Þjóðviljinn - 17.11.1990, Síða 16
þJÓÐVILIINN
Laugardagur 17. nóvember 1990 218. tölublað 55. árgangur
_ SPURNINGIN
Er gaman í skólanum?
honum.
fvar Nikulásarson
Fellaskóla:
Mér finnst alveg ágætt í skólan-
Guðný Tómasdóttir
Öskjuhlíðarskóla:
Meiriháttar gaman. Það eru svo
skemmtilegir krakkar með mér í
skólanum.
Sólveig Daníelsdóttir
Menntaskólanum við Hamra-
hlíð:
Mérfinnst æðislega gaman. Ég
er á fyrsta ári, og allt er mjög
spennandi.
Margrét Eiríksdóttir
Öskjuhlíðarskóla og Fjölbraut í
Breiðholti einu sinni í viku:
Öskjuhlíðarskóli er ágætur, en
ég er búin að fá dálitla leið á
RAFRÚN H.F.
Smiðjuvegi 11 E
Alhliða
rafverkta kaþjónusta
Símí641012
Þau eru á Hálsaborg í Hálsaseli I Breiðholti og tóku lagið fyrir þingfulltrúa á Hótel Loftleiðum I gær.
Menntamálaþing
Spurt um innihald
Menntamalaþing, hið fyrsta í röðinni, hófst í gœr með rœðu Svavars Gestssonar menntamála-
ráðherra. A undan söng barnakór tvö lög við góðar undirtektir ráðstefnugesta. Þingið sækja
nálega 200fulltrúar og koma víða að.
Menntamálaþing er haldið í
þeim tilgangi að taka sól-
arhæðina á skóla- og mennta-
málum í landinu og skyggnast
inn í framtíðina. Menntamála-
ráðuneytið hefur látið taka
saman drög að framkvæmda-
áætlun í skólamálum til ársins
2000. Verða drögin til umræðu
á þinginu en tilgangurinn með
samningu áætlunarinnar er að
gera grein fyrir samræmdri
skólastefnu sem unnið er eftir,
án þess þó að skóla- og mennta-
málum sé fullkomlega stýrt frá
degi til dags úr ráðuneyti
menntamála.
Svavar Gestsson mennta-
málaráðherra sagði meðal annars
i setningarræðu sinni að ýmsir
teldu ára illa til slíkra fundahalda.
„Við stöndum frammi fyrir pólit-
ísku áhugaleysi á skólamálum;
aftur og aftur hef ég verið spurður
að því þann tíma sem ég hef verið
menntamálaráðherra hvort ég sé
hættur í stjómmálum af því að ég
tali lítið um efnahagsvandann op-
inbcrlega.“ Þá sagði hann:
„Þegar ég legg mál fyrir ríkis-
stjómina sem snerta skólamál er
aldrei spurt um annað en kostnað.
Það er gott að spyija um kostnað
en það á líka að spyija um inni-
hald. Það er sjaldan gert. Kostn-
aðurinn við að framkvæma þessa
stefnu á tíu árum er tveir miljarð-
ar til viðbótar við þá íjármuni upp
á 14 - 15 miljarða sem nú em í
skólakerfinu. Það er aukning sem
svarar um 200 miljónum króna
eða 1, 3% á ári. Þetta er mikið fé
en þó hógvært, ekki aðeins miðað
við þarflr heldur einnig miðað við
liklegar spár um þjóðarfram-
leiðslu og miðað við það sem hef-
ur farið í þennan málaflokk á und-
anfomum ámm.“
Á þinginu em fulltrúar at-
vinnurekenda og samtaka launa-
fólks. Meðal þeiija sem tóku til
máls í gær var Ásmundur Stef-
ánsson, forseti ASÍ, og fjallaði
meðal annars um tengsl skóla og
atvinnulífs sem hann taldi hvergi
einfold. Á báðum vígstöðvum
væri margföld tortryggni. Hann
sagði atvinnulífið vantreysta
skólanum og innan verkalýðs-
samtakanna teldu margir að þeir
skólar sem teldust vera að mennta
fólk fyrir atvinnulífið væm famir
að leggja meiri áherslu á að þjóna
næsta skólastigi fyrir ofan en að
skila fólki vel undirbúnu á vinnu-
markaðinn.
Ásmundur vakti einnig máls á
þvi að í menntakerfinu væri ekki
síður þörf á hagræðingu en ann-
arsstaðar í þjóðfélaginu, en menn
með stjómunarmenntun væm
ekki eftirsóttir í menntakerfinu.
Á þinginu verður fjallað um
öll skólastig; leikskóla, grunn-
skóla, framhaldsskóla, háskóla og
fúllorðinsffæðslu. Margar spum-
ingar brenna á skólamönnum og
fjalla þær ekki síður um innihald
en kostnað. Lengri skóli fyrir
yngstu bömin, einsetinn skóli,
færri nemendur í bekk og aukin
áhrif foreldra em á dagskrá í nýju
fmmvarpi til grunnskólalaga sem
menntamálaráðherra hefúr lagt
fyrir Alþingi, en auk þess hafa
þegar verið kynnt eða flutt ffum-
vörp til laga um almenna fullorð-
insfræðslu, um leikskóla, listahá-
skóla o.fl.
hágé.
Þingfulltrúar koma vlða að úr skólakerfinu. Hér má þekkja þá Tryggva
Glslason skólameistara Menntaskólans á Akureyri og Gunnar Karisson
prófessor við Háskóla (slands.
ITig v I byrja á þvl að þakka^l £g haföi auövitað
ý, maflunni fyrir að leyfa mér V, vj{ ^ ag fara [ sk0t
'I að ávarpa flokksþing sitt.V helt vesti áður en ég
Er það ekki augljóst mál? Eg hef
aldrei heyrt að framsóknarmenn væru
músíkalskir, en tókstu ekki eftir
þvl að stór hluti þingfulltrúa eru_J