Þjóðviljinn - 26.10.1990, Blaðsíða 6
Stalín látinn (við hlið Lenfns, þar sem hann fékk ekki að vera lengi) - við þá andlátsfregn klökknaöi Vyshínsklj.
Andrej Vyshínskíj var siðfágaður gáfumaður með óvenju víðtæka þekkingu.
Hann var einnig aðalákærandi við illræmdustu réttarhöld Stalínstímans
Glasnost Sovétmanna hefur
hleypt gífurlegri grósku í sagn-
fræði þeirra eins og svo margt
fleira þarlendis, og er nú margt
tekið til rannsóknar og endur-
skoðunar sem sovéskir sagn-
fræðingar og áhugamenn um
sagnfræði höfðu ekki aðgang að
áður eða urðu að þegja um. T.d.
um það má nefna bók um
Andrej Vyshínskíj (1883-1954),
sem lögfræðingur að nafni Ark-
adíj Vaksberg hefur skrifað.
Naín Vyshínskíjs var á hvers
manns vörum fyrstu ár kalda
stríðsins og áður var hann orðinn
heimsþekktur fyrir áberandi hlut-
deild sína í „hreinsunum“ Stalíns
á fjórða áratugnum. Eigi að síður
hefur furðulítið verið um mann-
inn skrifað til þessa og margt um
hann hefur verið á huldu. Bók
Vaksbergs er fyrsta gagngera ævi-
sagan um Vyshínskíj og leiðir
ýmislegt athyglisvert í ljós.
Frændi
kardínála
Eins og svo fjölmargir aðrir í
forustusveitum rússneskra bylt-
ingarsinna á fyrstu áratugum ald-
arinnar var Vyshínskíj ekki Rússi
í orðsins þrengri merkingu. Hann
var pólskrar ættar og ekki af lág-
um stigum og skrifaði nafn sitt
framan af upp á pólsku - Andrzej
Wyszynski. Frændi hans var
Wyszynski kardínáli, leiðtogi
kaþólskrar kirkju Pólverja um
áratuga skeið þangað til við tók
Karol Wojtyla, núverandi páfi
undir nafninu Jóhannes Páll.
Wyszynski kardínáli hlaut eins og
frændi hans heimsfrægð fyrir
framgöngu sína í kalda stríðinu,
en ekki voru þeir þar sömu meg-
in. Kardínálinn sætti harðræði og
fangelsunum af kommúnískum
valdhöfum lands síns á þeim tíma
sem vegur frænda hans var mest-
ur í Moskvu og hjá Sameinuðu
þjóðunum. En úr tók að rætast
fyrir kardínálanum og kirkju hans
á stjómartíð Gomulka, og þegar
Wyszynski kardínáli lést 1981 var
kirkjan á ný orðin stórveldi í Pól-
landi. Þá var frændinn í Moskvu
allur fýrir 27 ámm.
í flokki
mensévíka
Andrej Janúarívítsj Vyshín-
skíj fæddist í Odessu, skólaðist í
lögum við háskólann í Kíef
og tók þaðan próf í þeim.
AÐUTAN
Uppvaxtarland hans var sem sé
Ukraína, þar sem þá var mikið um
minjar pólskrar fortiðar og er enn.
Þá var regla fremur en undan-
tekning að ungir rússneskir
menntamenn gerðust byltingar-
sinnaðir í meiri eða minni alvöm
og skömmu eftir aldamót var
Vyshínskíj kominn í flokk mensé-
víka, hófsamari arm flokks rúss-
neskra sósíaldemókrata sem
klofnaði á þeim ámm; liðsmenn
róttækari armsins nefndust bolsé-
víkar. í byltingartilrauninni 1905
var Vyshínskíj fomstumaður
verkamanna i Bakú og skipulagði
verkfall jámbrautastarfsmanna.
Fyrir það var hann handtekinn og
dæmdur til vistar í fangelsi, þar
sem hann kynntist öðmm síðar
ffægum manni, Stalín.
A ámm heimsstyrjaldarinnar
fyrri starfaði Vyshínskíj í Moskvu
sem málaflutningsmaður. Hann
var þá enn í flokki mensévíka,
sem ekki vom vel liðnir af vald-
höfúm þeim er tóku við eftir októ-
berbyltinguna 1917. Hann gekk
fljótt í þjónustu bolsévíkastjóm-
arinnar og barðist t.d. í borgara-
stríðinu við hvítliða, en heimild-
um ber ekki saman um hve fljótt
hann hafi gengið í flokk bolsé-
víka. Á þriðja áratugnum lét hann
lítið fara fyrir sér, en hækkaði
smámsaman i stjómkerfinu og
varð fræðslu- og menningarmála-
ráðherra 1928. 1935- 39 var hann
dómsmálaráðherra, einmitt það
tímabil sem „hreinsanir“ Stalíns-
tímans stóðu sem hæst. Vegna
embættis hans lá í hlutarins eðli
að hann hefði þá forgöngu af
hálfu ákæmvaldsins og sjálfúr var
hann aðalsaksóknari í sumum
réttarhaldanna, m.a. yfir Búkhar-
ín.
