Þjóðviljinn - 03.11.1990, Page 8

Þjóðviljinn - 03.11.1990, Page 8
Fiskiþing Einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn Hagrœðingarsjóður verði lagður niður og lögin um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins verði af- numin. Ekki tímabœrt að taka endanlega afstöðu til hugmynda sjávarútvegsráðherra um Fisk- veiðistofnun. Byggðastofnun kanni þjóðhagsleg áhrif kvótalaganna Fertugasta og níunda Fiski- þingi lauk í gær, en það hafði þá staðið yfir frá því á mánu- dag. AUs sátu þrjátíu og níu fulltrúar þingið, sem er ólíkt öðrum þingum aðila í sjávarút- vegi þar sem á Fiskiþingi sitja fulltrúar frá öllum hagsmuna- hópum í greininni. Helstu mál Fiskiþings að þessu sinni voru án efa hugmynd- ir sjávarútvegsráðherra um stofn- un Fiskveiðistofnunar og framtíð Fiskifélags íslands, fiskverð, Evr- ópubandalagið, Aflamiðlun og um áhrif laganna um stjóm fisk- veiða sem koma til framkvæmda um áramótin. En síðast en ekki síst þær samþykktir þingsins sem gerðar voru á síðasta degi þess í gær. Þar var samþykkt tillaga Fiskideilda í Austfirðingaíjórð- ungi þar sem því er beint til Fiski- þings og Alþingis að flýtt verði fyrirþví eins og hægt er, að stofna einn lífeyrissjóð fyrir alla lands- menn. Tillaga þessi var fram komin vegna þess hve mikill munur er á Hfeyrisgreiðslum sem þegnar landsins fá við starfslok. Þá vakti ekki síður athygli samþykkt Fiskiþingis á tillögu Fiskideildar Vestmannaeyja að afnumin verði lögin um Verð- jöfhunarsjóð sjávarútvegsins sem sett voru á síðasta ári. Þess í stað fái sjávarútvegsfyrirtæki heimild til stofnunar sveiflujöfnunarsjóðs innan hvers fyrirtækis. Ekki síðri var samþykkt Fiskiþings á ályktun sjávarút- vegsnefndar þess um Hagræðing- arsjóð sjávarútvegsins. Þar lýsir þingið sig algjörlega mótfallið lögum nr. 40/1990 um sjóðinn og skorar á alla aðila í sjávarútvegi að beita sér fyrir því af alefli að sjóður þessi verði tafarlaust lagð- ur af. A þessum síðasta starfsdegi þingsins var ennfremur samþykkt að Fiskiþing telur ekki tímabært að taka endanlega afstöðu til hug- mynda sjávarútvegsráðherra um Fiskveiðistofnun. Þá vakti athygli á þinginu hin harða gagnrýni sem kom fram á störf fískimálastjóra, en einstök- um þingfúlltrúum fannst hann ekki vera nógu atkvæðamikill í stuðningi sínum við baráttu hags- munahópa innan sjávarútvegsins í dægurmáiaþrasi sínu innbyrðis og við stjómvöld. Fiskverð Það mál sem tók án efa einna lengstan tíma af störfum þingsins var umræðan um það hvort Verð- lagsráð sjávarútvegsins á að ákveða lágmarksverð á botnfiski eða hvort gefa á fiskverð frjálst. Fyrir Fiskiþingi lágu fyrir tillögur frá Sunnlendingum um að réttast væri að leggja Verðlagsráðið nið- ur í núverandi mynd þar sem fisk- verð væri í raun ffjálst, en aftur á móti vildu Vestlendingar halda núverandi fýrirkomulagi óbreyttu. Eflir umræður í fiskiðnaðar- og tækninefnd Fiskiþings mælti Ólafur Gunnarsson fyrir ályktun nefndarinnar þess efnis að Fiski- þing legði til að lágmarksverð verði áfram ákveðið í Verðlags- ráði. Þegar tillagan kom til af- greiðslu á þinginu lagði Reynir Traustason formaður Skipstjóm- ar- og stýrimannsfélagsins Bylgj- unnar á Vestfjörðum og formaður Farmanna- og fiskimannasam- bandsins Guðjón A. Kristjánsson fram tillögu um að botnfiskverð verði gefið fijálst í Verðlagsráði. Reynir sagðist hreinlega ekki skilja tillögu fiskiðnaðar- og tækninefndar þingsins þar sem vitað væri að verðlagsráðsverðið héldi niðri fiskverði til sjómanna úti á landsbyggðinni á sama tíma og þeir sem skiptu við fiskmark- aði byggju við markaðsverð á fiski. Reynir sagði að menn yrðu að horfast í augu við þá staðreynd að fiskverð væri