Þjóðviljinn - 26.10.1990, Blaðsíða 8
Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfas Afgrelðsla: * 68 13 33 Auglýslngadelld: tr 68 13 10 - 68 13 C on Símfax: 68 19 35 1
umsjonarmaour neiaarDiacs. Kagnar f\a Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson Útllt: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson nsson Vtfk^vr luö KförtUI I IdOiöi'Vw . Prentun: Oddl hf. Aðsetur: Síðumúla 37, 108 Reykjavfk iljans hf.
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis
Nýir tímar í viðskiptum
við Sovétríkin
Upp er komið ástand sem fáir er þekkja til
viðskipta við Sovétríkin hafa reiknað með.
Sovétmenn hafa tilkynnt að þeir geti ekki stað-
ið við samninga um kaup á 50.000 tunnum á
saltsíld vegna gjaldeyrisskorts.
Um áratuga skeið hafa þessi viðskipti oft-
ast verið í föstum skorðum, og þó að stundum
hafi gengið erfiðlega að ganga frá viðskipta-
samningum, hefur alltaf mátt treysta því að
Sovétmenn stæðu við þá af sinni hálfu.
í Sovétríkjunum er nú stefnt að nýjum við-
skiptaháttum, bæði innan lands og utan. Ut-
anríkisviðskiptin eiga framvegis að verða í
meira mæli á vegum einstakra fyrirtækja, eins
og tíðkast á vesturlöndum þar sem markaðs-
búskapur ( viðskiptum er stundaður. Sam-
kvæmt því munu íslensk fyrirtæki og útflytj-
endur framvegis þurfa að skipta beint við
kaupendur, en geta ekki eins og hingað til, selt
í gegn um miðstýrðar innkaupastofnanir í
Moskvu.
Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Síld-
arvinnslunnar í Neskaupstað, hefur lagt til að
Sovétmönnum verði lánað fyrir síldarkaupum
og telur óhætt að lána þeim í nokkur ár ef því
er að skipta.
Hér er vakin athygli á máli sem skiptir þjóð-
arbúið og fyrirtæki og almenning í mörgum
sjávarplássum miklu. Um er að ræða miklar
tekjur og atvinnustarfsemi sem er þjóðhags-
lega mjög hagkvæm. Spurningin stendur ekki
eingöngu um það hvort hægt sé að selja þær
50.000 tunnur sem Sovétríkin höfðu þegar
samþykkt að kaupa. í húfi eru miklu stærri
hagsmunir, eins og sést af því að þetta magn
er ekki nema þriðjungur eða fjórðungur af því
sem undir eðlilegum kringumstæðum hefur
verið hægt að selja þangað austur.
Síldarstofninn hefur verið að vaxa, hann er
líklega eina viðbótarauðlindin sem sjávarút-
veginum hefur áskotnast á undanförnum ár-
um. Hvergi hefur verið hægt að selja jafn mik-
ið magn af saltsíld og í Sovétríkjunum og með
öllu óvíst hvort á því getur orðið breyting á
næstunni því víða er mikið framboð af síld.
Ekki verður betur séð en stjórnvöld og út-
flutningsaðilar verði að grípa til nýrra ráða ef
takast á að stunda viöskipti við Sovétríkin.
Skapa verður skilyrði til þess að eðlileg láns-
viðskipti geti átt sér stað. Þetta er vissulega
ekki jafn auðleyst og ætla mætti m.a. vegna
þess að ekki er vitað hvaða fyrirtæki í Sovét-
ríkjunum munu flytja inn sjávarafurðir, hvert
verður bolmagn þeirra og lánstraust. Undan-
farin misseri hafa vöruskipti aftur færst í vöxt,
Sovétmenn hafa greitt með vörum sem selj-
endur á vesturlöndum hafa komið í verð.
Þetta fyrirkomulag stendur varla til frambúðar,
en á meðan óvissuástand varir og byggja þarf
upp viðskiptasambönd á nýjum grundvelli
virðist óhjákvæmilegt að (slendingar taki þátt í
slíku samstarfi í meira mæli en hingað til. Það
væri að minnsta kosti hart fyrir íbúa þeirra
sjávarbæja sem hafa nýtt síldina og skapað
miklar tekjur fyrir þjóðarbúið að vita af vaxandi
síldarstofni úti fyrir ströndinni og geta ekki nýtt
hann ef til vill af þeirri ástæðu einni að þeir
finni ekki nýjan farveg fyrir viðskiptin í breytt-
um heimi.
Viðskiptin við Sovétríkin verða vissulega
áhættusamari í framtíðinni en verið hefur, og
ekki víst að fyrirtæki þar í landi verði í aðstöðu
til að greiða það verð sem (slendingar þurfa
að fá. Það er á hinn bóginn ekki réttlætanlegt
að láta stóran hluta viðskiptanna lognast út af
nú án þess að kanna til hlítar hvaða leiðir eru
færar til að viðhalda þeim. Til þess eru allt of
miklir hagsmunir í húfi á markaði sem vænt-
anlega á eftir að verða einhver sá stærsti í
heimi.
hágé.
t W
d
Ólétta
Kaffi óæskilegt
Þær konur sem drekka meira en
4 bolla af kaíTi á dag, eiga mun erf-
iðara með að verða óléttar en þær
konur sem drekka færri bolla. Þctta
kemur fram í Neytendablaðinu,
málgagni Neytcndasamtakanna sem
kom út fyrir skömmu.
Að þessari niðurstöðu komust
vísindamenn I Harvard-háskólanum
í Bandaríkjunum. Þeir rannsökuðu
kafTtdrykkju kvenna sem líklegar
voru tií að verða þungaðar og I ljós
kom að rúm 80% þeirra sem drukku
mikið kafTt, þurftu að rcyna ári leng-
ur en hinar til að verða bamshaf-
andi. ns.
NÚ ER. BOLLÍNN FULLURj
HMERS Á Eá Af) GJALUA FYR.IPL
hAÐ A& VE** VINSÆLL DRYKKUR.
tfjÁ t»EÍNV SEN\ EÍ6A, í VANOKÆOUM
IWEt> SjÁLFAN S(<á?
8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. október 1990