Þjóðviljinn - 19.10.1990, Side 14

Þjóðviljinn - 19.10.1990, Side 14
Jafhtefli í fjóröu skák eftir æsispennandi baráttu Þeir erkifjendur Kasparov og Karpov héldu uppteknum hætti og tefldu enn eina snilldarskákina er íjórða viðureign þeirra fór ffam í Hudson leikhúsinu í New York á miðvikudagskvöldið. Skákin fór í bið eftir 40 leiki en keppendur sættust á jafntefli án frekari taflmennsku. Rétt eins og önnur og þriðja skák þessa ein- vígis voru vopnaviðskiptin stór- skemmtileg og staðan sem kom upp eftir byijunina hreint fúrðu- leg. Kasparov fómaði tveim peð- um og síðan skiptamun og mátti horfa uppá fjögur samstæð ífípeð Karpovs þokast áfram. Skák- mennimir þræddu troðnar slóðir lengi ffaman af, eða þar til Kar- pov endurbætti afbrigði sem áður var talið slakt. Síðustu leikimir vom leiknir i miklu tímahraki og í 39. leik lét Karpov gullið tæki- færi sér úr greipum ganga og gaf Kasparov kost á jafhtefli með þráskák. Skákin var æsispenn- andi og hélt áhorfendum í Hud- son leikhúsinu í New York föngn- um. Þetta er fyrsta skákin í einvíg- inu þar sem Karpov kemur and- stæðingnum á óvart en hingað til hefur hann mátt horfa á Kasparov hrista ffam úr erminni hveija nýj- ungina af annarri. 4. einvígisskák Garrij Ka- sparov - Anatoly Karpov SKAK Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Bb7 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8 12. a4 h6 13. Bc2 exd4 14. cxd4 Rb4 15. Bbl c5 (Víkur ffá 2. skákinni þar sem leikið var 15... bxa4 16. Hxa4 a5 17. Ha3 Ha6 18. Rh2 g6 og nú 19. f3! Karpov hefúr enn ekki fúndið endurbót sem dugar.) 16. d5 Rd7 17. Ha3 f5!? (Þessi staða kom tvisvar upp i skákum þeirra félaga í Leningrad 1986 og í bæði skiptin lék Karpov 17. .. c4 sem leiddi til snarpra átaka. Kasparov vann báðar skák- imar og Karpov leitar því á önnur mið. Textaleikurinn kom fyrir í 9. einvígisskák Timmans og Kar; povs í Kuala Lumpur í apríl sl. I bók sinni um einvígið 1986 minnist Kasparov á þennan leik og telur að með 18. e5! Rxe5 19. Rxe5 Hxe5 20. Hxe5 dxe5 21. Bxf5 nái hvítur miklum sóknar- fæmm. Hann hefúr greiniiega skipt um skoðun.) 18. exf5 Rf6 19. Re4? (Andrei Sokolov hafði annan hátt á er hann mætti Jóhanni Hjartarsyni á millisvæðamótinu í Manila í sumar. Hann lék 19. Hxe8 Dxe8 20. Rh4 og eftir að riddarinn tók sér bólfestu á g6 náði hann allgóðum sóknarfær- um. 19. leikur Kasparovs hefúr sést nokkmm sinnum áður og var italinn gefa hvítum allgóð færi.) 19... Bxd5! 20. Rxf6t Dxf6 21. Helgi Ólafsson Bd2 (19. leikur svarts hefur verið talinn vafasamur einmitt vegna þess framhalds sem Kasparov velur. En Karpov hefúr skyggnst dýpra í stöðuna og fær loks að nota eitt af leynivopnum sínum.) 21... Dxb2! 22. Bxb4 a b c d e f g h 22... Bf7! (Einfalt og snjallt. Hvítur get- ur ekki viðhaldið liðsyfirburðum sínum. 22... BxO var mun lakara því eftir 23. HxO Dxb4 24. Be4! Had8 25. f6! er svartur illa beygður.) 23. He6! (Hver snilldarleikurinn rckur annan. Kasparov sér að hrókurinn er ósnertanlegur því opnist skál- inan bl - h7 er voðinn vis.) 23. .. Dxb4 24. Hb3 Dxa4 25. Bc2 Had8 (Karpov lætur sér hvergi bregða þótt drottningin standi í skálínu biskupsins. Ef leita má endurbóta á taflmennsku Ka- sparovs þá má hugsanlega finna þær í 24. eða 25. leik. Hvítur gat þrefaldað strax í e - línunni sem var nærtækara. Staðan er ein sú fúrðulegasta sem komið hefur upp í viðureignum þeirra. Svartur hefúr fjögur samstæð fnpeð á drottningarvængnum og sóknar- möguleikamir kóngsmegin vega þennan liðsmun ekki upp.) 26. Hbe3 Db4 27. g3 (Furðu rólegur leikur. 