Þjóðviljinn - 19.10.1990, Side 16
Enginn
kæmiað
hlusta
Skemmtilega Iýsir Magnús
Stephensen dómstjóri því í
Ferðarollu sinni, þegar hann sá
og heyrði Töfraflautu Mozarts
leikna 1826 í Kaupmannahöfn.
Hrifning þess manns sem upp-
götvað hefur fegurð æðri tón-
listar er augljós, hriíhing og
undrun þess sem kemur frá tón-
listarsnauðu landi, þar sem ein-
ungis er til einhver slatti af lang-
spilum og fiðlum, en aðeins tutt-
ugu og sex ár frá því hann sjálf-
ur flutti fyrsta stofuorgelið til
landsins.
„Svo bytjaði comoedia ný,
Trylleflöjten nefnd, söngstykki
dýrðlegt í 4 töktum með óvið-
jafnanlegri músík og allsháttar
hljóðfærasöngi undir eftir
meistarans Mozarts söngspili.
Það var allt óviðjafnanlega
dýrðlegt bæði að heyra og sjá.“
Og þegar Magnús hefur lýst
þessum viðburði rækilegar í
Ferðarollunni, segir svo:
„Mig langaði til að ættfólk
mitt ffá Viðey og Hólmi hefði
þá verið hjá mér til að sjá og
heyra alla þá dýrð, því hana var
vert að sjá og verður þetta stykki
víst 12 sinnum leikið og vilja
allir ná í að sjá það og heyra.“
Hann tilfærir mikinn kostnað,
en kveður einnig mikið koma
inn í aðgangseyri.
Þá voru liðin þijátíu og fjög-
ur ár frá dauða Mozarts og rúm-
lega það frá samningi þessarar
nýju „comoedíu" sem hefur
reynst ný allt fram á okkar daga.
Það leynir sér ekki hve næmur
Magnús hefur verið á tónlistina
og fegurð óperunnar. Hann ósk-
ar þess að ættfólk hans gæti
hreyrt og séð slíka dýrð. Ef ein-
hver hefði sagt við hann, að
þetta „söngstykki“ yrði væntan-
lega flutt heima á Islandi síðar
meir, hefði hann trúlega brosað
að slíkum draumórum, hversu
vongóður sem hann kann að
hafa verið um að lyffa mætti
þjóðinni upp úr niðurlægingu
fátæktarinnar. Og það er sannast
mála, að jafnvel um næstu alda-
mót eftir dauða hans voru slíkir
draumórar handan við sjón-
deildarhringinn. Enn voru að-
eins fáar tegundir hljóðfæra til í
Iandinu og ekkert leikhús, þar
sem hægt hefði verið að setja
slíkt verk á svið, að ég held, þótt
ég sæi reyndar aldrei salinn í
Fjalakettinum sem rifinn var
fyrir nokkrum árum fyrir virt-
ustu manna víðsýni! Nei, þótt
húsnæði hefði fundist, var engin
hljómsveit til á Islandi, ekkert
nema flokkur lúðurþeytara.
Það var ekki fyrr en tveir
áratugir voru liðnir af þessari
öld, að fýrsti lærði íslenski
fiðluleikarinn, Þórarinn Guð-
mundsson, stofnaði fyrstu
hljómsveitina á Islandi, en þegar
ríkisútvarpið tók til starfa 1930
og tónlistarskólinn í Reykjavík
var stofnaður, hófst fyrir alvöru
tónlistaruppeldi þjóðar sem
fram á þessa öld hafði lítið heyrt
annað en rímnastemmur og
sálmalög. Tveir frábærir tónlist-
armenn, Páll Isólfsson dómorg-
anisti og Ami Kristjánsson pi-
anóleikari, tóku til starfa ásamt
fleiri góðum mönnum að kynna
þjóðinni gegnum útvarpið svo-
nefnda æðri tónlist. Þeir leyfðu
þjóðinni að hlusta á létt fiðlu-
verk (eins og eftir Kreisler), pí-
anóverk auðskilin (eins og Ast-
ardraum eftir Liszt) og ariur úr
ffægum óperum, en einnig erfið
hljómsveitarverk og sinfóníur.
Jafnframt fékk fólk sín dægur-
lög inn á milli og Hljómsveit
Bjama Böðvarssonar lék dan-
slög fyrir fólk á öllum aldri.
Samt vom margir óánægðir og
vildu ekkert heyra nema dans-
og dægurlög. Allt hitt var garg í
eyrum þeirra. En tónsnillingam-
ir í Ríkisútvarpinu vissu að þeir
höfðu á valdi sínu að mennta
þjóðina í þessum efnum, og þeir
létu ekki af því.
Hollt er að gefa gaum þessu
uppeldishiutverki Ríkisútvarps-
ins nú, þegar við íslendingar
eigum sinfóníuhljómsveit og
hægt er að safna saman kom-
ungu fólki á hveiju ári í hljóm-
sveit til að leika merkustu verk
tónbókmenntanna. Og það er
ekki aðeins ættin frá Viðey og
Hólmi sem á þess kost að sjá og
heyra ópemr Mozarts og ann-
arra snillinga eða hlusta á ís-
lenska sinfóníuhljómsveit leika
meistaraverk Beethovens, held-
ur allur almenningur. Slík
menning í fámenni vekur undr-
un og aðdáun útlendinga sem vit
hafa á tónlist. En ef Ríkisútvarp-
ið hefði frá upphafi verið á sama
stigi og Rás tvö eða Bylgjan,
væri engin sinfóníuhljómsveit
starfandi hér og engar ópemsýn-
ingar. Svo einfalt er það. Enginn
nema fáeinir tónlistarmenn
hefðu heyrt neitt nema dægur-
lög, enginn vissi hvað um væri
að ræða, enginn kæmi að hlusta.