í raun frjálst og að hver fiskkaupandi greiddi sitt verð án tillits til þess hvað væri ákveðið í Verðlagsráði. Undir þetta sjónarmið tóku meðal ann- ars Sigurbjöm Svavarsson út- gerðarstjóri Granda og Sveinn Hjörtur hagfræðingur Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. Þessu frelsistali vom ekki all- ir sammála og til að mynda benti Skarphéðinn Amason frá Lands- sambandi smábátaeigenda á þá staðreynd að þeir hefðu farið fram á það án árangurs til þessa að Verðlagsráð ákvæði verð á grásleppuhrognum, sem í ftjáls- ræðinu hefði lækkað tífallt ffá því það var einna hæst. A móti ftjálsu fiskverði var einnig Jóhann Kr. Sigurðsson frá Neskaupstað sem hélt því ffarn að ef þingið sam- þykkti ályktun um fijálst fiskverð væri það jafnffamt að samþykkja ffjálsan fiskútflutning. Jóhann IG. benti á að hér væri aðeins um lágamarksverð að ræða og því væri hveijum og einum fijálst að bæta ofan á það verð eftir efnum og ástæðum. Framsögumaður nefndarinnar Ólafúr Gunnarsson frá Vestur- landi benti hins vegar þingfúlltrú- um á þá staðreynd að það ynnu fleiri við sjávarútveg en sjómenn og útvegsmenn. Ólafúr sagði að Verðjöfnunarsióður Hefur sannað gildi sitt Sjávarutvegsráðherra: Það er ekki nóg að vera á móti Hagrœð- ingarsjóði án þess að koma með aðrar og betri tillögur Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra segir að Verðjöfn- unarsjóður sjávarút- vegsins hafi þegar sann- að gildi sitt i hækkuðu verði sjávarafurða og hann sé algjörlega and- vígur því að lögin um hann verði afnumin eins og Fiskiþing hefur ályktað. Ráðherra segir að ef sjávarútvegurinn ætli sér að lifa í sambýli við aðrar atvinnugreinar verði að vera hægt að jafna sveiflumar í af- urðaverði öðru vísi en með gengisbreytingum. Varðandi Hagræð- ingarsjóð sjávarútvegs- ins, sem Fiskiþing ályktaði gegn, segir Halldór að hann hafi ekki séð aðrar tillögur frá þessum mætu mönn- um sem eru á móti sjóðnum. Markmið sjóðsins sé m. a. það að kaupa fiskiskip til úr- eldingar og aflaheimild- um þeirra muni síðan verða dreift til heildar- innar. Á sama hátt er sjóðnum ætlað að koma þeim byggðarlögum til hjálpar sem verða fyrir því að missa skip og kvóta. Halldór segir að það sé ekkert nema gott um þá ályktun Fiski- þings að segja að ekki sé tímabært að taka end- anlega afstöðu til hug- mynda hans um Fisk- veiðistofhun. Hinsvegar geti Fiskifélagið ekki þjónað því hlutverki sem bíður með vaxandi stjómsýslu í kvótanum. Halldór segir að það Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. Mynd: Kristinn. þurfi að skilgreina hlut- verk Fiskifélagsins uppá nýtt og finnst við- brögð þess við því vera heldur rýr. -grh þó svo að fiskverð hefði hækkað að meðaltali um 34% þá hefðu laun landverkafólks aðeins hækk- að um 4%-5% í þjóðarsáttinni. Hann sagði að takmarkið í þess- um efnum hlyti að vera að jafna tekjuskiptinguna innan sjávarút- vegsins, þó svo að sjómenn væm aldrei ofsælir af launum sínum frekar en aðrir hópar í þjóðfélag- inu. Hann taldi það enga lausn að gefa fiskverð fijálst og ítrekaði stuðning sinn við tillögu nefndar- innar. Stefán Runólfsson frá Suður- landi tók undir rökstuðning Ólafs og benti á að í raun byggju á land- inu tvær þjóðir og spurði hvaða þjóðarsátt væri það þegar sjó- menn hefðu fengið 20%-40% fiskverðshækkun á sama tíma og landverkafólk hefði fengið nánast enga hækkun á sínunm launum. Skrifstofústjóri Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, Jónas Haraldsson, sagði að auð- vitað fylgdu því bæði kostir og gallar að lágmarksverð væri ákveðið í Verðlagsráði. Hann minnti þingheim á þá tilraun sem gerð var um fijálst fiskverð árið 1987. Afleiðing þessa hefði verið