Þjóðviljinn - 26.10.1990, Blaðsíða 12
Mfó prins og Júm Júm fangar Katós riddara
bak við lásana sjö f Hungurtuminum. Þar
bfður þeirra að svelta f hel og verða að
beinahrúgu að morgni, þvf nóttin er löng f
Dauöaskógi f Landinu bak viö fjöllin. Þar
rfkir hinn grimmi Kató riddari sem hefur
fangað böm úr Landinu f fjarska og breytt
þeim f álagafugla. Álagafuglamir sveima
gargandi yfir Dauðavatni. Þá ætlaði Míó
prins að frelsa þegar Kató gómaði hann.
Myndir: Kristinn.
Frelsun
_____
fuglanna
Salurinn er fullur af krökkum sem
iða af spenningi í hálfrökkrinu og mæna
á tjaldið. Loks eru ljósin slökkt og tjald-
ið dregið upp. Ævintýrið um hann Míó
prins hefst. Áhugamannaleikfélagið í
Mosfellsbæ hefur ráðist í að setja upp
bamaleikritið Elsku Míó minn eftir
Astrid Lindgren í leikgerð Jóns Sævars
Baldvinssonar og Andrésar Sigurvins-
sonar, sem jafnframt leikstýrir verkinu.
Þetta er alvöm sýning; mikið hefiir ver-
ið lagt í búninga, leikmynd, tónlist, leik-
hljóð og lýsingu. Eyþór Amalds sá um
tónlistina og Ámi J. Baldvinsson um lýs-
ingu. Heiðurinn af skrautlegum og ævin-
týralegum búningunum á Rósberg Snædal.
Míó prins leikur Högni Þór Högnason
og vin hans og skjaldsvein leikur Ragnar
Ólafsson. Strákamir em báðir 11 ára Mos-
fellsbæingar. Blaðamaður Nýs Helgarblaðs
spjallaði við þá á meðan verið var að
sminka þá fyrir sýningu.
Um hvað fjallar leikritið?
- Það er um draum Bússa, um það sem
hann langar til að gera, en fær ekki. Leikrit-
ið hefst í Upplandsgötunni þar sem Bússa
dreymir um að finna pabba sinn.
Hann rekst einn dag á maltflösku í
garði sem í er andi. Andanum sleppir Bússi
út, og í staðinn fylgir hann honum til
Landsins í fjarska. Þar með hefst ævintýrið.
Bússi breytist í Míó prins og Beggi vinur
hans úr Upplandsgötunni í skjaldsvein hans
Júm Júm. Saman þeysa þeir um Rökkur-
skóg í leit að Landinu bak við fjöllin þar
sem Kató riddari heldur bömum fÖngnum í
álögum.
Strákamir ætla sér hvomgur að verða
leikarar þótt þeim þyki báðum gaman að
taka þátt í sýningunni. Ragnar ætlar að
verða arkitekt, en Högni Þór atvinnumaður
í fótbolta eða golfi. Báðir segjast þeir fara
mikið í leikhús, bæði á bama- og fullorð-
insleikrit.
í leikritinu hitta þeir Míó og Júm Júm
margar skrítnar verur; hinn soltna Enó,
Spunakonuna í Rökkurskógi, Sverðsmið-
inn í dýpsta hellinum í svartasta íjallinu og
hinn grimma Kató riddara með jámklóna
og njósnara hans. Búningamar í verkinu
em eins og áður sagði sérstakir og litskrúð-
ugir.
Rósberg Snædal hannaði búningana og
hann sagði í samtali við blaðamann að allt
hefði verið notað sem honum hefði komið
til hugar, m.a. glerperlur úr ljósakrónu,
gardínur og gömul fot. Auk þess leitaði
hann oft í byggingavömverslunum að
heppilegum hlutum í búningana. Höfuðföt-
in em sérstaklega áberandi og skemmtileg.
- Ég hef alltaf verið mikið fyrir hatta,
ég vil að allir séu með eitthvað á höíðinu.
Síðan íslendingar tóku ofan Iamhúshettuna
hafa þeir ekki þorað að setja neitt annað
upp í staðinn.
Það liggur mikil vinna að baki búning-
unum. I allt unnu 25 saumakonur að verk-
inu, og má segja að við höfum þjóðnýtt alla
sveitina í verkið. Búningamir vom saum-
aðir í þröngum búningsklefunum, en þegar
æflngar hófust urðum við að flytja okkur
með saumavélamar inn í sturtuklefa.
Hugmyndimar að búningunum mótast
smám saman. Þegar maður hugsar um leik-
ritið kemur Aladín og töfralampinn og Þús-
und og ein nótt ósjálfrátt upp í hugann,
búningamir em því á margan hátt austræn-
ir. En það hefði alveg eins verið hægt að
hafa þá allt öðmvísi, Kató riddari hefði t.d.
getað verið í svörtum mótorhjólatöffaraföt-
um.
Sjálfur heyrði ég ævintýrið um Míó
prins þegar ég var bam, og ég man að ég
hlustaði á það með pabba mínum. Hann
botnaði ekkert í því, en mér fannst allt
liggja ljóst fyrir. Maður þarf að vera bam til
að skilja það.
Elsku Míó minn er sýnt í Hlégarði í
Mosfellsbæ á laugardag kl. 14, og á sunnu-
dagkl. 14 og 16.30. BE
Andrés Sigurvins-
son leikstjóri, Rós-
berg Snædal hönn-
uður leikmyndar og
búninga og Ámi J.
Baldvinsson Ijósa-
maður.
12 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. október 1990