27. f6 var freistandi en strandar á 27. .. Hxe6 28. Dd3 g6 29. Hxe6 Dc4! o.s.frv.) 27... a5 28. Rh4 d5 29. De2 Dc4 30. Bd3 Dclt 31. Kg2? (Með tilliti til framhalds skákarinnar var 31. Kh2 ná- kvæmari leikur. Þó er skiljanlegt að Kasparov hafi viljað gæta f2 - peðsins.) 32. Bc2 Bxe6 (Það er ekki um annað ræða því 32. .. d4 strandar á 33. Hxe8 d3 34.Hxd8! dxe2 35. Hxe2 með hótuninni 35. Rg6 o.s.frv.) 33. Hxe6 Hxe6 34. Dxe6+ Kh8 35. Rg6t Kh7 (Við fyrstu sýn kynni maður að halda að svartur ætti vinnings- stöðu því eftir 36. Rxf8t Hxf8 37. Dg6t Kg8 38. f6 kemur 38. .. Dg5! t.d. 39. fxg7 Dxg6 40. gxf8(D)+ Kxf8 41. Bxg6 a4 og svörtu peðin renna upp í borð.) 36. De2 Dg5! (36... d4 strandar á 37. f6! d3 38. De4! með hótuninni 39. Rxf8+ Kg8 40. Dh7t og mátar. Nú þarf Karpov aðeins einn leik, 37. .. Df6 og þá er staðan alveg skotheld. Kasparov spilar útsíð- asta trompinu.) (Sjá stöðumynd 2) 37. f6! Dxf6 38. Rxf8t Kg8 39. Rg6 Df7?? (Hrikalegur afleikur í geipi- legu tímahraki. Karpov á léttunna stöðu eftir 39. .. d4! t.d. 40. Bf5 Dc6+ (ekki 40. . d3 41. De4! o.s.frv.) 41. Be4 (eða 41. Kh2 Kh2 He8 42. Re7t Kf7 og vinn- ur)41... De6! (alls ekki 41... He8 42. Bxc6 Hxe2 43. Bd5t Kh7 44. Rf8t með jafntefli) og svartur vinnur auðveldlega. Stæði kóng- urinn á h2 næði hvítur jafntefli með 40. Bf5. Svartur gæti þá gripið til þess ráðs að leika 39. .. b4 sem ætti að vinna. I stað 39. Bf5 má reyna 39. Re7t en eftir 39. .. Kf8! 40. Rg6 KÍ7 er ekki hægt að finna neina frambærilega leið.) 40. Re7t Kf8 - Hér fór skákin í bið en keppendur sömdu jafntefli án þess að tefla frekar. Hvítur á þrá- skák með 41. Rg6t Kg8 42. Re7t o.sfrv. en ekkert meira. Hrífandi skemmtileg skák. Karpov verður að nýta færi sín betur vilji hann endurheimta titilinn. Staðan: Kasparov 2 1/2 Karpov 1 1/2. Fimmta einvígisskákin verð- ur tefld í kvöld. V" Dræmt í Reykjavík Þá er spilamennska í landství- menningi BSÍ að baki. Þátttaka í Reykjavík er dræm. Ástæðan fyr- ir því er eflaust sá vandi sem for- ysta félaganna lendir í þegar spil- arar, sem eru þátttakendur í yfir- standandi keppni, eru einnig þátt- takendur í öðrum félögum sömu keppnisvikuna. Lausnin virðist vera sú, að þátttakendur af höfuð- borgarsvæðiriu komi sér saman um spiladag, t.d. á sunnudegi í upphafi vikunnar, og bjóði þar sameiginlega til þátttöku í lands- tvímenningi. Spiladagar i Reykjavíkurmót- inu í tvímenningi hafa verið ákveðnir. Undanrásir verða spil- aðar helgina 1.-2. desember og úrslit 8.-9. desember. 23 efstu pör úr undanrásum komast í úrslit, 6 pör beint eftir 1. kvöldið, önnur 10 pör eftir 2. kvöldið og síðustu 7 pörin að loknum þremur um- ferðunum. Þátttökugjald er kr. 4.400 pr. par (úrslit innifalin). Reykjavíkurmeistarar eru Sigurð- ur Vilhj. og Valur Sig. Opna minningarmótið um Einar Þorfinnsson, sem Bridgefé- lag Selfoss stendur fyrir árlega, verður spilað á Hótel Selfossi á morgun (laugardag). Spila- mennska hefst kl. 9.30 (hálftíu). 36 pör munu taka þátt í mótinu. Keppnisstjóri verður Hermann Lárusson. Anton Haraldsson og Jakob Kristinsson sigruðu á Bautamót- inu hjá Bridgefélagi Akureyrar, sem Iauk í síðustu viku. Bridgefé- lagið, í samvinnu við Flugleiðir, mun gangast fyrir Opnu stórmóti föstudaginn 26. október og laug- ardaginn 27. október. Spilað verður í Golfskálanum á Jaðri. Samtals eru þrenn peningaverð- laun, að upphæð kr. 200 þús., auk tveggja verðlauna í formi flugfars fyrir tvo, leiðina Ak/Rvk/Ak. Flugleiðir bjóða „pakka“ á mótið á afar hagstæðu verði, og má sem dæmi nefna spilara frá Reykjavík; gisting í Golfskála, flug fram og til baka, morgun- verður og keppnisgjald, alis kr. 12.600. Þátttaka tilkynnist til