Þjóðviljinn - 19.10.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.10.1990, Blaðsíða 12
Ofbeldi og geðheil- brigði í S-Ameríku Rætt við chilenska geðlækninn Horacio Riquelme um áhrif áratuga skipulagðs of- beldis á geðheilbrigði og siðferðisvitund þjóða Latnesku Ameríku I síðustu viku kom hingað til lands Horacio Riquelme, chi- lenskur læknir og prófessor í félagslegri læknisfræði við háskólann í Hamborg. Riqu- elme var 23 ára þegar herinn hrifsaði völdin í heimalandi hans 1973 og flúði hann þá til V-þýskalands þar sem hann lauk sérnámi í geðlækning- um. Hann hefur rannsakað sérstaklega áhrif skipulagðs ofbeldis og pyntinga á geð- heilsu manna og hélt um þessi efni fyrirlestra í Há- skóla íslands og í Hlaðvarp- anum við Vesturgötu. Nýtt Helgarblað hitti Rjqu- elme að máli í vikunni og innti hann fyrst eftir því í hveiju rann- sóknir hans á sviði geðlæknis- fræði væru fólgnar. Skipirfagt offoeldi Síðastliðinn áratug hef ég gert margvíslegar rannsóknir í Suður- og Mið-Ameríku sem tengja í rauninni svið þriggja fræðigreina: læknisffæði, sálarfræði og mann- fræði. Rannsóknir þessar hafa óhjákvæmilega leitt til kynna af ástandi mannréttindamála í álf- unni, og beindust að stórum hluta að því að kanna, hvaða aðferðum herforingjastjómir í hinum ýmsu ríkjum álfunnar hafa beitt á und- anfbmum aldarfjórðungi við að koma á og viðhalda þeirri vald- stjóm sem þar hefur tíðkast, og hvaða áhrif þessar valdstjómarað- ferðir hafa haft á geðheilbrigði og stöðu mannréttinda í álfunni. Eg komst að því að herfor- ingjastjómimar í Chile, Brasilíu og Argentínu heföu beitt skipu- lagðri valdbeitingu til þess að viðhalda valdstjóm sinni, og hefðu aðferðimar verið svipaðar í meginatriðum. Ofbeldið átt sér fjögur form: 1) Pyntingar 2) Mannshvörf 3) Þvinguð útlegð 4) Misbeiting fjölmiðla. Athyglisvert er, að þótt vaid- beitingin hafi þannig verið sam- bærileg í þessum löndum, þá tókst valdhöfum aldrei að styðja hana einhverri heilsteyptri hug- myndafræði eða þjóðfélagslegum markmiðum - eins og t.d. í Þýskalandi Hitlers. En ýmsar þær aðferðir sem notaðar hafa verið eiga sér engu að síður rætur i nas- ismanum. Mannshvörf Þannig uppgötvuðu nasistar áhrifamátt mannshvarfa þegar þeir lögðu undir sig Pólland og Tékkóslóvakíu 1942. Mannfræð- ingar og félagsfræðingar, sem störfuðu fyrir Bandarikjaher í Indókína, komust líka að þeirri niðurstöðu, að mannshvörf væm áhrifaríkari en manndráp í þeirri viðleitni hersins að brjóta mót- stöðuafl þjóðarinnar á bak aftur. Mannshvarfið gerði það að verk- um að ekki var hægt að ffam- fylgja hinum hefðbundnu sorgar- og kveðjuathöfnum innan fjöl- skyldunnar, sem fýlgja mannsláti. Þar með var fjölskyldan svipt hefðbundnu mynstri í umgengni við dauðann og sett í algjöra óvissu sem tók á sig mynd sam- eiginlegrar bannhelgi. Bandarísk hemaðaryfirvöld skildu þetta og stunduðu „mannshvörf' í ríkum mæli. Það var á miðjum áttunda ára- tugnum sem hemaðaryfirvöld í S- Ameríku tóku að beita þessari að- ferð til þess að bijóta á bak aftur þá djúpstæðu óánægju með vald- stjómina sem grafið hafði um sig meðal fólksins. Aðferðin var síð- an notuð í stómm stíl, einkum í Argentínu (30.000 mannshvörf), Chile (6-8.000 mannshvörf) og fleiri ríkjum. Mannshvarfið nær heldur ekki bara til fullorðinna einstak- linga: um 300 böm sem fæddust í argentínskum fangelsum á tímum herforingjastjómarinnar vom tek- in ffá mæðmm sínum og látin hverfa. Ómæld þjáning Þessar tölur lýsa þjáningu sem ekki verður mæld í tölum, en mannshvarfið reyndist árangurs- rík aðferð til þess að brjóta við- námsþrótt aðstandenda á bak aft- ur. Aðstandendur vissu eða höfðu hugboð um að hinn horfni mætti Horacio Riquelme: Herir S-Amerfku hafa staðið f sálfræðilegu strfði við eigin þjóð. Ljósm. Jim Smart. sæta pyntingum. Óvissan verkar lamandi og þagnarmúrinn sem fangelsis- og dómsyfirvöld setja um hinn horfha skapar þá tilfinn- ingu hjá fómarlömbunum, að þau standi andspænis algjöm valdi sem hafi líf þeirra í hendi sér í einu og öllu. Óvissan gerir það líka að verkum að aðstandendur geta ekki unnið sig í gegnum sorgina eins og gerist við dauðs- föll. Fyrstu viðbrögð aðstandenda em eins konar lost, eins og kippt hafi verið undan þeim fótunum, og þeir fyllast ótta um að skaða hinn horfna eða aðra fjölskyldu- meðlimi með of mikilli eftir- grennslan. Síðan tekur við annað stig sem einkennist af örvæntingar- fúllri leit, þar sem einskis er látið ófreistað og allt er lagt í sölumar. Þriðja stigið einkennist síðan af því að aðstandendur bindast sam- tökum í leit sinni: þannig em til komin samtök mæðranna á Plaza del Mayo og ammanna sem haida sig á sömu slóðum og leita bama sem fæddust í fangelsum herfor- ingjanna. Vaman/iðlxnaður fólksins Þegar ofbeldisaðferðir herfor- ingjastjómanna og afleiðingar þeirra em rannsakaðar er ekki síður mikilvægt að kanna við- brögð fólksins og þann vamarvið- búnað sem er til staðar. Ef litið er til Chile, og það borið til dæmis saman við Þýskaland nasismans, þá kemur f ljós athyglisverður munur. Þegar í upphafi, eftir valdarán hersins, varð til sjálf- sprottin neðanjarðarhreyfmg til samhjálpar gegn ofbeldinu. Hún birtist meðal annars í því að bæði læknar, sálffæðingar og félags- ráðgjafar veittu fólki aðstoð og hópmeðferð er miðaði að því að vinna sig út úr erfiðleikunum í sameiningu. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. október 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.