Þjóðviljinn - 19.10.1990, Síða 15

Þjóðviljinn - 19.10.1990, Síða 15
■R'RRR 4 t?MF,NNING1N Aðstandendur Leikritsins um Benna, Gúdda og Manna uppi á sviöi. Frá vinstri Ingvar Björnsson lýsing, Gestur Einar Jónasson Manni, Þráinn Karis- son Benni, Jón St. Kristjánsson póstmaður, Sunna Borg leikstjóri, Hannes Örn Blandon Gúddi og Hallmundur Kristinsson leikmynd. Myndir Páll A. Pálsson. Leikfélag Akureyrar Líflegir karlar JT stundum Sunna Borg leikstjóri: Upp úr stendur hversu sterkum vináttubönd- um ógæfumennimir bindast -Það er erfitt að segja í stuttu máli hvað það er helst sem situr eftir að verkinu loknu, en ég held að það sé hversu sterk vinátta bindur þá fé- laga. Hún er óhagganleg, þeir standa og falla saman, segir Sunna Borg sem leik- stýrir Leikritinu um Benna, Gúdda og Manna hjá Leikfé- lagi Akureyrar. -Við byrjuðum að æfa leikrit- ið í ágústbyrjun. Fyrstu tvær vik- umar fóru í að lesa handritið og gera nauðsynlegar lagfæringar á því. Allar breytingar voru gerðar í samráði við höfundinn, og gekk samstarf okkar mjög vel. Leikritið fjallar um þijá utan- garðsmenn. Þetta eru aílt líflegir karlar á stundum. Þeir láta hveij- um degi nægja sína þjáningu, og gera sér ekki mikla rellu út af morgundeginum. Það gengur hins vegar ekki til lengdar. Leikritið er fullt af skondnum orðatiltækjum, og umræður karlanna gerast stundum heimspekilegar þegar þeir spjalla saman um lífið og dauðann. Þrátt fyrir ömurleika til- veru þeirra byggja þeir skýjaborg- ir. Gúdda dreymir um að koma af stað stórútgerð, þótt hann sé ekki fær um að láta drauminn rætast. Karlamir em allir miklir og sterkir perónuleikar, en örlögin hafa orðið þess valdandi að þeir em komnir út á þessa vonlausu braut. í lokin taka þeir afdrifaríka akvörðun sem er óumflýjanleg, a.m.k. virðist hún vera það í leik- ritinu. Því miður held ég að það sé mikið af körlum eins og Benna, Gúdda og Manna í þessum heimi. Undirbúningurinn hefur gengið vonum framar, og þrátt fýrir tafir og veikindi emm við lengra komin nú en leikrit oft em á sama tíma, þótt ekkert hafi hindrað æfingar. Ég er því mjög ánægð með hversu vel hefur gengið. Verkið krefst mikils af leikumnum og textinn er slung- inn. Mjög góður andi og samhug- ur hefur verið í hópnum. Þetta er þriðja verkefnið sem ég set upp héma á Akureyri. Leik- húsið héma er mjög skemmtilegt og vinalegt. Salurinn er heppilega stór og leikarar ná vel til áhorf- enda. Það er fullt af elskulegum draugum héma, þótt sjálf hafi ég aldrei orðið þeirra vör. Mér skilst að þeir séu hér á vappi, öllum góðum húsum fylgja góðir vættir. Hjá LA reynum við að höfða til sem flestra með verkefnaval- inu, og við leggjum áherslu á ís- lensk verk. I fyrra vom frumsýnd þijú íslensk verk, og það sama verður gert á þessu leikári. Næsta verkefni Leikfélagsins verður nýtt leikrit eftir Böðvar Guðmunds- son, Ættarmótið. í vor verður flutt verkið Skrúðsbóndinn eftir Björg- vin Guðmundsson tónskáld i sam- vinnu við Akureyrarkirkju, þar sem verkið verður sett upp á kirkjulistaviku. Leikritið um Benna, Gúdda og Manna verður framsýnt í kvöld hjá Leikfélagi Akureyrar. Með aðalhlutverkin fara þeir Þrá- inn Karlsson sem leikur Benna, Gestur Einar Jónasson leikur Manna og Hannes Óm Blandon túlkar Gúdda. Jóni St. Kristjáns- syni bregður fyrir í hlutverki tor- tryggins bréfbera. Lýsingu annast Ingvar Bjömsson, en Hallmundur Kristinsson hannaði leikmynd. BE Benni rífur Manna upp úr landamókinu: Vogaðu þér ekki að snerta hana Stellu mlna! Þráinn Karlsson og Gestur Einar Jónasson ( hlutverkum sínum. Leikrit er líkara lífinu sjálfu Jóhann Ævar Jakobsson: Eins og þegar tónskáld semur lag sem síðan heil Sinfóníuhljómsveit flytur -Leikritið um Benna, Gúdda og Manna er frumraun mín sem leikskálds. Eftir mig hef- ur áður komið út bók fyrir yngri lesendur, Afi sjóari. Ég á ekki auðvelt með að skýra jað af