Þjóðviljinn - 19.10.1990, Síða 11

Þjóðviljinn - 19.10.1990, Síða 11
Hve „rússneskui" var sovétkommúnisminn? Var Hítler einstakt slys? Daginn sem Þýskalöndin sameinuðust birti Morgunblaðið viðtal við Þór Whitehead sagn- fræðing. Þar var m.a. komið inn á spumingu sem margir velta upp nú um stundir: Var nasisminn (sem enn gerir nágranna Þjóð- veija smeyka við öflugt Þýska- land) einstakt og afmarkað slys í sögunni, eða var hann ffamhald af heimsveldisstefnu þýsku keisara- stjómanna á ámm fyrir heims- styrjöldina fyrri? Þór Whitehead er að sönnu þeirar skoðunar að þýsk heimsveldisstefna sem byggir á hemaðarmætti sé dauð. En hann rekur mörg dæmi um það, að nasismi Hitlers (að með- töldu gyðingahatri) átti sér öflug- ar rætur í Þýskalandi Bismarcks og Vilhjálma. Og er þetta reyndar svipuð hugsun og vakir í ritum nóbelsskáldsins þýska Heinrichs Bölls, þegar hann í skáldsögunni „Biljarð klukkan hálftíu“ talar um þýska hemaðarhyggju, um þá sem hafa „étið af sakramenti ux- ans“, þá felur hann þá menn aldrei á bak við Hitler heldur ger- ir að samnefhara fyrir þá alla virðulegan marskálk, Hinden- burg. Marxismiim í Rússlandi Þeir sem skoða sögu Rúss- lands og Sovétríkjanna standa frammi fyrir hliðstæðum spum- ingum. Hve „rússneskur“ var sovétkommúnisminn? Með öðr- um orðum: Hvemig stendur á því, að marxisminn, sem á Vestur- löndum varð partur af gagnrýnni skoðun á sögu og samfélagi og aflvaki sósíaldemókratískra verk- lýðsflokka, er gerður í Rússlandi að ríkistrú og keyrður ofan í menn með lögregluvaldi? Ber Marx ábyrgð á því, eða voru hinir rúss- nesku lærisveinar hans svo mót- aðir af aðstæðum í keisarans Rússlandi að aðferðir lögreglu- ríkisins hlutu að verða þeim mikil freisting? Þetta er þeim mun fróðlegri spuming sem Rússar nú um stundir hafa sýnt mikla hneigð til að fegra fyrir sér keisarans Rúss- land, og í versta falli er þá sagt: Allt var svo gott og guðhrætt hjá okkur undir mildi og foðurlegri stjóm keisarans þar til andskotans júðamir komu með annarlegan anir á mannréttindum, sem í keis- arans Rússlandi vom einskonar formáli eða fyrirmynd að lög- regluríki tuttugustu aldar og þá m.a. Stalínisma. Hann minnir í þessum kafla itarlega á „Lög um pólitíska glæpi“ ffá 1845. Þar er að finna hinn grimmustu ákvæði um að ekki aðeins er hægt að dæma til dauða þann sem reynir að „takmarka vald keisarans" eða breyta stjómskipan, heldur og þann sem lýsir opinskátt yfir áformum í þá vem. Samkvæmt þessum lagabálki er líka hægt að dæma í fjögurra til tólf ára refsi- vist hvem þann sem dreifir í prentuðu, skrifuðu eða mæltu máli hug- myndum sem - eins áformum (m.ö.o. opnuð leið til að ofsækja menn fyrir það eitt að vera gmnsamlegir, óáreiðanlegir, að mati lögregluyfirvalda). Geðþóttastjóm Um 1860 var bændaánauð af- numin í Rússlandi og létt á rit- skoðun, og þróun ffá ffeistingum lögregluríkis virtist geta byijað. En vítahringur sem skapaðist í samskiptum harðsnúinna íhald- safla og hinna róttækustu, sem gripu til hermdarverka gegn hátt- settum mönnum og keisaranum sjálfum til að vekja á sér athygli og þvinga yfirvaldið „til að sýna sitt rétta andlit“, leiddi til þess, að um 1880 er aftur hert á öllum skrúfum. Upp frá því er til sérstök lögregla sem á að veija ríkið gegn þegnum þess og þarf ekki að lúta óháðum dómstól- <r . um. Lögregluyfir- Ami völd fá ótrúlega víð- Bergmann tækar heimildir ti] Marxisma að vestan! Richard Pipes heitir banda- rískur sagnffæðingur sem hefur lagt stund á Rússlandssögu. I riti sínu „Rússland undir gamla stjómarfarinu“ fjallar