Þjóðviljinn - 26.10.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.10.1990, Blaðsíða 10
Átta sögustundir á Staö Hér var forðum eitt eftirsóttasta brauð landsins. Nú er sérstæð kirkjan nær ein til minja. Endurbyggingu lauk í haust, fyrir forgöngu tveggja merkiskvenna. Gömlu kirkjurnar eru vitnisburðir um ítrustu verkmenningu og listsköpun hvers tíma 1. STUND 2. STUND 3. STUND 12. öld: Prestur sest að á Breiðabólsstað í Ljótárdal í Steingrimsfirði. Kirkjan er helguð Mariu guðsmóður og öllum heilögum. Síðarmeir kemst venja á nöfnin Staður og Staðardalur. 1855: Staðarkirkja í Steingrímsfirði er vígð síðsumars og séra Sigurður Gíslason er harla hróðugur með hve borð- viðurinn sem hann fékk innfluttan á Reykjafjarðarversl- unarstað fyrir tveimur árum hefur nýst vel. En horfir kannski með blendnari ánægju á það hvemig ósamstæðir hlutamir úr altaristöflunni írá 18. öld hafa verið felldir saman sem ein óskiljanleg raðmynd. 135 ár liðu þangað til þær vora rammaðar inn hver í sinu lagi yfir altarinu á ný, samkvæmt forsögn Hjörleifs Stefánssonar arkitekts. 25. 6.1981: Forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, er fagnað á sýslumörkum af Hjördísi Hákonardóttur á Hólmavík, sýslumanni Strandamanna, í fyrstu opinbem heimsókn forsetans út á landsbyggðina. Hjördís vekur m.a. athygli Vigdísar á hraklegu hlutskipti Staðarkirkju. Fólk örvæntir um að byggingin tolli á grunninum, hún heldur hvorki vatni né vindum og allt fémætt er hirt úr henni á haustin í varúðarskyni. Dísimar bindast fastmælum um það í bílnum á heimleið- inni að stofna til átaksins „Vemdum Staðarkirkju“. 4. STUND 30. sept.1990 kl. 14:30: Hekla Björk Jónsdóttir á Hróf- bergi er skírð ffammi í kór í fyrstu guðsþjónustunni í endurbyggðri Staðarkirkju, umkringd stórmenni líkt og tíðkaðist um ríkisarfa í konungs- og keisaradæmum á sinni tíð: Hér em æðstu menn ríkis og kirkju á Islandi, forsetinn á Bessastöðum og biskupinn í Reykjavík, kirkjumálaráðherrann, sýslumaðurinn, prófasturinn á Melstað, sóknarpresturinn á Staðarbakka og aðrir klerk- ar, framkvæmdastjóri Minjavemdar og kirkjukórinn á Hólmavík. Frá vinstri: Sr. Ágúst Sigurðsson á Prestsbakka, sr. Andrés Ólafsson, sem síðastur þjónaði hér, Jón H. Hall- dórsson og Ingibjörg Valdimarsdóttir, bændur á Hróf- bergi. 6. STUND 30. sept. 1990 kl. 15:30: Bjami Jónsson smiður á tali við forsetann og biskupinn að lokinni hátíðarguðsþjónust- unni. Hvíta leiðslan í kirkjugarðinum flutti athöfnina til gesta úti í rútunni sem kom að sunnan, því fúllt var út úr dymm þennan rigningardag. Staður var alltaf eftirsótt brauð, 1550-1923 sótti t.d. héð- an enginn um annað prestakall í röð 20 presta nema Böðvar Þorvaldsson, langömmubróðir Vigdísar Finn- bogadóttur. Kirkjuskipið er óvenjulegt í laginu, lengra í hlutfalli við breidd en algengast er. Stærðarhlutfoll tumsins frá 1887 sjaldséð og tigullaga glugginn þykir skritinn. 