hverju ég fór að skrifa. Mér þótti samt ástæða til að talda uppi nafni Akureyrar- Dæjar sem skáldabæjar. Hér hefur ekki verið mikið skrifað undanfarið, segir Jóhann Ævar Jakobsson höfundur Leikritsins um Benna, Gúdda og Manna, sem frumsýnt verður hjá Leikfélagi Akur- eyrar í kvöld. -Leikritsformið varð fyrir valinu af því að ég held að menn hafí ekki lengur þolinmæði til að lesa bækur. Fólk er orðið svo vant því að horfa á sjónvarp, og getur ffekar sett sig inn í leikrit en skáldsögu. Sem höfundur kemst maður upp með ýmislegt í leikriti sem ekki væri hægt í bók. Leikrit er líkara lífinu sjálfu, og formið hentaði mér betur. Mér fannst ég getað kafað ofan í efnið. Hreint út sagt fór ég að skrifa af því að ég hafði góðan tíma. Mér fannst ég ekki geta setið aðgerðarlaus. Ég vil helst aldrei hafa dauðan tíma. Hveijir em Benni, Gúddi og Manni? Það em ógæfusamir menn, sem allir hafa orðið fyrir slysi ein- hversstaðar á lífsleiðinni. Benni og Gúddi em félagar, en við fáum ekki að vita hvað hefur leitt þá saman. Þeir hafa ráfað um stefnu- laust, lent úti á öskuhaugum og fengið að taka að sér gæslu þeirra. Manni kynnist Benna þegar hann fyrir tilviljun stígur af skipi á land í ónefhdu þorpi. Hann er í leit að móður sinni, sem er látin. Manna líkar sambýlið við þá félaga Benna og Gúdda á haugunum. Þar þarf hann litið að hafa fyrir lífinu og getur þambað landa að vild. Em Benni, Gúddi og Manni til í verunni? Ég bjó í Vestmannaeyjum sem bam og þar þekkti ég menn sem gætu verið á sviðinu í verkinu. Mér þykir ástæða til að vekja at- hygli á því, að það er til fólk sem er illa statt og ógæfusamt. Þegar ég elst upp í Eyjum stendur strið- ið yfir, og þá var mikil fátækt og mikill drykkjuskapur. Hann var þá litinn öðrum augum en í dag, nú telst hann til sjúkdóma og menn fá hjálp til að lækna sig af drykkjunni. Þess ber að geta í framhjáhlaupi að ég er 53 ára gamall, og hef því lifað margt og kynnst mörgum. Auk þess starf- aði ég í lögreglunni hér í bæ í þijú ár, þá hittir maður ýmsa menn, þótt hér sé engin fátækt. framtíð mannsins? Leikritið lagði ég inn í fyrra vetur, og einhvem neista hafa þau séð í þvi fyrst ákveðið var að setja það upp. Textinn hefur breyst af- skaplega mikið. Fyrst eftir að leikritið var lesið yfir komu þau með athugasemdir og gagnrýni hér og þar, og fóm fram á breyt- ingar. Samstarf mitt við hópinn hefur verið afskaplega gott og / Jóhann Ævar Jakobsson höfund- ur Leikritsins um Benna, Gúdda og Manna. skemmtilegt. Þau hafa verið óvægin við mig. Ég breytti text- anum og orðalagi þar scm þau lögðu það til, enda er þetta allt svo nýtt fýrir mér. Maður þykist vita allt, en kemst að því þegar á hólminn er komið að það er ekki svo. Eins og ég sagði er leikhúsið alveg nýtt fýrir mér, og kannski hefur það verið forvitnin sem rak mig til að skrifa leikrit, þótt það sé ekki gott að segja, því að þetta er margslungin blanda margra þátta. Þegar ég ákvað að leggja leik- ritið undir leikfélagið fór ég með það á pósthúsið. Þar hitti ég Sig- urð Hróarsson leikhússtjóra og rétti honum umslagið. Ég beið svo bara rólegur. Fór í sumarfn til Danmerkur, og þangað hafði son- ur minn samband við mig og sagði að leikfélagið ætlaði að at- huga verkið nánar. Hefur leikritið einhvem boð- skap? Mér hefur nú dottið ýmislegt í hug, en fólk verður að finna það út sjálft. Þó má ég til með að nefna eitt í sambandi við boð- skapinn. Eins og áður sagði gerist það á öskuhaugunum, og mætti túlka verkið á þann hátt að verði ekkert að gert, þá verða ösku- haugar ffamtíð mannsins. Ég er feikilega ánægður með útkomuna. Það má segja um mig sem leikskáld að ég sé eins og tónskáld sem skrifaði eitt lag og fýlgdist með því hvemig annar maður útsetti það og stjómaði svo heilli hljómsveit sem léki verkið. BE Föstudagur 19. októberí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.