Þjóðviljinn - 26.10.1990, Blaðsíða 21
Nemendaleikhúsið frumsýnir Dauða Dantons eftir Buchner í Lindarbæ í kvöld
Eitt af því sem eykur spenn-
una á leikárinu er Nemenda-
leikhúsið. Átta nýir leikarar
sýna hvað í þeim býr í þrem-
ur ólíkum stykkjum, og um
allan bæ er skrafað og stælt
um það hvert þeirra sé nú
gert úr mesta stjörnustöffinu.
Leikaraefnin hafa hins vegar
lítinn tíma til að velta fyrir sér
framtíðinni. Þau hafa í nógu
að snúast því að þau leika
ekki aðeins í Nemendaleik-
húsinu, heldur sjá alfarið um
allt sem snýr að uppsetningu
sýninganna, eins og viðmæl-
andi Nýs Helgarblaðs Þórey
Sigþórsdóttir (ein af átta) út-
skýrði í spjalli sem við áttum
á kaffihúsi.
Nemendaleikhúsið hikar oft
ekki við að setja upp sýningar
sem „alvöru“ leikliúsin þora ekki
af ýmsum ástæðum. Að þessu
sinni er fyrsta verkið sem hópur-
inn frumsýnir Dauði Dantons eft-
ir Biichner í þýðingu Þorvarðar
Helgasonar og leikstjóm Hilde
Helgason. Leikritið var þýtt sér-
staklega fýrir áttmenningana og
hefúr ekki verið sýnt hérlendis
áður.
Þórey segir uppsetninguna
sérstaka að því feyti að allir ár-
gangamir í skólanum taka þátt í
sýningunni. Fyrsti bekkur sér um
tæknihliðina, en annar bekkur
leikur fjöldann allan af aukahlut-
verkum í verkinu, og er það leik-
túlkunarverkefni þeirra.
Hvers vegna völduð þið
Dauða Dantons til uppsetning-
ar?
- Leikritið var valið í samráði
við leikstjórann. Það sem heillaði
okkur við það er að verkið gerist í
frönsku byltingunni og okkur
fannst efni þess tengjast því sem
er að gerast í heiminum í dag. Nú
em spennandi tímar eins og þá,
og það er gaman að tengja leikrit
okkar tíma. Verkið fjallar um það
hversu langt menn em reiðubúnir
að ganga fyrir hugsjónir sínar.
Hvað gerist þegar dauðinn er
kominn að þér? í raun em allir eg-
óistar inni við beinið og hræddir
við að deyja. Llfslöngun manna
er svo sterk, og hugsjónunum
sterkari. Buclmer skrifar leikritið
á tímum byltingarinnar og greini-
legt er að honum þykir hún hafa
mistekist. Okkur þykir margt sem
við höfum verið að lesa i blöðun-
um undanfarið skylt því sem
Buchner segir frá í verkinu. Það
má fmna samnefnara með Danton
og Jeltsín og Robespierre og Gor-
batsjov. Alþýðan sér ekki breyt-
ingamar, og heimtar bætt lífskjör
strax.
Við fórum í skólaferðalag til
Sovétríkjanna í vor og við vomm
hissa á því hvað fólk var óánægt
miðað við það hvað okkur fyrir
vestan þykir margt hafa breyst til
batnaðar. En eins og í frönsku
byltingunni situr almenningur við
svo til sama borð og áður.
Sömu hlutimir gerast aftur og
aftur í sögunni, og þær hugmynd-
ir sem við teljum nýjar af nálinni
eins og kvenfrelsishugmyndir
vom þegar komnar til sögunnar á
átjándu öld. Leikritið fjallar einn-
ig um hversdagslega hluti. Þrátt
fyrir byltinguna gengur líf alþýð-
unnar sinn vanagang. I verkinu
kemur fyrir alls konar fólk; hug-
sjónamenn, góðborgarar, betlarar,
verkamenn, reiðir menn og glað-
ir, og ástfangið fólk. Það
skemmtilega við Dauða Dantons
er það að við sjáum hluti sem em
að gerast nú í nýju ljósi, og ekki
bara byltingar og breytingar,
heldur einnig líf okkar sjálfra.
Takist okkur leikumnum að
miðla því til áhorfenda er mikið
unnið.
Markmið okkar er að gera
góða sýningu, og reyna að
kveikja samtengingar við okkar
líf. Þegar leikrit em sett upp af
fólki sem er reiðubúið að gera sitt
besta og gefa af sjálfú sér fmna
áhorfendur það og þykir sýningin
góð. En auðvitað em þessi leikrit
sem við fjórðu-bekkingar setjum
upp fyrst og fremst æfingar fyrir
okkur og leið til að koma okkur á
ffamfæri, sagði Þórey að lokum.
Mikið er lagt upp úr búning-
um í sýningunni og þá ásamt leik-
myndinni hannaði Karl Aspe-
lund. Tónlist og leikhljóð em í
höndum Eyþórs Amalds, Egill
Ingibergsson sér um lýsingu og
klæðskerar vom Oddný Krist-
jánsdóttir og Elísabet Böðvars-
dóttir.
Leikaraefnin átta em; Þor-
steinn Guðmundsson, Halldóra
Bjömsdóttir, Gunnar Helgason,
Magnús Jónsson, Ari Matthías-
son, Þórey Sigþórsdóttir, Ingi-
björg Gréta Gísladóttir og Þor-
steinn Bachmann. Þau fara öll
með fleiri en eitt hlutverk nema
Þorsteinn Guðmundsson sem
leikur Danton. Eins og áður sagði
fer einnig annar bekkur með
fjölda aukahlutverka, en i leikrit-
inu koma fyrir hátt á fimmta tug
persóna.
Dauði Dantons verður frum-
sýndur í Lindarbæ í kvöld kl. 20,
önnur sýning er á sunnudag. BE
brauðs
Ástríður í skugga
fallaxarinnar í
frönsku bylting-
unni. Nautnasegg-
urinn Danton í
örmum Marion.
Þorsteinn Guð-
mundsson og
Ingibjörg Gréta
Gísladóttir í hlut-
verkum sínum.
Myndir: Jim
Smart.
Fátækar al-
þýðukonur í
Dauða Dantons
sem fjórði
bekkur Leiklist-
arskóla íslands
hefur sett upp.
Þórey Sigþórs-
dóttir, Ingibjörg
Gréta Gísladótt-
ir og Jóna Guð-
rún Jónsdóttir
(2. bekk) túlka
þesarkonur og
fleiri í verkinu.
Robespierre (Gunnar
Helgason) stappar
stálinu í alþýðuna. f
stað brauðs til að
seðja hungur sitt býö-
ur hann alþýöunni
blóð aðalsmanna og
gagnbyltingarmanna,
sem leiddir skulu und-
ir fallöxina.
t«Mi
Blóö
í staö
Föstudagur 26. októberi 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21