7. STUND 30. sept 1990 kl. 16:00: Dyraumbúnaðurinn á Staðar- kirkju er talinn einstakur. Við hann er hluti sérffæðing- anna í húsvemd sem unnu að endurbyggingunni, frá vinstri: Hjörleifúr Stefánsson arkitekt, Bjami Jónsson smiður, Guðmundur H. Gunnarsson smiður, Gunnar Smári Þorsteinsson, sem gerði við altaristöflu og prédik- unarstól, Þorsteinn Bergsson, ffamkvæmdastjóri Minja- vemdar, Jón Hrafn Jónsson málari. Þeir, ásamt Gesti Karli Jónssyni, fengu Staðarkirkju afhir það svipmót sem hún bar eftir viðgerðina 1887. Endurbyggingin hófst 1984 eftir ákvörðun Þórs Magnús- sonar þjóðminjavarðar undir handleiðslu Þjóðminjasafns- ins og í samvinnu við heimamenn. Verkið var 1986 falið Minjavemd, sem er sjálfseignarstofnun með aðild fjár- málaráðuneytis, Þjóðminjasafnsins og Torfúsamtakanna. Verkstjóm annaðist Þorsteinn Bergsson. Biskupsstofa var með í ráðum. Minjavemd lagði til mest af fjármagninu, en Húsaffiðunarsjóður annan stærsta hlutann. Sóknar- gjöld og framlög einstaklinga bættust við. Kirkjugarðs- sjóður kostaði endurbætur og stækkun kirkjugarðsins. 8. STUND 30. sept 1990 kl. 16:30: Sigríður Bjömsdóttir ffá Kleppustöðum í Staðardal, nú á Hólmavík, í hófinu í Grunnskólanum: Ég hef alltaf verið hrifin af prédikunarstólnum í Staðarkirkju og færi Þorsteini Bergssyni, framkæmdastjóra Minjavemdar, ffamlag til styrktar verkefninu. Aðrir sem taka til máls: Vigdís Finnbogadóttir forseti, Ó1 Þ. Guðbjartsson kirkjumálaráðherra, Rósa B. Blöndals, eiginkona sr. Ingólfs Ást- marssonar, sem síðastur sat Stað, „þessu hefðu ekki aðrar konur náð ffam,“ sagði hún, Ólafur Skúlason biskup, Gunnlaugur Sigmundsson, sem færði gjöf ffá Nönnu Gunnlaugsdóttur, og sr. Andrés Olafsson, sem síðastur þjónaði Staðarkirkju. Sr. Ágús Sigurðsson, sóknarprestur á Prestsbakka, minnti sérstaklega, eins og Sigurður H. Þorsteinsson, skólastjóri á Klúku, á tengsl Guðmundar góða við staðinn og svæðið, hann vígði bæði Gvendarlaugina og Kaldbaksófæruna, Selá, þar hefúr heldur enginn drukknað síðan á 13. öld. Guðmundur góði er sérstakur postuli Strandamanna og hann kunni best við sig á Stað. Hólmvíkingar ættu að láta togara heita eftir honum og gefa hlut af afla til styrktar Staðarkirkju þegar vel fiskast, mælti sr. Ágúst. m m, m m i * * i Staður í Steíngriiasfirði Myndir og texti: Ólafur H. Torfason 5. STUND 30. sept.1990 kl.15:00: Biskup Þjóðkirkjunnar, herra Ólafur Skúlason, gnæfir í prédik- unarstólnum, merktum ártalinu 1731, yfir kirkjubita og hátíðargesti og rifjar upp kraflaverkið í Nain ffá því um 30. Kristur lífgaði pilt sem talinn var af. Hann dregur samlíkingu við hlut forsetans að því að bjarga Staðarkirkju. Fátítt er í kirkjubyggingum að skakkslár úr veggjum nái niður í gólf milli bekkja, eins og héma sést. Kirkjan er aðeins lýst með lifandi ljósum, sem tyllt er í ljósahjálm og á hvem þverbita. Hér hefúr aldrei verið rafinagn. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. október 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.