fræðingum, iðjuþjálfum, ævi- sagnariturum og slíku. Ef mönn- um finnst stíllinn ekki gefa nægi- lega til kynna þennan nýja tilgang kassans mætti taka af allan vafa með því að reisa á þakinu risa- stóra vindhörpu, þá stærstu í heimi (fyrir heimsmetabók Guin- ness). Það má heldur ekki minna vera en þessi íslenska bridds-höll sé sérhönnuð sem slík, þannig að íslenskir húsagerðarmeistarar fái þama verðugt verkefni og höllin taki sig rétt út við hliðina á hand- boltahöllinni. En hvað tekur svo við í land- inu, þegar heimsmeistaramóti er lokið í þessum tveimur vinsælu greinum? Þetta er sá alvarlegi vandi sem nú steðjar að Islend- ingum og nauðsynlegt er að hafa hugvit og skarpskyggni til að leysa, því hætt er við að mannlíf- ið verði grámyglulegt á skerinu, þegar lægðimar ríða á því án af- láts, hver annarri dýpri og storma- samari með sínu lárétta regni í hviðum úr öllum áttum í senn, og ekki hillir lengur undir neina heimsmeistaramótshöll við sjón- deildarhringinn sem hægt væri að nota til að kasta snöm á og lesa sig gegnum tilveruna. Reyndar blasir lausnin við: ef menn eiga ekki beinlínis að Qúka út af skerinu í leiðindum með húsameistara og byggingamenn í broddi fylkingar verður að finna einhveija þá grein sem hægt væri að hafa heimsmeistaramót í, og er þá ekki um annað að ræða en setj- ast niður og velta því fyrir sér hver sú íþrótt er sem best sam- ræmdist eðlisþáttum landans og væri drýgst fyrir langa og um- fangsmikla keppni, sem þyrfti mikið umstang og húsnæði. Ef menn hafa nógu skarpa yf- irsýn jiggur svarið í augum uppi: hér á Islandi og hvergi nema á Is- landi væri hægt að halda það sem Mörlandar virðast raunar hafa stefnt markvisst að í marga ára- tugi: Heimsmeistaramót í löngu vitleysu. Hver er sá Islendingur sem þekkir ekki þetta vinsæla og þjóð- lega spil, sem er ekki aðeins þroskandi fyrir andann heldur virðist í raun og sann vera eins konar endurspeglun af íslensku þjóðlífí og menningu um óralangt skeið? Slíkt heimsmeistaramót, sem ísland er eins og sérhannað fyrir, myndi greinilega vera mikil auglýsing fyrir íslenska menn- ingu, lyftistöng fyrir landann, eða mót eiga Íslendingar ekki marga meistara í löngu vitleysu og það á ólíkustu stöðum? Og svo er eitt ótalið: það liggur í hlutarins eðli að mótið myndi verða mjög lang- varandi og þyrftu því erlendir keppendur, fféttamenn og svo ekki síst áhorfendur sem kæmu hvaðanæva úr heiminum að dveljast lengi á hótelum, gest- gjöflim, veitingamönnum og mörgum öðrum til mikilla hags- bóta. Svo gæti jafnvel farið að á íslandi yrði e.k. standandi heims- meistaramót í löngu vitleysu. Það er því mikil þörf á einu: að reisa vegleg húsakynni sem hæfðu þessu móti og allri starf- seminni sem því fylgdi, og yrði síðan verðugur minnisvarði &cet., &cet. Það yrði Höll hinnar Löngu Vitleysu. Hún yrði eins konarþrefold steinsteypt þarakór- óna á skerinu, - eins konar þara- tíara til að krýna það endanlega. Og nú ættu húsameistarar vorir að láta hugarflugið geisa og hendur standa ffam úr ermum til að taka við því. Til að koma mönnum af stað ætla ég að koma með þá tillögu í upphafi, að Höll hinnar Löngu Vitleysu verði hönnuð sem burstabær, en þó þannig að hver burstin verði eins og braggi sem snýr gaflinum fram með öllum tilheyrandi glugga- búnaði og nákvæma effirlíkingu á bárujámi í steinsteypu. Myndi höllin þá vera eins og tákn fyrir það hvemig íslensk menning hef- ur fijóvgast fyrir erlend áhrif á þessari öld. En til að minna á hug- vit íslenskra húsameistara og hönnuða yrði sett framan við höllina tjöm á súlum og bílastæði undir henni. Nauðsynlegt er að vel takist. Menn hafa stundum stungið upp á því að hallir af þessu tagi yrðu tvínota, hannaðar fyrir tvenns konar tilgang, lil að nýta betur byggingarkostnaðinn, enda eru þarfir fyrir alls kyns húsnæði brýnar. En ef menn vildu haga þessum miklu framkvæmdum með sama hætti, má lesa það í blöðum hvaða stofnun í þjóðfé- laginu er á mestum hrakhólum vegna þess mikla álags sem á henni hvílir: Höll hinnar Löngu Vitleysu mætti nýta undir marg- háttaða starfsemi Alþingis. e.m.j. Kúba Útgáfustarf- semi takmörkuð vegna skorts Pappírsverksmiðjur lokaðar, aðeins eitt dagblað leyft. Bókaút- gáfa stöðvuð Kúbanska dagblaðið Granma skýrði frá því um mánaðamótin síðustu, að það sem af er þessu ári og á næsta ári yrði Granma eina dagblaðið á Kúbu, prentað á 8 síð- um, og að helgarútgáfan verði tak- mörkuð við 6 blaðsíður og aðeins dreift i Havanna. Ástæðan er að sögn blaðsins rakin til olíukreppunnar, auk þess sem dagblaðaúgáfa á Kúbu sé að öllu leyti háð innflutningi ffá Sov- étríkjunum, sem hafí verið tak- markaður. Umræddar ráðstafanir þýða að tvö kúbönsk dagblöð á landsvísu, Juventud Rebelde og Trabajador- es, breytast í vikublöð og dagblað- ið Bastion verður lagt niður. Reiknað er með að þessar ráðstaf- anir muni gilda út árið og allt næsta ár. Blaðið segir jafnframt að til þessa ráðs hafi verið gripið til þess að koma í veg fyrir algjöra lömun útgáfústarfsemi í landinu. Blaðið segir jafnffamt að þær tvær pappírsverksmiðjur, sem starffæktar séu á Kúbu, séu nú lamaðar vegna hráefnisskorts, en hráefni til pappírsgerðar hafi verið innflutt frá Sovétríkjunum og ríki algjör óvissa um hráefnisöflun í ffamtíðinni. Blaðið segir jafnffamt að 15 héraðsblöð, sem notist við pappírs- stærð sem hin blöðin geti ekki nýtt, muni halda áffam útgáfú, en öll önnur útgáfústarfsemi í landinu verði stöðvuð. Blaðið segir að þeir blaðamenn og prentiðnaðarmenn sem missi at- vinnu af þessum sökum muni fá önnur störf í samræmi við þá stefnu kúbönsku stjómarinnar að tryggja fúlla atvinnu og halda utan um fagkunnáttu þegar um tíma- bundna framleiðslustöðvun er að ræða. Ákvarðanir þessar vom teknar af forystu kommúnistafiokksins í samráði við stéttarsamtök blaða- manna, sem lýstu sig „fús að mæta þessum óhjákvæmilegu aðgerðum og öðrum sem þjóðin muni neyðast til að grípa til í ffamtíðinni í anda æðruleysis og ákveðni í að grípa til nauðsynlegra aðgerða á hveijum tíma.“ -ólg/Granma 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. október 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.