Ambassador og
utanríkisráðherra
Eflir að Sovétríkin höfðu inn-
limað Lettland 1940 var Vyshín-
skíj einskonar landstjóri þar í tíu
mánuði og stóð fyrir nauðungar-
flutningum tugþúsnda Letta til
norðurhjara Sovétríkjanna og
Síberíu. Á ámm heimsstyijaldar-
innar síðari var hann hægri hönd
Molotovs í utanrikisráðuneytinu,
ambassador Sovétríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum 1946-49,
utanríkisráðherra 1949-53 og síð-
an aftur ambassador hjá S.þ. þar
til hann Iést snögglega í New
York, rúmlega sjötug-
ur að aldri.
Siðustu ár háns
vom þau köldustu i
kalda stríðinu og á
Dagur
Þorielfsson
vettvangi S.þ. varð hann ffægur
fyrir hörku og skerpu í málflutn-
ingi. Sem ræðumaður var hann
kuldalegur og ópersónulegur, en
þess á milli eldhress og vinsæll í
félagslífi. Enda stóð hann hvað
menntun og siðfágun snerti ekki
að baki þeim fæmstu meðal vest-
rænna stjómmálamanna í þeim
efnum. Þótt Vaksberg hafi margt
ófagurt um hann að segja, sem
eðlilegt má kalla, er hann eigi að
síður hrifmn af þessu viðfangs-
efni sínu. Maðurinn sem var einn
af helstu handlöngumm Stalíns
við hryðjuverk hans þegar þau
í New York og París varð
hann í augum vestrænna stjóm-
málamanna, sem háðu við hann
marga og stranga hildi á fúndum
og ráðstefnum, menningarviti og
lögspekingur umfram alla aðra.
Þar að auki dansaði hann vínar-
valsa betur en nokkur annar í
þeim hópi. Hann bar öll merki
mótunar í þeim heimi menntaðs
borgaraskapar austanverðrar Evr-
ópu, sem leið undir lok með bylt-
ingum og heimsstyrjöldum á fýrri
hluta aldarinnar.
Kardínálinn frændi hans er
sagður hafa verið trúmaður mikill
húsi. Einræðisherrann kann að
hafa talið sig hafa það góð tök á
Vyshínskíj að ástæðulaust væri að
tortryggja hann; mensévíkafortíð
hans hefði t.d. alltaf mátt rifja
upp.
Skjótið þá óðu
hunda
Þar að auki kom lögfræði-
kunnátta Vyshínskíjs, sem var
frábær eins og fleira hjá honum,
húsbónda hans að góðum notum
við réttarhöldin gegn gömlu for-
ustunni. Lögffæði hefúr annars
Andrej Vyshínsklj (t.v., hér með Molotov er hann tók við embætti utan-
ríkisráðherra af honum 1949) - átti heima ( hópi þeirra sem hann hjálp-
aði til við að útrýma.
Wyszynski kardínáli - seiglu og
úthald skorti hvorugan þeirra
frænda.
voru mest og verst var bráðgáfað-
ur og þekking hans óhemju víð-
tæk. Hann var frábærlega vel að
sér í sagnfræði, bókmenntum og
heimspeki og talaði fjögur tungu-
mál.
og hörkutól; hann lét hvergi bug-
ast við harðræði það er hann sætti
af hálfu skoðanabræðra frænda
síns og sú seigla átti efalítið ein-
hvem þátt í því að svo fór sem fór
í ættlandi þeirra. Má vera að
Andrej Vyshínskíj hafi einnig
verið trúmaður á sinn hátt og
hörku og seiglu vantaði hann
vissulega ekki heldur. Undrun
kann að vekja að maður sem hann
skyldi gegna því hlutverki sem
hann gerði á fjórða áratugnum og
einnig að hann skyldi lifa af þær
„hreinsanir“ sjálfúr. Þær athafnir
voru í raun, ásamt með öðru, út-
rýming hins hálfútlenda kjama
aldamótakynslóðar rússneskra
byltingarmanna, sem Vyshínskíj
tilheyrði sjálfúr. Stalín var ekki
mikið um fágaða hámenntamenn
gefið og þaðan af síður um Pól-
verja.
Það væri ekki nema eftir öðm,
eflir því sem sagt hefúr verið af
kímnigáfu Stalíns, að honum
hefði þótt sniðugt að láta Vyshín-
skíj standa fyrir útrýmingu gamla
flokkskjamans, einmitt af því að
sá kjami var af hans eigin sauða-
aldrei verið hátt skrifúð í Rúss-
landi. En með kunnáttu sinni og
leikni á þeim vettvangi tókst Vys-
hínskíj að gæða umrædd sýndar-
réttarhöld yfirborði, sem var að
minnsta kosti nógu snoturt til að
margir létu blekkjast, líka ófáir
vesturlandamenn sem ekki vom
kommúnistar.
Vera kann að það hafi verið
hræðsla við borgaralega, pólska
og mensévíska fortíð, sem og
vitneskjan um að hann átti raunar
heima í hópi mannanna sem hann
tók þátt í að ofsækja, er gerði að
verkum að Vyshínskíj beitti
greind sinni, hörku og lögfræði-
kunnáttu til hins ýtrasta þeim til
niðurbrots. Skjótið þá óðu hunda,
er titill bókar Vaksbergs, og í
þesskonar anda var málflutningur
Vyshínskijs og félaga við réttar-
höldin. Hugsanlegt er einnig að
pólitísk trú hafi þar hjáipað til.
Vyshínskíj klökknaði, er hann
minntist Stalíns nýlátins á fúndi
hjá S.þ. 1953. Svo varð mörgum
fleiri við þá andlátsfregn, bæði
innan og utan Sovétríkjanna.
6 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. október 1990