Keliþó
Alþýöuleikhúsið sýnir í skólum:
KELI ÞÓ eftir Iðunni og Krístinu
Steinsdætur.
Lög og Ijóð: Ólafur Haukur
Símonarson.
Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir.
Leikmynd og búningar: Gerla.
Útsetningar: Gunnar Þórðarson.
Leikendur: Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir, Gunnar Rafn Guð-
mundsson, Baltasar Kormákur.
Þessa dagana er Alþýðuleik-
húsið að hefja starfsemi sína.
Æfingar hafa staðið yflr á tveim
verkefnum, Medeu eftir Evripi-
des og kennsluleikriti um böm í
umferðinni. Það síðamefhda var
frumsýnt í síðustu viku bömum í
Breiðholtsskóla og heitir Keli
þó. Alþýðuleikhúsið nýtur til-
styrks menntamálaráðuneytis,
Umferðarráðs og Landsbankans
við sviðsetningu leiksins og má
líta á frumkvæði leikhússins í
þessu máli sem hlut af framlagi
leikhússfólks fyrir bættri um-
ferðarmenningu. Ekki veitir af.
Sýningunni fylgir kennslu-
efni ætlað bömum frá sex til níu
ára aldurs, límmiðar, teikningar
og spumingar fyrir kennara.
Öllu er haganlega komið fyrir í
litprentaðri möppu sem geymir
líka ljóð Olafs Hauks við lög úr
sýningunni. Keli verður á ferð-
inni næstu vikumar um skóla-
kerfið og vonandi skilar sýning-
in tilætluðum árangri í aukinni
varúð áhorfenda i hörðum
heimi.
Það er ánægjulegt að
kennsluleikrit um þarft efni
skuli komast á fjalimar. Ekki að-
eins sökum þess hve efnið er
brýnt, heldur líka vegna þess að
þannig er leiklist komin inn í
skólana þar sem hún hefur verið
homreka nema í hátíðahaldi
nemendanna sjálffa. Við höfum
enn ekki náð svo langt í uppeld-
ismálum að leikurinn sé notaður
á vísvitandi hátt í skólum okkar
sem kennslutæki. Leikur á sér
Baltasar Kormákur ( hlutverki Kela. Mynd: Jim Smart.
ekki stað í menntastofnunum
kennara og verður því ekki tæki
i höndum þeirra við nám og
starf. Sem er miður. Ekkert tæki
er jafn frelsandi í beitingu bama,
leiðir þau á nýjar slóðir ytra sem
innra í landnámi.
Leikrit þeirra systra um Kela
sem er nýfluttur að vestan og
vinkonu hans Völu sem er týnd
virtist bömunum þekkileg
skemmtun. Tónlist Ólafs Hauks
og útsetningar Gunnars lífga
mikið upp á það. Flutningur þre-
menninganna er fjörlegur. Það
er hvorki frumlegt né skrifað af
hugkvæmni, byggir á einfaldri
formúlu sem er þokkalega unnn-
in. Ekki krefst það mikillar þátt-
töku ffá bömunum og hefði að
ósekju mátt byggja leikinn
meira upp með beinum spum-
ingum til þeirra og laða þau
þannig til þátttöku í framvindu
Íeiksins. En erindið er brýnt og
áhorfendum var skemmt svo til-
gangnum er náð.
pbb
Lillý og Heiðbjartur I mjúkri danssveiflu (Eggert Þorleifsson og Edda Heiðrún Backman). Ekki eru tilburðir
Ásláks og Bergþóru í bakgrunninum sfðri (Sigurður Skúlason og Hanna Maria Karlsdóttir). Myndina tók
Jim Smart á æfingu á leikritinu Ég er hættur! Farinn! sem frumsýnt verður hjá Leikfélagi Reykjavlkur á
stóra sviðinu í Borgarieikhúsinu næstkomandi sunnudagskvöld.
Ég er hættur! Farinn!
Borgarleikhúsið ffumsýnir
næstkomandi sunnudagskvöld
nýtt íslenskt leikrit eftir Guð-
rúnu Kristínu Magnúsdóttur,
sem kallast Ég er hættur! Far-
inn! (Ég er ekki með í svona
asnalegu leikriti.)
Leikritið hlaut fýrstu verð-
laun í flokki leikrita fýrir full-
orðna í leikritasamkeppni Leik-
félags Reykjavíkur, sem efnt var
til í tilefhi af opnun Borgarleik-
hússins.
Leiktextinn er sagður fínleg-
ur og fýndinn. Yrkisefnið er ís-
lenskt nútímalíf, fár fjölskyldu-
lífsins, ólgandi átök undir niðri,
en kímnin gleymist samt ekki.
Þótt efniviðurinn sé kunnugleg-
ur er verkið og uppsetning þess
mjög nýstárleg.
Leikstjóri er Guðjón P. Ped-
ersen, dramatúrg er Hafliði Am-
grímsson, en leikmynd og bún-
inga hannaði Gretar Reynisson.
Lýsingu annast þeir Egill Áma-
son, Gretar Reynisson og Guð-
jón P. Pedersen. Ahrifahljóð sér
Jóhann G. Jóhannsson um.
Leikarar í sýningunni em
Guðrún Ásmundsdóttir, Karl
Guðmundsson, Hanna María
Karlsdóttir, Sigurður Skúlason,
Harpa Amardóttir, Helgi
Bjömsson, Bára Lyngdal Magn-
úsdóttir, Stefán Jónsson, Edda
Heiðrún Backman, Eggert Þor-
leifsson, Ragnheiður Amardóttir
og Þröstur Guðbjartsson.
16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. október 1990