hann í síð- asta kaflanum um „Leiðina til lögregluríkis". Pipes á þá við þau lög, reglugerðir og þær takmark- þótt ekki sé hvatt til uppreisnar - draga hið æðsta vald í efa eða vekja upp lítilsvirðingu á keisar- anum. Með þessum lögum, segir Pipes, em valdahafamir sjálfir látnir hafa einkarétt á allri pólitík og í öðm lagi er í reynd strikað yfir muninn á athöfn og illum að banna þeim sem þau telja „óáreiðanlega" allt mögulegt: að starfa hjá ríkinu, reka prent- smiðju, ljósmyndastofu eða apó- tek, búa í tilteknum borgum, fá símskeyti og póst, halda fyrir- lestra, fara til útlanda, og svo inætti lengi telja. Enn og aftur er í reynd þurrkaður út munur á at- höfn og „vondum áformum“, og sem fyrr vom harðari viðurlög við því að skemma mynd af keis- aranum eða teikna af honum skopmynd en vom lögð við því að stinga augað úr náunganum eða nauðga bamungri stúlku. Samtekki lögregluíki Pipes leggur að vonum áherslu á, að samt sem áður hafi Rússland keisaranna ekki orðið alvöm lögregluríki. Þeir sem dæmdir voru í þrælkunarvinnu eða Síbiriuvist vom sárafáir mið- að við afköst bolsévikastjómar- innar á þessu sviði. Hann nefnir nokkrar útskýringar á því hvers vegna lögreglæurikið gleypti ekki allt samfélagið. í fyrsta lagi var eignarétturinn friðhelgur og þetta þýddi m.a. að þeir sem yfirvaldið ofsótti gátu með heppni fengið störf hjá óháðum einkafyrirtækj- iXL-**** .• um. í annan stað var tiltölulega auðvelt að komast til útlanda ef í harðbakka sló. I þriðja lagi vom margir háttsettir menn og áhrifa- rikir haldnir ótta og spéhræðslu við almenningsálitið í Vestur- Evrópu, vildu ekki að það fengi alltof mörg tilefni til að hæðast að „asíatískri villimennsku Rúss- lands“. Hér má við bæta, að stjómkerfið var blátt áffam gloppótt og illa virkt, en það þýddi m.a. eins og sá ágæti rót- tæklingur Alexandr Herzen sagði að „það bætir upp grimmd rúss- neskra laga að það er ekki unnt að fylgja þeim eflir“. Tæknilegir möguleikar tuttugustu aldar á því að fylgjast grannt með þegnunm vom enn ekki fæddir. öflugatrú Rússland var semsagt ekki lögregluríki, en þar var samt til orðin lagasetning og lögreglupr- axís sem vísaði fram á þá braut. Þeir sem róttækastir vom urðu vitanlega helst fyrir barðinu á lögregluvaldi keisaranna, og Pip- es telur það rökrétt framhald af þeirri reynslu að sovésk refsi- ákvæði um undirróður og and- byltingarstarfsemi em orðuð með ósköp svipuðum hætti og lög keisaratímans gegn byltingar- mönnum og vanvirðingarmönn- um hins Æðsta Valds. En til að fyrirheitin um lögregluríki yrðu að vemleika, segir Pipes, þurfti að snúa afhir til Moskvu-Rúss- lands (fyrir daga Péturs mikla), gera eignir allar upptækar undir ríkið, einangra Rússland frá um- heiminum og lýsa landið Hina Þriðju Róm. Hér er Pipes að láta að því liggja, að rétt eins og keis- aramir fyrr á tíð notuðu rétttrún- aðinn til að réttlæta geðþótta- stjóm sína og einangmn Rúss- lands ffá umheiminum, þá hafi bolsévíkar notað marxismann til að réttlæta öll þau hermdarverk sem óumflýjanleg væm á leið til hinnar Nýju Jerúsalems alþýð- unnar. Og þá getum við sem fyrr spurt: Var það rétttrúnaði austur- kirkjunnar að kenna hvemig hann var notaður, var það marxisman- um að kenna hvað Stalín og vesír- ar hans gerðu úr honum? Rétt eins og spurt var í upphafi: Var það þýskri þjóðemishyggju, með hennar elskulegu rómantík og með hennar ívafi prússnesks hemaðarbrölts, að kenna hve illur og djöfullegur nasisminn reynd- ist? Föstudagur 19. október 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.