Þjóðviljinn - 19.10.1990, Síða 24
nTlí
Uelaarblad
Iú&oviuIíín a# w
Föstudagur 19. október 1990 197. tölublað 55. árgangur.
Bækur
BókaAóðið að skella á
Stiklað á íslenskum útgáfubókum Máls og menningar,
Forlagsins og Reykholts
Vinirnir Megas og Bubbi verða keppinautar á jólabókamarkaðinum I
Mynd Jim Smart.
Jólabókaflóðið skellur á hvað
úr hverju. Að venju kennir
ýmissa grasa í flóðinu og
vafalaust skolar einhverju
áhugaverðu á land flestra
bókaunnenda.
Innlend prósaverk
Meðal frumsaminna skáld-
sagna má nefna nýja skáldsögu
eftir Fríðu A. Sigurðardóttur,
Meðan nóttin líður, sem Forlagið
gefur út. Forlagið gefúr einnig út
nýja bók eftir Ólaf Gunnarsson,
Sögur úr Skuggahverfinu, sem
eru tvær sögur. Þá er ný skáldsaga
eftir Rúnar Helga Vignisson með-
al útgáfubóka Forlagsins, sem
nefnist Nautnastuldur.
Mál og menning gefur út
fimm ffumsamin prósaverk eftir
íslenska höfunda. Svefnhjólið
nefnist ný skáldsaga eftir Gyrði
Elíasson. Jakobína Sigurðardóttir
er með nýtt smásagnasafn, Vegur-
inn upp á fjallið, en tæpur áratug-
ur er síðan hún sendi síðast frá sér
skáldverk. Pétur Gunnarsson er
með nýja skáldsögu, sem ekki
hefúr enn fengið nafn. Hallgrími
Helgasyni, myndlistar- og út-
varpsmanni, er greinilega margt
til lista lagt, því Mál og menning
gefúr nú út fyrstu skáldsögu hans,
sem nefnist Hella. Ljóðskáldið
Sigfús Bjartmarsson sendir frá sér
sitt fyrsta prósaverk, smásagna-
safnið Mýrarenglamir falla.
Ljóð
Mál og menning gefur einnig
út margar nýjar ljóðabækur:
Sannstæður eftir Geirlaug Magn-
ússon, Blint í sjóinn eftir Guðlaug
Arason, Einn dag enn eftir Krist-
ján Ámason, Bláþráð eftir Lindu
Vilhjálmsdóttur og Skugga vinds-
ins eftir Stefán Sigurkarlsson. Þá
gefúr Mál og menning út í sam-
vinnu við bókaútgáfuna Flugur,
úrval úr ljóðum Jónasar Guð-
laugssonar. Safnið nefnist Bak
við hafíð, og er ítarlegt æviágrip
skáldsins eftir Hrafn Jökulsson í
bókinni.
Forlagið sendir frá sér eina
ljóðabók, Ljóð námu völd eflir
Sigurð Pálsson.
Ævisögur og fleira
á eru það nokkrar ævisögur.
Indriði G. Þorsteinsson hefur rit-
að ævisögu Hermanns Jónassonar
fyrmrn forsætisráðherra, sem
Reykholt gefur út. Nefnist bókin
Fram fyrir skjöldu.
Þrjár bækur tengdar íslensku
poppsögunni koma út fyrir jólin.
Mál og menning gefúr út bókina
Bubbi eftir Silju Aðalsteinsdóttur
og Asbjöm Morthens. Forlagið
gefur út Sól í Norðurmýri, píslar-
sögu úr Austurbænum eftir Þór-
unni Valdimarsdóttur og Megas.
Auk þess gefur Forlagið út Rokk-
VESTMANNA-
EYJAR
..a\Va daga
ARNARFLUG
INNANLANDS hf.
Reykjavíkurflugvelli - Sími 29577
sögu íslands 1955-90 eftir Gest
Guðmundsson.
