Þjóðviljinn - 14.12.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.12.1990, Blaðsíða 8
þJÓÐVILIINN NÝTI Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans Afgrelðsla: « 68 13 33 Framkvœmdasfjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason, Auglýsingadeild: » 68 13 10 - 68 13 31 Simfax: 68 19 35 Helgi Guðmundsson Umsjónarmenn Helgarblaðs: Ragnar Kartsson Fréttastjóri: SigurðurÆ Fríðþjófsson Verð: 150 krónur [ lausasölu Setning og umbrot: Prentsmíðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Auglýsingastjóri: Steinar Haröarson Aðsetur: Siöumúta 37. 108 Reykjavik Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis „Græn verg þjóðarframleiðsla“ er tiltölulega nýtt hugtak, sem margt bendir til að geti orð- ið mikils ráðandi og verði að minnsta kosti haft til hliðsjónar við mat á raunverulegum verðmætum og framleiðslu þjóðanna í fram- tíðinni. ( slíkum útreikningi á verðgildi þjóðar- framleiðslu er ekki látið nægja að vega hráar tölurnar um framleiðslu og þjónustu atvinnu- greina. í staðinn er farin sú leið að meta til frádráttar með ákveðnum hætti þann kostn- að sem þjóðfélagið ber af starfseminni til lengri tíma. Reynt er þannig að taka tillit til af- leiðinganna af umhverfisspjöllum, rányrkju og öðrum tilkostnaði sem bitnar á vistkerfi og þjóðfélagi. Þessar hugmyndir njóta nú æ meira fylgis í Evrópu, og einn helsti talsmaður og hug- myndafræðingur kenninganna um „grænu þjóðarframleiðsluna" hefur verið hagfræðing- urinn Roefie Hueting sem starfar hjá Hag- stofu Hollands. Kenningar hans, sem hafa árum saman mætt andstöðu í hópum hag- fræðinga og stjórnmálamanna, snúast um það að verg þjóðarframleiðsla margra ríkja hafi verið stórlega ýkt og uppbelgd í talna- dálkunum. Út í hött sé til dæmis að telja það til verðmæta sem rýri gæði landanna þegar til langs tíma sé litið og dragi úr möguleikum þjóðanna til hagsældar. Einnig sé það rangt að meta framleiðslu og þjónustu á sviðum sem tengjast verndun og bótum á umhverf- inu sem jákvæða stærð í þjóðarframleiðsl- unni. Að undanförnu hefur framlag Huetings aft- ur á móti notið sívaxandi athygli og hlotið hljómgrunn, eftir því sem vitund fólks um vist- kerfið skerpist. Og nú er loks svo komið að Græn VÞF hollensk stjórnvöld hafa falið Hueting að leggja á ráðin um nýjar bókhaldsreglur varð- andi útreikninga á raunverulegri þjóðarfram- leiðslu. Ennfremur hafa skipulagssérfræð- ingar hjá Alþjóðabankanum og Umhverfis- verndaráætlun Sameinuðu þjóðanna lýst því yfir, að barátta Huetings árum saman fyrir skilningi á þessum nýju viðhorfum hafi á end- anum breytt afstöðu margra til þessara mála. Reyndar hafa fleiri hagfræðingar bent á það, að þær venjur við að meta afrakstur framleiðslu og þjónustu sem hingað til hafa tíðkast, séu úreltar og villandi. í Svíþjóð, Nor- egi, Frakklandi og Þýskalandi hafa menn ráðist í endurmat og skipulagsvinnu sem beinist að því að leiðrétta það falska uppgjör sem birtist í hráum þjóðarframleiðslutölum með hefðbundnum hætti. Sem dæmi má taka, að það hefur hingað til verið talinn sí- vaxandi þáttur í þjóðarframleiðslu Vestur- Þjóðverja, að útgjöld við að vernda umhverfi og bæta fyrir skemmdir á því hækkuðu úr 5% í 10% af vergri þjóðarframleiðslu á árunum 1980-1985. Samkvæmt eðli gildandi aðferða við útreikninga á þjóðarframieiðslu hefur þessi starfsemi verið talin til vaxtar og viðbót- ar. Kostnaður við vatnshreinsistöðvar og mengunarvarnir ætti hins vegar, að mati fylg- ismanna kenninganna um „græna þjóðar- framleiðslu“, að dragast frá henni sem kostn- aður. Allt eru þetta teikn þess, að mat manna á hagvexti, framleiðni og framlegð kunni að taka miklum stakkaskiptum í náinni framtíð. Innan tveggja vikna er til dæmis von á nýju nefndaráliti innan stjórnsýslu Evrópubanda- lagsins, um það hvort leggja skuli sérstakan umhverfisskatt á óendurnýjanlega orkugjafa eins og kol og olíu, til þess m.a. að auðvelda samkeppni endurnýjanlegra orkulinda og þeirra sem síður menga andrúmsloftið. Olíu- félögin berjast hart gegn hugmyndum um slíka skattlagningu, en hún á víða fylgi að fagna, til dæmis innan landbúnaðargeirans, þar sem menn hafa undanfarin ár unnið að þróun eldsneytis úr lífrænum efnum. Hins vegar er Ijóst, að í löndum afkastamikils land- búnaðar, sem virst hefur geta framleitt ódýr- ari matvæli en t.d. íslendingar, verður þess nú krafist að heildarreikningurinn verði lagð- ur fyrir. Þá kynni að koma í Ijós, að langtíma tilkostnaður ríkja vegna matvælaframleiðslu sem styðst t.d. við mikla efnanotkun og áníðslu á vatnabúskap, mundi sýna dæmið íslendingum meira í hag en nú er oft haldið fram. Hérlendis er unnið að athugunum á því hvort og hvernig unnt væri að koma að skyn- samlegum umhverfissköttum, sem ýttu undir betri umgengni við auðlindir og náttúru.En í Ijósi umræðunnar um græna þjóðarfram- leiðslu hlýtur líka að koma til álita, hvort ýms- ir þættir landbúnaðar, landgræðslu, fiskveiða og iðnaðar ættu fremur að dragast frá við út- reikninga hennar, heldur en að bætast við eins og núna. ÓHT r 9 8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. desember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.