Ferða- skrifstofu Akureyrar í s: 96- 25000. Ársþing Bridgesambandsins verður á sunnudaginn 21. októ- ber. Þingið hefst með setningu kl. 10 árdegis. Á dagskrá eru venju- leg aðalfundarstörf. Engar laga- breytingar hafa verið boðaðar. Guðlaugur Sveinsson og Magnús Sverrisson sigruðu í barometerkeppni Bridgefélags Hafnarfjarð- ar, sem lauk sl. mánudag. Olafur Lárusson 20 pör tóku þátt í keppninni. Og hjá Skagfirðingunum er lokið 12 umferðum af 23 í haust- barometer. Birgir Öm Stein- grímsson og Þórður Bjömsson leiða með 164 stig. í 2. sæti em Öm Scheving og Steingrimur Steingrímsson með 106 stig og í 3. sæti Helgi Viborg og Oddur Jakobsson með 95 stig. Islandsmót kvenna og yngri spilara i tvímenningskeppni verð- ur spilað helgina 27.-28. október. Skráning er á skrifstofu BSI. Um- sjónarmaður þessa þáttar hefúr ekki hugmynd um frekari útlistun á þessum mótum, þvi einsog fyrri daginn gerir Bridgesambandið lítið af því að hvetja fólk til þátt- töku. Hvað þá að kynna keppnis- form eða verð, upphaf spilatíma, keppnisstjóra o.s.frv. Útlit er fyrir að hugmyndin að íslensku „Cavendish“-móti, sem vonir stóðu til að yrði sett á í nóv- ember, sé komin í saltbaukinn góða. En hugmyndin er jafngóð fyrir því. Eftir 4 kvöld í baromon- tví- menningskeppni Bridgefélagins leiða þeir keppnina Guðlaugur R. Jóhannsson og Öm Amþórsson. Eftir hvert kvöld er pömm raðað í 8 para „grúppur“, eftir röð (ár- angri). Verður að segja að það fyrirkomulag hefur heppnast með ágætum. Og Skagamenn gangast fyrir Opnu móti með sveitakeppnis- sniði, laugardaginn 27. október (sömu helgi og Akureyrar-mót- ið). Keppt verður um silfúrstig og peningaverðlaun. Líkur em á að bridgefélögin á Suðumesjum, Keflavík og Sand- gerði efhi sameiginlega til minn- ingarmóts um Alfreð G. Alfreðs- son. Alfreð var félagi í Keflavík, en einnig sveitarstjóri til margra ára í Sandgerði. Nánar síðar. Þegar leikir em sýndir á sýn- ingartöflu, og áhorfendur sjá öll spilin, em einatt margir snillingar samankomnir í áhorfendasal. Aulamir sem sveitast við að spila úr sömu spilunum og gera þar mörg mistökin, eins og gengur í leiknum, em ekki öfndsverðir oft á tíðum. En mergurinn málsins er þó sá, að fæstir em að þessu sinni fyrir áhorfendur. Sigur er það sem máli skiptir, þégar upp er staðið. í síðasta þætti sáum við spil frá úrslitaleiknum í Bikarkeppni BSÍ, þegar Valur og Sigurður renndu sér í 6 grönd. Umsjónar- maður hefur heyrt það á skot- spónum, svona eftir leikinn, af hverju gafstu spilið? Af hveiju spilaðir þú ekki meira hjarta, af hverju gafstu ekki tígultíuna og „drapst" þar með samgang sagn- hafa? En spilið vinnst alltaf. Eg ætla það Val Sigurðssyni, að hann vinni alltaf 6 grönd á spilið. En staðan sem kemur upp með hár- réttri vöm er að vísu skemmtileg: 4 953 V85 ♦ K9643 *D94 4 KG76 4 ÁD ¥ 62 ¥ ÁKD4 •4 ÁDG875 4- 102 * Á * K10876 419842 ¥ G10973 + --- ♦ G532 Það kemur út hjartaátta í 6 gröndum. Tekið á ás og tígultía, sem Norður gefúr (besta vöm). Meiri tígull (Suður henti tveimur laufúm) upp á gosa og Norður tekur á kóng. Hjartafimm, sem tekið er á kóng. Nú lauf upp á ás, og tveir hámenn í tígli, laufí hent úr borði, gera útaf við Suður í spilinu. Hann valdar ekki tíuna fjórðu í spaða, og hjartað. Loka- staðan er þessi: Vestur: Austur: 4 KG76 4 ÁD ¥ - - ¥ D4 4- 87 4-- *-- *K10 Suður 4 10842 ¥ G10 4-- 4-- Nú kemur spaði upp á ás og laufakóngur rekur endahnútinn á spilið. Aumingja Valur, að missa af þessu gullna tækifæri. Gullfal- legt spil. 14 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. október 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.