Af öðmm íslenskum bókum
má m.a. nefna Þeir máluðu bæinn
rauðan- bókin um Norðfjörð, eftir
Helga Guðmundsson sem segir
ffá baráttu og valdatöku sósíalista
á Neskaupstað. íslenskt vættatal
eftir Ama Bjömsson. A íslend-
ingaslóðum í Kaupmannahöíh
eftir Bjöm Th. Bjömsson. Ljós-
hærða villidýrið eftir Arthúr
Björgvin Bollason um hlut ís-
lenskrar menningar í þýskri hug-
myndafræði. íslenskir hraunhell-
ar eftir Bjöm Hróarsson. Perlur í
náttúru íslands eftir Guðmund P.
Ólafsson. Minnisstæðar myndir -
íslandssaga 20. aldar í ljósmynd-
um eftir Ingu Lám Baldvinsdótt-
ur. Rauðir pennar eftir Öm Ólafs-
son. Mál og menning gefur allar
þessar bækur út.
Reykholt gefur út Iistaverka-
bók með myndum af 50 málverk-
um Sigfúsar Halldórssonar,
Kveðja mín til Reykjavikur. Texti
bókarinnar er eftir Jónas Jónas-
son, og fylgir bókinni 14 laga
hljómplata með lögum Sigfúsar í
flutningi ýmissa listamanna.
Hjá Forlaginu kemur út við-
talsbók Gylfa Gröndals við Bjöm
á Löngumýri, Ég hef lifað mér til
gamans. Forlagið gefur líka út
bók Kristjáns Gíslasonar, Af fisk-
um og flugum. Svanhildur Kon-
ráðsdóttir er með samtöl við
fimm íslendinga um dulræn efni,
Neistar frá sömu sól. Og sælkerar
ættu að kætast, því matreiðslubók
Forlagsins í ár em uppskriftir úr
eldhúsi meistarakokksins Rúnars
Marvinssonar, Eftir kenjum
kokksins.
Einsog sjá má á þessari upp-
talningu, sem einangrast við þrjú
útgáfúfyrirtæki, ætlar framboðið í
ár að verða jafn fjölbreytilegt og
undanfarin ár. -Sáf
OPNUNARHLBOÐ
NÝIR GEISLADISKAR: VERÐ FRÁ KR. 590-1490
vt:ca®PUCCiNi
DOfi CAR10S MANQN lESCAUT NABUCCQ !L TROVATQftE TURANDOT pi
PLAGIDO DOMINGO
KLASSÍSK TÓNUST:
Metnaðarfullt úrval frá ýmsum helstu útgefendum heims á þessu svtði, s.s. Deutsche
Grammophon. Harmonia Mundí. Decca, Hungaroton, Bís o.fl. Hágæða útgáfúr á góðu
verði, sem og vandaðar seriur, ýmsar i fýrsta sinn hér á landí. Kiassisk tónlíst á geisladisk-
um frá kr. 590.
œNTEMPORARY
andre: frevin WEST
AND HIS PALSe'inr
SHELLY MANNE SÍKg**,*
& red mitchellSTORY
DJASS, BLÚS, HEIMSTÓNUST : Höfúm á boðstólum helstu
upptökur og nýjar útgáfur ýmissa fremstu tónlistarmanna djass-, bfús- og heimstónlist-
arinnar, t.a.m. Duke Eilington, Biily Holiday, B.B. King, Albert King, Salif Keita, Ali
Fraka Toure o.s.ftv.
«rar» TmMtt -wbrí
NOTTING
mwuLnmujass
POPP, ROKK:
Ört vaxandi deíld sem býður upp á popp og rokk á breiðum grundvelli. Allt frá
endurútgáfum frá upphafsárum rokksíns og seinní tima til þess sem er að gerast á
sviði rokktónlístar i dag - á morgun og allt þar á mílií. Kiassisk rokktónlist, rokka-
billi, vinsælir dægurlagasöngvarar, sáltóniist, þungarokk o.fl. o.fl.
Lægra vöruverð, fjölbreytt úrval og ýmíslegt sem þig hefur
aldrei dreymt um að sjá í verslunum hérlendis. Sérpantanír
og bætt þjónusta víð viðskiptavini er markmið okkar. Komdu
og kynntu þér töfraheim tónlistarinnar i Japís, Brautarholti 2.
SENDUM í PÓSTKRÖFU SAMDÆGURS.
JAPIS
BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 625200
-r