Þjóðviljinn - 26.10.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.10.1990, Blaðsíða 16
Viðunandi lífeyrir Almennu lífeyrissjóðimir standa hins vegar ekki undir þeim skuldbindingum sem þeir hafa gefið, segir Hrafn Magnússon framkvæmda- stjóri Sambands almennra lífeyrissjóða Eru lífeyrissjóðirnir þess megn- ugir að standa við þær skuld- bindingar sem þeir hafa tekið á sig? - Það fer eftir því við hvaða lífeyrissjóði er átt. Lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna og banka- manna eru tryggðir af rikinu og bönkunum, þannig að ekki þarf að óttast um framtið þeirra. Hið sama er ekki að segja um al- mennu lífeyrissjóðina, þeir hafa lofað meiru en þeir hafa getað staðið við. I raun er hér um að ræða einfalt reikningsdæmi. Ið- gjöld og ávöxtun þurfa að standa undir skuldbindingum framtíðar- innar. Ef reikningsdæmið er sett rangt upp þarf að grípa til sam- verkandi ráðstafana, sem geta fal- ist í hækkun iðgjalda, bættri ávöxtun eða skerðingu réttinda. - I lagafrumvarpinu um líf- eyrissjóði frá 1987, sem nú er til endurskoðunar, er gert ráð fyrir að sú hlutfallstala sem ellilífeyrir almennu lífeyrissjóðanna er reiknaður út ffá verði lækkuð úr 1,8 í 1,45% af þeim launum sem iðgjöld hafa verið greidd af. Hverju breytir þessi lækkun í raun ef hún kemur til ffam- kvæmda? - Þessi breyting felur í sér nokkra skerðingu ellilifeyrisrétt- inda, en þó er sú skerðing ekki eins mikil og virðist, þvi gert er ráð fyrir fullri verðtryggingu elli- Hvemig dreifast launinn á ævinni? þjóðviljinn / óht Ofangreint Knurit sýnir okkur tekjuskiptingu eftir aldri og kynjum á Islandi árið 1986. Tekjumunur karla og kvenna er áberandi, en hann skýrist að talsverðu leyti af lengri vinnutlma karla en kvenna á vinnumarkaði. Samkvæmt skiptingunni 1986 komust tekjur f hámark fyrir fimmtugsaldurinn og fara sfðan lækkandi. Veruleg lækkun verður eftir 65 ára aldursmörkin. lífeyris miðað við lánskjaravísi- tölu, en í dag er þak á fullri verð- tryggingu hjá mörgum sjóðum. — Eru þau eftirlaun sem líf- eyrissjóðakerfið skilar viðunandi fyrir launþega almennt? — Til þess að hægt sé að svara þessari spumingu þarf að líta yfir allt sviðið, það er samspil lífeyris- sjóðakerfisins og hins almenna tryggingakerfis. Undanfarin ár hefur sú tilhneiging verið ríkjandi að halda gmnnlífeyri niðri en auka sífellt tekjutrygginguna. Með því er í raun verið að draga úr heildarbótum sjóðanna. Það er auðvitað matsatriði hvers og eins hvort ellilaunin em viðunandi, en bæði em greiðslur sjóðanna mis- munandi og svo em þær einnig háðar ævitekjum sjóðfélaganna. Almennt virðist núverandi kyn- slóð eftirlaunaþega þó sætta sig nokkum veginn við sinn hlut, enda er ástand þessara mála allt annað nú, en það var fyrir 20 ár- um. í gmndvelli nýja lagafmm- varpsins er gert ráð fyrir „viðun- andi“ lífeyri. Slík viðmiðun er alltaf háð einstaklingsbundnu mati, ef þetta takmark næst á ann- að borð. — Stundum heyrist að ekki komist réttlæti á þessi mál fyrr en komið verði á einum lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn. Er sú hug- mynd á dagskrá nú? - Nei, ég tel ekki að sú hug- mynd sé á dagskrá, aðallega af tveim ástæðum. í fyrsta lagi væri erfitt að marka slíkum lífeyris- sjóði bótareglur, nema með því að skerða stórkostlega lífeyrissjóðs- réttindi opinberra starfsmanna, því þjóðin hefur ekki efni á að veita öllum landsmönnum þann rétt. I öðm lagi tel ég eðlilegra að nokkur dreifmg verði á hinu gíf- urlega fjármagni sjóðanna, og tel óráð að slíku fjármálavaldi verði komið á hendur fárra einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu. Hins veg- ar þarf að fækka lífeyrissjóðunum verulega, til dæmis niður í 10- 20. -ólg. HANDBRAGÐ MEISTARANS BAKARl BRAUÐBERGS Ávallt nýbökuð brauð - heilnæm og ódýr - Aðrir útsölustaðir: Hagkaup: Skeifunni - Kringlunni - Hólagarði Verslunin Vogar, Kópavogi Hraunbcrgi 4 sfcni 77272 AUGLYSINGAR AUGLYSINGAR AUGLYSINGAR AUGLYSINGAR ALÞYÐUBANDALAGIÐ Námsgagnastofnun Námsgagnastofnun óskar eftir að ráða starfs- mann við sérpöntunarþjónustu. Um er að ræða starf hálfan daginn. Starfið felst í að annast og hafa umsjón með erlendum sér- pöntunum á vegum Skólavörubúðar. Einnig að veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf og aðstoð við öflun sérhæfðra gagna. Leitað er að áhuga- sömum starfsmanni með kennaramenntun og reynslu af skólastarfi. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri I síma 28088. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Námsgagnastofnun, Lauga- vegi 166, 105 Reykjavík, eða í pósthólf 5192, 125 Reykjavík, fyrir 1. nóvember næstkom- andi. Frá fjárveitinganefnd Alþingis Viðtalstímar nefndarinnar Fjárveitinganefnd Alþingis veitir nú eins og undanfarin ár viðtöku erindum frá félögum, samtökum og einstaklingum er varða fjárlög ársins 1991. Fjárveitinganefnd gefur þeim aðilum, sem vilja fylgja erindum sínum eftir með viðræðum við nefndina, kost á að eiga fundi með nefndinni á tímabilinu 5. til og með 15. nóvember n.k. Þeir sem óska eftir að ganga á fund nefndar- innar, skulu hafa samband I síma 91-624099 (Alþingi) eigi síðar en föstudaginn 2. nóvember n.k. Því miður gefst ekki tími til þess að sinna við- talsbeiðnum, sem fram kunna að koma síðar eða að veita viðtöl utan þess tíma, sem að framan greinir. Alþýðubandalagið á Reykjanesi Alþýöubandalagið Kópavogi Spilakvöld Spilakvöld verður I Þinghóli, Hamraborg 11, 3. hæð, mánu- daginn 29. október kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýöubandalagsins í Reykja- neskjördæmi verður haldinn laugardaginn 3. nóvember n.k. í Flug-Hóteli að Hafnargötu 57 I Keflavík kl. 13.00 stundvíslega. Dagskrá: 1. Ávarp Geirs Gunnarssonar alþingismanns. 2. Aðalfundarstörf. 3. Stjórnmálaumræður. 4. Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið í Kópavogi Haustferð í Landmannalaugar 27. október 1990 'Laugardaginn 27. október fér ABK haustferð í Landmannalaugar. Farið verður frá Þinghóli klukkan 9 að morgni og ekið austur Hellisheiði. Farið verður um Ölfus og Flóa, austur yfir Þjórsá, upp Landveg að Tröllkonuhlaupi við Búrfell. Með viðkomu í Foss- brekkum verður farið um Sölvahraun á Landmannaleið. Skammt frá Landmannahelli verður ekið upp á Mógilshöfða og yfir í Hrafntinnusker og skoðaður íshellirinn þar sem jarðhitinn bræðir íshelluna án afláts. Allt um kring eru spúandi hverir á þessu mikla háhitasvæði. Þaðan verður aftur haldið á Dómadalsleið og hjá Frostastaðavatni í Landmannalaugar þar sem gist verður í skála Ferðafélags Islands eftir kvöldvöku og söng. Á sunnudeginum verður árdegis gengið á Bláhnjúk en sumir taka sér styttri göngu eða baða sig í lauginni Ijúfu. Laust eftir hádegið verður haldið af stað heimleiðis. Þá verður ekið hjá Hófsvaði á Tungnaá, niður með Vestur-Bjöllum, hjá Sigölduvirkjun og Hrauneyjarfossvirkjun, yfir Þjórsá hjá Sandafelli, niður Hrossa- tungur að Gjánni og Stöng í Þjórsárdal. Þaðan verður svo ekið að Hjálparfossi og heim um Gnúpverjahrepp og Skeið. Heimkoma er áætluð klukkan 20 að kvöldi sunnudagsins. Gistigjald í skála er kr. 550 og fargjald er kr. 2.500. Hálft fargjald er fyrir eftirlaunaþega og ófermda og ókeypis fyrir börn átta ára og yngri. Skráið ykkur sem allra fyrst hjá fararstjóranum Gísla Ólafi Pét- urssyni í síma 42462. ATHUGIÐ að þátttaka er ÖLLUM velkomin!! Ferðanefnd ABK Aðalfundur miðstjórnar Alþýðubandalagsins Akureyri 26.-28. október Aöalfundur miðstjórnar Alþýðubandalagsins verður haldinn á Akureyri dag- ana 26.-28. október í Alþýðuhúsinu. Dagskrá: Föstudagur 26. október Kl. 17.00 Setnlng. Ávarp - gestir boðnir velkomnir til bæjarins. Formaður miðstjórnar kynnir viðfangsefni fundarins. Almennar stjórnmálaumræður Framsögumaður: Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalags- ins. Umræður Undir þessum lið verða einnig ræddar fyrirliggjandi til- lögur á sviði landbúnaðarmála, stóriðju o.fl. Laugardagur 27. október Kl. 09.00 Framhald almennra stjórnmálaumræðna Kl. 12.00 Hádeglsmatur/helmsóknir Kl. 14.00 Flokksstarflð Skýrsla flokksstarfsnefndar - afgreiðsla tillagna Kosnlngaundirbúningur Vinna að kosningastefnuskrá Kl. 15.30 Alþýðubandalagið í rfkisstjórn Ráðherrar flokksins kynna málefni ráðuneyta sinna og sitja fyrir svörum Kl. 17.00 Starfshópar Kl. 20.00 Kvöldverður/vaka Sameiginlegt borðhald ásamt léttri dagskrá í umsjá heimamanna Sunnudagur 28. október Kl. 09.00 Starfshópar Kl. 10.30 Umræður/afgreiðsla mála Kl. 15.00 Fundarslit Þátttökutilkynningar: Ferðaskrifstofan Nonni á Akureyri tekur við skráningum á fund- inn, bókar far með flugi og sér um að panta gistingu fyrir mið- stjórnarmenn. Tilkynnið þátttöku strax: Vegna þess stutta tíma serm er til stefnu verða fulltrúar sem mæta á miðstjórnarfundinn að hafa samband við ferðaskrifstofuna nú þegar og eigi síðar en þriðjudaginn 23. október. Símarnir eru 96-27922 og 96-27923. Formaður miðstjórnar 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. október 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.