sú að um borð í hveiju skipi hefðu verið sett á fót lítil Verðlagsráð, sem hefðu haft afar óheppjlegar afleiðingar í for með sér. í hita leiksins sagði Jónas það sína skoðun að þær hækkanir sem hefðu orðið á fiskverði vera ótví- rætt brot á þjóðarsáttinni. Seinna bar þó Jónas þessa fúllyrðingu sína til baka. í umræðunum um fijálst fisk- verð bar Ólafúr Bjömsson frá Keflavík fram þá tillögu að unnið verði að því að allur fiskur færi á uppboð hvort sem hann færi til vinnslu eða útflutnings. Þessi til- laga var felld með fjórtán atkvæð- um gegn tíu. Þrátt fyrir hina miklu umræðu sem varð um tillögu fiskiðnaðar- og tækninefndar um að lágmarks- verð verði áfram ákveðið í Verð- lagsráði, fóm leikar þannig að til- lagan var samþykkt með miklum meirihluta, eða tuttugu og ijórum atkvæðum gegn níu. Ennfremur var samþykkt samhljóða ályktun frá Fiskiðnað- ar- og tækninefnd þingsins um Aflamiðlun. Þar segir að Fiski- þing telur nauðsynlegt að hags- munaaðilar í sjávarútvegi, í sam- ráði við stjómvöld, standi áfram að Aflamiðlun, sem hafi stjóm á útflutningi isfisks. í umræðu um Aflamiðlun gat Hjalti Einarsson framkvæmda- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna þess að fiskvinnslunni fýndist ferskfiskútflutningurinn vera svo mikill að það lægi við að vinnslumenn hefðu það á tilfinn- ingunni að þriðja heimsstyijöldin væri skollin á. Ástæða þessarar samlíkingar Hjalta er sú að fersk- fiskútflutningur var mjög mikill á árum seinni heimsstyijaldarinnar. En hann gat þess einnig að innan fiskvinnslunnar væru uppi þær raddir að það væri eins gott fýrir vinnsluna að draga sinn fúlltrúa út úr stjóm Aflamiðlunar til að mótmæla ferskfiskútflutningnum sem þeir telja vera of mikinn. Bætt afkoma og þjððarsátt Af einstökum ályktunum sem fram komu frá fjárhagsnefnd Fiskiþings var samþykkt ályktun um bætta afkomu og þjóðarsátt. Þar er fagnað þeim árangri sem náðst hefúr í baráttunni við verð- bólgu, sem kom í kjölfar kjara- samninga sem gerðir voru sl. vet- ur. Minni verðbólga og lækkun fjármagnskostnaðar sé gífúrlegt hagsmunamál fýrir sjávarútveg- inn og þjóðfélagið í heild. Miklar erlendar verðhækkanir á flestum sjávarafúrðum hafa þokað sjávar- útveginum í heild úr langvarandi taprekstri og lækkun verðbólgu og vaxta hefúr gert róðurinn létt- ari. Engu að síður er nauðsynlegt að benda á að fjárhagur sjávarút- vegsins er ennþá mjög veikur eft- ir áfoll síðustu ára og má lítið út af bera. Fiskiþing skorar á stjóm- völd í nútíð og framtíð og aðila vinnumarkaðarins að halda ótrauðir áffam á sömu braut. * Fiskiþing telur óhjákvæmi- legt að sjávarútvegurinn, veiðar og vinnsla, hafi aðgang að sjóði, sem geti veitt stuðning við rann- sóknir og tilraunir sem stuðli að nýjungum í greininni. Þingið bendir á að sá vísir að slíkum sjóði, sem lögum samkvæmt á að vera í Fiskveiðisjóði Islands, hef- ur ekki ennþá tekið til starfa og leggur áherslu á að það verði sem fýrst. * Þá mótmælir Fiskiþing öll- um hugmyndum um aukna skatt- heimtu í hvaða formi sem er. Vakin er athygli á því, að að- stöðugjald er óeðlilegur skattur, og þungaskattur á flutningabíla eykur aðstöðumun byggðarlaga. Þingið Ieggur áherslu á að erlend- ar olíuverðshækkanir sem hafa orðið og kunna að verða, leiði ekki til hlutfallslegra álaga á inn- lenda kostnaðar- og skattaþætti. Þá leggur þingið það til að raf- orkuverð til sjávarútvegsfyrir- tækja og fiskiskipa verði það sama um allt land og að rannsak- að verði hver sé eðlilegur munur á raforkuverði til fiskiðnaðar ann- ars vegar og stóriðju hinsvegar, með tilliti til nýtingartíma, fram- leiðslu- og flutningskostnaðar. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.